Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 36
SKOÐUN
36 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Jón Hólm Stefánsson,
sími 896 4761.
Ef þú þarft að selja eða kaupa
bújörð hvar á landi sem er
hafðu þá endilega samband
við okkar mann,
Jón Hólm bónda,
sem aðstoðar þig
með bros á vör.
BújarðirSUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍKSÍMI 585 9999 • FAX 585 9998
FÉLAG FASTEIGNASALA
Stórkostlegasta útsýni Reykjavíkur
WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali
Falleg fjögurra herbergja íbúð á besta stað á
Ægisíðunni til sölu. Íbúðin er á efstu hæð í
mjög fallegu fjórbýlishúsi með þremur svefn-
herbergjum, mjög stórri stofu og stóru eld-
húsi. Hátt til lofts og stórir gluggar með frá-
bæru útsýni yfir sjóinn, Bessastaði og Suðurnesin. Svona eignir koma sjaldan í sölu
og því er um að gera að hafa hraðar hendur. Verð 22,9 milljónir.
Opið hús í dag frá kl. 13-15
Vesturbraut 23
Í einkasölu glæsilegt og mikið
endurnýjað eldra einbýli í gamla
bænum í Hf. Húsið er alls 160 fm
og er allt hið glæsilegasta að
innan. Húsið er kjallari, hæð og
ris og nýtast allar hæðir mjög vel.
Byggingarréttur fyrir bílskúr.
Sölumenn verða á staðnum.
Verð kr. 22,0 millj.
Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 14-17.
Nýkomin í sölu mjög falleg og vel skipulögð
3ja herbergja 85,5 fm endaíbúð á 1. hæð.
Suðursvalir. Verðlaunalóð.
Verð 14,7 millj. Myndir á habil.is
Ragnheiður og Árni sýna,
sími 554 0438 og 695 5105.
Hlíðarhjalli 44 - Kópavogi
BIRKIHOLT - NÝ ÍBÚÐ - LAUS
Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra stað
glæsileg ný 76,5 fermetra íbúð með sér-
inngangi á annarri hæð í góðu, litlu fjölbýli,
vel staðsettu við Birkiholt í Bessastaðahreppi.
Eignin skiptist í forstofu, gang, þvottahús,
baðherbergi , herbergi, stofu og eldhús ásamt
geymslu í kjallara. Innréttingar eru allar
sérsmíðaðar úr hlyn. Baðherbergi er flísalagt í
hólf og gólf. Íbúðin er laus strax.
Verð 11,5 millj.
Þórhildur Sandholt
lögfr. og lögg. fastsali.
Gsm 898 8545
Gísli Sigurbjörnsson
sölumaður
FAX 568 3231
Góð 3ja herbergja íbúð með sér-
inngangi á efri hæð í litlu fjölbýli.
Þvottaherbergi í íbúð. Parket á
stofu og svefnherb. Flísalagt
bað. Áhvíl. húsbr. 6,2 millj. Verð
13,9 millj.
Fulltrúi eigenda verður á
staðnum og sýnir eignina.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13 OG 15
STARENGI 32 - 2. HÆÐ
UM þessar mundir stendur
Leikfélag Akureyrar á tímamótum.
Nýr samningur hefur verið gerður
við Akureyrarbæ og tryggir hann
félaginu rekstrargrundvöll til
næstu þriggja ára.
Einnig hefur nýr leik-
hússtjóri verið ráðinn
til félagsins. Ég vil
óska nýjum leik-
hússtjóra velfarnaðar
í starfi og félaginu til
hamingju með um-
ræddan samning. Ég
vil nota tækifærið og
þakka fyrir mig um
leið og ég lít yfir far-
inn veg.
Undirritaður var
ráðinn til starfa hjá
leikfélaginu fyrir rúm-
um tveimur árum og fór sú ráðn-
ing fyrir Kærunefnd jafnrétt-
ismála, eins og alkunna er. Álit
hennar var að jafnréttislög hefðu
verið brotin. Nýverið hafnaði
Hæstiréttur hins vegar því áliti og
kvað upp úr með að LA hefði
þvert á móti farið að lögum. Það
var því mörgum undrunarefni að
ég skyldi á þessum tímapunkti
segja starfi mínu lausu, nú þegar
flest virtist fallið í ljúfa löð og
stærstu hindrununum rutt úr vegi
félagsins. Það er mér því bæði
ljúft og skylt að reifa forsendur
mínar að nokkru á þessum vett-
vangi þar sem svo mikil umræða
hefur farið fram opinberlega um
þá erfiðleika sem að félaginu hafa
steðjað að undanförnu.
Margir hafa ályktað sem svo að
fyrrnefnd málaferli hafi átt rík-
astan þátt í ákvörðun minni. Það
er ekki alls kostar rétt. Á það ber
að líta, þótt stundum virðist það
hafa gleymst, að undirritaður var
ekki ásakaður um neitt misjafnt
heldur leikfélagið og stjórn þess. Í
farvegi sínum olli málið engu að
síður skaða öllum þeim sem að því
komu og bitnaði hvað harðast á
fyrrum formanni LA, Valgerði H.
Bjarnadóttur, sem neyddist til að
hverfa úr embætti framkvæmda-
stýru Jafnréttisstofu í kjölfar úr-
skurðar Kærunefndarinnar. Það
brotthvarf var að ósekju, eins og
nú hefur komið á daginn. Málaferl-
in höfðu lamandi áhrif á stjórn og
starfsfólk LA, rýrðu traust og
virðingu almennings á félaginu og
kröfðust einbeitingar og orku að-
standenda þess, sem
full þörf hefði verið á
að nýttist óskipt til
uppbyggingarstarfs á
erfiðum tímum. Frá
upphafi var hins vegar
tekin sú stefna af
hálfu félagsins að tjá
sig sem minnst um
málið opinberlega og
reyna þess í stað að
beina kröftunum inn á
við til lausnar þeim al-
varlega vanda öðrum
sem félagið stóð
frammi fyrir. Því skal
ekki neitað að á stundum hafi
reynst þungbært að sitja þegjandi
undir orðrómi og ásökunum um
vanhæfi í starfi, en þannig taldi ég
þó, og tel enn, að vinnufriðnum
væri best borgið til að takast á við
fjárhagslega uppbyggingu LA.
Undirritaður tók formlega við
starfi leikhússtjóra haustið 2002.
Þá var stutt í frumsýningu veg-
legrar afmælissýningar í tilefni af
85 ára afmæli félagsins. Þessi sýn-
ing var Hamlet eftir William
Shakespeare í leikstjórn Sveins
Einarssonar. Sýningin fékk af-
bragðsgóða aðsókn og hlaut Sveinn
menningarverðlaun DV fyrir upp-
færsluna, enda var hún metn-
aðarfull og að sama skapi afar
kostnaðarsöm. En gleðin yfir vel
heppnaðri sýningu var skammvinn
því fáum dögum eftir frumsýn-
inguna kom í ljós að félagið stefndi
í rekstrarþrot, sjóðir þess voru
uppurnir og skyndilega blasti við
að uppsafnaður rekstrarhalli fyrri
ára upp á 18–20 milljónir króna,
eða fjórðung af árlegu ráðstöf-
unarfé leikfélagsins. Þar með var
ljóst að forsendur ráðningar minn-
ar voru í raun brostnar. Í stað
þess að taka við LA í jafnvæg-
isrekstri, eins og allt benti til við
ráðningu mína, var þörf á skjótum
björgunaraðgerðum. Metnaðarfull
en raunhæf áform um listræna
uppbyggingu og eflingu leiklist-
arstarfsemi félagsins urðu að víkja
til hliðar, en á þeim áformum og
reynslu minni af listrænni stjórnun
og starfi grundvallaðist ráðningin.
Leikfélagið hafði þá um skeið
farið fram á aukin fjárframlög frá
Akureyrarbæ til að mæta allt að
70% kostnaðaraukningu í rekstr-
inum miðað við óbreytta starfsemi.
Þessi aukna fjárþörf LA var ekki
einsdæmi. Löngu tímabærar launa-
hækkanir í kjarasamningum við
Félag íslenskra leikara og almenn-
ar kostnaðarhækkanir á sama tíma
og framlög opinberra aðila stóðu í
stað skópu fleiri atvinnuleikhúsum
erfiðleika. Ljóst var að í hönd færu
erfiðir tímar. Þolinmæði bæjaryf-
irvalda var á þrotum, mikið bar í
milli og samningur bæjarins við
LA um leikhúsrekstur var í upp-
námi. Til að mæta sjóðþurrð leik-
félagsins á árinu 2002 féllst Ak-
ureyrarbær þó á að greiða því
fyrirfram vegna næsta rekstrarárs,
en þó var enginn skriflegur samn-
ingur gerður um framhaldið. Þessi
fyrirgreiðsla frestaði því eingöngu
vandanum, en leysti hann ekki.
Þrátt fyrir umrædda fyrirfram-
greiðslu frá bænum og yfirgrips-
miklar og oft sársaukafullar hag-
ræðingaraðgerðir leikfélagsins lá
fyrir að óbreytt framlög vegna árs-
ins 2003 myndu ekki duga nema til
haustsins.
Á vormánuðum 2003 var ekki
um annað að ræða en grípa til
fjöldauppsagnar allra starfsmanna
LA þar sem enn hafði enginn
samningur náðst við Akureyrarbæ.
Bæjaryfirvöld höfðu sett félaginu
stólinn fyrir dyrnar og stöðvað all-
ar greiðslur til þess. Í kjölfarið
réðst menningarmálanefnd Ak-
ureyrar í stefnumótun varðandi
framtíð leiklistar á Akureyri og
var ekki sjálfgefið að LA yrði inni
í þeirri mynd. Fljótlega skapaðist
þó samræðugrundvöllur milli bæj-
arins og LA og ákveðið að hefja
samningaviðræður í sumarbyrjun
2003. Í kjölfarið vann LA nýja
fjárhagsáætlun sem rúmaðist vel
innan setts fjárhagsramma
óbreyttra fjárframlaga og gerði að
auki ekki ráð fyrir aukafjárveit-
ingu, sem þó hefði verið nauðsyn-
leg til að mæta áðurnefndri kostn-
aðaraukningu í rekstrinum auk
uppsafnaðs vanda undangenginna
ára. Áætlunin var lögð til grund-
vallar nýjum samningi. Náði nið-
urskurður til nær allra sviða,
stöðugilda, fjölda frumskapaðra
verka o.fl. Eftir um tveggja mán-
aða samningaumleitanir var loks
handsalað samkomulag og sam-
kvæmt því ákvað Akureyrarbær að
koma starfsemi LA í gang með 25
milljón króna láni til þriggja ára.
Þá fyrst var unnt að hefjast handa
við endurráðningu starfsmanna og
afturköllun uppsagna. Enn var fé-
lagið þó samningslaust við bæj-
arfélagið og stóð nú á samningi um
framlög ríkisins til menningarmála
á Akureyri. Var samningsins beðið
með óþreyju allt til loka desember
sl. er hann loks leit dagsins ljós. Í
honum var sérstaklega kveðið á
um að bænum bæri að semja við
LA og efla það. Var þetta aug-
ljóslega mikill léttir. Í fyrri samn-
ingi ríkis og bæjar var einungis
kveðið á um framlög til reksturs
atvinnuleikhúss, án frekari skil-
Kveðja til Leikfélags
Akureyrar
Eftir Þorstein Bachmann ’Af öllu ofantöldu máráða að þreyta á póli-
tísku argaþrasi um til-
verurétt Leikfélags Ak-
ureyrar sé meginástæða
uppsagnar minnar. Lái
mér hver sem vill.‘
Þorsteinn Bachmann
ATVINNA mbl.is