Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 39
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Hraðsveitakeppni spiluð í Ás-
garði, Glæsibæ, mánud. 19. apríl
2004 með þátttöku 9 sveita. Meðal-
skor 576 stig. 1. umferð af 3.
Eysteinn Einarsson 659
Bragi Björnsson 639
Rafn Kristjánsson 631
Bjarni Þórarinsson 625
Lilja Kristjánsdóttir 552
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtud. 22. apríl. Spilað var á 10
borðum.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnss. 271
Jón Karlsson – Sigurður Karlsson 262
Árni Stefánsson – Ólafur Ingvarsson 229
Árangur A-V:
Bjarni Þórarinsson – Jón Hallgrímss. 277
Guðmundur Magn. – Þórður Björnss. 230
Hannes Ingibergss. – Sigurður Karlss. 226
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 19. apríl fóru Hafn-
firðingar í heimsókn til Bridsdeildar
Barðstrendinga og Bridsfélags
kvenna. Níu sveitir frá hvorum öttu
kappi og voru spilaðar 2 umferðir 14
spila leikja. Að þessu sinni báru
Hafnfirðingar hærri hlut frá borði,
hlutu samtals 276 vinningsstig gegn
236 stigum gestgjafanna. Þegar ár-
angur para var reiknaður út í butl-
erútreikningi („imps accross the
field“) fékkst eftirfarandi niður-
staða:
Harpa F. Ingólfsd. – María Haraldsd. 1214
Helgi Bogason – Guðjón Sigurjónsson 714
Guðlaugur Sveinss. – Guðrún Jörgens. 669
Jóna Magnúsd. – Þóranna Pálsdóttir 654
Ragnar Ragnarss. – Haraldur Ragn. 569
Sverrir Jónsson – Atli Hjartarson 568
Guðbrandur Sigurb. – Friðþjófur Ein. 458
Hafnfirðingar þakka höfðinglegar
móttökur.
Næsta mánudag verður spilaður
einmenningur hjá félaginu og verður
það jafnframt síðasta keppni starfs-
ársins. Spilamennska hefst að venju
kl. 19:30 að Flatahrauni 3.
Bridsfélag Kópavogs
Siggi Sigurjóns og Ragnar voru í
góðu stuði sl. fimmtudag og fóru
heim með rautt í gleri eftir góðan
kvöldsigur.
Hæstu skor:
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 68
Freyja Sveinsdóttir – Sigríður Möller 55
Baldur Bjartmarsson – Friðrik Jónsson 30
Böðvar Magnússon – Ómar Óskarsson 27
Staðan eftir tvö kvöld:
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 104
Úlfar Örn Friðriksson – Þórður Björnss. 75
Böðvar Magnússon – Ómar Óskarsson 53
Freyja Sveinsdóttir – Sigríður Möller 43
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Bakkavör 18 opið hús milli
14.00 og 16.00 í dag sunnudag
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
Sérlega glæsilegt 225 fm endaraðhús á tveimur hæðum á þessum eft-
irsótta stað. Húsið skiptist þannig: 1. hæð; forstofa, hol, fjögur svefn-
herbergi, baðherbergi, snyrting, þvottahús og bakinngangur. 2. hæð:
arinstofa, borðstofa, eldhús, sjónvarpsherb. og turn/útsýnisherbergi.
Innangengt í bílskúr. Húsið er teiknað af Vífli Magnússyni. Húsið er ný-
lega talsvert endurnýjað, m.a. gólfefni og eldhús.
Sigurður 866 9958 og Magnús 865 2310 sýna húsið
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
300 fm skrifstofur á 5. hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við
Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni. Allt nýtt. Nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir
o.fl. Lausar strax. Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag.
Mögulegt er að leigja út í smærri einingu.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Tryggvagata - 101 Rvík
TIL LEIGU
UNUFELL - ENDARAÐHÚS
Vorum að fá í einkasölu fallegt 125 fm
endaraðhús á einni hæð. Auk þess
fylgir 22 fm bílskúr. Húsið skiptist m.a. í
stofu, borðstofu og þrjú herbergi. Gróin
lóð. V. 17,9 m. 4110
ÞVERHOLT - M. BÍLSKÝLI
2ja herb. rúmgóð 63,4 fm glæsileg íbúð
á 2. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í lok-
aðri bílageymslu. Húsvörður. Frábær
staðsetning. V. 12,5 m. 4067
FURUGRUND - LAUS STRAX
Falleg og vel skipulögð ca 58 fm íbúð á
1. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist
í forstofu/hol, rúmgott svefnherbergi,
baðherbergi, eldhús og góða stofu.
Vestursvalir. Nýlegt eikarparket er á öll-
um gólfum nema baðherbergi. Í kjallara
er sérgeymsla, hjólageymsla og þurrk-
herbergi. V. 10,3 m. 3927
ESPIGERÐI
Falleg og björt mikið endurnýjuð 133,3
fm íbúð ásamt bílskýli. Íbúðin er með
tvennum svölum og fallegu útsýni og
skiptist í neðri hæð; gestasnyrting, hol,
eldhús, stofa og borðstofa. Efri hæð
sjónvarpshol, þrjú herbergi, baðher-
bergi, þvottahús. Öll neðri hæðin hefur
verið endurnýjuð á mjög fallegan og
vandaðan hátt. V. 20,5 m. 4105
SÓLVALLAGATA - LAUS STRAX
Falleg og björt 3ja herbergja 83 fm íbúð
á 3. hæð sem hefur verið mikið endur-
nýjuð m.a. nýtt eldhús, baðherbergi
o.fl. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu,
eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi
og sérgeymslu í íbúð. Húsinu fylgja
bílastæði á baklóð. V. 13,9 m. 4106
EFSTALAND - GLÆSILEG
3ja herb. (upphafl. 4ra) mikið endurnýj-
uð íbúð á 3. hæð (efstu) í góðri blokk.
Nýtt eldhús og nýtt bað. Ný gólfefni
o.fl. Laus fljótlega. V. 15,5 m. 3962
MELABRAUT - HÆÐ
Vorum að fá í einkasölu mjög fallega og
rúmgóða 90 fm hæð í 3-býlishúsi við
Melabraut á Seltjarnarnesi. Íbúðin hefur
mikið verið endurnýjuð. Gróin lóð til
suðurs. V. 16,8 m. 4114
OPIÐ HÚS - HOLTSGATA 21 - HAFNARF.
4ra herb. mjög falleg og mikið endur-
nýjuð neðri sérhæð ásamt 21 fm bíl-
skúr. Sérinngangur. Nýbúið er að
standstetja lóð og húsið. Mjög áhuga-
verð eign. Laus strax. V. 14,5 m. 3759
ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG
(SUNNUDAG) FRÁ KL. 14-16.
BYGGINGARLÓÐIR ÓSKAST
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Höfum verið beðin að útvega byggingarlóðir undir atvinnu- og
íbúðarhúsnæði fyrir öfluga byggingaverktaka. Ýmsar staðsetn-
ingar koma til greina.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
HS Bólstrun ehf.
www.bolstrun.is/hs
M
EI
ST
AR
AF
ÉLAG BÓLSTRA
R
A
STOFNAÐ 1928