Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 52
AUÐLESIÐ EFNI 52 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG SLÍT mig úr beltinu og það er bara eins og mér hafi verið kippt út úr bílnum. Þegar ég lendi í götunni og lít aftur fyrir mig, þá sé ég ljósin á bílnum hverfa niður fyrir vegkantinn. Fyrst heyrði ég sprengingu, þá hefur örugglega loftpúði verið að springa eða þá dekk undan bílnum. Svo heyrði ég bara skruðninga og læti niður dalinn,“ sagði Vilhjálmur Árnason, sem slapp naumlega út þegar vöruflutningabifreið hans fór út af veginum á Klettshálsi í Barðastrandasýslu og hrapaði niður 40-50 metra háa skriðu. Mikið hvassviðri var á Klettshálsi þegar slysið átti sér stað og hálkublettir. Bifreiðin var að flytja 20 tonn af rækju frá Reykjavík til Bíldudals. Vilhjálmur sagði að hann hefði lent á hálkubletti og bíllinn tekið að spóla. Hann hefði áður lent í sömu aðstæðum en þá alltaf tekist að bakka og komast á fast til að setja keðjur undir, en nú hefði ekki ráðist við neitt. Vilhjálmur sagðist ákveðinn í að halda áfram akstrinum. „Það er bara að drífa sig sem fyrst af stað aftur, en ég hugsa að ég taki Baldur svona til að byrja með. Ég er búinn að keyra í þó nokkur ár og þetta er í fyrsta skiptið sem ég lendi í nokkru svona.“ „Eins og mér hafi verið kippt út“ Morgunblaðið/Birna Mjöll Flutningabíllinn valt 40–50 metra niður hlíðina. Netfang: auefni@mbl.is TVEIR lestarvagnar, sem talið er að hafi verið hlaðnir dýnamíti og bensíni, sprungu á fimmtudag í borginni Ryongchon í Norður-Kóreu, um 20 kílómetra frá landamærunum að Kína. Talið var í fyrstu að um árekstur milli járnbrautarlesta hefði verið að ræða. En í gær sögðu heimildarmenn að vagnarnir hefðu verið færðir inn á hliðarspor og rafmagnskaplar hefðu fallið á þá með fyrrgreindum afleiðingum. Talsmenn Rauða krossins segja að minnst 54 hafi látið lífið og um 1200 slasast, einnig að um 1850 íbúðarhús og aðrar byggingar hafi eyðilagst í Ryongchon. Líklegt sé að tala látinna eigi eftir að hækka. Ríkissjónvarpið í Norður-Kóreu hafði í gær enn ekki skýrt frá slysinu. Það fjallaði hins vegar ítarlega um opinbera heimsókn leiðtoga landsins, Kim Jong-Ils, til Kína. Lest með Kim og föruneyti hans fór um Ryongchon um níu klukkustundum áður en slysið varð en ekki er talið að um tilræði hafi verið að ræða. Norður-Kórea Mann- skætt lestarslys FRAKKINN Zinedine Zidane hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu síðustu 50 ára í kjöri sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir á Netinu í tilefni 50 ára afmælis síns á þessu ári. Í öðru sæti varð Þjóðverjinn Franz Beckenbauer og Johan Cruyff varð í þriðja sæti. Alls tóku um 150.000 manns þátt í kjörinu. Í fjórða sæti hafnaði Hollendingurinn Marco van Basten, Ítalinn Dino Zoff varð fimmti og jafnframt efstur markvarða á listanum. Sjötti varð Spánverjann Alfredo di Stefano, Portúgalinn Eusébio hlaut sjötta sætið og rússneski markvörðurinn Lev Yashin varð áttundi. Landi Zidane, Michel Platini, hlaut níunda sætið og Paolo Madini varð tíundi. Alls stóð valið á milli 250 knattspyrnumanna, 50 frá hverjum áratug þeirra 50 ára sem liðin eru síðan UEFA var stofnað. Zidane, sem verður 32 ára í júní, leikur nú með Real Madrid og hefur þrisvar sinnum verið valinn besti knattspyrnumaður heims í árlegu kjöri Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Hann var í sigurliði Frakka á HM 1998 og á EM tveimur árum síðar. Þá var hann í liði Real Madrid sem varð Evrópumeistari félagsliða fyrir tveimur árum. Reuters Frakkinn Zinedine Zidane fagnar marki í leik með Real Madrid. Zidane bestur í Evrópu BJÖRK Guðmundsdóttir er nú í Lundúnum að leggja lokahönd á væntanlega breiðskífu, The Lake Experience, sem gefa á út á þessu ári. Upptökum lauk hér á landi fyrir viku. Á plötunni heyrast engin hljóðfæri, allir taktar og undirspil eru búin til með röddum Bjarkar og samstarfsmanna hennar. Þeirra á meðal eru japanski raddlistamaðurinn Dokaka, Mike Patton söngvari Fantomas og kanadíska inúítasöngkonan Tagaq, sem söng með Björk á tónleikum hér á landi. Einnig koma við sögu Mark Bell, sem hefur oft unnið með Björk, Rahzel úr The Roots og íslenskur kór sem settur var saman til að syngja á plötunni. Björk notar raddir í stað hljóðfæra Björk Guðmundsdóttir SKRIFAÐ hefur verið undir samninga um öflun raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja til stækkunar Norðuráls á Grundartanga úr 90 í 180 þúsund tonn. Um tímamótasamning er að ræða í raforkusölu hér á landi þar sem þetta er í fyrsta sinn sem önnur fyrirtæki en Landsvirkjun gera samning um orkusölu til stóriðju af þessari stærðargráðu. Samanlögð fjárfesting við þessar framkvæmdir er tæpir 50 milljarðar króna en Orkuveitan mun reisa 80MW (megawött) jarðvarmavirkjun á Hellisheiði, auk stækkunar Nesjavallavirkjunar, og Hitaveitan reisir 80-100MW virkjun á Reykjanesi. Fjárfesting í virkjunum og flutningsvirkjum verður rúmlega 20 milljarðar og í stækkun álversins rúmir 23 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að miðað við meðalverð á áli og núverandi gengi íslensku krónunnar muni stækkunin auka verðmæti útflutnings um 12 milljarða króna á ári. Jafnfram hafa orkufyrirtækin gengið frá samningi um flutning orkunnar. Samkvæmt samningnum munu Orkuveitan og Hitaveita Suðurnesja greiða Landsvirkjun 10 milljarða á næstu 20 árum. Landsvirkjun þarf að byggja nýja flutningslínu frá Sultartanga að Brennimel í Hvalfirði og munu framkvæmdir hefjast í ár. Skrifað undir samninga um stækkun Norðuráls Morgunblaðið/RAX Samningamenn Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja gengu frá samningi um flutning orkunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.