Morgunblaðið - 12.05.2004, Síða 17
Vinsælasti sumarleyfisstaður Ítalíu. Glæsileg ströndin teygir sig kíló-
metrum saman eftir fallegri strandlengjunni og hér er að finna ótrú-
lega stemmningu yfir sumartímann, þar sem bærinn iðar af mannlífi,
jafnt daga sem nætur, af innlendum sem erlendum ferðamönnum,
sem koma hingað til að njóta hins
besta sem sumardvöl á Ítalíu hefur
að bjóða.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð frá kr. 29.895
Stökktu tilboð, m.v. hjón með 2 börn,
2–11 ára, vikuferð, 27. maí.
Verð frá kr. 39.990
Stökktu tilboð, m.v. 2 í íbúð/stúdíó,
vikuferð, 27. maí.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu sætin í maí
Hvítasunnan á
Rimini
27. maí
frá kr. 29.895
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Stúlkur fermdar eftir langt hlé | Það
er ótrúlegt að greina frá því, að í heil átta
ár fæddust engin stúlkubörn í Grímsey.
Þar af leiðandi var engin stúlka fermd.
Þetta árið varð heldur betur breyting á.
Séra Magnús G. Gunnarsson Dalvík-
urprestur fermdi þetta vorið í Miðgarða-
kirkju þrjár stúlkur.
Fermingardagurinn rann upp – íslenski
fáninn dreginn að húni á flestum bæjum –
gleði í lofti þrátt fyrir þokudrunga. Prest-
urinn okkar séra Magnús lagði út af því,
hvers vegna við ættum að elska Guð. En
drottinn segir að með eilífri ást, elski hann
okkur. Skilyrðislaust, rétt eins og ást á
milli móður og barns er án skilyrða. Séra
Magnús sagði líka að gjöf Guðs til okkar
væri að sýna kærleika – fórnfýsi og lang-
lundargeð til að geta lifað í góðu samfélagi
hvert við annað. Og aldrei mættum við
gleymi gleðinni sem væri svo mikilvægur
þáttur í lífi okkar. Skólabróðir stúlknanna
Garðar Alfreðsson, spilaði á gítar „Í
bljúgri bæn“ og klöppuðu kirkjugestir
innilega.
Eftir athöfnina var þokan á burt og sól-
in skein rétt eins og eftir pöntun. Það
voru brosandi, hamingjusamar ferming-
arstúlkur sem héldu í félagsheimilið Múla,
með prúðbúnum gestum sínum, mörgum
langt að komnum, þar sem glæsilegt sam-
eiginlegt veisluborðið beið. Því það er
venja í Grímsey að fjölskyldur ferming-
arbarna haldi eina veislu, hvað sem ferm-
ingarbörnin eru mörg.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Burtfarartónleikar | Anna Lilja Torfa-
dóttir og Helga Guðlaugsdóttir munu ljúka
8. stigi í söng frá Tónlistarskóla Rangæinga
í vor. Anna Lilja er leikskólastjóri á Hellu,
ættuð úr Garðabænum. Helga er bóndi á
Skeiðunum og uppalin þar. Þær fyrirhuga
að halda burtfarartónleika föstudaginn 14.
maí kl. 20.30 á Heimalandi í Rangárþingi
eystra.
Með þeim verður Halldór Óskarsson sem
spilar á píanó og einnig mun syngja með
þeim Sigríður Viðarsdóttir sem er að ljúka
7. stigi. Þar sem Helga er Árnesingur ætla
þær stöllur ennig að halda tónleika í Árnesi
í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag, mið-
vikudag, kl. 20.30. Á efnisskránni eru söng-
lög eftir Purcell, Grieg, Schubert o.fl., einn-
ig óperuaríur eftir Mozart.
Drangeyjarfélagið ogBúálfar á Hólumstanda fyrir bjarg-
sigi í Drangey á Skagafirði
helgina 22. og 23. maí.
Þá munu eyjarmenn
bjóða gestum og gangandi
að fylgjast með vinnu-
brögðum við sigið og einnig
vera með leiðsögn um eyna
þar sem fólki yrðu kynntar
nytjar þær sem Skagfirð-
ingar hafa haft af henni í
aldanna rás. Þá verður og
siglt umhverfis eyna og
fólk frætt um helstu sögu-
staði og örnefni.
Af þessu tilefni verður
boðið upp á ferðir til
Drangeyjar gegn vægu
gjaldi. Þeir sem áhuga hafa
á að „fara fram“, eins og
sagt er um ferðir til Drang-
eyjar á vorin, þurfa að til-
kynna þátttöku í síma eða
tölvupósti fyrir 20. maí til
Sólrúnar Harðardóttur á
Hólum í Hjaltadal, Stein-
ars Péturssonar á Sauð-
árkróki eða til Kristjáns
Eiríkssonar, í Reykjavík.
Bjargsig
Björn Ingólfsson varðsextugur á dög-unum og fór að
hugleiða stöðu sína, kom-
inn á nýjan tug:
Víst er ég annar en var ég fyrst,
við þetta glaður skal þó una.
Ég hef svosem ekki mikið misst
nema minnið og vitið og náttúruna.
Á þessu ári eru einnig liðin
60 ár frá fæðingu Ragnars
Inga Aðalsteinssonar frá
Vaðbrekku og gaf hann af
því tilefni út vísnaúrvalið
„Ekki orð af viti“. Þar er
vísa sem hann orti í gesta-
bók foreldra sinna eftir að
hafa verið fjarri föður-
húsum um skeið:
Austur og vestur útþrá dró,
áfram er best að sveima.
Hér þáði ég nesti og nýja skó
og nú er ég gestur heima.
Ragnar Ingi er einn fárra
sem hafa orðið fyrir þeirri
reynslu að giftast systrum.
Þegar hann var nýlega
kominn í hnapphelduna
með seinni systurinni sendi
hann tengdamóður sinni
vísu á jólakorti:
Aldrei hefur það átt við mig
að eltast við giftar konur.
En tryggðin við þig er söm við sig,
seint mun ég yfirgefa þig.
Þinn tvöfaldi tengdasonur.
Gestur heima
pebl@mbl.is
Fagridalur | Krakkarnir draga
fram hjól og kassabíla og alls-
konar leiktæki á vorin, tæki sem
staðið hafa í geymslum yfir vet-
urinn. Þessir hressu krakkar í
Vík í Mýrdal, Hlynur Guð-
mundsson, Guðmundur Haralds-
son og sitjandi í bílnum Eygló
Guðmundsdóttir, voru að leggja
kassabílnum við Víkurskála.
Ökutæki þeirra er að hluta til
smíðað úr gömlum barnavagni.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kassabíl lagt í stæði
Vor
YFIR tvö hundruð manns tóku þátt í flug-
slysaæfingu á Ísafirði um helgina, þar sem
árekstur Cessnu og Fokker-vélar var sett-
ur á svið og viðbrögð æfð. Brennandi bíl-
flökum var komið fyrir víða um flugbraut-
ina á Ísafirði og leitað að flaki Cessnunnar,
sem átti að hafa skollið í sjóinn. Sjötíu Vest-
firðingar brugðu sér í hlutverk sjúklinga.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumað-
ur á Ísafirði, segir að tilgangur æfingarinn-
ar hafi verið tvíþættur, annars vegar að æfa
nýja flugslysaáætlun fyrir Ísafjarðarflug-
völl og hins vegar að þjálfa viðbragðsaðila.
Hún segir að æfingin hafi gengið mjög vel
en hnökrar hafi komið í ljós sem nú verði
unnið í að bæta. Of margir hafi notað sömu
talstöðvarrás, þá hafi upplýsingastreymi
milli aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar
og skráning ekki verið sem skyldi.
„Á móti kemur að samstarf allra aðila
tókst mjög vel, boðunin tókst 100%, sem er
mjög sjaldgæft, og margt gekk mjög vel
upp. T.d. tók mjög skamman tíma að ná
fólki af brautinni,“ segir Sigríður Björk, en
61 „sjúklingur“ var á flugbrautinni þegar
æfingin hófst. „Við vorum auðvitað að
þessu til að finna út hvort það væri eitthvað
sem við þyrftum að laga og það er nátt-
úrulega alltaf þannig.“ Í framhaldinu verð-
ur búin til skýrsla um æfinguna og fleiri æf-
ingar haldnar.
„Þetta er gríðarlega mikils virði, því
vandinn er ekki viðbragðsaðilarnir sem
slíkir. Þeir standa sig allir. Ég veit að
sjúkrahúsið er öflugt, ég veit að björgunar-
sveitirnar eru öflugar, lögreglan og
slökkviliðið og Rauði krossinn. Þetta er allt
saman mjög öflugt fólk. Það sem við vorum
að æfa er hvernig allir vinna saman undir
álagi, það er samvinnan og kerfið sem við
vinnum eftir, sem er kallað SÁBF-kerfið,
eða Stjórnun, áætlanir, bjargir, fram-
kvæmdir. Nú er verið að keyra eftir kerfi
þar sem allir tala sama tungumálið,“ segir
hún.
Hnökrar sem
verða bættir
komu í ljós
Morgunblaðið/Birgir Þór
Grindavík | Þessa dagana
snýst lífið í Grindavík mik-
ið um bolta, ekki síst golf-
bolta og fótbolta. Golfarar
eru komnir af stað og
héldu sitt annað mót á
sunnudag. Sólin skein í
heiði og völlurinn góður.
Eftir hádegið hófu
knattspyrnumenn Grinda-
víkur og Fram í meist-
araflokki að sparka tuðr-
unni og voru gestirnir
sterkari í þetta sinn höfðu
sigur 4-2. Á svipuðum
tíma voru krakkar í
5.flokki KFR í heimsókn
hjá Grindvíkingum og
spiluðu fótbolta í blíðunni.
Til að fullnýta daginn
mættu síðan Haukastúlk-
ur í þriðja flokki og
spiluðu knattspyrnu við
heimasæturnar.
Grindvíkingar voru líka
duglegir að mæta í sund
þennan sunnudag enda
veðrið vel til þess fallið og
víða voru heimamenn í
stórræðum í garðinum.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Boltinn rúllar