Morgunblaðið - 25.04.2004, Page 53
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 53
Í tilefni Viku bókarinnar efna Morgunblaðið og Vaka-Helgafell
til getraunaleiks. Frá þriðjudeginum 20. apríl til og með
mánudeginum 26. apríl birtist ein tilvitnun á dag úr verkum
Halldórs Laxness og spurt er úr hvaða verki viðkomandi til-
vitnun er.
Þátttakendur senda inn svörin sín í lok getraunarinnar.
Frestur til að senda inn lausnir er til 30. apríl.
Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og munu 10
þátttakendur, sem svara öllu rétt, hljóta í verðlaun bókina
Perlur í skáldskap Laxness.
Þú getur kynnt þér Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Lax-
ness og verk hans á mbl.is undir Fólkinu. Þar er að finna
umfjöllun um skáldið, verk hans, umsagnir og margt fleira.
Sendu svörin til okkar. Utanáskriftin er:
Morgunblaðið
Getraunaleikur
- Halldór Laxness -
Kringlan 1,
103 Reykjavík
„Konan sagði að víst þakkaði maður fyrir að fá að halda
tórunni; en maður þakkaði líka fyrir að fá að losna við
hana. Lángömmu minni gekk feikn illa að deya, sagði
hún. Á endanum varð að hvolfa yfir hana potti.“
GETRAUNALEIKUR
- Halldór Laxness
6. tilvitnun:
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
Haustferðir
með
Terra Nova
FÁIÐ
SEND
AN
HAUS
TBÆK
LING
TERR
A NO
VA
München
Í haust mun Terra Nova bjóða upp á beint leiguflug til München í
Þýskalandi. München, sem er höfuðstaður Bæjaralands, stærsta fylkis
Þýskalands, hefur allt til alls, enda er hún sannkölluð borg lífsgleði,
menningar og lista. Í München ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,
- og vel það.
Í boði verða skemmtilegar og fræðandi kynnisferðir um borgina og
nágrenni með íslenskum fararstjórum Terra Nova.
Kr. 36.890
Flugsæti fram og til baka
Beint flug til München
eftirfarandi daga:
07/10 - 4 nætur
11/10 - 3 nætur
14/10 - 4 nætur
22/10 - 3 nætur
Skemmtisiglingar
á Karíbahafi
Skemmtisigling undir suðrænni sól er sannarlega draumur sem
margan dreymir. Skemmtiferðaskipin Carnival Inspiration og Carnival
Glory eru sannarlega ævintýri líkust, allur aðbúnaður af hæstu gæðum,
afþreying í úrvali, íþróttaaðstaða eins og best verður á kosið,
skrautsýningar og skemmtiatriði, og matur sem er engu líkur.
Því ekki að láta drauminn rætast.
15.-26. október með íslenskri fararstjórn.
Karíbahaf - Vikusigling um Vestur-Karíbahaf
+ 4 nætur á Flórída - Carnival Inspiration -
Flórída - Grand Cayman- Costa Maya -
Mexico - Belize
Verð á mann í tvíbýli: Carnival Inspiration
Innri klefi 4A kr. 154.295
Ytri klefi 6A kr. 164.130
12.-22. nóvember með íslenskri fararstjórn.
Karíbahaf - vikusigling um Austur-Karíbahaf
+ 3 nætur á Flórída. - Carnival Glory -
Flórída - Bahamaeyjar - St. Tomas/St. John
- St. Maarten
Verð á mann í tvíbýli: Carnival Glory
Innri klefi 4A kr. 156.640
Ytri klefi 6A kr. 170.210
Golfferðir
til Portúgal
Terra Nova býður upp á draumaferðir fyrir golfara í haust. Vikuferðir
til Portúgal með gistingu á Dom Pedro Marina, 4* hóteli í Vilamoura.
Vilamoura er hrein Paradís fyrir golfara. Hér er einstaklega milt
veðurfar og þægilegt hitastig ásamt frábærum golfvöllum.
Sturla Höskuldsson, IPGA golfleiðbeinandi, mun sjá um golfkennslu
og fararstjórn í golfferðum Terra Nova í haust.
Verð aðeins
99.890 kr.
á mann í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli 22.300 kr.
Verð án golfs 85.090 kr.
Vikuferðir í haust:
8. september
15. september
Síðasta
Tómasarmess-
an að sinni
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarmessur efnir til fjórðu
messunnar á þessu ári í Breiðholts-
kirkju í Mjódd í kvöld, sunnudaginn
25. apríl, kl. 20.
Tómasarmessan hefur vakið
mikla ánægju þeirra sem þátt hafa
tekið og virðist hafa unnið sér fast-
an sess í kirkjulífi borgarinnar, en
slík messa hefur verið haldin í
Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta
sunnudag í mánuði, frá hausti til
vors, síðustu sex árin. Verður þetta
því síðasta Tómasarmessan að
sinni, en þær hefjast síðan vænt-
anlega að nýju í haust. Það er
a.m.k. von okkar, sem að Tóm-
asarmessunni stöndum, að hún
megi áfram sem hingað til verða
mörgum til blessunar og starfi ís-
lensku kirkjunnar til eflingar.
Framkvæmdaaðilar að þessu
messuhaldi eru Breiðholtskirkja,
Kristilega skólahreyfingin, Félag
guðfræðinema og hópur presta og
djákna. Heiti messunnar er dregið
af postulanum Tómasi, sem ekki
vildi trúa upprisu Drottins nema
hann fengi sjálfur að sjá hann upp-
risinn og þreifa á sárum hans.
Markmið Tómasarmessunnar er
öðru fremur að leitast við að gera
nútímamanninum auðveldara að
skynja návist Drottins, einkum í
máltíðinni sem hann stofnaði og í
bænaþjónustu og sálgæslu, en mikil
áhersla er lögð á fyrirbænarþjón-
ustu. Þá einkennist messan af fjöl-
breytilegum söng og tónlist og
sömuleiðis af virkri þátttöku leik-
manna. Stór hópur fólks tekur jafn-
an þátt í undirbúningi og fram-
kvæmd Tómasarmessunnar bæði
leikmenn, djáknar og prestar.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa, heldur
lifandi steinar, manneskjur af holdi
og blóði.
Þess vegna er hægt að fara út úr
kirkjubyggingum með helgihald og
fagnaðarerindið og mæta fólki í
dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum
við til guðsþjónustu í Kolaportinu
næsta sunnudag 25. apríl kl. 14:00.
Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm-
kirkjuprestur predikar og þjónar
ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur
og Ragnheiði Sverrisdóttur djákna.
Þorvaldur Halldórsson tónlist-
armaður mun leiða lofgjörðina.
Áður en Kolaportsmessan hefst
kl.13:40 mun Þorvaldur Hall-
dórsson flytja þekktar dæg-
urperlur. Þá er hægt að leggja inn
fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna
í guðsþjónustunni áður en stundin
hefst. Í lok stundarinnar verður
blessun með olíu
Guðsþjónustan fer fram í kaffi-
stofunni hennar Jónu í Kolaportinu
sem ber heitið Kaffi port, þar er
hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis
meðlæti og eiga gott samfélag við
Guð og menn. Það er gott að koma í
Kolaportið því það er fyrst og
fremst mannlífstorg.
Það eru allir velkomnir.
Miðborgarstarf KFUM&KFUK
og Kirkjunnar.
Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri
borgarar. Félagsvist á morgun í Setr-
inu kl. 13. Skráning í síma
511 5405.
Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æsku-
lýðsfélag Árbæjarsafnaðar, með
fundi í safnaðarheimilinu.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum alla
virka daga frá kl. 9–17 í síma
587 9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9.
og 10. bekk kl. 20. Mánudagur:
Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld
sunnudag kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti
601. Í dag er samkoma kl. 14.
Helga R. Ármannsdóttir talar. Lof-
gjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna-
starf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára börn
á samkomutíma. Kaffi og samfélag
eftir samkomu. Allir velkomnir. Nán-
ari upplýsingar á www.kefas.is
Fíladelfía. Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðumaður Vörður Leví
Traustason. Gospelkór Fíladelfíu
leiðir í söng. Fyrirbæn í lok sam-
komu. Barnakirkja á sama tíma. Allir
hjartanlega velkomnir. Miðvikudag-
inn 28. apríl kl. 18–20 er fjölskyldu-
samvera með léttri máltíð. Allir hjart-
anlega velkomnir. Þetta er síðasta
fjölskyldusamveran fyrir sumarið.
Bænastundir alla virka morgna kl.
06.00. filadelfia@gospel.is www.-
gospel.is
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Arnaldur
Breiðholtskirkja
www.thumalina.is
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið