Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 26
LISTIR
26 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
á hafa dyr endanlega lokast varð-
andi sýningu í kringum höfuð-
straumalistamanninn Ólaf Elías-
son í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi, framkvæmd sem
þjóðin varð meira en vel vör við. Aldrei í ís-
lenzkri listasögu hefur myndlistarmaður verið
markaðssettur jafnrækilega hér í borg, blikna
bæði Kjarval og Erró í samanburði, gekk þó
stundum ýmislegt á. Aðsókn á sýningu Ólafs í
samræmi við markaðssetninguna, uppgefnar
tölur 41 þúsund gestir, trúlega allt í allt. Láðist
einhverra hluta vegna
að upplýsa hvernig
þessu aðstreymi var
háttað, þ.e. fjöldi borg-
andi gesta; boðsgestir,
skólafólk, öryrkjar,
aldraðir, svo og dag-
ana þá frítt var inn sem og aðra smölun.
Kannski liggur það á milli hluta, skrifari veit
þó ekki betur varðandi mikilsverðar stórsýn-
ingar erlendis en að aðsókn sé miðuð við borg-
andi gesti, viðkomandi jafnaðarlega klárir á
tölu þeirra. Eðlilega sýnu flóknara að tíunda
hina hópanna, ræður þá misnákvæm getspeki,
hallar þó skiljanlega sjaldan á lakari veginn.
Ekki hyggst ég krafsa frekar í þetta, af hinu
góða að vita af slíku aðstreymi á listasýningu
hér í borg, hermir nefnilega oftar úr hinni átt-
inni, af tölum sem eru háskalega nærri núllinu
á almennum opnunardögum sem í sífjölgandi
tilvikum takmarkast við þrjá til fjóra.
Hvernig sem á er litið eru þetta í meira lagi
uppörvandi tíðindi og gríðarlegur uppsláttur
fyrir alla er hér komu nærri. Tímabært að
velta fyrir sér ástæðunni að baki viðganginum,
í raun og sann mikilvægur hluti samræðunnar,
þá nærtækast að ætla að forvitni vegi þyngra
en eðlislægur áhugi. Einkum í ljósi þess að
haldið hefur verið fram, að meirihluti þeirra
sem rötuðu á sýninguna í túrbínugímaldinu á
Tate Modern, hafi ekki verið áhugasamir og
ástríðufullir safngestir heldur almenningur
sem kom til að upplifa ókeypis mikilfenglegt
veður- og sólarsjó um hávetur. Einnig ber ekki
að horfa fram hjá því, að margt af viðlíka
tækniundrum og fyrirbærum má sjá á risa-
stórum og frægum vísindasöfnum í París,
München, London og Washington, svo og nátt-
úrusögusöfnum, sem yfirleitt eru pakkfull af
forvitnum gestum. Fyrir margt löngu tók ég
stefnuna beint á Zürich, öllu öðru fremur til að
sjá sýninguna „Phänomena“ (Fyrirbæri),
haldin á opnu svæði á fljótsbakkanum í mið-
borginni. Hafði með að gera grunnfyrirbæri
náttúrunnar; samsetningu, byggingu, þyngd-
arlögmál, sjónhverfingar, speglanir, hljóð, ilm,
snertiskyn o.sfrv. Átti á svæðinu tvo magnaða
daga og skemmti mér konunglega frammi fyr-
ir öllum þessum undrum, ekki síður en dol-
fallnar þúsundirnar sem reikuðu þar um.
En þó nokkuð spursmál hvort fyrirbærin í
einangraðri mynd og yfirstærðum eigi heima á
listasöfnum, en hví ekki? Því verður hver og
einn að svara fyrir sig, allar gáttir opnar til
umræðu. Annað sem þörf er að víkja orðum að,
enda aldrei skeð áður á landi hér, var fjöldi
sérfróðra sem mættu á staðinn, en slíkir fylgja
skilyrðislaust þess lags innsetningum í rými.
Svona líkt og gerist með tónlistarsjó, en án
þeirra og mörgum tugum tonna af aðskilj-
anlegustu græjum; mögnurum og þræl-
skipulegri markaðssetningu ganga hlutirnir
ekki upp, ei heldur ef aðalrótarinn bregst.
Sjálf goð poppsins þannig ekki nema rétt topp-
urinn á ísjakanum, kannski réttara skreytið á
tertunni, en í sjálfu sér ómissandi hlutur sjós-
ins, ímynd þess. Minna skal á, að hérlendir
hafa til skamms tíma orðið að gera alla hluti
upp á eigin spýtur, frá því að útfæra verkin og
fjármagna sýningar til þess að vera eigin
blaðafulltrúar og markaðsstjórar. Hér komnir
andstæðupólarnir svart og hvítt.
Þær raddir hafa stigmagnast í skrifum um
myndlist, að söfn og forsvarsmenn stór-
viðburða á vettvanginum séu farnir að nota
sömu aðferðir og tíðkast við stórtónleika og
höfða til sama fólks og flykkist á Tivoli og
Disneylönd. Notast þá óspart við nýmiðla,
tækniundur og margs konar áhrifamiðla, frá
öskri og hávaða sem allt yfirgnæfir líkt og í
poppinu til hámarks siðleysis. Vakti skrifari
athygli á þessari þróun fyrir meira en áratug,
hafði sitthvað við hana að athuga, en við litlar
vinsældir línudansara, taldi sig þó vera að
rækta hlutlæga og sjálfsagða upplýs-
ingaskyldu sem ætti brýnt erindi á síður
stærsta dagblaðs þjóðarinnar. Einnegin ekk-
ert leyndarmál að hið upphafna, sublima, sem
og fagurfræði aldanna, hefur undanfarna ára-
tugi verið úti í kuldanum sem framsækin nú-
list, handverkið sem og átökin við viðfagsefnin.
Allt skal nú leikur og gaman í og með í anda
lágmenningarinnar, eins konar hopp og hí, og
sjáðu mig. Listrænn þroski helst miðaður við
að vera blautur á bak við bæði eyrun, margur
hér alls ófróður um annað sem lifir og hrærist
utan túnfótarins heima, áhuginn enginn síst á
næstliðinni fortíð. Heilaþvegnir eins og rúss-
nesk alþýða eftir byltinguna og kínversk í
menningarbyltingunni, í báðum tilvikum var
ráðist á arfleifðina með skelfilegum afleið-
ingum eins og löngu er komið fram. Þeir rétt-
dræpir sem ekki voru samstiga, í listum vest-
ursins útúr myndinni, passé.
Las í tímariti blaðsins 25.04, að þegarrússneskir ballettdansarar flýðuvestur yfir fyrrum og tóku meðalannars að sér kennslu, hafi nem-
endur þeirra fengið sígilda rússneska skólann
tæran í æð fyrstu mánuðina. Eftir það fóru
þeir að slá af kröfunum fyrir vestræna nem-
endur sem annaðhvort voru of latir eða illa
undirbúnir. Ósjálfrátt speglar þetta þróunina í
myndlistarskólum, helst í því að tækni og
viðvera er útúr myndinni en kaffistofur og
ölkrár inni. Við einelti jafnað ef kennarar vog-
uðu sér að miðla þekkingu sinni og lífsreynslu
óhikað og einarðlega til nemenda. En nú hefur
orðið nokkur viðsnúningur á undangengnum
árum og Ólafur Elíasson eitt dæmið, hvorki
skortir hér á fullkomnun í tækni né útfærslu
og allt útheimtir það vinnu, mikla vinnu yf-
irlegur og einbeitni. Sjálf útfærslan að vísu
ekki hans, en frjóa hugmyndavinnu má allt
eins leggja að jöfnu við líkamlegt strit, er að
auki undirstaða allra framfara í mannheimi.
Bóndinn veit að tún hans þurfa áburð og
aðra tilheyrandi virkt til að ná hámarksgras-
sprettu, á sama hátt verður að hlú að lista-
mönnum til að þeim auðnist að ná hámarks-
árangri. Dæmið sjáum við einmitt í Ólafi
Elíassyni sem hefur verið réttur maður á rétt-
um stað á réttum tíma, jafnframt fljótlega vel
virkur í hringiðu uppgangsins í Berlín eftir fall
múrsins. Uppbyggingu á öllum sviðum með
sýn til framtíðar, ekki síst í myndlist og arki-
tektúr, til hins ítrasta reynt á þanþol allra
hluta, hugmyndir teygðar og togaðar. Berlín
vildi taka forustuna sem hún hafði áður sem
ein helsta safna- og menningarborg heimsins
og allur kraftur lagður í undirstöðurnar. Í þá
veru allt á suðupunkti og mulið undir snjallar
hugmyndir og hugumstóra einstaklinga, og
einn af þeim var og er hinn íslenzkættaði Ólaf-
ur Elíasson.
Íslendingar skulu þó fara afar varlega aðeigna sér þennan mann með húð oghári, eiga hreint engan þátt í menntunhans né frama, frekar mega þeir líta í
eigin barm og skammast sín. Hvað hafa þeir
annars gert í áranna rás, og gera enn, til að
framsæknir og dugandi myndlistarmenn kom-
ist til vinnu sinnar og fái notið hæfileika sinna?
Nenni ekki að rekja enn einu sinni upp að-
stæður íslenzkra myndlistarmanna alla síð-
ustu öld. Minni einungis á að á fyrri hluta ald-
arinnar urðu Jón Stefánsson og Júlíana
Sveinsdóttir að neyðast til að flytja til Kaup-
mannahafnar, Ágrímur Jónsson lifði við mein-
læti en Kjarval varð að bregða sér í gervi
trúðsins til að vekja á sér athygli. Aðstaðan
litlu betri seinni hlutann, skal þó alls ekki litið
framhjá því að stjórnlaus fjölgun myndlist-
armanna átti stóran hlut að máli, samkeppnin
stigvaxandi en markaður lítill og óþroskaður.
Vísa til og minni á, að af öllum þeim fram-
sæknu hæfileikamönnum sem fram komu á
sjötta áratugnum, hafa þeir einungis náð um-
talsverðum frama sem sest hafa að erlendis.
Jafnvel engin stofnun ennþá til sem kaupir og
dreifir myndlistarverkum gildra atvinnulista-
manna í skóla og opinberar stofnanir vítt og
breitt um landið eins og til að mynda Dan-
mörku, hvar menningarstefna til framtíðar var
mörkuð snemma á sjötta áratugnum. Hér-
lendir listamenn þannig ofurseldir tilvilj-
unarkenndri sölu og stofni einhverjir til fjöl-
skyldu þurfa hinir sömu að leggja á sig
margfalda vinnu til hliðar til að geta sinnt list
sinni. Allar gáttir opnar klíku- og moldvörpu-
starfsemi, sem hefur verið hið ríkjandi afl frá
miðbiki síðustu aldar og sumir vilja meina að
hafi aldrei verið meiri, óvægari og einstrengn-
islegri en einmitt á síðustu árum. Afleiðing-
arnar vel merkjanlegar og ég ólatur við að
rekja þær og tíunda í pistlum mínum, lengi
sannfærður um að opin rökræða gagnist ís-
lenzkri myndlist best, öllu síður að vegið sé að
sumum úr launsátri, fæti brugðið fyrir aðra.
Um leið þurfa menn að hafa hugrekki til að
horfast í augu við staðreyndir og greiða jafn-
harðan úr vandamálum sem upp koma, síður
sópa undir teppi og hafa að leiðarljósi að margt
satt megi kyrrt liggja.
Þegar landinn er að hreykja sér affrægð manna eins og Ólafs Elíasson-ar, vill eigna sér hvert bein í honum,er hollt að minnast ferils Guðmundar
Guðmundssonar (Erró). Til að geta nálgast
efnisföng sín, varð hann á námsárunum í Ósló
og Flórenz að spara svo við sig í matarkaupum
að hann fékk tvisvar skyrbjúg og var einkum
hætt kominn í Flórenz. Á uppgangsárunum í
París á sjöunda áratugnum er hvert lykil-
verkið af öðru rann úr pentskúfum hans, og
sem hann er kannski frægastur fyrir enn í dag,
var hann í banni á Íslandi og að ég best veit
ekki eitt einasta verk hans keypt til Listasafns
Íslands. Ef hann hefði ekki notið móðursystur
sinnar og óeigingjarns stuðnings hennar er
ekki gott að segja hver þróunin hefði orðið.
Einnig skal litið til ferils Dieters Roth, eins af
góðum og nafnkenndum tengdasonum Íslands,
átti við fálæti meðan hann bjó á landinu þótt
orðspor hans væri farið að berast út fyrir land-
steinana. Ekki fallist á tillögu um inntöku hans
í Félag íslenzkra myndlistarmanna á fundi
1968, þótt mjótt yrði á munum við atkvæða-
greiðslu, ei heldur sem gestameðlims, en mikl-
ar umræður urðu á fundinum um það mál allt.
Viðbrögð hans voru að lyfta undir nokkra unga
listamenn og mun helstur hvatamaður þess að
sýningarhópurinn SÚM var stofnaður og hóf
reglulegt sýningarhald á útmánuðum 1969.
Sjálfur sá hann sitt óvænna og hélt fljótlega af
landi brott, sleit þó aldrei tengslin við Ísland,
átti hér vini og afkomendur. Er tímar liðu varð
hann með þekktari núlistamönnum álfunnar
og eftir andlát hans hefur hver stórfram-
kvæmdin rekið aðra, í fyrrasumar var það
Basel og um þessar mundir New York, nánar
tiltekið í bráðabirgðahúsnæði MoMA í Queens,
aðalsýning safnsins á vormánuðum og stendur
til 7. júní.
Ekki þarf umtalsverða getspeki til að hitta
naglann á höfuðið um örlög þessara manna
hefðu þeir reynt að skapa sér framtíð á Ís-
landi. Enginn verður í sjálfu sér betri né frá-
bærari við að flytja úr landi, en jarðvegurinn
þar frjórri, markaðurinn stærri og menningin
rótgrónari. Veigurinn liggur öðru fremur í því
að styrkja grunnstoðirnar í hverju landi fyrir
sig, hlú að jarðvegi til frjósemi, jafnframt huga
vel að hinni hugmyndalegu landhelgi. Að engu
hlúð né verndað betur úti í hinum stóra heimi
en jarðbundnum hugmyndum í listum og vís-
indum, hér þjóðmenning í veði, ennfremur gíf-
urlegir fjármunir. Um að ræða líf og burð-
arstoðir allra voldugustu ríkja heims á
hverjum tíma og því mikilvægt að vera með á
nótunum.
Útrás myndlistar helst í hendur við þau skil-
yrði sem henni eru búin á heimaslóðum líkt og
við blasir hvarvetna, því jarðtengdari sem hún
er þeim mun alþjóðlegri verður hún. Norð-
urlöndin hér gott dæmi, vísa einungis til kvik-
myndaiðnaðarins í Danmörku, bæði í upphafi
kvikmyndalistarinnar og undangengin ár, að
ógleymdm frábærum framhaldsþáttum á
skjánum. Lítum til leikstjórans Ingmars Berg-
mans í Svíþjóð svo og Strindbergs, hins sígilda
rithöfundar og málara. Norðmannanna Ib-
sens, Munchs og Hamsuns, Finnsku arkitekt-
anna Eliels Saarinen, sonar hans Eero (starf-
aði allt sitt líf í Bandaríkjunum) og Alvars
Aalto, Færeyinganna William Heinesen og
Samuel Joensen Mikines. Og svo litið er til Ís-
lands, berst þá ekki ilmur frá moldrunnum
tröðum og úrsvala norðursins úr sköp-
unarverkum Kjarvals, Laxness og Guðjóns
Samúelssonar?
Skoðum líka hitt, andstæðuna og birting-
armynd hennar; ósjálfstæði og grunnhyggni í
nafni alþjóðavæðingar, jafnt á afþreyinga-
markaðnum sem listum. Spyrja má hvort Ís-
lendingar séu á leiðinni að ætla sér það hlut-
verk að vera fremstir meðal jafningja um
eftirgerðir (plagiat) og falsanir? Kannski kom-
inn tími til að menn líti sér nær, segi eins og
skáldið; „Norden er í orden“, beina um leið
sjónum inn á við að jarðbundinni myndlist, öll-
um hliðum hennar.
Andstæður
Speglunarfyrirbæri á sýningunni, Phänomena, Zürich, fyrir um það bil aldarfjórðungi.
Litahringur Goethes, andstæður í hornklofa.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is