Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 43

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 43 Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNLAUGS GUÐMUNDSSONAR, Lyngmóa 7, Njarðvík. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar og annars starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Stefán Richter Gunnlaugsson, Þórir Gunnlaugsson, Gunnar Aðalbjörn Gunnlaugsson, Eygló Óskarsdóttir, Ásta Jónína Gunnlaugsdóttir, Sigurður Hallgrímsson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Björn Birgisson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins láta. Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS JÓNS ÞÓRÐARSONAR, Lerkigrund 6, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Jóhannsdóttir, Guðný J. Ólafsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Daðey Þóra Ólafsdóttir, Erla Ólafsdóttir, Fjölnir Þorsteinsson, Þórdís Óladóttir, Skafti Baldursson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, HELGU JÓNSDÓTTUR, Kjalardal. Börn og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Hverafold 138. Sérstakar þakkir til starfsfólk krabbameins- deildar Landspítalans (deild 11E). Steindór Jónsson, Þórunn Steindórsdóttir, Sveinbjörn S. Hilmarsson, Jón Elvar Steindórsson, Anna Guðmundsdóttir, Júlíus Hafsteinn Sveinbjörnsson, Jón Kristján Sveinbjörnsson, Tinna Marín Jónsdóttir. Hann var til staðar, þegar ég kom í heiminn. Á uppvaxtarárum mín- um var hann fyrirmynd og vernd- ari. Það eru mikil forréttindi fyrir stráka á vissum aldri að eiga eldri bróður. Stóri bróðir er þarna og varasamt getur verið að gera þeim litla eitthvað til miska. Auk þess leyfðist mér að fylgja honum eftir með hans félögum, þannig að þar lærði ég einnig af eldri bróður. Á unglingsárum var nærvera við hann aðgangsmiði að útiveru á kvöldin. Þegar hann fullorðnaðist voru ekki möguleikar fyrir hann að fara í langskólanám. Hann fór því í nám, þar sem hægt var að hafa tekjur á námstíma. Hann fór á samning og lærði vélvirkjun. Fljót- lega eftir nám tók hann að sér verkstjórn í verkstæði í Sandgerði og fluttist þangað með sinni fjöl- skyldu. Það lengdist því nokkuð á milli okkar. Seinna varð hann starfsmaður útgerðarfyrirtækis í viðhaldi skipa og búnaðar. Síðustu 25 árin hefur hann unnið við við- hald flugskýla á Keflavíkurflug- velli. Það að eiga eldri bróður opnaði mér leið til að sækja mér mína menntun og er ég Jóni þakklátur fyrir það. Jón var ákveðinn í skoðunum og hljóp lítt eftir tísku. Hann vildi vera sjálfstæður og sjálfum sér nægur og lítið upp á hjálp annarra kominn. Hann var sá klettur, sem aðrir gátu leitað til. Barnabörnin vissu það og komu tíðum við hjá ömmu og afa. Fyrir nokkrum árum áttum við bræður ásamt Öllu og Birgit mjög skemmtilega ferð um Frakkland. Þar var rannsökuð landbúnaðar- framleiðsla af ýmsum gerðum. Þá kom í ljós hjá Jóni ánægja að njóta þess, sem heimurinn býður upp á. Við hjónin eigum góðar minningar úr þessari ferð, sem og einnig úr sameiginlegum ferðum um okkar eigið land. Fyrir um 12 árum heimsótti krabbinn hann og að burtnumdum líffærum lét sjúkdómurinn lítið á sér kræla í allnokkur ár, en síðastu tvö árin voru erfið barátta og að endingu lagði meinið hann að velli. Ég er þakklátur fyrir að hafa lif- að í nágrenni Jóns. Við Birgit vott- um Öllu, dætrunum og barnabörn- unum samúð okkar og óskum þeim alls góðs í ókominni framtíð. Hreinn. Stundin líður tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villu vegi, viti á minni leið. Þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Kveðja. Barnabörnin öll. Elsku afi. Það er alltof skrítin tilfinning að þú sért farinn frá okk- ur. Hugsandi um stundir sem við höfum öll átt saman og hugsandi að þessar stundir verða ekki fleiri. En þú býrð ávallt í hjarta okkar og öllum þessum frábæru æskuminn- ingum okkar. Það er ekki ein æskuminning sem þig vantar inní og við erum mjög þakklátar fyrir það að hafa átt þig sem afa okkar. Það á eftir að verða mjög tómlegt hér án þín. Við vonum innilega að þér líði sem best þar sem þú ert núna. Við munum aldrei gleyma þér svo lengi sem við lifum. Við munum hugsa til þín og biðja til þín á hverjum degi og í framtíðinni fá allir sem í lífi okkar verða að vita að þú varst besti afi í heimi og við munum aldrei gleyma þér. Kveðja. Þínar afastelpur Aðalheiður Ásdís og Guðríður Eva. Afi minn. Þú varst besti afi sem ég hef átt. Þú varst góður, þú varst vitur, þú lékst við mig mikið þegar ég var lítil. Ég mun biðja fyrir þér, mun hafa mynd af þér hjá mér, mun syngja fyrir þig, mun heilsa þér á hverjum degi. En þú ert farinn frá mér. Ég mun elska þig alltaf. Mundu eitt: Ég er barnabarn þitt og mun alltaf vera hjá þér og þú hjá mér. Þú ert líka afi minn. Kveðja. Guðrún Ósk. Kæri vinur. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hve veikur þú varst orðinn, því að þú barst þig mjög vel öll þau skipti sem við heyrð- umst eða sáumst. En nú er komið að leiðarlokum hjá þér og mig tek- ur mjög sárt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn, en við erum búnir að fylgjast að nær alla okkar lífs- leið eða síðan við vorum átta ára gamlir. Við eyddum skólaárunum saman og fórum síðan í iðnnám, þú vélvirkjun og ég húsgagnasmíði. Þrátt fyrir að við eignuðumst eig- inkonur og síðan börn þá héldum við saman og hittist allur hópurinn mjög oft, fórum í ferðalög saman bæði innanlands og erlendis. Síðan eru það öll samtölin sem við áttum í gegnum síma, þau voru mörg og aldrei varð okkur sundurorða, þrátt fyrir að við skiptumst á skoð- unum um marga hluti. Það var alltaf gaman að spjalla við þig því að þú varst ráðagóður og bjóst yfir mikilli þekkingu á ýmsum hlutum, enda fylgdist þú vel með því sem var að gerast. Vegna þinnar lifandi frásagnar- gáfu var gaman að hlusta á þig segja frá og lýsa hlutum. Mér finnst erfitt að trúa því að sam- ræður okkar verði ekki fleiri að sinni og ég geti ekki tekið upp símtólið og hringt í þig eða að ég fái ekki hringingu frá þér. Við Sólveig og öll mín fjölskylda kveðjum þig með söknuði og þökk- um fyrir öll árin sem við áttum saman, en við hefðum gjarna viljað að þau yrðu fleiri. Við sendum Að- alheiði, Þóru, Ásdísi og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Vertu sæll að sinni, félagi, við hittumst seinna. Eyjólfur. Daddý móðursystur minni kynnt- ist ég fyrst þegar ég var smástelpa í heimsókn hjá Gyðu og Guðmundi í Lundi í Mosfellsbæ. Daddý var þá KATRÍN HÉÐINSDÓTTIR ✝ Katrín Héðins-dóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi á afmælis- degi sínum 1. apríl síðastliðinn, 77 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Héðinn Valdemarsson, kunnur frammámað- ur í íslensku sam- félagi, f. 26.5. 1892, d. 12.9. 1948, og Gyða Eggertsdóttir Briem, f. 12.5. 1908, d. 28.4. 1983. Katrín, eða Daddý, átti eina hálfsystur sammæðra, Ásthildi, f. 1.3. 1934, dóttur Gyðu og Guðmundar Þorkelssonar. Útför Katrínar var gerð frá Fossvogskapellu 14. apríl í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. myndarleg unglings- stelpa og ég gleymi því aldrei hvað ég leit upp til hennar. Ég var svo stolt af þessari stóru frænku minni, þessari hjartahlýju og góðu sál. Daddý átti við veikindi að stríða á lífsleiðinni en hún komst í gegnum þau með dugnaði. Hún helgaði eigin- manni sínum til þrjátíu ára, Magnúsi Jónssyni, líf sitt og myndaðist gott samband milli Daddýjar og dóttur Magnúsar, Hrefnu, síðustu ár. Hrefna býr nú á Akurey í Landeyj- um með eiginmanni sínum, Jóni Ágústssyni. Samband Daddýjar við börn Hrefnu og Jóns var henni mik- ils virði þar sem Daddý og Magnús voru barnlaus. Missir Magnúsar er mikill við fráfall Daddýjar og sendir fjölskylda mín og ég Magnúsi og fjöl- skyldu hans hugheilar samúðar- kveðjur. Megi hún hvíla í friði. Katrín S. Briem. Ástkær faðir okkar, ALFREÐ EYFJÖRÐ STEINÞÓRSSON, Spítalavegi 21, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt föstudagsins 23. apríl sl. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Alfreðsdóttir, Helgi Ármann Alfreðsson. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, PÁLÍNA MAGNEA PÁLSDÓTTIR, Skipholti 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 23. apríl. Páll Ástþór Jónsson, Hólmfríður Tryggvadóttir, Hlín Pálsdóttir, Sif Pálsdóttir, Jón Ingi Pálsson. Elsku amma mín, langaði að þakka þér fyrir öll árin. Ég sakna þess að geta ekki leitað tl þín lengur, ég er með mynd að þér og afa í sólskálanum mínum og HELGA (STELLA) ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Helga Ágústs-dóttir, eða Stella eins og hún var ætíð kölluð, fæddist 10. febrúar 1922. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 26. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 10. mars. kveiki á kerti á hverju kvöldi og hugsa til þín og afa. Anna dóttir þín er búin að vera mér til halds og trausts síðan þú kvaddir okkur, við söknum þín mjög mikið og vonum að þér líði vel núna hjá afa. Það er voða erfitt hjá mér að hugsa til þess að þú sért farin en núna líður þér vel í faðmi manns- ins þíns. Þín er mikið saknað af mér og Helga bróðir. Guð geymi þig og afa, þín dótturdóttir Kristín Wíum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.