Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vogar | Allt útlit er fyrir að heilsu- gæslustöð verði risin í Voga- og Heimahverfi innan árs, en hverfið er það síðasta af gömlu hverfunum í Reykjavík sem eru án heilsugæslu- stöðvar. Áformað er að heilsugæslu- stöðin verði reist við hliðina á Glæsibæ. Í Voga- og Heimahverfi búa um 9.000 manns, en um fjórðungur er yfir sextíu og sjö ára aldri. Ástæðan er m.a. sú að í hverfinu eru nokkur hjúkrunarheimili. Íbúar í hverfinu hafa þurft að leita út fyrir það til heilsugæslu, en næsta heilsugæslu- stöð við hverfið er í Lágmúla, þar sem læknar reka heilsugæslustöð á þjónustusamningi við ríkið. Læknamiðstöð í Glæsibæ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður hefur gagnrýnt seinagang í málefnum heilsugæslu- stöðvar á svæðinu, en á vefsvæði sínu segir hún málefni heilsugæslu hverfisins hafa verið rædd reglu- lega í áratug á Alþingi, en lítið mjakast. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir málið nú komið á loka- stig, búið sé að auglýsa eftir hús- næði og niðurstaða komin í það mál. „Það er búið að taka dálítinn tíma að velja og fara yfir tilboðin sem komu, en nú er búið að velja stað- inn. Íslenskir aðalverktakar buðu í að byggja upp aðstöðu við Glæsibæ og nú er verið að undirbúa það,“ segir Jón. Jón segir vonast til að koma stöð- inni í gagnið á næstu tólf mánuðum, en verið sé að ganga frá þessum málum þessa dagana. Hann segir óskir íbúa hverfisins mjög skýrar í þessu máli. „Borgaryfirvöld hafa einnig lagt mikla áherslu á að dekka þetta svæði. Það hefur ekki verið heilsugæslustöð í þessu hverfi, en með þessu verður búið að dekka eldri hverfi bæjarins,“ segir Jón og bætir við að nýjar heilsugæslu- stöðvar styrki heildarmynd heilsu- gæslunnar. „Þetta mun þá verða til þess að þarna rís miðstöð, enda eru læknastofur í Glæsibæ og staðurinn mjög miðsvæðis.“ Heilsugæsla í Voga- og Heimahverfi Morgunblaðið/Árni Torfason Glæsibær: Hér mun rísa ný heilsugæslustöð Voga- og Heimahverfis. Heilsugæslustöð rísi innan árs Breiðholt | Nokkur sandur hefur legið á gangstéttum í Breiðholti og hafa íbúar haft það á orði að af hon- um geti hlotist slys, þar sem nú er þurrkatíð. Þá hefur verið fundið að seinagangi í hreinsun gangstétt- anna. „Mér finnst vera hætta af þessum sandi þegar það er svona þurrt, þetta virkar eins og litlar kúlur og fólk rennur á þessu og getur meitt sig,“ segir Rafn Thorarensen, íbúi í Vest- urbergi. Rafn segir mikið talað um vorhreingerningar í borginni, en hægt gangi með þær í Breiðholtinu. „Það er að vísu eitthvað byrjað að gerast hér, en þetta er búið að taka allt of langan tíma. Það á að taka tækin út fyrr á vorin, það vorar snemma ár eftir ár. Svo er verið að tala um að það sé mengun á götunum af því að það sé ekki sópað. Nú hafa menn tækifæri til að hindra þessa mengun og nýta það ekki. Það eina sem dugar er að vera fyrr á ferðinni næsta ár,“ segir Rafn. Þrátt fyrir leiðindin með sandinn segir Rafn Breiðholtið nú farið að skarta sínu fegurasta. „Gróðurinn er að springa út. Það er hlýrra hjá okk- ur í Breiðholtinu á sumrin og lífið að kvikna núna. Það má segja að það sé meira meginlandsloftslag hjá okk- ur,“ segir Rafn hlæjandi. Hjá Gatnamálastofu Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að sópun sé hafin af fullum krafti, en byrjað hafi verið í Vesturbænum, þar sem vorið láti fyrst á sér kræla. Þaðan sé síðan haldið áleiðis austur, þannig að Breiðholtið er sópað eitthvað á eftir Vesturbænum. Lokið verður við að sópa gangstéttir borgarinnar á næstu vikum, en um takmarkað magn af vélum er að ræða til að sópa gangstéttirnar. Ljósmynd/Rafn Thorarensen Sandur á gangstéttum: Það sem kom í veg fyrir að fólk rynni á ísnum í vet- ur getur nú orðið til þess að fólk detti. Íbúar vilja sandinn burt hið fyrsta. Sandur á gang- stéttum til trafala SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.