Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 20

Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vogar | Allt útlit er fyrir að heilsu- gæslustöð verði risin í Voga- og Heimahverfi innan árs, en hverfið er það síðasta af gömlu hverfunum í Reykjavík sem eru án heilsugæslu- stöðvar. Áformað er að heilsugæslu- stöðin verði reist við hliðina á Glæsibæ. Í Voga- og Heimahverfi búa um 9.000 manns, en um fjórðungur er yfir sextíu og sjö ára aldri. Ástæðan er m.a. sú að í hverfinu eru nokkur hjúkrunarheimili. Íbúar í hverfinu hafa þurft að leita út fyrir það til heilsugæslu, en næsta heilsugæslu- stöð við hverfið er í Lágmúla, þar sem læknar reka heilsugæslustöð á þjónustusamningi við ríkið. Læknamiðstöð í Glæsibæ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður hefur gagnrýnt seinagang í málefnum heilsugæslu- stöðvar á svæðinu, en á vefsvæði sínu segir hún málefni heilsugæslu hverfisins hafa verið rædd reglu- lega í áratug á Alþingi, en lítið mjakast. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir málið nú komið á loka- stig, búið sé að auglýsa eftir hús- næði og niðurstaða komin í það mál. „Það er búið að taka dálítinn tíma að velja og fara yfir tilboðin sem komu, en nú er búið að velja stað- inn. Íslenskir aðalverktakar buðu í að byggja upp aðstöðu við Glæsibæ og nú er verið að undirbúa það,“ segir Jón. Jón segir vonast til að koma stöð- inni í gagnið á næstu tólf mánuðum, en verið sé að ganga frá þessum málum þessa dagana. Hann segir óskir íbúa hverfisins mjög skýrar í þessu máli. „Borgaryfirvöld hafa einnig lagt mikla áherslu á að dekka þetta svæði. Það hefur ekki verið heilsugæslustöð í þessu hverfi, en með þessu verður búið að dekka eldri hverfi bæjarins,“ segir Jón og bætir við að nýjar heilsugæslu- stöðvar styrki heildarmynd heilsu- gæslunnar. „Þetta mun þá verða til þess að þarna rís miðstöð, enda eru læknastofur í Glæsibæ og staðurinn mjög miðsvæðis.“ Heilsugæsla í Voga- og Heimahverfi Morgunblaðið/Árni Torfason Glæsibær: Hér mun rísa ný heilsugæslustöð Voga- og Heimahverfis. Heilsugæslustöð rísi innan árs Breiðholt | Nokkur sandur hefur legið á gangstéttum í Breiðholti og hafa íbúar haft það á orði að af hon- um geti hlotist slys, þar sem nú er þurrkatíð. Þá hefur verið fundið að seinagangi í hreinsun gangstétt- anna. „Mér finnst vera hætta af þessum sandi þegar það er svona þurrt, þetta virkar eins og litlar kúlur og fólk rennur á þessu og getur meitt sig,“ segir Rafn Thorarensen, íbúi í Vest- urbergi. Rafn segir mikið talað um vorhreingerningar í borginni, en hægt gangi með þær í Breiðholtinu. „Það er að vísu eitthvað byrjað að gerast hér, en þetta er búið að taka allt of langan tíma. Það á að taka tækin út fyrr á vorin, það vorar snemma ár eftir ár. Svo er verið að tala um að það sé mengun á götunum af því að það sé ekki sópað. Nú hafa menn tækifæri til að hindra þessa mengun og nýta það ekki. Það eina sem dugar er að vera fyrr á ferðinni næsta ár,“ segir Rafn. Þrátt fyrir leiðindin með sandinn segir Rafn Breiðholtið nú farið að skarta sínu fegurasta. „Gróðurinn er að springa út. Það er hlýrra hjá okk- ur í Breiðholtinu á sumrin og lífið að kvikna núna. Það má segja að það sé meira meginlandsloftslag hjá okk- ur,“ segir Rafn hlæjandi. Hjá Gatnamálastofu Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að sópun sé hafin af fullum krafti, en byrjað hafi verið í Vesturbænum, þar sem vorið láti fyrst á sér kræla. Þaðan sé síðan haldið áleiðis austur, þannig að Breiðholtið er sópað eitthvað á eftir Vesturbænum. Lokið verður við að sópa gangstéttir borgarinnar á næstu vikum, en um takmarkað magn af vélum er að ræða til að sópa gangstéttirnar. Ljósmynd/Rafn Thorarensen Sandur á gangstéttum: Það sem kom í veg fyrir að fólk rynni á ísnum í vet- ur getur nú orðið til þess að fólk detti. Íbúar vilja sandinn burt hið fyrsta. Sandur á gang- stéttum til trafala SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.