Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ M arg fald a›u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! 5x20W x 1x40W hátalarar Spilar: DVD, CD, CD-R, CD-RW, MP3, JPEG og HDCD Dolby digital Útvarp me› 50 stö›va minni FRÁ ACE ELECTRONICS HEIMABÍÓ Ver› mi›a› vi› 1000 punkta: 14.990 kr. Smásöluver›: 29.900 kr. Ver›gildi punkta: x15 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 7 2 T ónleikahald er hættuspil eins og þeir þekkja sem reynt hafa að flytja inn erlendar stór- hljómsveitir á und- anförnum árum. Oft hafa slíkir tón- leikar heppnast vel en oftar hefur allt farið á versta veg, áheyrendur ekki látið sjá sig og aðstandendur tónleikanna setið uppi með millj- ónatap. Oft var það vegna þess að hljómsveitirnar sem voru í boði voru ellimóðar og útbrunnar, en það hafði líka áhrif að þeir sem voru áberandi í slíku tónleikastússi voru æv- intýramenn, innlendir sem erlendir, og fólk hætt að treysta því að aug- lýst hljómsveit myndi skila sér til landsins. Á síðustu árum hefur orðið breyt- ing á. Tónleikar eru nú betur skipu- lagðir, aflögð sú hömlulausa drykkja sem tilheyrði og hljómsveitirnar ým- ist á hátindi frægðarinnar eða enn í fullu fjöri. Á síðustu árum hafa tón- leikar yfirleitt gengið vel, þó dæmi séu um mikið tap sem undirstrika að þó ábatinn geti verið mikill er áhætt- an enn töluverð. Þó ýmsum hafi gengið vel á síð- asta ári er framboð á tónleikum er- lendra listamanna um þessar mund- ir meira en menn hafa áður séð og ekki líklegt að gerast muni aftur. Frá apríl til ágúst verða haldnir hér á landi á annan tug tónleika með er- lendum listamönnum og þá ógetið þess sem Listahátíð í Reykjavík býður upp á, en hún hefst 14. maí næstkomandi. Ætla má að áheyr- endur verði ríflega 51.500 á þá tón- leika sem í boði eru og samanlögð velta í aðgöngumiðum um 264 millj- ónir króna. Þá er ótalinn sá grúi miða sem hafa selst og munu seljast á Listahátíð í Reykjavík. Ekki má skilja þetta sem svo að tónleikahald- arar séu að hagnast um himinháar upphæðir því tónleikahaldið er dýrt og þóknun til hljómsveita getur ver- ið allhá ef hljómsveit er mjög vinsæl. Þannig má gera því skóna að þóknun til Metallica hlaupi á tugum milljóna króna og þá er eftir að reikna inn í dæmið kostnað vegna starfsmanna, húsaleigu, sviðs, tækjabúnaðar og svo má telja. Í samantektinni sem hér fer á eft- ir er miðað við upplýsingar úr fjöl- miðlum og frá skipuleggjendum tón- leikanna. Gert er ráð fyrir því að 1.229 miðar séu seldir í stúku í Laugardalshöllinni og 4.271 í stæði, en dæmi eru um að nokkuð fleiri miðar hafi verið seldir á tónleika í Höllinni. Í útreikningi á veltu er gert ráð fyrir að uppselt verði á alla tón- leikana, enda stefnir í að svo verði, og tölur jafnaðar. Kraftwerk 3. maí í Kaplakrika Miðar í boði: 2.500 Seldir miðar: 2.150 Miðaverð: 4.500 Velta: 11.000.000 Helsti aldurshópur: 40–50 ára Um 350 miðar eru eftir á tónleika Kraftwerk í Kaplakrika. Kraftwerk er lykilhljómsveit í vestrænni tón- listarsögu, brautryðjandi í raftónlist og gríðarlegur áhrifavaldur í tölvu- væddu poppi og hiphopi. Hljóm- sveitin hefur haft hljótt um sig und- anfarið enda liðsmenn hennar uppteknir við endurvinnslu á göml- um upptökum, en er nú á tónleikaför um heiminn með nýja tónlist og gamla í farteskinu og segja menn tónleika með henni ógleymanlega. Pixies 25. & 26. maí í Kaplakrika Miðar í boði: 2 x 2.500 Seldir miðar: Uppselt á seinni tónleikana, sala á þá fyrri hefst 30. apríl Miðaverð: 4.500 Velta: 22.500.000 Helsti aldurshópur: 28–32 ára Gríðarleg ásókn er í miða á tón- leika Pixies og ekki bara hér á landi, enda hljómsveitin ekki starfað í ára- tug. Líklegt verður að teljast að þessi helsta nýrokksveit níunda ára- tugarins hefði getað selt mun fleiri miða og náð að fylla Laugardalshöll- ina oftar en einu sinni. Mjög lofsam- legir dómar hafa birst um tónleika Pixies vestanhafs undanfarið. Korn 30. & 31. maí í Laugardalshöll Miðar í boði: 2 x 5.300 Seldir miðar: Uppselt á fyrri tón- leikana, 1.500 miðar eftir á seinni tónleikana Miðaverð: 4.500 í stæði, 5.500 í stúku Velta: 52.000.000 Helsti aldurshópur: 20–30 ára Korn hefur haft mikil áhrif í ís- lensku bílskúrsrokki þó tónlist sveit- arinnar sé ekki vinsældaleg. Það seldist upp á fyrri tónleikana á met- tíma og líklegt verður að teljast að uppselt verði á seinni tónleikana þó það taki lengri tíma vegna mikils framboðs á tónleikum. Kris Kristofferson 14. júní í Laugardalshöll Miðar í boði: 2.500 Seldir miðar: Miðasala hefst í byrjun maí Miðaverð: 4.500 Velta: 11.000.000 Helsti aldurshópur: 55–65 ára Kris Kristofferson er svo vinsæll leikari að mönnum hættir til að gleyma því hve hann er merkilegur tónlistarmaður. Kristofferson er kannski frægastur sem lagasmiður en hann hefur líka átt talsvert af vin- sælum lögum og víst að hann er einn af helstu stjörnum í sögu sveitatón- listarinnar vestanhafs. Deep Purple 23. & 24. júní Laugardalshöll Miðar í boði: 2 x 5.300 Seldir miðar: Uppselt á seinni tónleikana, sala á þá fyrri hófst sl. föstudag og seldust þá 3.000 miðar. Miðaverð: 3.800 í stæði, 4.800 í stúku Velta: 44.000.000 Helsti aldurshópur: 50–60 ára Ef selst upp á fyrri tónleika Deep Purple, sem verður að teljast líklegt, er ljóst að sveitin hefur selt fleiri tón- leikamiða hér á landi en nokkur er- lend hljómsveit önnur því það verður í þriðja sinn sem Deep Purple fyllir Laugardalshöllina. Alls hafa þá 14– 15.000 manns keypt sig inn á tón- leika með Deep Purple sem verður að teljast vel af sér vikið. Metallica 4. júlí í Egilshöll Miðar í boði: 10.000 Seldir miðar: Forsala hófst á laugardag Miðaverð: 7.500 á svæði A, 6.500 á svæði B Velta: 70.000.000 Helsti aldurshópur: 30–40 ára Metallica er helsta rokksveit heims þeirra sem nú eru starfandi. Tónleikar sveitarinnar í Egilshöll verða mestu rokktónleikar sem hér hafa verið haldnir og um leið eins- konar mælistika á hvort hægt sé að fá svo frægar hljómsveitir hingað til lands, enda mjög dýrt fyrirtæki og vandasamt. Allir sem um hafa vitnað bera að tónleikar með Metallica séu ógleymanleg upplifun og óhætt að spá að skamman tíma muni taka að selja alla miða á tónleikana þó þeir séu 10.000. Placebo 7. júlí í Laugardalshöll Miðar í boði: 5.300 Seldir miðar: 3.500 Miðaverð: 4.500 í stæði, 5.500 í stúku Velta: 26.000.000 Helsti aldurshópur: 25–35 ára Placebo hefur aldrei notið umtals- verðra vinsælda hér á landi þó vænt- anlega hefði hljómsveitinni tekist að fylla Höllina í venjulegu árferði, þ.e. þegar framboð á tónleikum er minna. Líklegt að miðasalan taki kipp fyrst búið er að hnýta saman miðasölu á Placebo og Metallica, þ.e. hægt er að kaupa jafn marga Met- allica-miða og keyptir eru Placebo- miðar, en einnig er langt í tónleikana þannig að gera má ráð fyrir að upp- selt verði þegar þar að kemur. Pink 10. ágúst í Laugardalshöll Miðar í boði: 5.300 Seldir miðar: Miðasala hefst 24. apríl Miðaverð: 5.000 í stæði, 5.900 í stúku Velta: 28.000.000 Helsti aldurshópur: 15–25 ára Söngkonan Pink hefur notið mik- illa vinsælda hér á landi á undanförn- um árum, en aðallega var platan M!ssundaztood vinsæl fyrir tveimur árum eða svo. Erfitt er að spá fyrir um hvernig takast muni að selja inn á tónleikana, ekki síst vegna þess hve langt er í þá. Sumir gera því skóna að sala verði dræm framan af en glæðist er líða tekur á sumarið þannig að uppselt verði á tónleikana. 51.500 miðar á 264 milljónir Morgunblaðið/Árni SæbergOg þá verður kátt í höllunum! arnim@mbl.is Risavaxið tónleikasumar gengið í garð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.