Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Á
morgun er Kroonborg
væntanlegt.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Kroonborg
væntanlegt.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Ís-
lands Eskihlíð 2–4 í
fjósinu við Miklatorg.
Móttaka á vörum og
fatnaði, mánudaga kl.
13–17. Úthlutun mat-
væla og fatnaðar,
þriðjudaga kl. 14–17.
Sími skrifstofu er
551 3360, netfang dal-
ros@islandia.is, gsm
hjá formanni 897 1016
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43.
Fimmtudaginn 6. maí
kl. 14 verður sum-
argleði, Þorvaldur
Halldórsson leikur fyr-
ir dansi og tvær útvald-
ar verða með smá leik-
þátt. Gott með kaffinu.
Skráning og greiðsla
fyrir þriðjudaginn 4.
maí.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur í
kvöld kl. 20, Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið er opið virka
daga frá kl. 9–17, alltaf
heitt kaffi á könnunni.
Munið Borgarfjarð-
arferðina 4. maí.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ. Pútt-
kennsla í Íþróttahús-
inu Varmá, á
sunnudögum kl. 11–12.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Fjölbreytt
dagskrá hvern virkan
dag kl. 9–16.30, m.a.
opnar vinnustofur,
spilasalur, sund- og
leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug o.fl.
Gjábakki, Fannborg 8.
Hörðuhátíð verður í
Gjábakka fimmtudag-
inn 29. apríl. Dag-
skráin, sem er sam-
starfsverkefni
Leikskólans Mar-
bakka, Digranesskóla
og Gjábakka, hefst kl.
14. Listvefarar úr hópi
Guðrúnar Vigfúsdóttur
listvefara leiðbeina
ungum og öldnum í
listvefnaði. Ungir og
aldnir prjóna saman.
Um sköpunarhornið
sjá starfsmenn Mar-
bakka og myndlist-
arhópur Gjábakka.
Skákklúbbar Gjábakka
og Digranesskóla leiða
saman hróka sína. Það
eru skákkóngarnir
Grímur Ársælsson og
Smári Rafn Teitsson
sem leiðbeina fólki á
öllum aldri. Benedikt
búálfur kemur í heim-
sókn. Nemendur
Digranesskóla og leik-
skólans Marbakka
syngja. Hinn sívinsæli
og ástsæli Geiri Ragg
flytur nokkrar ólgeym-
anlegar dæg-
urlagaperlur. Flutt
frumort ljóð. Flytj-
endur úr ljóðahópi Gjá-
bakka og ljóðamenn úr
Digranesskóla.
Ferðaklúbbur eldri
borgara. Hringferð um
Reykjanes: Garðskagi,
Stafnes, Reykjanesviti,
Grindavík, Krýsuvík.
Upplýsingar í síma 892
3011.
Kvenfélag Hreyfils.
Fundurinn verður
þriðjudaginn 27. apríl
kl. 20.
Kvenfélag Árbæj-
arsóknar. Félagsfundi
6. maí frestað. Fyr-
irhuguð vorferð aug-
lýst síðar. Stjórnin.
NA (Ónefndir fíklar).
Neyðar- og upplýs-
ingasími 661 2915.
Opnir fundir kl. 21 á
þriðjudögum í Héðins-
húsinu og á fimmtu-
dögum í KFUM&K,
Austurstræti.
ITC Harpa. Fundur
verður þriðjudaginn
27. apríl kl. 20 á þriðju
hæð í Borgartúni 22.
Gestir velkomnir.
Tölvupóstfang ITC
Hörpu er itcharpa-
@hotmail.com, heima-
síða http://www.life.is/
itcharpa. Nánari upp-
lýsingar gefur
Guðbjörg í síma
865 2231.
Minningarkort
Minningarkort
Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar ( KH),
er hægt að fá í Bóka-
búð Böðvars, Reykja-
víkurvegi 64, 220 Hafn-
arfirði s. 565 1630.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í s.
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu
fást hjá Sjálfsbjörg fé-
lagi fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu, Há-
túni 12, sími: 551 7868
Kortin er einnig hægt
að panta með tölvu-
pósti, rfelag@sjalfs-
bjorg.is
Kortin eru innheimt
með gíróseðli.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis
fást á skrifstofu end-
urhæfingadeildar
Landspítalans Kópa-
vogi (fyrrverandi
Kópavogshæli), s.
560 2700 og skrifstofu
Styrktarfélags vangef-
inna, s. 551 5941 gegn
heimsendingu gíróseð-
ils.
Í dag er sunnudagur 25. apríl,
116. dagur ársins 2004,
Gangdagurinn eini. Orð dagsins:
Prédika þú orðið, gef þig að því í
tíma og ótíma. Vanda um, ávíta,
áminn með öllu langlyndi og
fræðslu. (2.Tím. 4)
Gunnlaugur Júlíusson,stjórnarmaður í
Framsóknarfélagi
Reykjavíkurkjördæmis
suður, skrifar pistil á
Hrifla.is um nýlegt þing-
mál, sem varð mikið um-
deilt.
„Nýlega var lagt var
fyrir Alþingi frumvarp
þess efnis að vinnuveit-
endum væri gert mögu-
legt að taka lífssýni úr
starfsmönnum ef grunur
léki á að þeir væri undir
áhrifum vímugjafa í
vinnunni sem yfirleitt er
ekki talið æskilegt. Það
var eins og við manninn
mælt að upp risu þing-
menn eins og gorkúlur á
skítahaug og töluðu sig
hása yfir þeim mannrétt-
indabrotum sem fyr-
irhugað væri að fremja,“
skrifar Gunnlaugur.
„Brotin væru framin á
þeim sem yrðu fyrir því
að talin væri ástæða til að
kanna hvort væru undir
einhvers konar áhrifum.
Nú hefur lögreglan síðan
ég veit ekki hvenær getað
látið ökumenn blása í
blöðru eða tekið úr þeim
blóð til að kanna áfeng-
isinnihald í blóði þeirra ef
grunur leikur á því að
þeir séu undir áhrifum.
Þeir sem ekki hafa
drukkið hafa ekkert að
óttast en hinir sem mæl-
ast með alkóhól í blóðinu
sitja í súpunni.
Nú geri ég ekki ráð fyr-ir því að vinnuveit-
endur fari um eins og logi
yfir akur og mæli dag út
og dag inn hvort menn
séu undir áhrifum í
vinnunni, heldur geri ég
ráð fyrir því að það sé tal-
ið æskilegt að gefnum til-
efnum að þessi heimild sé
fyrir hendi til að hægt sé
að gæta öryggis annarra
starfsmanna á vinnu-
staðnum. Ég man t.d. eft-
ir því frá þeim tíma sem
ég var á sjó vestur á
fjörðum að á einum bátn-
um sem ég var á var vél-
stjórinn dálítið drykk-
felldur. Hann skaut oft á
sig einum eða tveim á
stíminu inn á laug-
ardögum þegar helgar-
fiðringurinn var farinn að
gera vart við sig hjá sér.
Við löndun hafði vélstjór-
inn það hlutverk að vera
á spilinu og hífa málið
upp úr lestinni. Hann bar
þar af leiðandi nokkra
ábyrgð á útlimum þeirra
sem í lestinni og á bryggj-
unni störfuðu. Við vissum
alveg hvenær hann var
rakur því þá öskraði hann
eins og ég veit ekki hvað
á alla í kringum sig að
passa sig. Aðra daga var
hann frekar hljóður við
störf sín.
Nú spyr ég þingmann-inn unga sem talaði
sig hásan um ranglæti
heimsins gagnvart þeim
sem hugsanlega væru
beðnir um lífsýni (blása í
blöðru eða pissa í glas)
hvort það hefði verið
mannréttindabrot gagn-
vart vélstjóranum eða
verið að gæta hagsmuna
okkar sem farþegar í lest-
inni ef tekin hefði verið af
honum áfengisprufa,
hálffullum á spilinu.“
STAKSTEINAR
Mannréttindabrot eða
öryggisatriði?
Víkverji skrifar...
Fjölskylda Víkverja ermjög hrifin af
þríeykinu sem stjórnar
sjónvarpsþættinum 70
mínútum sem sýndur er
á Popptíví. Þeir Auddi,
Sveppi og Pétur Jóhann
eru lífsglaðir menn sem
virðast á einhvern hátt,
sem Víkverji treystir sér
ekki til að útskýra, höfða
til fólks á öllum aldri.
Þátturinn er í fyrsta lagi mjög fjöl-
breyttur, samræður þeirra félaga
oftast drepfyndnar og gestir þátt-
arins, sem oft þurfa að leysa ótrúleg-
ustu þrautir, standa sig ávallt með
stökustu prýði við það að halda and-
litinu við neyðarlegar uppákomur.
Þættirnir eru reyndar sýndir svo
seint á kvöldin að yngstu aðdáend-
urnir eiga þess vart kost að horfa á
þá. Það er þó bót í máli að þeir eru
endursýndir kl. 7 á morgnana og
hefur Víkverji heyrt frá fleiri en ein-
um aðila að smáfólk sé duglegt að
rífa sig á fætur fyrir allar aldir til að
sjá sprellið hjá Sveppa, Audda og
Pétri. Svo kannski er tímasetningin
á kvöldin ekki svo galin eftir allt
saman!
x x x
Víkverji er duglegur að taka vítam-ín. Hann á það líka til að bæta í
vítamínflóru sína nýjum og spenn-
andi vítamínum og hugsanlega
gengur Víkverji aðeins of langt í
þeim efnum! En burt séð frá því, þá
lenti Víkverji í því um daginn að
kaupa sér tvenns konar vítamín
(bætiefni) sem hann hafði ekki keypt
áður en á búðarhillunni stóð að þau
væru góð við ákveðnum kvillum sem
Víkverji taldi sig mega bæta. Vík-
verji tók því töflurnar samvisku-
samlega á hverjum degi lengi, þar til
einn morguninn að hann stóð með
töflurnar í hendinni og áttaði sig á
því að hann mundi ekki fyrir sitt litla
líf á hvaða kvillum litlu
töflurnar áttu að vinna!
Víkverja fannst þetta
frekar vandræðalegt og
leitaði á vítamínglös-
unum að upplýsingum
um virkni bætiefnanna.
En slíkar upplýsingar er
ekki að finna utan á glös-
unum sem eru merkt
Heilsu ehf. Þegar um
kalk eða C-vítamín er að
ræða er kannski óþarfi að taka fram
á glasinu hver virknin er en þegar
um flóknari nöfn og sjaldgæfari efni
er að ræða finnst Víkverja það nauð-
synlegt! Það er ekki nóg að hans
mati að merkja búðarhillurnar með
upplýsingum um gagnsemi efnisins.
x x x
Víkverji fagnar sumri og vonar aðsem fyrst verði gert við holur í
götum borgarinnar. Hann bendir
sérstaklega á holur á bílastæðinu við
Sambíóin í Álfabakka sem eru djúp-
ar og stórar. Víkverji er á svo til nýj-
um bíl og er hræddur um að þessar
holur eigi eftir að skemma bílinn.
Hann á því eftir að anda léttar þegar
malbikunarteymin mæta til starfa.
Auddi, Sveppi og Pétur Jóhann bjarga oft geðheilsu Víkverja.
Morgunblaðið/Eggert
ÞAÐ að gefa litlar, þýðing-
armiklar gjafir við „rétt“
tilefni, samkvæmt trú okk-
ar, hefur breyst samhliða
hinni vestrænu menningu
sem hefur heltekið okkur
öll í þessari blessaðri ný-
lendu okkar.
Stórar mörg þúsund
króna gjafir á jólum, ferm-
ingum og á fleiri mistúlk-
uðum fagnaðarefnum hef-
ur síðustu ár gert mann og
annan gjaldþrota. Menn
eru ekki meðal manna
nema taka þegjandi og
hljóðalaust himinháar upp-
hæðir yfir kortainnstæðu
við þessi tilefni.
Eftir „mammonsveislu-
kvöld“, hinn 24. desember,
fara menn ásamt fjölskyld-
um sínum og kaupa mörg
þúsund króna flugelda,
rándýrt áfengi og mat til
þess eins að fagna komu
nýs árs.
Næst á dagskrá eru um
það bil 100 veislur og önn-
ur fagnaðarefni þar sem
misjafnlega vel stæðar fjöl-
skyldur þurfa jafnoft að
draga upp heftið. Ofan á
þetta koma fermingar, þar
sem aðaltilgangurinn er að
börnin staðfesti trúna sem
foreldrar þeirra hafa tugg-
ið ofan í þau í um 14 ár án
þess að minnast á það að
til séu aðrar leiðir í trúnni
sem annað heilvita fólk í
öðrum menningarheimum
aðhyllist. Því einhvern tím-
ann á árum áður var einnig
tuggið ofan í foreldrana,
ekkert nema innantómar
fullyrðinar.
Sjálfur er ég engum
æðri í trúmálum, hvorki
nær né fjær guði en næsti
maður. En ég hlýt að
draga siði okkar Íslend-
inga í trúmálum í efa að
vissu leyti. Ekki þurfti
meira en svipinn á frænd-
fólki mínu í fermingu syst-
ur minnar um páskana til
þess að hefja hugsun.
Falskur svipur flestra
sagði mér að þeim var ekk-
ert of vel við að eyða mörg
þúsund krónum í tilefni
staðfestingarinnar, enda
flestir að fara í um það bil
fimm aðrar veislur með
sama svipinn.
Tilgangur greinar minn-
ar er að áminna lands-
menn. Við höfum hægt og
rólega sogast inn í ein-
hvers konar vestræna
mammonstrú. Endurskoð-
ið trú ykkar nú í upphafi
nýrrar aldar, gjafir frá
hjartanu eru þær sem
minnst er, þó auðvitað
verði að borga fyrir á viss-
um tilefnum ef aurinn er
við hönd, en öllu má of-
gera.
Ykkar maður,
Gunnar Gíslason.
Dýrahald
Grettir er týndur
14 ÁRA hreinræktaður sí-
amsköttur týndist frá
Hryggjarseli í Breiðholti
20. apríl sl. Hann er
merktur. Þeir sem hafa
orðið hans varir hringi í
síma 557 6996.
Kettlingar fást gefins
7 VIKNA fallegir kettling-
ar, loðnir og af blönduðu
skógarkyni, fást gefins.
Kassavanir. Uppl. í síma
849 7971.
Naggrísir fást gefins
TVEIR naggrísir fást gef-
ins, búr o.fl. fylgir. Uppl. í
síma 849 7971.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Vestræn
mammonstrú
LÁRÉTT
1 grunar, 4 á hesti, 7 fisk-
að, 8 frost, 9 keyra, 11
rændi, 13 sár, 14 kjáni,
15 feiti, 17 tunnur, 20
greinir, 22 fjandskapur,
23 tignarmanni, 24 af-
komenda, 25 þreytuna.
LÓÐRÉTT
1 yndis, 2 kverksigi, 3
tala, 4 klína, 5 skýja-
þykkni, 6 duglegur, 10
pysjan, 12 dauði, 13
knæpa, 15 konan, 16 am-
boðið, 18 glitra, 19 glæsi-
leiki, 20 starf, 21 manns-
nafn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 fábreytta, 8 skrök, 9 tútna, 10 aki, 11 rómar,
13 reisa, 15 sakna, 18 eigra, 21 ugg, 22 eiðið, 23 Iðunn,
24 kauðalegt.
Lóðrétt: 2 áfram, 3 ríkar, 4 ystir, 5 totti, 6 ósar, 7 hana,
12 ann, 14 efi, 15 skel, 16 keðja, 17 auðið, 18 Egill, 19
grugg, 20 asni.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html