Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 32
32 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
26. apríl 1994: „Richard
Nixon, sem lézt sl. laug-
ardag, var án efa einn
merkasti forseti Bandaríkj-
anna á síðari helmingi þess-
arar aldar. Á sérkenni-
legum stjórnmálaferli reis
hann stundum mjög hátt.
Hann gjörbreytti stefnu
Bandaríkjamanna gagnvart
Kína. Frá því að komm-
únistar tóku völdin í þessu
fjölmennasta ríki veraldar
nokkru eftir lok heimsstyrj-
aldarinnar síðari og þar til
Nixon sendi Kissinger í
leyniför til Kína, hafði ekki
aðeins algert sambandsleysi
verið á milli Bandaríkja-
manna og Pekingstjórn-
arinnar, heldur hálfgert
stríðsástand á köflum. För
Nixons til Kína í kjölfar
leyniferðar Kissingers
breytti heimsmyndinni í
einni svipan.
Þegar litið er til þess,
hvað Formósustjórnin hafði
notið sterks stuðnings í
Bandaríkjunum, stuðnings,
sem átti sér djúpar rætur í
samskiptum Bandaríkja-
manna og Kína, fór ekki á
milli mála, að það þurfti gíf-
urlegt pólitískt hugrekki til
þess að stíga þetta skref.
Nixon hafði þann kjark til
að bera. Hann hafði áratug-
um saman verið einn helzti
forystumaður hægri afla í
repúblikanaflokknum og
einmitt þess vegna gat
hann beitt sér fyrir þessari
byltingarkenndu breytingu
á utanríkisstefnu Banda-
ríkjamanna. Þeir sem voru
líklegastir til að gagnrýna
slíka stefnubreytingu
treystu Nixon. Hið sama
gerðist löngu síðar, þegar
Reagan beitti sér fyrir
slökunarstefnu með samn-
ingaviðræðum við Gorbac-
hev, m.a. hér í Reykjavík,
en það var upphafið að
hruni Sovétríkjanna. Í þess-
um viðræðum hafði Reagan
stjörnustríðsáætlunina í
bakhöndinni, en slík fram-
kvæmd var Sovétríkjunum
ofviða.
Í forsetatíð Nixons varð
einnig mikil breyting á
samskiptum Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna. Nixon
hafði áratugum saman verið
einn harðasti andstæðingur
kommúnista meðal banda-
rískra stjórnmálamanna og
var óvæginn í gagnrýni
sinni á Sovétríkin. Þess
vegna kom það áreiðanlega
mörgum á óvart, að hann
beindi samskiptum þessara
tveggja risavelda í þann
farveg að leiddi til slökunar
á þeirri spennu, sem hafði
ríkt á milli þeirra frá upp-
hafi kalda stríðsins. En
einnig í þessum efnum naut
Nixon trausts þeirra, sem
líklegastir voru til að gagn-
rýna slíka stefnubreytingu.
Hann kom í raun úr þeirra
röðum og þess vegna var
honum treyst.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
M
ikið hefur verið rætt um
jafnréttislögin og rétt-
mæti þeirra undanfarn-
ar vikur. En það sem
einkennt hefur um-
ræðuna er fremur karp
um menn og ákveðnar
ráðstafanir þeirra og
ummæli, heldur en yfirvegaðar vangaveltur um
hugmyndafræði, raunverulegt efni laganna og
forsendur þeirra.
Því er ekki úr vegi að rekja sögu jafnréttislag-
anna og skoða nánar hvað þau kveða á um í raun
og veru.
Saga jafnrétt-
islaganna
Almenn jafnréttislög
voru fyrst sett hér á
landi árið 1976 og hafa
síðan verið endur-
skoðuð þrisvar sinnum, enda hefur verið kveðið á
um það í lögunum að þau skuli endurskoðuð á
fimm ára fresti. Áður höfðu verið samþykkt ýmis
lög er réttu stöðu kvenna í einstökum málum.
Á vef Kvenréttindafélags Íslands er að finna
yfirlit yfir sögu lagasetningar um jafnréttismál
hér á landi. Ein elstu lögin eru frá árinu 1850, en
þau eyddu þeim mun sem var á erfðarétti karla
og kvenna. Árið 1882 veitti Alþingi ekkjum og
öðrum ógiftum konum er stóðu fyrir búi kosn-
ingarétt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum.
Fjórum árum síðar fengu konur rétt til að gang-
ast undir próf í Lærða skólanum og njóta
kennslu í prestaskólanum og læknaskólanum í
Reykjavík, en öðluðust þó engan aðgang að emb-
ættum. Það var ekki fyrr en árið 1911 sem konur
fengu sama rétt og karlar til náms og embætta.
Árið 1909 fengu konur á landinu öllu kosninga-
rétt í sveitarstjórnarkosningum, en þann rétt
höfðu kynsystur þeirra í Reykjavík og Hafnar-
firði hlotið tveimur árum fyrr. Konur fengu ekki
kosningarétt og kjörgengi til Alþingis fyrr en
1915. Var rétturinn raunar bundinn við konur 40
ára og eldri fyrst um sinn, en var lækkaður til
jafns við karla 1920. Eftir að stjórnmálaleg rétt-
indi kvenna höfðu verið tryggð færðist áherslan
yfir á atvinnu- og launaréttindi. Árið 1919 var
launajafnrétti kynja í kennarastétt viðurkennt
og samþykkt sem lög, og 1945 voru sett lög um
laun starfsmanna ríkisins, þar sem kveðið var á
um að ekki væri „ætlast til að munur [væri] gerð-
ur á launum karla og kvenna sem vinna sömu
störf.“ Þrettán árum síðar fullgilti Alþingi sam-
þykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jöfn
laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.
Lög um launajöfnuð karla og kvenna í verka-
vinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrif-
stofuvinnu voru sett árið 1961 og 1973 tóku gildi
lög um jafnlaunaráð. Teljast þau undanfari jafn-
réttislaganna frá 1976, en jafnlaunaráð varð þá
að Jafnréttisráði.
Eins og segir á vef Kvenréttindafélagsins urðu
þáttaskil með setningu laganna 1976, þar sem
þau lutu að flestum sviðum þjóðfélagsins. „Deilt
var um hvort ekki þyrfti róttækari breytingar á
lögunum til að árangur næðist, svo sem eins og
að veita konum tímabundinn forgang, til að þær
næðu sömu stöðu og karlar. Var sú tillaga borin
upp við endurskoðun laganna 1985, en það var
ekki fyrr en í endurskoðuninni 1991, sem veitt
var heimild til þess. Þá var einnig tekið fram að
lögin væru sett til að bæta stöðu kvenna, en fram
að þeim tíma hafði ekki verið tilgreint hvort kyn-
ið það væri, sem lögin væru að vernda.“
Núgildandi
jafnréttislög
Núgildandi lög um
jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla
voru sett á Alþingi ár-
ið 2000. Eins og segir í 1. grein laganna er mark-
mið þeirra að „koma á og viðhalda jafnrétti og
jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna
þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum sam-
félagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna
möguleika á að njóta eigin atorku og þroska
hæfileika sína óháð kynferði.“ Markmiði þessu
skal meðal annars ná með því að gæta jafnrétt-
issjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins, vinna
að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarð-
anatöku og stefnumótun í samfélaginu, gera
bæði konum og körlum kleift að samræma fjöl-
skyldu- og atvinnulíf, og efla fræðslu um jafn-
réttismál og rannsóknir í kynjafræðum.
Í 2. grein laganna er kveðið á um að félags-
málaráðherra fari með framkvæmd þeirra. 3.
grein fjallar um Jafnréttisstofu, en þau verkefni
sem hún skal annast eru meðal annars að hafa
eftirlit með framkvæmd laganna, sjá um fræðslu
og upplýsingastarfsemi, veita stjórnvöldum,
stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum ráð-
gjöf, og koma ábendingum og tillögum um að-
gerðir í jafnréttismálum á framfæri við félags-
málaráðherra, Jafnréttisráð og önnur stjórnvöld.
Í 4., 5. og 6. grein er síðan fjallað um kæru-
nefnd jafnréttismála, sem tengst hefur nýlegum
deilumálum. Þar segir meðal annars: „Verkefni
kærunefndar jafnréttismála er að taka til með-
ferðar og gefa skriflegt rökstutt álit um hvort
ákvæði laganna hafi verið brotin. Niðurstöður
kærunefndar sæta ekki kæru til æðra stjórn-
valds. Þegar um er að ræða mál sem ætla má að
geti haft stefnumarkandi áhrif á vinnumarkaðinn
í heild skal kærunefnd leita umsagnar hjá heild-
arsamtökum launafólks og viðsemjendum þeirra
áður en álit er gefið. Nú telur kærunefnd jafn-
réttismála að ákvæði laga þessara séu brotin og
skal hún þá beina rökstuddum tilmælum um úr-
bætur til hlutaðeigandi aðila.“ Um málsmeðferð
fyrir kærunefnd jafnréttismála segir meðal ann-
ars: „Einstaklingar og félagasamtök, í eigin
nafni eða fyrir hönd félagsmanna, sem telja að
ákvæði laga þessara hafi verið brotin á sér, geta
leitað atbeina kærunefndar jafnréttismála.
Kærunefnd getur enn fremur þegar sérstaklega
stendur á tekið mál til meðferðar samkvæmt
ábendingum annarra. ... Jafnréttisstofa getur
þegar sérstaklega stendur á óskað eftir að kæru-
nefnd taki erindi til umfjöllunar.“ Einnig er í lög-
unum kveðið á um að kærunefnd jafnréttismála
skuli tryggja að aðili máls eigi þess kost að tjá
sig um efni máls áður en nefndin veitir álit sitt í
því.
Um Jafnréttisráð er fjallað í 7. og 8. grein lag-
anna, en þar kemur meðal annars fram að hlut-
verk ráðsins skuli vera að stuðla markvisst að
jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á
vinnumarkaðnum. Í næstu greinum er meðal
annars kveðið á um að sveitarstjórnir skuli að
loknum sveitarstjórnarkosningum skipa jafn-
réttisnefndir, sérhvert ráðuneyti skuli skipa
jafnréttisfulltrúa sem fjalli um og hafi eftirlit
með jafnréttisstarfi á málasviði ráðuneytisins, og
að félagsmálaráðherra sé heimilt að ráða jafn-
réttisráðgjafa til að vinna tímabundið að jafn-
réttismálum á tilteknu sviði og/eða landsvæði.
Samkvæmt 13. grein skulu atvinnurekendur
og stéttarfélög vinna markvisst að því að jafna
stöðu kynjanna á vinnumarkaði og stuðla að því
að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karla-
störf. Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri
en 25 starfsmenn skulu setja sér jafnréttisáætl-
un eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna
og karla í starfsmannastefnu sinni. 14. grein tek-
ur til launajafnréttis. Þar segir: „Konum og körl-
um er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu
greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir
jafnverðmæt og sambærileg störf. Með launum í
lögum þessum er átt við almennt endurgjald fyr-
ir störf og hvers konar frekari þóknun, beina og
óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum
eða með öðrum hætti, sem atvinnurekandi greið-
ir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans. Með jöfn-
um launum er átt við að laun skulu ákveðin á
sama hátt fyrir konur og karla og að þau viðmið
sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli
ekki í sér kynjamismunun. Með kjörum í lögum
þessum er, auk launa, átt við lífeyris-, orlofs- og
veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða
réttindi sem metin verða til fjár.“
Ljóst er að eitt brýnasta verkefni samtímans í
jafnréttismálum er að gera fólki, bæði körlum og
konum, auðveldara fyrir að samræma fjölskyldu-
líf og atvinnu. Um það segir í 16. grein laganna:
„Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráð-
stafanir til að gera konum og körlum kleift að
samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagn-
vart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða
að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á
vinnu og vinnutíma þannig að tekið sé tillit til
þarfa atvinnulífs og fjölskylduaðstæðna starfs-
manna, þar með talið að þeim sé auðveldað að
koma aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldra-
orlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og
brýnna fjölskylduaðstæðna.“ 17. grein er beint
gegn kynferðislegri áreitni.
22. til 27. grein laganna geyma ákvæði þar sem
nánar er fjallað um bann við hvers kyns mis-
munun á grundvelli kynferðis, til dæmis hvað
varðar atvinnu, kjör og menntun. Af 2. málsgrein
22. greinar hefur verið leidd reglan um jákvæða
mismunun, sem óhætt er að segja að sé umdeild-
asti þáttur jafnréttislaganna. Í greinni segir:
„Hvers kyns mismunun eftir kynferði, hvort
heldur bein eða óbein, er óheimil. Þó teljast sér-
stakar tímabundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til
að bæta stöðu kvenna eða karla til að koma á
jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki ganga
gegn lögum þessum. Þá teljast aðgerðir til að
auka möguleika kvenna eða karla sérstaklega til
að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki
ganga gegn lögum þessum. Sama á við ef nauð-
synlegt telst að ráða annað kynið vegna hlut-
lægra þátta er tengjast starfinu. Það telst ekki
OFBELDI Á HEIMILUM
Nýr forsætisráðherra SpánarJosé Luis Rodriguez Zapa-tero, hefur vakið máls á nán-
ast ótrúlegu máli. Hann hefur skýrt
frá því, að nær 600 spænskar konur
hafi dáið af völdum ofbeldis eigin-
manna eða fyrrverandi maka á síðustu
átta árum, þar af nær 100 á síðasta ári.
Jafnframt hefur hann skýrt frá því, að
opinberar rannsóknir bendi til þess,
að um tvær milljónir kvenna á Spáni
sæti ofbeldi og kúgun.
Þetta eru nánast ótrúlega háar töl-
ur. Þær benda hins vegar eindregið til
þess að hér sé á ferðinni falinn vandi.
Zapatero lýsir þessu ástandi, sem
þjóðarskömm fyrir Spánverja. Getur
verið, að þeir séu í þessum efnum verri
en aðrir? Er hugsanlegt að ofbeldi á
heimilum gagnvart konum og jafnvel
börnum sé meira vandamál, en við höf-
um gert okkur grein fyrir? Það er at-
hyglisvert að þetta er eitt fyrsta málið,
sem spænski forsætisráðherrann tek-
ur upp eftir að hann tók við embætti
og boðar sérstakar aðgerðir til þess að
vernda fórnarlömb ofbeldisins. Það
vekur líka athygli að ráðherrann hefur
skýrt frá því, að ríkisstjórn hans
mundi setja reglur um notkun kven-
líkama í auglýsingum og segir að slík-
ar auglýsingar geti stuðlað að ofbeldi
gegn konum.
Zapateró hefur vakið athygli á máli,
sem ástæða er til að staldra við. Við og
við koma fréttir um vandamál af þess-
um toga hér. Það er vissulega ástæða
til að spyrja þeirrar spurningar, hvort
tilefni sé til frekari aðgerða til verndar
þeim, sem sæta ofbeldi og kúgun á
heimilum sínum en þegar hefur verið
gripið til.
HVER ER VERULEIKINN?
Steingrímur J. Sigfússon, formaðurVinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs skrifar grein hér í blaðið í
gær um varnarmál og kemst að þeirri
niðurstöðu, að ríkisstjórnin sé „að
stinga höfðinu í sandinn og neita að
horfast í augu við veruleikann í von
um að geta haldið öllu óbreyttu í anda
andstæðna á tímum kalda stríðsins
fyrir áratugum.“
Hver er veruleikinn? Það er rétt að
kalda stríðið heyrir til liðinni tíð. En
þjóðir heims standa frammi fyrir
nýrri ógn frá hryðjuverkamönnum,
sem eru ósýnilegir en láta höggið ríða
hvar sem er og hvenær sem er. Ekki
er langt síðan hörmulegir atburðir
urðu á Spáni. Fyrir nokkrum dögum
fóru fram handtökur í Bretlandi, sem
400 lögreglumenn tóku þátt í. Blaða-
fregnir benda til að þeir sem hand-
teknir voru hafi haft í hyggju að
fremja fjöldamorð á vettvangi, þar
sem m.a. mátti gera ráð fyrir nokkrum
hópi Íslendinga. Um svipað leyti voru
nokkrir menn handteknir í Svíþjóð og
talið, að þar væru útsendarar hryðju-
verkasamtaka á ferð.
Ógn hryðjuverkanna er komin að
húsdyrum okkar Íslendinga. Við höf-
um haft gagnkvæman varnarsamning
við Bandaríkjamenn í rúma hálfa öld.
Því fer fjarri, að núverandi ríkisstjórn
hafi stungið höfðinu í sandinn í sam-
bandi við varnarmál. Þvert á móti hef-
ur hún sagt við Bandaríkjamenn: við
gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir
breyttum aðstæðum en ný ógn er til
staðar og hún snertir okkur Íslend-
inga ekkert síður en ykkur. Ísland
getur ekki verið óvarið.
Ef einhverjir eru að stinga höfðinu í
sandinn eru það þeir íslenzku stjórn-
málamenn, sem enn neita að horfast í
augu við þann veruleika að hið sjálf-
stæða íslenzka lýðveldi, sem verður 60
ára í sumar verður að tryggja öryggi
sitt með einhverjum hætti.