Morgunblaðið - 25.04.2004, Page 37
greiningar. Þar með var bæjaryf-
irvöldum gefið tilefni til að ætla að
þau gætu samið við hvaða atvinnu-
leikhóp sem er. Að minnsta kosti
hafði slíkt verið látið í veðri vaka
af hálfu bæjaryfirvalda. Hvort
ásetningur af hálfu bæjaryfirvalda
um að knésetja félagið hafi verið
fyrir hendi skal ósagt látið, en
þarna var með öðrum orðum kom-
in á sérgreind samningsskylda
bæjarins við Leikfélag Akureyrar.
Þessi samningsskylda er í ætt við
þríhliðasamninga ríkis, bæjar og
LA. hér á árum áður, enda þess
sérstaklega getið í landslögum að
félög eins og Leikfélag Akureyrar
sem lengi hafi notið opinbers
stuðnings skuli gera það áfram.
Þegar þessum áfanga var náð
ákvað ég að leggja inn uppsagn-
arbréf mitt um leið og ég lýsti mig
reiðubúinn að starfa áfram fyrir
félagið á hvern þann hátt annan
sem forsvarsmenn þess teldu
heppilegan. Ég leit svo á að ekki
einungis væri skútan komin á flot,
heldur væri henni borgið til næstu
þriggja ára að minnsta kosti. Fjár-
hagsáætlanir vegna rekstrarár-
anna tveggja höfðu einnig staðist
og viðskilnaðurinn því viðunandi að
mínu mati. Áætlunin um fyrsta
leikhúsár mitt gerði ráð fyrir
framúrkeyrslu upp á 10–12 millj-
ónir króna miðað við áætluð
óbreytt fjárframlög, en eins og
fyrr var nefnt hafði fjárþörfin auk-
ist um allt að 70% vegna nýrra
kjarasamninga o.fl. frá árinu áður.
Búist var við aukningu á fjár-
framlögum í ljósi þessa þar sem
ríkisvaldið hafði átt frumkvæði að
þessum launahækkunum. Ef ekki
næðist að knýja fram hækkun á
fjárframlögum skyldi þessari með-
vituðu framúrkeyrslu mætt með
því að draga saman seglin á haust-
mánuðum 2003 þegar unnið yrði
við endurbætur og andlitslyftingu
leikhússins. Var öllum hlutaðeig-
andi gerð grein fyrir þessum
áformum. Skemmst er frá að segja
að framlögin fyrir árið 2003 stóðu
algerlega í stað, ekki var einu sinni
um vísitöluhækkun að ræða sem
þó hefði mátt telja eðlilega lág-
markskröfu. Í stuttu máli stóðust
þó þessar áætlanir og gott betur.
Um það leyti sem uppsögn mína
bar að hafði framúrkeyrslan verið
kláruð af og byrjað hafði verið að
greiða niður vanda fyrri ára. Und-
irritaður er ekki sérstaklega
menntaður í slíkum björgunar-
aðgerðum sem nauðsynlegar
reyndust til að koma LA aftur á
flot en það tókst þó með hjálp alls
þess góða starfsfólks sem félagið
býr að. Slíkt kostaði að vísu fórnir
sem engan óraði fyrir í upphafi að
þyrfti að færa. Félaginu hefur ver-
ið sniðinn þröngur stakkur og því
ekki annað hægt en líta með stolti
til þeirra leikhúsverka sem félagið
tókst á við þennan tíma þrátt fyrir
erfiðar aðstæður. Nægir þar að
nefna fjölda frumskapaðra ís-
lenskra leikhúsverka, metn-
aðarfullar uppsetningar á verkum
frá Rússlandi, Bretlandi og Suður-
Ameríku, auk vel heppnaðra sam-
vinnuverkefna. Það er þó engin
launung á því að verkefnin sem
undirritaður tókst á við sem leik-
hússtjóri LA voru að stærstum
hluta annars eðlis en þau sem
hann var ráðinn til að gegna. Þau
hafa útheimt mikla orku. Um leið
og óþarfi er að kveinka sér undan
því er jafnframt heiðarlegast að
rétta nýjum aðila stjórnvölinn í
þeirri trú að ný orka geti best nýtt
þann byr sem nú loksins gefst. Af
öllu ofantöldu má ráða að þreyta á
pólitísku argaþrasi um tilverurétt
Leikfélags Akureyrar sé meg-
inástæða uppsagnar minnar. Lái
mér hver sem vill.
Leikfélag Akureyrar nálgast óð-
um nírætt. Það er eitt af elstu
starfandi leikfélögum landsins og
hefur um áratuga skeið verið einn
af burðarásum menningarstarfs á
Akureyri. Gildi þess fyrir listalíf,
sjálfsvitund og aðdráttarafl Ak-
ureyrar er ótvírætt. Það er því
fagnaðarefni að tekist hafi að
tryggja starfsemi þess næstu árin
og er rík ástæða til að ætla að
bjartari tímar séu framundan nú
þegar listrænn metnaður hefur að
sinni verið leystur úr fjötrum fjár-
hagsvandræða undangenginna
missera. Ég óska Leikfélagi Ak-
ureyrar allra heilla um leið og ég
þakka starfsfólki þess, stjórn og
velunnurum samstarfið og stuðn-
inginn undanfarin ár.
Höfundur er fyrrverandi leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 37
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Suðurhólar 18 - Opið hús
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
91 fm falleg 3ja herbergja endaíbúð á
þriðju hæð með glæsilegu útsýni og
sérinngangi af svölum við Suðurhóla 18.
Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús með
borðkrók, góða stofu, baðherbergi með
baðkari og glugga, tvö svefnherbergi og
geymslu. Búið er að klæða húsið að
utan og lítur það mjög vel út. Möguleiki á
90% láni frá Íbúðalánasjóð. 4667.
Verð 11,9 millj.
Erna, sími 898 2273, sýnir milli kl. 14.00 og 16.00 í dag
OPIÐ HÚS - Naustabryggja 29
Glæsieign, sem er 121,6 fm á tveimur hæðum, auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin, sem er sérlega vel
skipulögð, er á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Um er að ræða forstofu, miðrými, 3 svefnherbergi,
fataherbergi/geymsla, 2 stofur, eldhús, bað og þvottahús. Sjón er sögu ríkari. Verð kr. 20.000.000.
Teitur sölufulltrúi sýnir eignina í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 - 16.00
Teitur Lárusson sölufulltrúi
Símar 520-9559 894-8090 teitur@remax.is
MJÓDD Hans Pétur Jónsson
lögg. fasteignasali