Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 21 Hólmavík | Handverk og föndur hefur verið ómissandi þáttur í fé- lagsstarfi eldri borgara á Hólma- vík og nágrenni í nokkur ár. Hólmavíkurhreppur leggur föndr- inu lið með því að ráða tvo leið- beinendur til aðstoðar. Um helgina gaf að líta afrakstur þess á sýningu sem haldin var í kven- félagshúsinu á Hólmavík. Krukku- málun og keramik hefur greini- lega átt mestum vinsældum að fagna. Annars var fjölbreytnin óendanleg og greinilegt að ekki vantar hugmyndaflugið þegar föndrið er annars vegar. Af öðru félagsstarfi eldri borg- ara í vetur má nefna veglegt bingó sem haldið var rétt fyrir páska og gönguhóp sem er óþreytandi við að ganga sér til heilsubótar. Auk þess er gjarnan tekið í spil og teflt í félagsaðstöð- unni sem er til húsa í flugskýlinu á Hólmavík. Á sumrin hafa svo eldri borg- arar fjölmennt í ferðir á vegum fé- lags eldri borgara í Strandasýslu sem starfað hefur í nokkur ár. Handverk og fönd- ur á Hólmavík Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Krukkumálun og keramik: Ester Sigfúsdóttir leiðbeindi í föndrinu. Sýningargestir eru Sigríður Einarsdóttir og Hjálmar Orri Björnsson. Laugarvatn | Vélstjórafélag Ís- lands hefur látið útbúa kort sem kallast – Gönguleið um Laugarvatn – sem gestir og gangandi geta gengið með um byggðarkjarn- ann á Laug- arvatni og kynnt sér sögu og menningu svæð- isins. Félagið hélt kynningarfund í veitingahúsinu Lindinni á Laug- arvatni sl. föstudag í tilefni af útgáf- unni. Þar röktu Helgi Laxdal for- maður Vélstjórafélagsins og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, útgáfu- og kynningarfulltrúi, aðdragandann að útgáfunni sem á sér langa sögu. Ár- ið 1967 festi Vélstjórafélag Íslands kaup á landi undir orlofshús við Laugarvatn. Fljótlega var hafist handa við skipulagningu landsins og nú eru þar 16 orlofshús, flest í eigu Vélstjórafélagsins. Það hefur lengi verið á döfinni að bjóða félagsmönnum upp á kynn- ingu á svæðinu og á liðnu sumri bauð félagið félagsmönnum og gest- um þeirra upp á gönguferðir um Laugarvatn undir leiðsögn Kristins Kristmundssonar, fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Laugarvatni. Gengið var um byggð- arkjarna Laugarvatns og saga og menning staðarins reifuð. Kortið er byggt á þessari göngu og er gefið út að frumkvæði Vélstjórafélagsins og kostað af félaginu með styrk frá Hótel Eddu, Sparisjóði vélstjóra, Bláskógabyggð, ML, KHÍ og fyr- irtækjum og félagasamtökum sem eiga og reka orlofshús í nágrenninu. Með útgáfu og dreifingu kortsins vill Vélstjórafélag Íslands leggja sitt af mörkum við kynningu á sögu Laugarvatns og menningarsvæð- isins. Kortinu verður dreift á helstu ferðamannastaði og upplýsinga- miðstöðvar í nágrenninu. Vélstjórar gefa út göngukort af Laugarvatni Helgi Laxdal Reykjanesbær | Bæjarráð Reykja- nesbæjar hefur falið Árna Sigfús- syni bæjarstjóra að leiða viðræður við ríkisvaldið um að Reykjanes- bær taki að sér sem tilraunasveit- arfélag, að annast rekstur Fé- lagsstofu Reykjaness, öðru nafni Velferðarstofu. Markmiðið er að bæta og samræma sem flesta þætti félagsþjónustu í sveitarfélaginu og fjölga störfum. Sameining velferðarþjónustu við einstaklinga er gamalt baráttumál Hjálmars Árnasonar alþingis- manns. Tillögur um þetta voru teknar upp í tillögum nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Hjálmar var í forystu fyrir og nú liggja fyrir ríkisstjórn. Hugmynd Hjálmars gengur út á það að koma upp þjónustuskrif- stofu, sem hann vill nefna Velferð- arstofu, sem tæki að sér með þjón- ustusamningum að annast ýmsa þjónustu fyrir stofnanir ríkis, sveitarfélaga og ýmissa samtaka. Einstaklingur sem þarf á aðstoð að halda getur þá leitað til eins aðila, þjónustufulltrúa síns hjá þessari skrifstofu, sem hefði yfirsýn yfir öll hans mál og gæti rekið erindi hans. Fram kemur í samtali við Hjálmar að einstaklingar þurfi að leita á ótal staði nú til að fá þjón- ustu og nefnir dæmi um að fatl- aður maður þurfi að fara á fjórtan mismunandi staði til að fá þjón- ustu. Það myndi einfalda mjög þjónustuna að hafa hana á einum stað og gera hana ódýrari og skil- virkari. Hjálmar segir að ekki þurfi laga- breytingu til að koma slíku sam- starfi á og hefur hann fengið stuðning fjölda stofnana og aðila á Suðurnesjum til að standa að slíkri tilraun í Reykjanesbæ. Þar er um að ræða verkalýðsfélög, lífeyris- sjóð, Svæðisvinnumiðlun Suður- nesja, Svæðisskrifstofu um málefni aldraðra á Reykjanesi, Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja, söfnuðina, Þroskahjálp á Suðurnesjum og Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Nú verður geng- ið til samninga við ríkið um þátt- töku stofnana þess. Hjálmar tekur undir að fé- lagsþjónusta sveitarfélagsins verði kjarninn í Velferðarstofu Reykja- ness en tekur fram að gert sé ráð fyrir að hún hafi sjálfstæða stjórn. Þótt stofan verði í upphafi aðeins með verkefni í Reykjanesbæ segir Hjálmar ekkert því til fyrirstöðu að hún geri þjónustusamninga við önnur sveitarfélög og samtök inn- an þeirra um þjónustu. Vilja koma upp Velferðarstofu „LÉTTLEIKI hefur verið leiðarljós Víkinganna alveg frá fyrstu æfingu og það er alltaf mikið hlegið á æfing- um. Við erum ekkert að taka okkur of hátíðlega, nema á tónleikum,“ sagði Bragi Einarsson, 1. bassi í söngsveitinni Víkingunum, þegar Morgunblaðið leit inn á æfingu sveit- arinnar í Gerðaskóla í fyrrakvöld. Það var lokaæfing fyrir hina árlegu vortónleika Víkinganna sem verða í Safnaðarheimilinu í Sandgerði ann- að kvöld og í Listasafni Reykjanes- bæjar á föstudagskvöld. Söngsveitin Víkingarnir hefur verið starfandi í tæp tíu ár og sá kjarni sem myndaði kórinn í upphafi er enn til staðar. Þeir hafa svo lokk- að til sín fleiri meðlimi og á þeim tæpu tíu árum sem Víkingarnir hafa sungið saman hefur þeim fjölgað um helming. Fyrirhugað er að halda upp á áratuginn með stórtónleikum á þorra 2005 og munu æfingar fyrir þá hefjast að loknu sumarfríi. Stofnaður í útilegu Upphaf Víkinganna má rekja til nokkurra söngglaðra Garðmanna sem létu sér ekki nægja að syngja saman í útilegum. „Þannig var að sumarið 1994 voru níu Garðmenn saman í útilegu að Hólum í Hjalta- dal, ásamt fjölskyldum sínum. Eins og gengur í útilegum var mikið sungið og í framhaldi spunnust um- ræður um að gaman yrði að stofna söngsveit. Mennirnir létu ekki sitja við orðin tóm og tveimur dögum áð- ur en nýtt ár gekk í garð komu þeir saman í þeim tilgangi að stofna sveitina. Þeir höfðu þá í millitíðinni fengið fleiri til liðs við sig, ásamt stjórnanda og píanóleikara,“ sagði Bragi í samtali við blaðamann, en hann gekk til liðs við Víkingana á haustmánuðum 1995 og er sá með- limur sem haldið hefur utan um sögu sveitarinnar. Að sögn Braga á nafn sveit- arinnar sé sögulega skýringu, en allt fram yfir miðja síðustu öld var starf- andi karlakór í Garðinum sem nefndur var Karlakórinn Víkingar undir stjórn síra Eiríks Brynjólfs- sonar á Útskálum. „Það var uppá- stunga frá einum kórmeðlimanna, Kjartani heitnum Ásgeirssyni á Bjarmalandi, að söngsveitin myndi bera þetta nafn og það varð úr, nema hvað við erum Víkingarnir,“ sagði Bragi. En þó Garðmenn hafi verið upphafsmenn að stofnun sveit- arinnar eru nokkrir frá Sandgerði, Keflavík og Njarðvík, alls 28 ásamt stjórnandanum Sigurði Sævarssyni. Bragi nefndi að auk árlegra vor- tónleika væru tveir fastir liðir í starfsemi Víkinganna, annars vegar konukvöld í kringum 1. maí og úti- lega helgina eftir verslunarmanna- helgi. „Það er alltaf mikill spenn- ingur kringum konukvöldin. Þá gerum við vel við konurnar og skemmtum þeim og auðvitað okkur sjálfum. Þar eins og annars staðar þar sem Víkingarnir eru annars veg- ar er léttleikinn í fyrirrúmi og allt er látið flakka. Hver rödd kemur með heimatilbúið skemmtiatriði og það ríkir mikil eftirvænting í kringum þau. Auk þess prufukeyrum við vor- tónleikaprógrammið á þessum kvöldum.“ Bragi sagði að styrkur sveit- arinnar væri fyrst og fremst húm- orinn og léttleikinn. Mikið sé hlegið á æfingum og stundum svo mikið að varla sé hægt að syngja. Það er því enginn leiði í mönnum og þótt með- limir komi úr mörgum starfsstéttum og ýmsum þjóðfélagsstigum eigi þeir góða andann sameiginlegan. Bragi tekur þó skýrt fram að það sé enginn fíflagangur á tónleikum, enda fagmenn að verki. Hvað varðar efnisskrá vortón- leikanna verða sungin lög úr ýmsum áttum, bæði íslensk og erlend. „Við erum ekki að syngja dæmigerð karlakóralög og þess vegna erum við söngsveit,“ segir Bragi. Á tón- leikunum leika með þeim Einar Gunnarsson á harmonikku og Magn- ús Sigurðsson á banjó. Lokaæfing hjá söngsveitinni Víkingunum fyrir vortónleika Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Vaskir Víkingar: Skemmtilegt er á æfingum hjá Víkingunum og stundum varla hægt að syngja fyrir hlátri. „Styrkur sveitarinnar er húmorinn og léttleikinn“ Sandgerði | Slökkvilið Sandgerðis og Karl Taylor frá Eldvörnum ehf. voru á dögunum með kynningu á brunavörnum í húsnæði Lyngsels sem er skammtímavistun Þroskahjálpar. Eftir fræðslu inni í húsnæðinu fór hópurinn út í norðanvindinn og þar fengu allir starfsmenn tækifæri til að slökkva eld með handslökkvitæki. Karl Taylor kenndi meðal annars Sigrúnu Sigurðardóttur réttu handtökin. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Kennd meðferð handslökkvitækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.