Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Oleee, oleee, oleee. Kirkjulistahátíð á Seltjarnarnesi Jobsbók Bíblíunn- ar og þjáningin Listahátíð Seltjarn-arneskirkju hefurstaðið yfir frá 3. maí síðastliðnum. Þetta er áttunda listahátíðin sem haldin er í kirkjunni. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er efni Jobsbókar Bíblíunnar og þjáningin. Meðal nýrra dagskrár- liða að þessu sinni er um- fjöllun um kvikmyndir með hliðsjón af yfirskrift hátíðarinnar. Erla Jónsdóttir sem á sæti í listahátíðarnefnd kirkjunnar segir að dag- skrá hátíðarinnar sé fjöl- breytt að vanda. „Í dag, 12. maí kl. 20.00 verður flutt dagskrá í kirkjunni í umsjá rann- sóknarhópsins Deus ex cinema, en hópurinn hef- ur nú starfað í tæp fjögur ár og samanstendur af guðfræðingum, kvikmyndafræðingum og bók- menntafræðingum sem hafa það áhugamál að kanna tengsl kvik- mynda við efni Bíblíunnar,“ seg- ir Erla en þess má geta að tveir stofnfélagar hópsins eru einmitt meðal þeirra sem flytja erindi á dagskránni, þeir Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, sem jafn- framt er formaður listahátíðar- nefndar, og Þorkell Ágúst Ótt- arsson BA í guðfræði. Þriðja fyrirlesturinn flytur Árni Svanur Daníelsson doktors- nemi í guðfræði. Um hvað fjallar fyrirlestur Árna? „Fyrirlestur sinn nefnir Árni Svanur „Job fer til Hollywood“. Þar fjallar hann um kvikmynd Woody Allen „Hollywood End- ing“ frá 2002. Myndin fjallar um kvikmynda- leikstjóra sem líkir sér við Job. Í fyrirlestrinum mun Árni Svanur einnig fjalla um hvernig Woody Allen bregst við spurn- ingunni um bölið.“ Erla bætir því við að Gunn- laugur Jónsson muni fjalla um kvikmynd Daniel Taplizt frá árinu 1995, Commandments. „Gunnlaugur nefnir fyrirlestur sinn Munurinn á óheppni og hendi Guðs, notkun Jobsbókar í kvikmyndinni „Commands- ments“. Myndin er gerð af leikstjór- anum Daniel Taplizt árið 1995 og fjallar um mann Seth að nafni sem eins og Job í Jobsbók telur sig hafa breytt eins og réttlátur og guðhræddur maður. Engu að síður verður hann fyrir hremmingum á sama hátt og Job. Hvert áfallið af öðru dynur yfir Seth, hann missir konu sína, hús hans eyðileggst við eldingu o.s.frv. Þar kemur að hann gerir uppreisn gegn Guði og ákveður að brjóta markvisst öll boðorð hans. Hér er unnið á mjög áhugaverðan hátt með efni úr Jobsbók og raunar koma fleiri rit Gamla testamentisins við sögu. Þorkell Ágúst Ótt- arsson fjallar um kvikmyndina Jude (1996). Þorkell ætlar að skoða hvernig Jobsbók glímir við spurninguna um það hvort Job var saklaus eða synd- ugur, var Guði rétt að láta hann ganga í gegnum allrar þær þján- ingar sem bókin lýsir? Sama við- fangsefnið, þ.e.a.s eru þær þrengingar og þeir erfiðleikar sem Jude þarf að þola í kvik- myndinni vegna syndugs lífs hans eða ekki,“ segir Erla og bendir á að sýndir verði kaflar úr þessum kvikmyndum við fyr- irlestrana. Að mati Erlu eru myndverk Einars Hákonarsonar eitt af af aðalatriðum listahátíðarinnar. „Sýning á myndverkum Ein- ars Hákonarsonar listamanns sem opnuð var við setningu há- tíðarinnar 3. maí er eitt af aðal- atriðum listahátíðarinnar. Mynd- verkin eru m.a. unnin út frá þeim áhrifum sem Jobsbók og efni hennar um þjáninguna hafði á listamanninn við gerð verk- anna auk sterkra áhrifa sem hann varð fyrir við heimsókn í útrýmingbúðir nasista á náms- árum sínum. Sýningin hefur vak- ið verðskuldaða athygli og verð- ur hún opin a.m.k. til 23. maí nk.“ Hvenær lýkur listahátíðinni? „Listahátíðinni sjálfri lýkur formlega sunnudaginn 16. maí kl.17.00 með tónleikum í kirkj- unni. Þar mun sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna og kammer- kór Seltjarnarneskirkju flytja vandaða og spennandi efnisskrá eftir tékkneska tónskáldið Ant- onín Dvorák (1841–1904) í tilefni af því að nú eru 100 ár liðin frá andláti hans. Flutt verða tvö verka hans, „Te Deum Op. 103“ þar sem einsöngvarar með kammerkórnum verða þau Anna Jónsdóttir sópran og Hugi Jónsson bassi. Þá verður þekkt- asta sinfónía Dvorák, Sinfónía Op. 95, „Frá Nýja heiminum“ flutt í fyrsta skipti hér á landi. Hljómsveitar- stjóri er Pavel Manasek, kór- stjóri Viera Manasek. Þau hjónin eru tékknesk en hafa þrátt fyrir ungan aldur starfað um langt árabil hér á landi og unnið bæði mikið og gott starf bæði við Seltjarnar- neskirkju og annars staðar,“ segir Erla Jónsdóttir. Erla Jónsdóttir  Erla Jónsdóttir er fædd í Reykjavík 14. maí 1944 og lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Há- skóla Íslands í janúar 1971. Starfaði í Sakadómi Reykjavíkur fram til 1978 er hún varð deild- arstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sem tók til starfa það ár. Hæstaréttarritari frá 1986 til 1998. Hæstaréttarlögmaður í september 1998. Hefur setið í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju í 14 ár, ritari sóknarnefndar frá 1994 og setið í framkvæmda- nefnd kirkjunnar síðan. Hún hef- ur átt sæti í listahátíðarnefnd kirkjunnar síðustu fjórar hátíðir. Erla á 4 börn og 3 barnabörn. Myndverk Einars Hákon- arsonar eitt af aðalatriðum hátíðarinnar ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, sat í byrjun vikunnar stjórnarfund samtakanna Special Olympics, sem haldinn var í Mexíkóborg. Um leið átti forsetinn fundi með forystumönnum í at- vinnulífi og stjórnmálum í Mexíkó. Ólafi Ragnari var nýlega boðið að taka sæti í stjórninni og var þetta hans fyrsti fundur. Samtökin eru talin með öflugustu mannúðar- og íþróttahreyfingar í heiminum, að því er segir í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands, og skipuleggja m.a. Heimsleika þroskaheftra og seinfærra í nafni Special Olympics. Frá Mexíkó flýgur Ólafur Ragnar til Kaup- mannahafnar, með viðkomu í Par- ís, til að vera viðstaddur fyrir Ís- lands hönd konunglegt brúðkaup Friðriks krónprins Danmerkur og Maríu Elísabetar Donaldson prins- essu á föstudag. Sat stjórnarfund Special Olympics

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.