Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 14
ERLENT
14 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EIN kvennanna, sem haldið
hefur verið í fangelsum Banda-
ríkjahers í Írak, sagði lögfræð-
ingi sínum að hún hefði verið
neydd til að afklæða sig fyrir
framan karlkyns fangaverði.
Önnur kona fékkst að lokum til
að lýsa því hvernig bandarískir
hermenn nauðguðu henni. Frá-
sögnin fékk svo á hana að það
leið yfir hana.
Í skýrslu Bandaríkjahers um
illa meðferð á íröskum föngum
kemur meðal annars fram að
einn fangavarðanna misþyrmdi
kvenfanga kynferðislega. Tals-
maður bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins sagði í fyrradag
að það hefði fengið 1.200 óbirtar
myndir sem sýndu misþyrm-
ingar og niðurlægjandi meðferð
á föngum, m.a. „ósæmilega kyn-
ferðislega hegðun“.
„Eins og dauðadómur“
Ekki er vitað hversu mörgum
konum hefur verið nauðgað í
fangelsunum í Írak en margir
Írakar telja að nauðganirnar
hafi verið mjög algengar.
Í íslamska heiminum er kona
oft álitin hafa leitt smán yfir
fjölskyldu sína hafi henni verið
nauðgað. Konurnar standa því
frammi fyrir höfnun, útskúfun
eða jafnvel dauða þegar þær
eru leystar úr haldi. Í mörgum
tilvikum hafa ættingjar fórnar-
lamba nauðgana drepið konurn-
ar í því skyni að bjarga heiðri
fjölskyldunnar.
„Þetta er eins og dauðadóm-
ur,“ sagði Mohammed Bashar
Faydi, klerkur í stærstu mosku
súnníta í Bagdad.
Fáar kvennanna í Abu
Ghraib og öðrum fangelsum
Bandaríkjahers í Írak hafa vilj-
að lýsa reynslu sinni. Lögfræð-
ingar þeirra lækka röddina þeg-
ar nauðgun ber á góma.
Hópur lögfræðinga fékk að
tala við níu konur í írösku fang-
elsi í mars og fjórar þeirra
höfðu ekki verið ákærðar.
„Konurnar voru niðurbrotn-
ar. Þær brustu í grát,“ sagði
einn lögfræðinganna, Sahra
Janabi.
Aðeins einn fanganna, mið-
aldra kona, þorði að lýsa
reynslu sinni og sagði að sér
væri sama þótt verðirnir refs-
uðu henni. Hún sagði lögfræð-
ingunum að hún hefði verið
neydd til að afklæða sig fyrir
framan fangaverðina og Íraka,
sem túlkaði samtalið, fannst
hegðun varðanna svo svívirðileg
að hann fór hjá sér og sneri sér
undan.
Annar lögfræðingur, Amul
Swadi, sagði að liðið hefði yfir
eina kvennanna eftir að hún
lýsti því hvernig bandarískir
hermenn nauðguðu henni og
stungu hana með hnífi.
Geta ekki sagt frá
Fimm konur, sem hafa verið
látnar lausar, hafa sagt lög-
fræðingum sínum að þær hafi
sætt barsmíðum. Þær sögðu
hins vegar ekki að þeim hefði
verið nauðgað.
„Þær skömmuðust sín voða-
lega,“ sagði Janabi. „Þær
sögðu: við getum ekki sagt ykk-
ur þetta. Við eigum fjölskyldur.
Við getum ekki talað um það
sem gerðist.“
Lögfræðingarnir sögðu að
margar kvennanna í fangelsun-
um væru eiginkonur eða skyld-
menni háttsettra embættis-
manna flokks Saddams Huss-
eins, fyrrverandi leiðtoga Íraks,
eða meintra uppreisnarmanna.
Skömm
bíður
kven-
fanganna
Bagdad. Los Angeles Times.
EKKI komu fram neinar vísbend-
ingar um að bandarískir fangaverð-
ir hefðu fengið fyrirmæli um að
misþyrma föngum í Írak og nið-
urlægja þá, að sögn bandaríska
undirhershöfðingjans Antonios
Taguba, sem stjórnaði fyrstu rann-
sókninni á málinu í janúar. Hann
segir hins vegar foringja herlög-
reglunnar hafa brugðist.
„Við fundum engar vísbendingar
um að þetta hafi verið stefna eða að
hermennirnir hafi fengið bein fyr-
irmæli um að hegða sér eins og
þeir gerðu,“ sagði Taguba þegar
hann kom fyrir hermálanefnd öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings í gær.
„Ég tel að þeir hafi sjálfir viljað
gera þetta,“ bætti Taguba við og
kvaðst telja að fangaverðirnir hefðu
unnið með nokkrum lágt settum
foringjum í leyniþjónustu hersins
sem hefðu annast yfirheyrslur í
fangelsunum. „Við fundum alls eng-
in fyrirmæli, hvorki skriflegar né
aðrar skipanir, um að gera það sem
þeir gerðu.“
„Agaleysi, engin þjálfun
og ekkert eftirlit“
Þegar Taguba var spurður
hvernig þetta hefði getað gerst
svaraði hann að yfirmenn herlög-
reglunnar, stórfylkisforinginn Janis
Karpinski og lægra settir foringjar,
hefðu brugðist. Meginástæður
hneykslismálsins væru „agaleysi,
alls engin þjálfun og ekkert eftirlit“
með fangavörðunum.
Janis Karpinski var leyst frá
störfum þar til rannsókn málsins
lyki og hún hefur þegar verið
áminnt skriflega. Karpinski hefur
sagt að hún hafi ekki mátt fara inn
í þá deild fangelsins, þar sem fang-
arnir sættu illri meðferð, en Tag-
uba kvaðst eiga „erfitt með að trúa
því“.
Hann útilokaði ekki þann mögu-
leika að menn í bandarísku leyni-
þjónustunni, CIA og málaliðar á
vegum varnarmálaráðuneytisins
ættu sök á hneykslismálinu.
Sex herlögreglumenn hafa verið
ákærðir vegna málsins og Taguba
lagði áherslu á að athæfi fárra
manna hefði komið óorði á allt her-
námsliðið. „Þegar öllu er á botninn
hvolft þá tóku nokkrir hermenn sig
saman um að misþyrma föngum og
öðrum óbreyttum borgurum og
beita þá svívirðilegu ofbeldi í trássi
við alþjóðalög og Genfarsáttmál-
ann. … Þetta grefur undan orð-
spori þjóðar okkar og þeirra her-
manna sem eru tilbúnir að fórna lífi
sínu til að vernda frelsi okkar.“
Í máli Taguba kom fram að mis-
þyrmingarnar á föngunum áttu sér
stað frá október í fyrra til janúar
þegar rannsókn málsins hófst.
Hann sagði að engir „hryðjuverka-
menn“ hefðu verið á meðal fang-
anna.
Ágreiningur kom upp milli Tag-
uba og Stephens Cambone, aðstoð-
arvarnarmálaráðherra, sem fer
með málefni leyniþjónustu hersins
og kom einnig fyrir þingnefndina.
Taguba sagði að leyniþjónusta
hersins hefði tekið við stjórn Abu
Ghraib-fangelsisins, þar sem föng-
unum var misþyrmt. Cambone
sagði hins vegar að þetta væri
rangt því fangelsið hefði alltaf verið
undir stjórn herlögreglunnar. Tag-
uba sagði ennfremur að það bryti í
bága við reglur hersins að leyni-
þjónustumenn fengju herlögreglu-
menn til samstarfs við sig í því
skyni að fá fanga til að veita upp-
lýsingar. Cambone sagði hins vegar
að það væri eðlilegt að leyniþjón-
ustumenn og herlögreglumenn
ynnu saman.
Þeir voru þó sammála um að her-
mennirnir í Írak hefðu fengið fyr-
irmæli um að virða Genfarsáttmál-
ann sem kveður á um að komið sé
fram við fanga á mannúðlegan hátt.
Herforingi sem rannsakaði fangamálið í Írak kemur fyrir þingnefnd
Segir foringja fanga-
varðanna hafa brugðist
Telur ekkert benda til þess að vörðum hafi verið skipað að niðurlægja fanga
Washington. AFP, AP.
AP
Undirhershöfðinginn Antonio Taguba (t.h.) býr sig undir að bera vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Með hon-
um eru annar bandarískur herforingi, Kance L. Smith (t.v.), og Stephen Cambone aðstoðarvarnarmálaráðherra.
ÁHYGGJUR af því að fangamis-
þyrmingarhneykslið grafi alvarlega
undan utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna eru orðnar
útbreiddar
meðal embættis-
manna banda-
ríska utanrík-
isráðuneytisins.
„Ég reikna með
því versta,“ var
haft eftir ónafn-
greindum full-
trúa í ráðuneyt-
inu í The Los
Angeles Times. Hann byggist við því
að þjóðþing allra þeirra landa sem
ættu hermenn í Írak myndu krefjast
þess að farið yrði í saumana á því
hvað þeirra menn hefðu aðhafzt þar,
einkum og sér í lagi í fangels-
ismálum. „Og sumar ríkisstjórnir
[bandalagsríkjanna] munu segja:
„Þetta er meira vesen en við getum
staðið í.“ Brátt verður bandalag
hinna viljugu orðið bandalag hinna
örvæntingarfullu og ráðalausu,“
sagði embættismaðurinn.
Að slík svartsýni sé farin að breið-
ast út meðal bandarískra stjórnarer-
indreka þykir til merkis um þá al-
varlegu stöðu sem fangamálið hefur
komið ríkisstjórn George W. Bush
forseta í; að tryggja betri stuðning
alþjóðasamfélagsins skipti sköpum
fyrir áform hennar í Írak, en
hneykslið vegna fangamisþyrming-
anna, sem eflaust eigi eftir að versna
enn, hafi gert erfitt verkefni miklum
mun erfiðara viðfangs.
„Það er engin spurning að þessar
myndir…hafa gert starf okkar
miklu erfiðara,“ sagði Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í
viðtali við AFP-fréttastofuna á
föstudag. „Þessar myndir grafa
mjög undan því sem við erum að
reyna að gera í nafni utanríkisstefnu
Bandaríkjanna,“ sagði hann; þetta
ætti ekki sízt við um viðleitnina til að
koma friðarviðræðum milli Ísraela
og Palestínumanna aftur á rekspöl.
Í þeim tilgangi að afla meiri al-
þjóðlegs stuðnings hyggst Banda-
ríkjastjórn leita eftir því að Samein-
uðu þjóðirnar samþykki nýja
ályktun um valdaframsal í hendur
nýrri bráðabirgðastjórn Íraka um
mánaðamótin júní-júlí. Og fangamis-
þyrmingahneykslið „hjálpar málstað
okkar sannarlega ekki,“ sagði Pow-
ell. „Þess vegna erum við að eyða
svo miklu púðri í að segja heiminum
að við eigum ekki að missa sjónar á
því sem nauðsynlega verður að kom-
ast í verk í Írak.“
Áður hafði Richard L. Armitage
aðstoðarutanríkisráðherra sagt að
myndirnar af misþyrmingum á föng-
um í bandarískum herfangelsum í
Írak hefðu þegar valdið Bandaríkj-
unum miklum álitshnekki, einkum
og sér í lagi í Evrópulöndum.
Leiðtogafundur araba próf-
raun á hve skaðinn er mikill
Bandaríska utanríkisþjónustan er
nú tilknúin að helga megnið af sínum
kröftum í að reyna að lágmarka
skaðann, en það kemur henni mjög
illa eins og sakir standa. Áður en
hneykslið upphófst er myndirnar af
fangamisþyrmingunum voru birtar
á bandarískri sjónvarpsstöð í lok
apríl átti utanríkisþjónustan í fullu
fangi með að lægja öldurnar eftir að
Bush forseti gaf Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, skriflegt vil-
yrði fyrir stuðningi við að í framtíð-
arfriðarsamningi við Palestínumenn
yrði Ísraelum heimilað að innlima
vissa hluta hernumdu svæðanna á
Vesturbakkanum.
Þetta vilyrði, sem var túlkað sem
róttæk stefnubreyting, reitti leið-
toga Palestínumanna og arabalanda
til reiði; þeir sögðu þetta eyðileggja
trúverðugleika Bandaríkjamanna
sem sáttasemjara í deilunni.
Fyrsta raunverulega prófraunin á
það hversu skaðlegt fangamálið á
eftir að reynast verður þegar leið-
togar aðildarríkja Arababandalags-
ins koma saman næstkomandi laug-
ardag, 15. maí. Bandarískir
ráðamenn vonast til að á þessum
fundi hljóti áætlun þeirra um um-
bætur í lýðræðisátt í Mið-Aust-
urlöndum hljómgrunn.
Það sem nauðsynlegast er að ger-
ist, að sögn ónafngreinda heimildar-
mannsins í utanríkisráðuneytinu í
Washington, er að „eitthvað leiðrétt-
andi og afgerandi“ verði gert til að
sýna og sanna að Bandaríkjastjórn
sé alvara með að ætla að uppræta
misbeitingu valds af hálfu banda-
rískra hermanna í Írak.
Meðal slíkra aðgerða sem til um-
ræðu hafa komið er að rífa til grunna
Abu Ghraib-fangelsið í Bagdad, sem
var alræmt tákn stjórnarhátta Sadd-
ams Husseins áður en bandaríska
hernámsliðið tók það í notkun. Einn-
ig hefur verið rætt að bjóða fulltrú-
um mannréttindasamtaka betri að-
gang til eftirlits með fangelsismálum
hernámsliðsins.
Bandaríska utanríkisþjónustan uggandi
Óttast upplausn í „bandalagi hinna viljugu“ vegna fangamálsins í Írak
Washington. Los Angeles Times.
Colin Powell