Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 21 Hólmavík | Handverk og föndur hefur verið ómissandi þáttur í fé- lagsstarfi eldri borgara á Hólma- vík og nágrenni í nokkur ár. Hólmavíkurhreppur leggur föndr- inu lið með því að ráða tvo leið- beinendur til aðstoðar. Um helgina gaf að líta afrakstur þess á sýningu sem haldin var í kven- félagshúsinu á Hólmavík. Krukku- málun og keramik hefur greini- lega átt mestum vinsældum að fagna. Annars var fjölbreytnin óendanleg og greinilegt að ekki vantar hugmyndaflugið þegar föndrið er annars vegar. Af öðru félagsstarfi eldri borg- ara í vetur má nefna veglegt bingó sem haldið var rétt fyrir páska og gönguhóp sem er óþreytandi við að ganga sér til heilsubótar. Auk þess er gjarnan tekið í spil og teflt í félagsaðstöð- unni sem er til húsa í flugskýlinu á Hólmavík. Á sumrin hafa svo eldri borg- arar fjölmennt í ferðir á vegum fé- lags eldri borgara í Strandasýslu sem starfað hefur í nokkur ár. Handverk og fönd- ur á Hólmavík Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Krukkumálun og keramik: Ester Sigfúsdóttir leiðbeindi í föndrinu. Sýningargestir eru Sigríður Einarsdóttir og Hjálmar Orri Björnsson. Laugarvatn | Vélstjórafélag Ís- lands hefur látið útbúa kort sem kallast – Gönguleið um Laugarvatn – sem gestir og gangandi geta gengið með um byggðarkjarn- ann á Laug- arvatni og kynnt sér sögu og menningu svæð- isins. Félagið hélt kynningarfund í veitingahúsinu Lindinni á Laug- arvatni sl. föstudag í tilefni af útgáf- unni. Þar röktu Helgi Laxdal for- maður Vélstjórafélagsins og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, útgáfu- og kynningarfulltrúi, aðdragandann að útgáfunni sem á sér langa sögu. Ár- ið 1967 festi Vélstjórafélag Íslands kaup á landi undir orlofshús við Laugarvatn. Fljótlega var hafist handa við skipulagningu landsins og nú eru þar 16 orlofshús, flest í eigu Vélstjórafélagsins. Það hefur lengi verið á döfinni að bjóða félagsmönnum upp á kynn- ingu á svæðinu og á liðnu sumri bauð félagið félagsmönnum og gest- um þeirra upp á gönguferðir um Laugarvatn undir leiðsögn Kristins Kristmundssonar, fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Laugarvatni. Gengið var um byggð- arkjarna Laugarvatns og saga og menning staðarins reifuð. Kortið er byggt á þessari göngu og er gefið út að frumkvæði Vélstjórafélagsins og kostað af félaginu með styrk frá Hótel Eddu, Sparisjóði vélstjóra, Bláskógabyggð, ML, KHÍ og fyr- irtækjum og félagasamtökum sem eiga og reka orlofshús í nágrenninu. Með útgáfu og dreifingu kortsins vill Vélstjórafélag Íslands leggja sitt af mörkum við kynningu á sögu Laugarvatns og menningarsvæð- isins. Kortinu verður dreift á helstu ferðamannastaði og upplýsinga- miðstöðvar í nágrenninu. Vélstjórar gefa út göngukort af Laugarvatni Helgi Laxdal Reykjanesbær | Bæjarráð Reykja- nesbæjar hefur falið Árna Sigfús- syni bæjarstjóra að leiða viðræður við ríkisvaldið um að Reykjanes- bær taki að sér sem tilraunasveit- arfélag, að annast rekstur Fé- lagsstofu Reykjaness, öðru nafni Velferðarstofu. Markmiðið er að bæta og samræma sem flesta þætti félagsþjónustu í sveitarfélaginu og fjölga störfum. Sameining velferðarþjónustu við einstaklinga er gamalt baráttumál Hjálmars Árnasonar alþingis- manns. Tillögur um þetta voru teknar upp í tillögum nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Hjálmar var í forystu fyrir og nú liggja fyrir ríkisstjórn. Hugmynd Hjálmars gengur út á það að koma upp þjónustuskrif- stofu, sem hann vill nefna Velferð- arstofu, sem tæki að sér með þjón- ustusamningum að annast ýmsa þjónustu fyrir stofnanir ríkis, sveitarfélaga og ýmissa samtaka. Einstaklingur sem þarf á aðstoð að halda getur þá leitað til eins aðila, þjónustufulltrúa síns hjá þessari skrifstofu, sem hefði yfirsýn yfir öll hans mál og gæti rekið erindi hans. Fram kemur í samtali við Hjálmar að einstaklingar þurfi að leita á ótal staði nú til að fá þjón- ustu og nefnir dæmi um að fatl- aður maður þurfi að fara á fjórtan mismunandi staði til að fá þjón- ustu. Það myndi einfalda mjög þjónustuna að hafa hana á einum stað og gera hana ódýrari og skil- virkari. Hjálmar segir að ekki þurfi laga- breytingu til að koma slíku sam- starfi á og hefur hann fengið stuðning fjölda stofnana og aðila á Suðurnesjum til að standa að slíkri tilraun í Reykjanesbæ. Þar er um að ræða verkalýðsfélög, lífeyris- sjóð, Svæðisvinnumiðlun Suður- nesja, Svæðisskrifstofu um málefni aldraðra á Reykjanesi, Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja, söfnuðina, Þroskahjálp á Suðurnesjum og Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Nú verður geng- ið til samninga við ríkið um þátt- töku stofnana þess. Hjálmar tekur undir að fé- lagsþjónusta sveitarfélagsins verði kjarninn í Velferðarstofu Reykja- ness en tekur fram að gert sé ráð fyrir að hún hafi sjálfstæða stjórn. Þótt stofan verði í upphafi aðeins með verkefni í Reykjanesbæ segir Hjálmar ekkert því til fyrirstöðu að hún geri þjónustusamninga við önnur sveitarfélög og samtök inn- an þeirra um þjónustu. Vilja koma upp Velferðarstofu „LÉTTLEIKI hefur verið leiðarljós Víkinganna alveg frá fyrstu æfingu og það er alltaf mikið hlegið á æfing- um. Við erum ekkert að taka okkur of hátíðlega, nema á tónleikum,“ sagði Bragi Einarsson, 1. bassi í söngsveitinni Víkingunum, þegar Morgunblaðið leit inn á æfingu sveit- arinnar í Gerðaskóla í fyrrakvöld. Það var lokaæfing fyrir hina árlegu vortónleika Víkinganna sem verða í Safnaðarheimilinu í Sandgerði ann- að kvöld og í Listasafni Reykjanes- bæjar á föstudagskvöld. Söngsveitin Víkingarnir hefur verið starfandi í tæp tíu ár og sá kjarni sem myndaði kórinn í upphafi er enn til staðar. Þeir hafa svo lokk- að til sín fleiri meðlimi og á þeim tæpu tíu árum sem Víkingarnir hafa sungið saman hefur þeim fjölgað um helming. Fyrirhugað er að halda upp á áratuginn með stórtónleikum á þorra 2005 og munu æfingar fyrir þá hefjast að loknu sumarfríi. Stofnaður í útilegu Upphaf Víkinganna má rekja til nokkurra söngglaðra Garðmanna sem létu sér ekki nægja að syngja saman í útilegum. „Þannig var að sumarið 1994 voru níu Garðmenn saman í útilegu að Hólum í Hjalta- dal, ásamt fjölskyldum sínum. Eins og gengur í útilegum var mikið sungið og í framhaldi spunnust um- ræður um að gaman yrði að stofna söngsveit. Mennirnir létu ekki sitja við orðin tóm og tveimur dögum áð- ur en nýtt ár gekk í garð komu þeir saman í þeim tilgangi að stofna sveitina. Þeir höfðu þá í millitíðinni fengið fleiri til liðs við sig, ásamt stjórnanda og píanóleikara,“ sagði Bragi í samtali við blaðamann, en hann gekk til liðs við Víkingana á haustmánuðum 1995 og er sá með- limur sem haldið hefur utan um sögu sveitarinnar. Að sögn Braga á nafn sveit- arinnar sé sögulega skýringu, en allt fram yfir miðja síðustu öld var starf- andi karlakór í Garðinum sem nefndur var Karlakórinn Víkingar undir stjórn síra Eiríks Brynjólfs- sonar á Útskálum. „Það var uppá- stunga frá einum kórmeðlimanna, Kjartani heitnum Ásgeirssyni á Bjarmalandi, að söngsveitin myndi bera þetta nafn og það varð úr, nema hvað við erum Víkingarnir,“ sagði Bragi. En þó Garðmenn hafi verið upphafsmenn að stofnun sveit- arinnar eru nokkrir frá Sandgerði, Keflavík og Njarðvík, alls 28 ásamt stjórnandanum Sigurði Sævarssyni. Bragi nefndi að auk árlegra vor- tónleika væru tveir fastir liðir í starfsemi Víkinganna, annars vegar konukvöld í kringum 1. maí og úti- lega helgina eftir verslunarmanna- helgi. „Það er alltaf mikill spenn- ingur kringum konukvöldin. Þá gerum við vel við konurnar og skemmtum þeim og auðvitað okkur sjálfum. Þar eins og annars staðar þar sem Víkingarnir eru annars veg- ar er léttleikinn í fyrirrúmi og allt er látið flakka. Hver rödd kemur með heimatilbúið skemmtiatriði og það ríkir mikil eftirvænting í kringum þau. Auk þess prufukeyrum við vor- tónleikaprógrammið á þessum kvöldum.“ Bragi sagði að styrkur sveit- arinnar væri fyrst og fremst húm- orinn og léttleikinn. Mikið sé hlegið á æfingum og stundum svo mikið að varla sé hægt að syngja. Það er því enginn leiði í mönnum og þótt með- limir komi úr mörgum starfsstéttum og ýmsum þjóðfélagsstigum eigi þeir góða andann sameiginlegan. Bragi tekur þó skýrt fram að það sé enginn fíflagangur á tónleikum, enda fagmenn að verki. Hvað varðar efnisskrá vortón- leikanna verða sungin lög úr ýmsum áttum, bæði íslensk og erlend. „Við erum ekki að syngja dæmigerð karlakóralög og þess vegna erum við söngsveit,“ segir Bragi. Á tón- leikunum leika með þeim Einar Gunnarsson á harmonikku og Magn- ús Sigurðsson á banjó. Lokaæfing hjá söngsveitinni Víkingunum fyrir vortónleika Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Vaskir Víkingar: Skemmtilegt er á æfingum hjá Víkingunum og stundum varla hægt að syngja fyrir hlátri. „Styrkur sveitarinnar er húmorinn og léttleikinn“ Sandgerði | Slökkvilið Sandgerðis og Karl Taylor frá Eldvörnum ehf. voru á dögunum með kynningu á brunavörnum í húsnæði Lyngsels sem er skammtímavistun Þroskahjálpar. Eftir fræðslu inni í húsnæðinu fór hópurinn út í norðanvindinn og þar fengu allir starfsmenn tækifæri til að slökkva eld með handslökkvitæki. Karl Taylor kenndi meðal annars Sigrúnu Sigurðardóttur réttu handtökin. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Kennd meðferð handslökkvitækja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.