Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 34

Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F yrirsögnin á þessum viðhorfspistli átti eiginlega að vera „Kirkjan og hjóna- band samkyn- hneigðra“, en þetta komst ekki fyrir í þeim tveim línum og þeirri leturstærð sem fyrirsagnir á við- horfum skulu vera í samkvæmt fyrirfram ákveðinni skilgreiningu á útliti pistilsins. Svona svipað og samkynhneigðir komast ekki fyr- ir innan skilgreiningar kirkj- unnar á hjónabandinu. Þess vegna gat Karl Sig- urbjörnsson biskup ekki sagt, hérna um daginn, að tveir ein- staklingar af sama kyni gætu gengið í hjónaband á nákvæm- lega sama hátt og tveir ein- staklingar af gagnstæðu kyni. Til að það væri hægt yrði að gera grund- vallarbreyt- ingu á skil- greiningu hugtaksins hjónaband, eins og það hefur mótast innan kirkjunnar und- anfarnar aldir. Og það gæti kirkj- an ekki gert, frekar en hægt er að troða kassa í kringlótt gat, eða segja kvæntan mann vera pip- arsvein. Ekki svo að skilja að maður þurfi að vera sammála Karli og kirkjunni. Þvert á móti. En það er mjög auðvelt að koma auga á ástæðurnar fyrir afstöðu hans og skilja hvers vegna hann hvikar ekki frá henni. Og það verður enn auðveldara ef maður hefur í huga að þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem kirkjan lendir í svona skilgreiningarkrísu, og ef litið er aftur í tímann kemur í ljós, að kirkjan breytir á endanum af- stöðu sinni og þess vegna má full- yrða að kirkjan mun á endanum samþykkja hjónaband samkyn- hneigðra. En það mun taka fjári langan tíma. Hjónabandið sem sameining manns og konu er nefnilega hluti af heimsmynd kirkjunnar, svona eins og það var einu sinni hluti af heimsmynd hennar að jörðin væri miðpunktur heimsins. Það sem gerði að verkum að kirkjan gat ekki samþykkt sólmiðju- heimsmynd Kópernikusar var fyrst og fremst það, að hún fól í sér skilgreiningu á jörðinni sem samkvæmt heimsmynd kirkj- unnar var brengluð. Og maður breytir ekki heims- mynd sinni rétt sisona. Venjuleg- ur einstaklingur gerir það ekki, hvers vegna skyldi þá kirkjan gera það? Morgunblaðið and- mælti Karli biskupi í leiðara um þetta mál fyrir skömmu, en sagði líka: „Kirkjan […] á ekki að fljóta með tímans straumi.“ Af hverju ekki? Vegna þess að hún gegnir að mikilvægu leyti því hlutverki að móta heimsmynd – í stað þess að móta sig að einhverri heims- mynd sem fyrir liggur – og veita með því þeim sem trúa fasta und- irstöðu sem þeir geta byggt eigin lífsviðhorf á. Heimsmyndin verð- ur að vera stöðug, annars verður maður að rekaldi og fyllist kvíða og óvissu. Missir sjónar á sjálfum sér – veit ekki lengur hver maður er, hvaða skoðanir maður hefur, hvaða afstöðu maður á að taka. Eins og einhver orðaði það; mað- ur getur orðið svo opinn fyrir öllu að það detti úr manni heilinn. Ef kirkjan gleymir eða hverfur frá þessu grundvallarhlutverki sínu – að móta heimsmynd – þá hættir hún að vera kirkja. Hafa má í huga að það er ekki bara kirkjan sem lendir í svona kreppu (því að afstaðan til hjóna- bands samkynhneigðra er mjög greinilega til marks um kreppu innan kirkjunnar). Þetta gerist líka í vísindum. Bandaríski heim- spekingurinn Thomas S. Kuhn fjallar um þetta í bók sinni Vís- indabyltingar (The Structure of Scientific Revolutions), þar sem hann tekur meðal annars sem dæmi „þá sem töldu að Kóp- ernikus væri brjálaður vegna þess að hann sagði að jörðin hreyfðist. Þeir höfðu ekki einfald- lega rangt fyrir sér. Hluti af því sem þeir áttu við með „jörð“ var föst staða. Þeirra jörð, að minnsta kosti, var óhreyfanleg. Uppfinning Kópernikusar var því ekki einfaldlega fólgin í því að hreyfa jörðina. Fremur var um að ræða algerlega nýtt viðhorf til viðfangsefnanna í eðlis- og stjörnufræði, er breytti óhjá- kvæmilega merkingu orðanna „jörð“ og „hreyfing“. Án þessara breytinga var hugmyndin um jörð á hreyfingu hreint brjálæði“. Sú bylting sem Darwin olli var líka fólgin í svona grundvall- arbreytingu á heimsmynd. Kuhn segir: „Þegar Darwin gaf fyrst út kenningu sína um náttúruval árið 1859 var það hvorki hugmyndin um að tegundir tækju breyt- ingum né sá möguleiki að menn væru komnir af öpum sem helst olli lærðum mönnum hugarangri. Vísbendingar um þróun, þar á meðal þróun mannsins, höfðu í áratugi verið að koma fram, og þróunarhugmyndin hafði áður verið sett fram og víða rædd.“ Nei, það sem gerði menn andvíga kenningu Darwins var það, að hann gerði ekki ráð fyrir að þró- unin væri í átt að einhverri fyr- irfram gefinni hugmynd um manninn. Þróun, að hans mati, var einfaldlega frá frumstæðu upphafi og allsendis óljóst hvert hún myndi leiða. En þótt heimsmyndir séu því og verði að vera, eðli sínu sam- kvæmt, stöðugar og spyrna gegn breytingum á sjálfum sér er ekki þar með sagt að þær breytist ekki. Kuhn bendir á að byrjunin á breytingum á heimsmynd sé einmitt kreppa á einhverju til- teknu sviði hennar. Það er að segja, þegar efasemdir um þetta tiltekna svið vakna og einhverjir fara að krefjast breytinga. Sagan sýnir að heimsmynd- arbreytingar bæði geta orðið og verða, og ekki aðeins í vísindum heldur líka hjá kirkjunni, sem fyrir skömmu bað Galíleó afsök- unar og telur sólmiðjukenningu Kópernikusar – sem Galíleó studdi – ekki lengur vera brjál- æði. Þess vegna er óhætt að full- yrða að kirkjan mun leyfa hjóna- bönd samkynhneigðra, og líklega einnig biðja alla samkynhneigða fyrirgefningar. Sagan sýnir að vísu líka að það er langt þangað til þetta mun gerast. En þetta mun gerast. Saman í kirkju Þess vegna er óhætt að fullyrða að kirkjan mun leyfa hjónabönd samkyn- hneigðra, og líklega einnig biðja alla samkynhneigða fyrirgefningar. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is HINN 24. mars sl. sendi und- irritaður bréf til útvarpsráðs þar sem komið er á framfæri mótmæl- um við framgöngu núverandi um- sjónarmanna Kastljóssþáttar Rík- issjónvarpsins vegna meintra brota þeirra á hlutleysisreglum þess fjöl- miðils í þjóðareign, sem þeir starfa hjá. Þriðja aflið í borgarstjórn ávallt sniðgengið Í bréfi mínu til útvarpsráðs segir m.a. „Í borgarstjórn Reykjavíkur sitja kjörnir fulltrúar þriggja framboða: Reykjavíkurlista (R-lista), Sjálfstæð- isflokks (D-lista) og Frjálslyndra og óháðra (F-lista). Und- irritaður er oddviti F-listans og á sem slíkur sjálfkrafa rétt á því að vera áheyrn- arfulltrúi í borgarráði í samræmi við þá reglu, að sjónarmið ólíkra fylkinga, sem sæti eiga í borgarstjórn, heyrist í borgarráði. Undirritaður er jafn- framt áheyrnarfulltrúi í skipulags- og byggingarnefnd og í umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Í störfum sín- um í þessum nefndum sem og á fundum borgarstjórnar Reykjavík- ur hefur undirritaður flutt fjölda tillagna, fyrirspurna og bókana, sem hann hefur sent á netpósti til fréttastofu Útvarps og Sjónvarps og til umsjónarmanna Kast- ljóssþáttarins. Með hliðsjón af framansögðu hefur undirrituðum þótt það óeðlilegt að hvað eftir annað eru oddvitar R- og D-lista og fulltrúar sömu framboða í skipulags- og byggingarnefnd kall- aðir til umræðna í Kastljóssþætti Ríkissjónvarpsins, en oddviti F-listans og fulltrúi hans í skipu- lags- og byggingarnefnd er snið- genginn af stjórnendum þáttarins. Er þó fullljóst, að verulegur ágreiningur er á milli F-listans og hinna framboðanna tveggja um mörg meginmál í borgarstjórn og þá ekki síst skipulagsmálin. Und- irritaður vísar í því sambandi til fundargerða borgarstjórnar, borg- arráðs og skipulags- og bygging- arnefndar, þar sem þetta kemur skýrt fram.“ Athugasemdir og mótmæli hafa engu skilað Undirritaður hefur sent núverandi umsjónarmönnum Kastljóssþátt- arins netpóst með tillögum sínum í borgarstjórn og í nefndum og ráð- um borgarinnar reglulega frá í mars- mánuði 2003 og fram á þetta ár. Hann hef- ur hringt í umsjón- armenn Kastljóssins og bent þeim góðfús- lega á að hann hafi ekki verið hafður með í neinum Kast- ljóssþætti um borg- armál á þessu kjör- tímabili. Undirritaður hefur nú hætt að senda Kastljóssþætt- inum netpóst með til- löguflutningi sínum, enda virðist það ekki hafa neinn tilgang. Fjöldi stuðningsmanna F-listans hefur hringt í Sjónvarpið eftir Kastljóssþætti á þessu ári og mót- mælt vinnubrögðum þáttarins í umfjöllun um borgarmál. Það virð- ist því miður hafa harla lítið að segja. Ætla má að umsjónarmenn Kastljóssþáttarins fái fremur klapp á bakið frá yfirmönnum sínum en gagnrýni fyrir hlutdræga fram- göngu sína. Slíkt virðist kverkatak Sjálfstæðisflokksins á þessari stofnun í þjóðareign. Spurningum verður að svara Í lok bréfs míns til útvarpsráðs varpa ég fram ýmsum spurningum, þ.á m. hvaða borgarfulltrúar hafi tekið þátt í Kastljóssþáttum Sjón- varpsins á þessu kjörtímabili og hversu oft þeir hafi verið með í þáttunum. Ég spyr einnig að því, hvort útvarpsráð telji það eðlilegt, að oddviti eins af þremur flokkum í borgarstjórn Reykjavíkur sé aldr- ei hafður með í umræðum um borgarmál í Kastljóssþætti Sjón- varpsins. Útvarpsráð hefur enn ekki svarað þessum spurningum fremur en öðru í bréfi mínu frá í marsmánuði sl., sem lýkur með eftirfarandi tilvitnun í 3. grein laga um Ríkisútvarpið: „Það skal gæta fyllstu óhlut- drægni í frásögn, túlkun og dag- skrárgerð.“ Vond viðbót við fjölmiðlafrumvarpið Þrátt fyrir að F-listanum hafi verið haldið úti í kuldanum hjá ýmsum fjölmiðlum fyrir borgarstjórn- arkosningarar árið 2002 fékk hann kjörinn fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Eftir kosningasig- urinn taldi ég víst, að nú hefði ís- inn verið brotinn og að framboð F-listans fengi eðlilegt aðgengi að fjölmiðlum. Raunin hefur orðið önnur. En að fenginni reynslu af póli- tískri misnotkun Sjálfstæðisflokks- ins á Ríkisútvarpinu finnst mér enn harkalegra að horfa upp á að- farir Davíðs Oddssonar og skó- sveina hans á Alþingi við að kveða í kútinn þá fjölmiðla sem eru ekki þóknanlegir flokknum og foringj- anum. Ekki veitir af gagnrýni á þá spillingu og valdníðslu sem hvar- vetna blasir við eftir níu ára hags- munabandalag þeirra Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímssonar. Ekkert svar frá útvarpsráði? Ólafur F. Magnússon skrifar um málefni Ríkisútvarpsins ’Að fenginni reynslu afpólitískri misnotkun Sjálfstæðisflokksins á Ríkisútvarpinu finnst mér enn harkalegra að horfa upp á aðfarir Dav- íðs Oddssonar og skó- sveina hans á Alþingi.‘ Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. HINN 7. apríl sl. voru stofnuð í Genf alþjóðleg samtök kvenna gegn bókstafstrú – International Federa- tion of Women Against Fundament- alism. Saman voru komnar konur víðs veg- ar að úr veröldinni sem sameinuðu krafta sína til að kortleggja stöðu kvenna, skilgreina vanda þeirra og benda á leiðir til úrbóta. Í máli þeirra kom fram að ógnin sem steðjar að milljónum kvenna í löndum þar sem trúar- setningar og bókstafs- túlkanir ráða lögum og lofum er bæði raun- veruleg og lífshættuleg. Frá sjónarhóli kvenna snýst málið ekki um að bera eða bera ekki slæður eða blæjur, heldur snýst það um misrétti, ofbeldi og valdbeit- ingu. Stofnfélagar samtakanna bentu á að aðstæður kvenna í heiminum batna ekki um þessar mundir heldur versna þær víða og brýnt er að taka á vandanum. Konur á Vesturlöndum, sem njóta tjáningarfrelsis og mennt- unar, bera þar mikla ábyrgð og þeim ber skylda til að láta málin til sín taka en standa ekki aðgerðarlausar á hlið- arlínu alþjóðastjórnmálanna. Kven- fyrirlitning og ójöfnuður, kynþátta- fordómar og öfgastefnur ógna alls staðar stöðugleika. Þegar kynjuðu sjónarhorni er beint að starfsemi trúartengdra öfga- hópa eða skilgreiningum bókstafs- trúarmanna beinast sjónir manna til Íran. Á ráðstefnu sem haldin var í París í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna, þann 6. mars sl., gerði forseti andspyrnuhreyfingar Írana, frú Maryam Rajavi, að sérstöku um- talsefni hvernig túlkun klerkastjórnarinnar í Íran á kennisetningum íslams grundvallast á aðskilnaðarstefnu kynjanna, rétt eins og stjórn hvíta minnihlut- ans í Suður-Afríku gerði á sínum tíma gagnvart kynþáttum. Í Íran njóta konur og karlar ekki sömu grundvallarréttinda í samfélaginu, hvað þá að konur njóti almennra mannréttinda. Stjórnsýsla landsins og réttarkerfi eru byggð upp á grundvelli þess að kynin njóti og gjaldi kynferðis síns í meðferð allra mála. Fyrst skal upp telja að tvö atkvæði kvenna þarf til fulltingis einu atkvæði karla í kosn- ingum, enn fremur eru sérákvæði í löggjöf landsins um klæðaburð kvenna, menntun þeirra, starfsvett- vang og hjúskaparstöðu. „Fundamentalisminn“ – bók- stafstrúin eða öfgastefnan sem fylgt er í Íran stuðlar að samfélagslegri þráhyggju sem byggist á skipulögðu og lögleiddu umburðarleysi gagnvart réttindum kvenna. Skilningur bók- stafstrúarmanna á kennisetningum íslams er öfgafullur skilningur rótgróins karlveldis á öllum málum sér í hag og teygir anga sína víða. Til- raunir sijíamúslima í Írak fyrir skemmstu til að gera lagasetningar byggðar á trúartúlkunum jafnt undir höfði og hefðbundnum vestrænum lagabálkum tókust og eru farnar að hafa afgerandi áhrif á gang mála í landinu. Bókstafstrúarmenn hafa ris- ið upp og krefjast vaxandi áhrifa og valda. Skoðanir þeirra og skilningur á íslam munu móta samfélagsuppbygg- ingu í Írak til framtíðar og hafa ófyr- irsjáanleg áhrif á líf kvenna til enn frekari aðskilnaðar og viðskilnaðar frá samfélagslegri þátttöku. Mann- réttindabrot á konum hafa verið fest í sessi í enn einu ríkinu, með réttlæt- ingu trúarsetninga að vopni – og því miður með samþykki Vesturlanda! Með samþykki Vesturlanda! Hólmfríður Garðarsdóttir skrifar um íslam ’Skilningur bókstafs-trúarmanna á kenni- setningum íslams er öfgafullur skilningur rótgróins karlveldis á öllum málum sér í hag og teygir anga sína víða.‘ Hólmfríður Garðarsdóttir Höfundur er lektor í spænsku við HÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.