Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 1
Bílar í dagSælkera-
stígur
Ýmsar freistingar á Skóla-
vörðustígnum | Daglegt líf
HÖFUÐSTÓLL Ábyrgðasjóðs launa
er uppurinn og líkur á að hann þurfi á
aukafjárveitingu að halda líkt og und-
anfarin tvö ár til að geta staðið við
skuldbindingar sínar. Gissur Péturs-
son, forstjóri Vinnumálastofnunar,
segir að mikill fjöldi gjaldþrota síð-
ustu tvö árin hafi aukið útgjöldin tölu-
vert. Um 730 milljónir króna voru
greiddar launafólki vegna vangold-
inna krafna við gjaldþrot vinnuveit-
enda á síðasta ári og 715 milljónir árið
þar á undan. Það sé sprenging miðað
við það sem hafi verið árin áður.
Námu greiðslurnar til samanburðar
170 milljónum árið 2000 á verðlagi
þess árs.
„Það hefur verið okkur mikið
áhyggju- og undrunarefni að ekkert
dragi úr þessu,“ segir Gissur og ætlar
að leggja til við stjórn sjóðsins í næstu
viku að orsök þessarar þróunar verði
skoðuð og greind nánar. Á fyrstu fjór-
um mánuðum þessa árs séu útgjöld
komin yfir 300 milljónir króna. Hann
vonaðist til að fjöldi gjaldþrota hefði
náð hámarki í fyrra en útlit væri fyrir
nýjan topp í ár. Því þurfi að bregðast
við fjárþurrð sjóðsins.
Ábyrgðasjóður launa ábyrgist
greiðslu á kröfum um vangoldin laun,
bætur vegna slita á ráðningarsamn-
ingi, orlof, bætur vegna vinnuslysa og
lífeyrisiðgjöld í bú vinnuveitanda.
Sjóðurinn er fjármagnaður með
ábyrgðagjaldi sem tekið er af tekjum
allra einstaklinga. Gissur segir að
tekjur inn í sjóðinn nemi um 200 millj-
ónum króna á ári. Í árslok 2000 hafi
sjóðurinn ráðið yfir tæpum milljarði
króna. Í lögum segir að skorti sjóðinn
reiðufé til að standa við skuldbinding-
ar sínar skuli stjórn hans þegar til-
kynna það félagsmálaráðherra. Rík-
issjóður skuli þá leggja sjóðnum til þá
fjármuni sem til þurfi og skoðast það
sem lántaka.
Greiðslur ekki stöðvaðar
Gissur segir að ekki hafi verið grip-
ið til þess ráðs að stöðva greiðslur úr
sjóðnum enda eigi launþegar viss
réttindi við gjaldþrot vinnuveitenda
sem Ábyrgðasjóði launa beri að
ábyrgjast. „Ríkissjóður hleypur undir
bagga ef ekki er næg innistæða í
sjóðnum,“ segir hann. Stór gjaldþrot
síðustu tvö árin hafi haft þetta í för
með sér samhliða því að gjaldþrotum
fjölgar.
Máli sínu til stuðnings segir Gissur
að Ábyrgðasjóður launa hafi gert
kröfu í 456 þrotabú í fyrra. Árið áður
hafi fjöldi krafna í þrotabú fyrirtækja
verið 368. Mörg þessara fyrirtækja
hafi verið lítil og starfað stutt. Árið
2003 hafi tæplega 300 kröfur af 456
verið undir einni milljón króna. Þrjár
stærstu kröfurnar í þrotabú árið 2002
námu samtals 135 milljónum króna
og 71 milljón árið 2003.
Forstjóri Vinnumálastofnunar vill láta greina orsök gjaldþrota
Höfuðstóll Ábyrgða-
sjóðs launa uppurinn
!
!
"##" "##$
AÐ MINNSTA kosti fjórir menn
týndu lífi er mikil sprenging gereyði-
lagði að mestu plastverksmiðju í
Glasgow í Skotlandi í gær. 37 slös-
uðust, þar af 16 alvarlega, en óviss
fjöldi manna, hugsanlega á milli 10
og 20, lokaðist inni undir rústunum.
Sprengingin varð rétt fyrir hádegi
og er haft eftir vitnum, að gasofn í
verksmiðjunni hafi sprungið. Dreif
strax að mikið lið björgunarmanna
ásamt 16 sjúkrabifreiðum og tókst
fljótlega að bjarga sjö mönnum út úr
rústunum. Þá voru björgunarmenn í
farsímasambandi við þrjá af þeim,
sem enn voru innilokaðir, en ekki
virtist alveg ljóst hve margir þeir
væru. Sagði Brian Sweeney, slökkvi-
liðsstjóri í Strathclyde, að einhverjir
þeirra væru „mikið slasaðir“ og aðrir
illa á sig komnir.
Getur tekið tvo sólar-
hringa að ná til fólksins
Plastverksmiðjan var í fjögurra
hæða háu húsi í miðborg Glasgow og
fór hún svo illa í sprengingunni, að
björgunarmenn, um 300 talsins, ótt-
uðust, að það gæti tekið tvo sólar-
hringa að ná til allra, sem hugsan-
lega eru undir brakinu.
„Ég var við vinnu mína þegar
sprengingin varð,“ sagði Daniel
Gilmour, starfsmaður í verksmiðj-
unni. „Það var eitthvað, sem kast-
aðist út úr gasofni og lenti á höfði
mínu, en þegar ég rankaði við mér
var allt í rúst. Einhvern veginn tókst
þó fjórum okkar að skríða út um gat
á vegg, þótt ég viti varla hvernig.“
Búist var við, að björgunarstarfið
myndi standa í alla nótt en fara varð
mjög varlega við að fjarlægja brakið
vegna hættu á, að það hryndi enn
frekar saman.
Plastverksmiðja í Glasgow gereyðilagðist í mikilli sprengingu
Fjórir
látnir
og tugir
slasaðir
Reuters
Björgunarmenn hlúa að manni, sem þeim tókst að bjarga úr rústum plastverksmiðjunnar. Með hjálp farsíma hafði
tekist að ná sambandi við fólk, sem var grafið undir brakinu, og var sumt af því sagt mikið slasað.
Glasgow. AP, AFP.
YFIRMAÐUR væntanlegs stríðsglæpadómstóls í
Írak sagði í gær, að Bandaríkjamenn myndu
selja Saddam Hussein, fyrrverandi einræðis-
herra, í hendur íröskum yfirvöldum fyrir 1. júlí
næstkomandi en þá eiga fyrirhuguð valdaskipti í
landinu að fara fram.
Salem Chalabi sagði, að auk Saddams yrðu af-
hentir 100 fyrrverandi embættismenn, þar á
meðal Tariq Aziz og Ali Hasan Majid eða Efna-
vopna-Ali eins og hann var kallaður.
Chalabi, sem hefur verið að safna saman gögn-
um um sakborningana, sagðist vona, að réttarhöldin yfir þeim gætu
hafist snemma á næsta ári. Þeim hafa þó ekki verið birtar neinar
ákærur enn.
Bandaríkjamenn hafa Saddam í haldi sem stríðsfanga en alþjóðalög
kveða á um, að stríðsfanga megi aðeins afhenda fullvalda ríki, sem
undirritað hafi Genfarsáttmálann. Írak verður hins vegar ekki full-
valda fyrr en 1. júlí næstkomandi. / 14
Saddam Hussein
Kúveitborg. AP, AFP.
Afhentur Írökum
SÆNSKA stjórnin hefur áhuga á að
fá auknar heimildir til símhlerana að
því er fram kom í gær hjá Thomas
Bodström, dóms-
málaráðherra Sví-
þjóðar.
Säpo, sænska
leyniþjónustan,
má nú því aðeins
beita símhlerun-
um, að hún sé að
rannsaka afbrot,
sem varða meira
en tveggja ára
fangelsi, og verð-
ur dómari ávallt að leggja blessun
sína yfir það. Ríkisstjórnin vill hins
vegar fá að beita þeim í því skyni að
koma í veg fyrir afbrot og ætlar að
gefa út skýrslu um málið á næstu vik-
um.
Mats Melin, umboðsmaður sænska
þingsins, sagði, að sér litist ekki allt of
vel á þessar hugmyndir og kvaðst
hann efast um, að unnt væri að beita
svokölluðum fyrirbyggjandi símhler-
unum og virða rétt borgaranna til
einkalífs á sama tíma. Hann tók þó
fram, að óttinn við hryðjuverk kynni
að réttlæta, að heimildir yfirvalda og
lögreglunnar yrðu eitthvað auknar.
Á árinu 2002 var símhlerunum
beitt í 533 skipti í Svíþjóð og að með-
altali í 38 daga í hvert sinn. Voru sjö af
tíu tengdar eiturlyfjum og glæpum
tengdum þeim.
Vilja auka
símhleran-
ir í Svíþjóð
Stokkhólmi. AFP.
Bodström
STOFNAÐ 1913 129. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Tíu bílar í bílskúrnum Fengu bíl-
inn frá sjeik í Dubai Afturhjóla-
drifið til vegs og virðingar
Eftir tvo sigra gegn Val er staða
Hauka orðin vænleg | Íþróttir
Flug á
Haukum