Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum Stærðir 42-60 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur fást í 4 lengdum LOKAÐ Í DAG vegna endurbóta á húsnæði Mjódd, sími 557 5900 Vordagar í Fröken Júlíu Nýkomnir Channeljakkar 3 litir, flauelisjakkar 6 litir og einnig hörjakkar í mörgum litum. Frábær tilboð í gangi. Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is Bikiní í stærðum 75-90 b, c og 46-56 Verð frá 5.500 Sumargallar Inni- og útigallar fyrir dömur á öllum aldri Ný sending Sími 568 5170 BALDUR Ágústsson, gjarnan kenndur við öryggisfyrirtækið Vara, tilkynnti með formleg- um hætti um framboð sitt til embættis forseta Íslands, á blaðamannafundi sem hann hélt á Hótel Holti í gær. „Þetta hefur ekki verið auð- veld ákvörðun en þegar sam- an lagðist utanaðkomandi hvatning, brennandi áhugi minn á íslenskum þjóðmálum og sterkar taugar til alls sem íslenskt er ákvað ég að fara fram,“ sagði Baldur. Baldur Ágústsson er 59 ára gamall Reykvíkingur. Hann lærði flugumferðarstjórn og starfaði hjá Flugmálastjórn í tvo áratugi, stofnaði og rak síðan í aldarfjórðung fyrstu íslensku öryggisþjónustuna, Vara, en hefur hin síðari ár stundað fasteignaviðskipti í Lundúnum. Kona Baldurs er Jean Plummer. Baldur sagði að sem forseti vildi hann vera ópólitískt sameiningar- tákn sem ekki þyrfti að standa styr um. „Skýr mörk þurfa að vera á milli verksviðs stjórnmálamanna og verksviðs forseta Íslands. Ég hef aldrei verið í neinum stjórnmála- flokki með fullri virðingu fyrir þeim öllum. Ég hef jafnan reynt að meta hvert mál af heilbrigðri skynsemi, þjóðarhag og því sem mitt íslenska hjarta segir mér. [–] Sem for- seti mun ég endurheimta virð- ingu forsetaembættisins. Ég mun ekki eiga skoðanaskipti við stjórnmálamenn og emb- ættismenn opinberlega og þeir ekki við mig. [–] Eins og fram hefur komið í nýlegri Morgunblaðsgrein eftir mig tel ég nauðsynlegt að á for- setastóli sitji hlutlaus, ópóli- tískur maður,“ sagði Baldur. Fundahöld víða um land Baldur sagðist myndu kynna framboð sitt með fund- arhöldum víða um land, opnun kosningaskrifstofu í gamla DV-húsinu við Þverholt og með ítarlegum vef, www.landsmal.is sem verði gerður virkur á næstu dögum. Þá sagði Baldur söfnun meðmæl- enda vera í fullum gangi. Þá tók Baldur fram að þótt kosningabar- átta kostaði mikið fé hefði hann ákveðið að sækjast ekki eftir styrkj- um frá fyrirtækjum eða stjórnmála- flokkum. Baldur Ágústsson tilkynnir framboð til embættis forseta Forsetinn verði ópóli- tískt sameiningartákn Morgunblaðið/Golli Baldur og eiginkona hans, Jean Plummer. DR. Katalin Szili, forseti ungverska þingsins, er stödd hér í opinberri heimsókn í boði Halldórs Blöndals, forseta Alþingis. Í gær heimsótti hún Alþingi og átti fund með Hall- dóri Blöndal, sem og með formönn- um þingflokkanna. Þá fylgdist hún með þingfundi af þingpöllum. Ungverski þingforsetinn fundaði einnig með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra og snæddi hádeg- isverð með fulltrúum utanrík- ismálanefndar Alþingis. Síðdegis átti hún fund með Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra og með Siv Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra. Í gærkvöldi bauð Hall- dór Blöndal til kvöldverðar í Ráð- herrabústaðnum. Á morgun fer dr. Katalin Szili til Þingvalla, Nesjavalla og fleiri staða á Suðurlandi. Eiginmaður hennar, Miklós Molár, er með henni í för, sem og tveir þingmenn af ung- verska þinginu og embættismenn. Heimsókninni lýkur á fimmtudag. Morgunblaðið/Golli Dr. Katalin Szili ásamt Sólveigu Pétursdóttur, formanni utanríkismála- nefndar, við upphaf hádegisverðar í boði nefndarinnar. Forseti ungverska þingsins í heimsókn Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Bómullar-, satín- og silkidamask-sett í úrvali UMHVERFISNEFND Alþingis leggur til að umdeilt bráðabirgða- ákvæði verði fellt brott úr frum- varpi til laga um verndun Mý- vatns og Laxár í Suður-Þingeyjar- sýslu. Í áliti nefndarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í vikunni, segir að frá því frumvarpið var lagt fram á Alþingi hafi orðið miklar deilur um bráðabirgða- ákvæðið, en ákvæðið heimilar hækkun á núverandi stíflu við Laxárvirkjun að undangengnum ákveðnum skilyrðum. Í áliti nefndarinnar segir: „2. apríl sl. barst formanni nefndar- innar [Sigríði Önnu Þórðardóttur] bréf undirritað af forstjóra Lands- virkjunar og formanni stjórnar Landeigendafélags Laxár og Mý- vatns. Farsæl niðurstaða Í bréfinu kom fram sameiginleg ósk þeirra um að ákvæði til bráða- birgða III yrði fellt brott úr frum- varpinu. Telur nefndin rétt að verða við þessari ósk og leggur til að ákvæði til bráðabirgða III verði fellt brott. Nefndin bindur vonir við að farsæl niðurstaða verði á þessu máli.“ Leggur nefndin ekki til aðrar breytingar á frumvarpinu en þær að lögin, verði frumvarpið samþykkt, öðlist gildi 1. október 2004. Fram kemur að allir nefnd- armenn séu samþykkir nefndar- álitinu, en Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, skrifar þó und- ir álitið með fyrirvara. Fyrirvarinn lýtur m.a. að því að verndaráætlun fyrir þau svæði sem frumvarpið tekur til verði tilbúin við gildis- töku laganna. Umhverfisnefnd vill að bráða- birgðaákvæðið falli brott AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna, FÍA, undirritaði í fyrra- dag nýjan kjarasamning við Flugleiðir. Samningurinn gildir til loka ársins 2007 og eru launa- hækkanir þær sömu og samið hefur verið um á almennum markaði til þessa. Að auki er samið um nokkur hagræðingar- atriði, sem bæði flugmenn og fyrirtækið njóta. Segir á vef FÍA að ráðgert sé að kynna samning- inn fyrir flugmönnum félagsins á næstu dögum og að hefja at- kvæðagreiðslu. Samninganefndir FÍA og Flugleiða mættu í húsakynni rík- issáttasemjara kl. 10 á mánu- dagsmorgun og var skrifað undir samninginn um kvöldið. Stíft var fundað í síðustu viku en hlé gert á samningum um helgina. Flugmenn semja við Flugleiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.