Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 20
AKUREYRI
20 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Selfoss | Mikil uppbygging er áformuð á
Syðri-Brú í Grímsnesi. Steinar Árnason at-
hafnamaður frá Selfossi hefur keypt jörð-
ina, sem er 400 hektarar, og er hann búinn
að skipuleggja 150 lönd fyrir sumarhús og
er hvert sumarhúsaland 1–3 hektarar að
stærð. Hluti af landi Syðri-Brúar liggur að
Soginu neðan Ljósafossstöðvar og síðan
upp í hlíðar Búrfells. Um er að ræða mjög
fallegt umhverfi með ríka tilbreytingu í
landslaginu eins og víða er í Grímsnesinu.
„Í skipulagningu þessara sumarhúsa-
landa höfum við leitast við að hafa litla
læki í hverri lóð en mikið er um læki og
sprænur í landinu niður undan Búrfelli. Ég
sé mikla möguleika til uppbyggingar
hérna, sérstaklega þegar komið er heitt
vatn hingað og ljósleiðari,“ segir Steinar
en ásamt því að hafa skipulagt landið hef-
ur hann þegar hafið endurnýjun húsa á
jörðinni með því að breyta útihúsum og
lagfæra íbúðarhús.
Sumarhús í fjárhúsinu
Í einu útihúsanna hefur hann komið upp
aðstöðu til þess að byggja 92 fermetra
heilsárshús. Hvert hús verður smíðað inni í
fjárhúsinu og síðan dregið út á sleða, sett
á flutningavagn og flutt á sína lóð. „Þetta
verða stærri hús og meira í þau lagt en
venjulega er gert. Svo verðum við með bú-
staði til leigu og ætlum að bjóða upp á
skoðunarferðir um nágrennið, fjór-
hjólaferðir á Búrfell og vélsleðaferðir á
Langjökul og síðan veiði og hefðbundnar
ferðir að Gullfossi og Geysi,“ segir Stein-
ar.
Hann áformar einnig að setja upp fisk-
eldi í sleppitjörnum og auka þannig veið-
ina fyrir landi Syðri-Brúar í Soginu, en í
landinu eru lækir sem renna í Sogið og á
haustin kemur laxinn í þessa læki til
hrygningar.
Gallerí í gömlu sjoppuna
Leiðin upp Grímsnes um Ljósafosshlöðin
er mjög fjölfarin og margir kannast við
gömlu sjoppuna sem stendur við veginn.
Steinar og hans fólk áforma að setja upp
gallerí í sjoppunni með íslensku handverki.
Síðan verður komið fyrir nýrri þjónustu-
miðstöð aðeins ofar í landinu með aðstöðu
fyrir tjaldgesti, hjólhýsi, tjaldvagna og
fellihýsi.
Í næsta nágrenni er síðan Ljósafosslaug
og níu holu golfvöllur handan við veginn.
„Þetta er mikið land með mikla möguleika.
Ég sé fyrir mér mikla frístundabyggð og
afþreyingu fyrir þá sem hér eru í bústöð-
um og aðra sem leið eiga um. Þetta er
einn valkosturinn enn fyrir ferðamenn. Ég
finn fyrir mikilli eftirspurn eftir sumar-
húsum og er viss um að hin mikla upp-
bygging í þeim efnum mun halda áfram,“
segir Steinar Árnason athafnamaður á
Syðri-Brú í Grímsnesi.
Frístundabyggð með
fjölbreyttri afþreyingu
Morgunblaðið/Sig. Jóns
Möguleikar: Steinar Árnason athafnamaður á hlaðinu á Syðri-Brú, fjær sér yfir hluta landsins.
Fjárveiting | Á fundi félagsmálaráðs í vik-
unni var kynnt erindi frá heilbrigðisráðuneyti
þar sem tilkynnt er fjárveiting úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2004 að upp-
hæð kr. 50.000.000 vegna nýbyggingar við
hjúkrunarheimilið Hlíð. Viðbyggingin við Hlíð
er ætluð fyrir 60 hjúkrunarrými og stoðrými
vegna þeirra. Reist verður 3.600 fermetra
bygging auk tilheyrandi stoðrýma vegna þjón-
ustu við dvalargesti á núverandi lóð Hlíðar við
Austurbyggð. Ákveðið var að taka tilboði VST
og Arkitektur.is í hönnun viðbyggingarinnar
eftir útboð og skal þeirri vinnu að fullu lokið í
lok september nk.
Dönskunámskeið | Norræna upplýs-
ingaskrifstofan á Akureyri, í samstarfi við
Skólaskrifstofu Akureyrarbæjar og Sprog-
højskoen á Kalø á Jótlandi, mun standa fyrir
tveggja vikna námskeiði í dönsku fyrir nem-
endur í grunnskólum Akureyrar. Nemendur í
7., 8., 9. og 10. bekk munu eiga þess kost að
taka þátt. Námskeiðið verður haldið á lýðhá-
skólanum á Kalø 12. - 26. júní 2004. Áhuga-
samir annars staðar af landinu geta skráð
nemendur á biðlista í síma 460 1462 eða sent
tölvupóst til mariajons@akureyri.is.
Fundur á Sigurhæðum | Lokafundur hóps
foreldra og aðstandenda samkynhneigðra
verður haldinn á Sigurhæðum á Akureyri
fimmtudaginn 13. maí og hefst klukkan 20.00.
Opið verður frá 19.30 ef einhverjir skyldu vilja
koma og spjalla áður en fundurinn hefst. Farið
verður yfir vetrarstarfið, fjallað um sumarið
framundan og komandi vetur og tekin afstaða
til þess hvort stofna skuli formlega Norður-
landsdeild FAS.
ÞAÐ ríkti sannkölluð hátíð-
arstemmning í KA-heimilinu
þegar börn og starfsfólk á leik-
skólunum Krógabóli, Síðuseli
og Sunnubóli héldu uppskeru-
hátíð vegna loka þróunarverk-
efnisins „Lífsleikni í leikskóla“.
Foreldrar barnanna, systkini
og fleiri fjölmenntu einnig í
KA-heimilið og tóku þátt í há-
tíðinni. Hljómsveit skipuð for-
eldrum og nokkrum börnum
frumfluttu lífsleiknilagið
„Ferðalagið“ en nauðsynlegt
þótti að leikskólarnir eignuðust
sitt eigið lag í kjölfar lífsleikni-
kennslunnar. Efnt var til sam-
keppni meðal foreldra og
starfsmanna um lag og texta
og vann Arnór Vilbergsson,
foreldri í einum leikskólanna
þriggja, samkeppnina.
Að frumflutningi lagsins
loknum skemmtu börnin með
söng, þar sem hver árangur í
skólunum þremur söng saman.
Í lokin var svo boðið upp á
grillaðar pyslur og drykk. Þá
voru öll börnin leyst út með
gjöf, geisladisk sem inniheldur
lífsleiknilagið í flutningi for-
eldra og barna. Hátíðin þótti
takast vel og vel heppnuðu
þróunarstarfi fagnað, sem mun
koma til með að lita starf þess-
ara leikskóla í framtíðinni.
Vel heppnuðu þróunarstarfi fagnað
Morgunblaðið/Kristján
Hver árgangur í leikskólunum þremur tók lagið í KA-heimilinu og hjá 2001-árganginum varð lagið „Við klöppum öll í einu“ fyrir valinu.
Stillimyndir | Sigurdís
Harpa Arnarsdóttir sýnir
um þessar mundir á Kaffi
Karólínu á Akureyri. Sýn-
ingin nefnist Stillimyndir
og samanstendur af
miniatúrum og ljós-
myndum. Þetta er 21.
einkasýning Sigurdísar og stendur yfir í fjórar
vikur, en henni lýkur 6. júní.
Vélin er að mörgu leyti byggð upp lausnum
sem notaðar hafa verið í fiskvinnslu hér á landi
mjög lengi en munurinn felst m.a. í efnisvalinu
þar sem Vélfagsvélin er eingöngu smíðuð úr
tæringarfríum efnum, sérblönduðu og styrktu
plasti og ryðfríu stáli. Þetta eru lausnir Vélfags
sem hafa sannað sig og fest sig í sessi á innan-
landsmarkaði, sökum aukinnar nýtingar og
minni viðhaldskostnaðar. Hönnun vélarinnar
býður einnig upp á gjörbreytt aðgengi til þrifa í
VÉLFAG ehf. á Ólafsfirði hefur klárað fyrstu
prófanir á fiskflökunarvél sem fyrirtækið hefur
verið með í smíðum um nokkurt skeið. Prófanir
fóru fram í fiskvinnslu Norðurstrandar ehf. á
Dalvík og var þorskur af mismunandi stærð not-
aður. Allt gekk mjög vel og ekki eitt einasta flak
fór til spillis, segir í fréttatilkynningu. Í þessari
nýju vél hafa ýmsir vankantar annarra flökun-
arvéla verið sniðnir af og betri vél en er á mark-
aðinum í dag er að líta dagsins ljós.
samræmi við auknar kröfur í matvælafram-
leiðslu og tímasparnað við þá vinnu.
Næsta skref hjá Vélfagi er setja tölvustýr-
ingu í vélina og þannig er mögulegt að hámarka
flakanýtingu á hverjum einasta fiski.
Stefnt er að því að vélin frá Vélfagi bæti flaka-
nýtingu í fiskvinnslu um nokkur prósent auk
þess sem efnin í vélina gera það að verkum að
viðhald er minna ásamt auknu hreinlæti í vinnsl-
unni, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Aukin flakanýting í fiskvinnslu
Málmur á Punktinum | Fjórða sýningin í
röð tíu sýninga á handverksmiðstöðinni Punkt-
inum hefur verið opnuð, en um er að ræða sýn-
ingu sem ber yfirskriftina Málmur. Af því til-
efni flutti Þráinn Karlsson, leikari og notandi
Punktsins, fyrirlestur um málma. Punkturinn
varð tíu ára í janúar síðastliðnum og þá var
fyrsta sýningin opnuð, en út allt árið verða sýn-
ingar með hinni ýmsu yfirskrift. Handverks-
og tómstundamiðstöðin. Starfsemi Punktsins
byggist upp á fjórum grunnþáttum, vefnaði,
smíðum, saumaskap og leirmótun. Þá hafa ver-
ið haldin námskeið í ýmsum list- og handverks-
greinum á Punktinum. Stefna staðarins er að
hafa sköpunargleðina í fyrirrúmi. Sýningin
stendur til 27. maí næstkomandi og er opin alla
virka daga frá kl. 13 til 17.