Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 33

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 33 mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar og barnsburðar.“ Í næstu greinum er einnig lagt bann við því að atvinnurekendur mis- muni umsækjendum um starf eða starfsfólki sínu í launum eða öðrum kjörum á grundvelli kyn- ferðis. Óheimilt er að birta auglýsingu um laust starf þar sem gefið er í skyn að fremur sé óskað eftir starfsmanni af öðru kyninu en hinu, og at- vinnurekanda er óheimilt að segja starfsmanni upp sökum þess að hann krafist leiðréttingar á gundvelli laganna. Þá er skylt að gæta þess í skólum og öðrum menntastofnunum að þar sé nemendum ekki mismunað vegna kyns síns. Útbreiddur misskilningur Hér hafa helstu atriði núgildandi jafnréttis- laga verið reifuð. Erf- itt er að sjá að önnur ákvæði en það sem tekur til jákvæðrar mismun- unar geti verið umdeilanlegt við núverandi að- stæður, þar sem sannarlega er langt í land að konur búi við jafnrétti í raun. Og ein veigamestu rökin gegn jákvæðri mismunun lúta raunar að því að þar sem jafnréttisbaráttan sé þó komin jafn langt og á Íslandi samtímans komi slíkar ráðstafanir konum í raun og veru ekki til góða til langs tíma litið, heldur ýti undir úreltar hug- myndir um eiginleika kynjanna og grafi undan trúnni á því að konur geti komist til metorða í krafti eigin verðleika. Og jafnvel þótt deila megi um réttmæti já- kvæðrar mismununar er ekki við núverandi að- stæður unnt að taka undir með þeim sem hafa undanfarið lýst yfir áhyggjum af því að karlar þurfi að líða fyrir reglur þar að lútandi. Sá mis- skilningur virðist vera útbreiddur að jafnrétt- islögin skyldi hið opinbera til að ráða kvenkyns umsækjanda ef konur eru í minnihluta í viðkom- andi starfsgrein, án tillits til hæfis. Það er rangt. Einnig má benda á að samkvæmt lögunum eiga karlar alveg sömu möguleika og konur á að njóta jákvæðrar mismununar, það er að segja ef þeir eru í minnihluta í viðkomandi starfsstétt. Þar að auki er fátt sem bendir til þess að karl- ar beri skarðan hlut frá borði í íslensku þjóð- félagi í dag. Karlar eru hvarvetna í miklum meirihluta í áhrifastöðum. Það eru karlar sem eru í meirihluta á Alþingi, í sveitarstjórnum, í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera og í stjórnum fyrirtækja og æðstu stjórnunarstöð- um. Það er sá veruleiki sem blasir við. Konur þurfa enn að þola mismunun Staðreyndin er sú að konur verða enn þann dag í dag fyrir mis- munun á grundvelli kynferðis síns. Og það er meira að segja býsna algengt. Framan af aldri finna stúlkur sem betur fer sjaldnast fyrir því að þær eigi minni möguleika en karlkyns jafnaldrar þeirra á að ná árangri í námi og starfi. En þegar ungar konur koma út á vinnumarkaðinn rekast þær iðulega á fordóma og hindranir, eingöngu vegna kynferðis síns. Konur þurfa að sæta því að vera spurðar í atvinnuviðtölum hvort þær hyggi á barneignir á næstunni, þó karlkyns umsækjend- ur um sömu störf þurfi ekki að þola slíka hnýsni um einkalíf sitt. Kannanir sýna að atvinnurek- endur gera ráð fyrir því að konur þurfi að bera ábyrgð á heimili og fjölskyldu í mun ríkari mæli en karlar, og geti því ekki varið jafn miklum tíma og orku til að sinna vinnunni. Ætla má að þeir séu því tregari til að veita kvenkyns starfsmönn- um sínum stöðuhækkanir og aukna ábyrgð, ein- göngu vegna úreltra viðhorfa um hlutverkaskipt- ingu kynjanna, jafnvel þótt ekkert bendi til annars en að kvenkyns starfsmenn séu alveg jafn hæfir og reiðubúnir að leggja jafn mikið á sig og karlkyns kollegar þeirra. Óþarfi er að fjöl- yrða um launamun kynjanna, sem enn þann dag í dag er verulegur og ótvíræður. Engum þarf að dyljast að konur búa ekki við jafnrétti í raun. Jafnréttislög eru mikilvæg for- senda þess að það markmið náist. Jákvætt að umræða eigi sér stað Hvaða skoðun sem menn hafa á lögunum er að minnsta kosti já- kvætt að jafnréttismál hafi verið jafnofarlega á baugi í fjölmiðlum og manna á meðal og undanfarið. Umræða um jafnréttismál, eins og aðra mikilvægustu mála- flokka þjóðfélagsins, verður að vera opinská og lifandi. Morgunblaðið/Golli Hvaða skoðun sem menn hafa á lög- unum er að minnsta kosti jákvætt að jafnréttismál hafi verið jafnofarlega á baugi í fjölmiðlum og manna á meðal og undanfarið. Um- ræða um jafnrétt- ismál, eins og aðra mikilvægustu mála- flokka þjóðfélags- ins, verður að vera opinská og lifandi. Laugardagur 24. apríl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.