Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 49
HS Bólstrun ehf.
www.bolstrun.is/hs
M
EI
ST
AR
AF
ÉLAG BÓLSTRA
R
A
STOFNAÐ 1928Skráning á www.gbergmann.is og í síma 517 3330
Heimsþekktir Kúndalíní
jógakennarar!
Ravi Singh og Ana Brett á Íslandi 14. til 16. maí
í samstarfi við Guðjón Bergmann
Ravi Singh hefur kennt og ástundað jóga í rúm
27 ár. Hann er oft nefndur „kennari
kennaranna“, en hann hefur persónulega þjálfað
rúmlega 300 kúndalíní jógakennara. Hann er
væntanlegur hingað til lands ásamt Önu Brett
sem er rísandi stjarna í jógaheiminum.
Ravi og Ana ferðast um heiminn og kenna
kúndalíní jóga. Meðal nemenda þeirra eru
Gwyneth Paltrow, Madonna, Lou Reed, Carrie-
Anne Moss, Donna Karan og meðlimir The Red
Hot Chili Peppers.
Föstudagur 14. maí kl. 20.00
Kynningarfyrirlestur um Kúndalíní jóga í Gallerí, Grand Hótel.
Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir!
Laugardagur 15. maí kl. 10-12 og 14-16
Demantslíkaminn.
Sunnudagur 16. maí kl. 10-12 og 14-16
Ferðalag í gegnum orkustöðvarnar.
Verð: 24.900 kr. fyrir allt námskeiðið eða 14.900 kr. fyrir einn dag.
Salómon Jónsson,
löggiltur fasteignasali
Fyrirtæki til sölu
Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.
Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is .
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en
við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:
Sérverslun með eigin innflutning. 240 m. kr. ársvelta.
Útflutningsfyrirtæki með íslenskar afurðir. Rekstrarhagnaður 30 m. kr. á
ári. Hentugt til sameiningar við svipað fyrirtæki.
Dagsöluturn í verslunarmiðstöð.
Íþróttavöruverslun með golfvörur o.fl. Þekkt merki. Sami eigandi í 20 ár.
Hagstætt verð.
Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu.
Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.
Þekkt barnavöruverslun. Góð umboð.
Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum
búið, í eigin húsnæði á góðum stað.
Fasteignasala í fullum rekstri. Gott húsnæði og allur búnaður. Þrír sölu-
menn og stækkunarmöguleikar.
Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.
Tvær litlar tískuverslanir í Kringlunni.
Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til samein-
ingar.
Matvöruverslun, bensínssala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús-
næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju
ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur.
Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.
Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt dekurstofa. Nudd, Eurowave, hljóð-
bylgjutæki, leirpottur, ljós og naglaborð. Góð staðsetning.
Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a.
þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.
Lítið og arðbært sjálfsalafyrirtæki. Hentugt sem aukavinna eða með
öðrum rekstri. Góðir vaxtamöguleikar.
Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.
Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar.
Meðeign kemur til greina.
Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu.
Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd bygg-
ingaiðaði.
Rekstrarleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur
með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr.
Gott tækifæri fyrir fagmenn.
Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið
fyrir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.
Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu
fyrirtækjadeildar: www.husid.is .
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen),
sími 533 4300, GSM 820 8658.
Daily Vits
FRÁ
E
rt
u
s
la
p
p
u
r
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Stanslaus orka
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
-fyrir útlitið
Nr. 1 í Ameríku
Gott tækifæri
LAUGAVEGUR
Spennandi veitingastaður, bar, með leyfi fyrir
áfengisveitingar í garði, til sölu eða leigu.
Upplýsingar í síma 698 9786 eða 699 4631.
GRÍÐARLEGT átak hefur verið
unnið á síðustu árum í umhverfismál-
um í Reykjanesbæ og hafa íbúar
bæjarins yfir mörgu að gleðjast í
þeim efnum enda hefur umhverfi
bæjarins tekið miklum stakkaskipt-
um á mjög skömmum tíma. Um-
hverfismál eru mikilvægur þáttur í
nútíma þjóðfélagi en með góðum ár-
angri í þessum málaflokki má auðga
mannlíf og lífsgæði til muna, auka at-
vinnutækifæri og bæta útivistar-
möguleika. Dagur umhverfisins er
haldinn hátíðlegur í sjötta sinn 25.
april og má með sanni segja að
Reykjanesbær sé nú kominn í hátíð-
arbúning.
Öll viljum við hafa fallegt og aðlað-
andi umhverfi. Fegrun bæjarins af
hálfu bæjaryfirvalda hefur verið
markviss og hnitmiðuð síðustu ár.
Hvatning til einstaklinga og fyrir-
tækja til fegrunar húsa og síns nán-
asta umhverfis hefur þegar skapað
bæjarfélag þar sem gott er að búa og
gott heim að sækja en í fallegu um-
hverfi hefur Reykjanesbær alla burði
til að verða einstakur ferðamanna-
staður á Íslandi með eitt besta að-
gengi að 350.000 ferðamönnum ár-
lega. Og með Bláa lónið við
bæjarmörkin og útvistarparadís við
Reykjanesvita í okkar bæjarlandi
eru stóru tækifærin skammt undan.
Aðalaðkoma frá tvöfaldri Reykja-
nesbraut til bæjarins verða við Fitjar
en þær eru í dag glæsileg útvistar-
paradís þar sem fuglalífið fær að
njóta sín. Gerð Fitjabakka er enn í
fullum gangi en okkar framtíðarsýn á
manngerðri Fitjatjörn er sjósport
við lægi Íslendings og falleg ylströnd
bæjarbúum og gestum til yndisauka.
Steinsnar frá hafa ný og skemmtileg
íbúðarsvæði verið skipulögð í svo-
kölluðu Tjarnarhverfi. Í þessu glæsi-
lega umhverfi með nýjan grunnskóla
og öflugan leikskóla mun hverfið án
efa byggjast hratt upp á næstu árum.
Um fáar framkvæmdir hefur
meira verið rætt á síðustu árum en
endurbyggingu Hafnargötunnar
sem um árabil hefur verið þyrnir í
augum. Heildarútlit götunnar hefur
þegar tekið miklum breytingum,
gangstéttir hellulagðar svo og mikill
hluti götunnar sjálfrar, lýsing end-
urhönnuð og hringtorg gerð við
helstu gatnamót en nýjum bekkjum
og beðum mun verða komið fyrir áð-
ur en framkvæmdum lýkur fyrir
næstu Ljósanótt. Í dag eru nær eng-
in laus verslunarpláss í miðbænum
og dæmi eru um að margir aðilar hafi
barist um laus rými. Framtíðaráform
um verslunarmiðstöð í miðbænum
þykja ekki lengur fjarlægur draum-
ur í tengslum við lifandi aðalgötu á
lífæðinni og skemmtilegan bæjar-
brag.
Strandlengjan frá
Keflavíkurbergi að Stapa
Klæðning strandlengjunnar frá
glæsilegu Keflavíkurbergi í norðri að
þverhníptum sjávarbjörgum Stap-
ans er einstakt stórverkefni sem þeg-
ar setur mikinn svip á umhverfi bæj-
arins bæði frá sjó og landi en við
ströndina eru fjölmargar og einstak-
ar klettamyndanir sem nú njóta sín
fyrst til fulls. Með þessari stóru
framkvæmd hefur okkur bæði tekist
að bæta sjónrænt útlit strandarinnar
um leið og öflugir sjóvarnargarðar
munu verja landið ágangi sjávar til
langrar framtíðar.
Um leið og fegrunarframkvæmdir
setja æ meiri svip á Reykjanesbæ
var áætlun um Bæjarhlið hrint í
framkvæmd og má með sanni segja
að vel hafi til tekist í þeirri þróun-
arvinnu sem verkefnið krafðist. Í
tengslum við Bæjarhliðið vaknaði
síðan hugmynd um að stórgrýti gæti
á skemmtilegan hátt rammað inn
bæinn okkar séð frá Reykjanesbraut
sem aftur kallaði fram hugmynd Áka
Gränz listamanns um steingerðar
kynjaverur í bæjarlandinu.
Ég fullyrði að ekkert sveitarfélag
á Íslandi hefur tekið eins miklum
breytingum í umhverfismálum og
Reykjanesbær hefur gert á síðustu
árum. Auk þess sem að ofan greinir
má nefna hreinsun Nikkelsvæðisins,
lagfæringu gatna, gangstétta og op-
inna svæða með göngustígakerfi sem
nú er að mestu frágengið, uppbygg-
ingu gamla bæjarins og Duushúsa og
nánasta umhverfis. Með tilkomu
Sopreyðingarstöðvarinnar Kölku í
Helguvík þar sem risin er ný og
glæsileg brennslustöð og móttöku-
stöð fyrir sorp má segja með sanni að
Reykjanesbær sé orðinn leiðandi
bæjarfélag í eyðingu úrgangs á Ís-
landi.
Á heimasíðu Reykjanesbæjar má
finna nýja umhverfisstefnu sem sam-
þykkt var í bæjarstjórn í byrjun árs,
starfsáætlun Umhverfis- og skipu-
lagssviðs og fyrsta rammaskipulag
Reykjanesbæjar. Markmið ramma-
skipulags, sem er millistig á milli að-
alskipulags og deiliskipulags, er nú-
tíma skipulagning svæða til lengri
tíma þar sem settar eru fram hug-
myndir af framtíðaruppbyggingu
bæjar eða bæjarhluta. Í dag er unnið
að gerð nýs aðalskipulags og gera
áætlanir ráð fyrir að þeirri vinnu
ljúki þegar í upphafi sumars.
Það er mat undirritaðs að ofan-
greindar framkvæmdir séu bænum
og bæjarbúum öllum til mikils sóma
en oft er sagt að umhverfið sýni okk-
ar innri mann. Við getum verið stolt
af umhverfi okkar en ætlum að halda
áfram góðu verki og munum hvergi
slaka á í að gera góðan bæ betri. Fyr-
ir mitt leyti hefur verið ánægjulegt
að taka þátt í þeirri miklu uppbygg-
ingu sem hér hefur átt sér stað og
setur mark sitt á umhverfi Reykja-
nesbæjar til lengri framtíðar.
Gleðilegt sumar í fallegu umhverfi.
STEINÞÓR JÓNSSON,
formaður Umhverfis-
og skipulagsráðs í Reykjanesbæ.
Dagur umhverfisins
Frá Steinþóri Jónssyni: