Morgunblaðið - 12.05.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 12.05.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ VERÐI VÍSAÐ FRÁ Önnur umræða um fjölmiðlafrum- varpið fór fram á Alþingi í gær. Minnihluti allsherjarnefndar hefur farið fram á að frumvarpinu verði vísað frá. Umræður um frumvarpið í þinginu stóðu fram á kvöld. Bensín hækkar aftur Essó og Skeljungur hafa hækkað verð á lítra af bensíni þannig að lítr- inn af 95 oktana bensíni kostar nú 104,2 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá þessum félögum og lítrinn af dísil- olíu 45,6 krónur. Þetta er í annað sinn í maí sem félögin hækka. Sverði stungið í Melatorg Þjóðminjasafnið vill fá leyfi borg- aryfirvalda til að reisa 7,5 metra háa eftirlíkingu af merku víkingasverði á Melatorgi. Borgin hefur málið til skoðunar. Sverðið gæti orðið eitt af kennileitum Reykjavíkurborgar. Ábyrgðasjóður launa búinn Höfuðstóll Ábyrgðasjóðs launa er uppurinn. Forstjóri Vinnumála- stofnunar segir mikinn fjölda gjald- þrota undanfarin ár hafa aukið út- gjöld sjóðsins. Yfir 700 milljónir voru greiddar úr sjóðnum árin 2002 og 2003 en innan við 200 milljónir ár- ið 2000. Sprenging í Glasgow Fjórir menn að minnsta kosti lét- ust er plastverksmiðja eyðilagðist í mikilli sprengingu í Glasgow í Skot- landi í gær. Hafði tekist að bjarga sjö mönnum undan rústunum en ein- hverjir voru enn í gærkvöldi lokaðir inni í brakinu. Talið er, að spreng- ingin hafi orðið í gasofni, sem notað- ur var í verksmiðjunni. 37 manns slösuðust, þar af 16 alvarlega, en um 200 björgunarmenn unnu að því að leita að lifandi fólki og látnu. Ekki fyrirmæli Bandaríski undirhershöfðinginn Antonio Taguba, sem unnið hefur mikla skýrslu um misþyrmingu fanga í Írak, segir ekkert benda til, að fangaverðirnir hafi fengið bein fyrirmæli um að niðurlægja þá. Sagði hann þetta er hann kom fyrir hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Sagði hann, að meginástæðan fyrir framkomu fangavarðanna væri „agaleysi, engin þjálfun, ekkert eftirlit“. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 33 Viðskipti 12 Viðhorf 34 Úr verinu 13 Minningar 35/39 Erlent 14/16 Myndasögur 44 Minn staður 17 Bréf 44/45 Höfuðborgin 18 Dagbók 46/47 Akureyri 20 Staksteinar 46 Suðurnes 21 Kirkjustarf 47 Landið 20/21 Íþróttir 48/51 Daglegt líf 22/23 Fólk 52/57 Listir 24/26 Bíó 53/57 Umræðan 27/34 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is YFIR sextíu sveitarfélög alls staðar á landinu lýstu yfir áhuga á að taka þátt í byggingu samtals 101 sparkvallar í sparkvallaátaki Knattspyrnu- sambands Íslands, en umsóknarfrestur þar um er nú liðinn. KSÍ sér um að greiða kostnað við að setja gervigras á vellina en sveitarfélögin bera kostnað af því að undirbyggja þá, girða og lýsa upp. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að um- sóknirnar væru alls staðar að af landinu og um mismunandi marga velli væri að ræða eftir stærð sveitarfélaganna, allt frá einum velli í smæstu sveitarfélögunum og tveimur og jafnvel fleiri í stærri sveitarfélögum og allt upp í 16-18 velli í Reykjavík. Eggert sagði að á morgun yrðu opnuð tilboð í gervigras og þá myndi koma betur í ljós hvað hægt yrði að byggja marga velli á næstu tveimur árum, en um tveggja ára verkefni væri að ræða. „Mín von er nú sú að þetta sé verkefni sem muni halda áfram. Þeir fjármunir sem við lögðum fram í upphafi eru til tveggja ára, en ég vonast nú til að fjárveitingarvaldið sjái að það er meiri þörf út um allt land heldur en þessir peningar segja,“ sagði Eggert. 150 milljónir til ráðstöfunar Um er að ræða fé sem KSÍ fékk í afmælisgjöf vegna 50 ára afmælis Evrópska knattspyrnusam- bandsins UEFA og að auki leggja ríkissjóður og samstarfsaðilar KSÍ hönd á plóginn. Samtals eru til ráðstöfunar á þessum tveimur árum um 150 milljónir kr. Eggert sagðist vonast til að þeir fjármunir sem væru fyrir hendi nú dygðu til að leggja gervigras á fjörutíu og jafnvel fimmtíu sparkvelli. Á stjórn- arfundi í KSÍ í fyrradag hefði verið skipuð nefnd í það erfiða verkefni að fara yfir þessar umsóknir og velja úr þá sem myndu ganga fyrir. Ráðgert væri að framkvæmdir við fyrstu vellina hæfust strax í sumar þannig að þeir yrðu tilbúnir næsta haust. Samkvæmt samningi um byggingu sparkvallar skal hann vera 18x33 metrar að stærð, afgirtur og upplýstur þannig að hægt sé að nota hann árið um kring. Ekki er áskilið að völlurinn sé upphitaður en sveitarfélag getur kosið að hafa hann upphit- aðan. Eggert segist ekki í vafa um að þessir sparkvell- ir verði knattspyrnunni enn frekari lyftistöng á næstu árum. „Það verður alveg sprenging í fót- boltanum út um allt land og ég vona að við getum á einhvern hátt haldið þessu átaki áfram eftir þessi tvö ár, því þessar umsóknir núna sýna hvað þörfin er brýn víða,“ segir Eggert ennfremur. Yfir 60 sveitarfélög víða um land sóttu um 101 sparkvöll Nefnd á vegum KSÍ skipuð til að fara yfir og velja úr umsóknum KVÖLDLÓA fannst í Sandgerði sl. föstudag og er það í fyrsta sinn sem fugl þeirrar tegundar sést á Íslandi, að sögn Daníels Bergmanns fugla- ljósmyndara. Engu er líkara en hún hafi stigið dansspor í fjörunni, eða hneigt sig í virðingarskyni fyrir nýjum heimkynnum, þegar Daníel smellti af henni mynd. Kvöldlóa er bandarísk að upp- runa og nauðalík evrópskum sandlóum sem verpa hér á landi. Fuglinn vakti athygli fuglaskoðara þar sem hann var enn í vetrarbún- ingi og skar sig því úr sandlóum á staðnum sem allar voru komnar í sumarbúning. Við nánari skoðun reyndist um kvöldlóu að ræða. Það sem helst greinir kvöldlóu frá sandlóu eru fitjar á milli tánna, gulur augnhringur á fuglum í vetr- arbúningi og hvít augnrák sem sameinast hvítum bletti á enni. Einnig er hún sjónarmun smærri og fíngerðari en sandlóa og kall hennar er ólíkt. Á laugardag fannst kvöldlóan ekki aftur þrátt fyrir ít- arlega leit en á sunnudag var hún hinsvegar komin á sömu slóðir og hún sást upphaflega. Þá átti meðal annars leið um Sandgerði hópur fólks í árlegri fuglaskoðunarferð Fuglaverndarfélags Íslands og Ferðafélags Íslands og tókst leiðsögumönnum að finna fuglinn, þátttakendum til mikillar ánægju. Ljósmynd/Daníel Bergmann Kvöldlóa stígur dans í fjörunni UM það bil mánuður er í að Ís- lendingar taki að sér leiðandi hlutverk á flugvellinum í Kabúl í Afganistan og mun verulegur hluti af því fjármagni sem ætl- að er til friðargæslunnar fara í þetta verkefni. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu, segir ljóst að menn verði að halda sér innan þess fjárhagsramma sem frið- argæslunni sé settur og því þurfi menn að halda að sér höndum annars staðar þar sem verkefnið í Kabúl sé viðamikið og margir komi að því. Íslend- ingar beri þar mikla ábyrgð sem geti þýtt að menn verði „að bjarga hlutum fyrir horn“. Gunnar segir friðargæsluna áfram starfa á öðrum stöðum, s.s. á Sri Lanka og í Bosníu en færri menn verði nú t.d. í Pristina. Vegna umfangs verk- efnisins í Kabúl, sem verulegur hluti heildarfjár gangi til, sé ljóst að menn verði frekar að halda að sér höndum í öðrum verkefnum. Friðargæslan í Kabúl kostnaðarsöm Þurfa að spara á öðrum stöðum FYRSTA Fokker 50-flugvélin af þremur, sem Flugfélag Íslands hef- ur keypt af þýska flugfélaginu Lufthansa, er komin til landsins. Fokkervélarnar þrjár kosta um 350 milljónir króna og bætast í flugflota Flugfélags Íslands á þessu ári. Flugvélakaupin marka tímamót hjá fyrirtækinu að því leyti að þetta er í fyrsta skipti sem Flugfélag Íslands kaupir Fokker 50-flugvélar. Hingað til hafa vélar félagsins af þessari tegund verið teknar á leigu. Morgunblaðið/Jim Smart Fyrsti Fokkerinn kominn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.