Morgunblaðið - 12.05.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 12.05.2004, Síða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sverrir Davíðs-son, Bláhömrum 2 í Reykjavík, fædd- ist í Ólafsvík 27. apríl 1929. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Davíð Krist- ján Einarsson, versl- unarmaður í Flatey á Breiðafirði, versl- unarstjóri og síðar kaupmaður í Ólafs- vík, f. 19. desember 1882 á Geirseyri við Patreksfjörð, d. í Borgarnesi 22. apríl 1970, og Sigríður Eyjólfsdóttir frá Sviðn- um á Breiðafirði, f. 23. júní 1886, d. 27. ágúst 1943 í Ólafsvík. Systkini Sverris eru: 1) Friðbjörg, gift Karli Hjálmarssyni, póst- og símstöðvarstjóra í Borgarnesi, aðist Sverrir soninn Pétur með unnustu sinni Svövu Pétursdótt- ur. Þeirra sambúð var skamm- vinn og ólst Pétur upp hjá móður sinni og stjúpföður, Erni Bern- höft. Pétur var við nám í Háskóla Íslands er hann lést af slysförum í London 25. september 1977, tæp- lega 23 ára. Árið 1977 hætti Sverrir sjó- mennsku og hóf störf í landi, fyrst hjá Vita- og hafnamálastofnun og síðan hjá Tollvörugeymslunni. Þar vann hann til starfsloka. Hinn 29. október 1987 kvæntist Sverrir Hildi Valdimarsdóttur, f. 15. apríl 1937, d. 3. október 1998. Foreldrar hennar voru Valdimar Valdimarsson póstfulltrúi og Sig- urbjörg Helgadóttir frá Þursstöð- um. Börn Hildar frá fyrra hjóna- bandi eru: Svafa Jóhanna, Sigurbjörn Sævar, Sína Sigríður og Valdís Hildur. Fyrir nokkrum árum eignaðist Sverrir góða vin- konu, Ásgerði Birnu Björnsdótt- ur, og urðu þau góðir vinir og fé- lagar. Útför Sverris fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. bæði látin. Þau eign- uðust fimm börn. 2) Kristín, gift Guð- mundi Ólafssyni, verslunarmanni í Reykjavík, bæði látin. Þau eignuðust fimm börn. 3) Guðrún, gift Héðni Jónssyni, versl- unarmanni í Borgar- nesi, bæði látin. Þau eignuðust tvær dæt- ur. 4) Eyjólfur, kvæntur Bertu G. Engilbertsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Sverrir lauk barna- skólanámi í Ólafsvík. Síðan var hann í kvöldskóla KFUM og Reykholtsskóla í Borgarfirði. Einnig var hann einn vetur í Sjó- mannaskólanum. Hann fór ungur til sjós. Var á fragtskipum og síð- ar á togurum. Hinn 23. nóvember 1954 eign- Elsku Sverrir minn, nú ertu farinn frá mér. Við áttum margar gleði- stundir saman. Ég minnist þess þeg- ar við fórum að veiða saman í Ölfusá, ég man að ég fylgdist með þér í fjarska þegar þú varst að setja beit- una á öngulinn. Ég spurði þig hvort þú værir að fara að veiða hákarl. Þá hlóstu dátt. Þú kastaðir færinu út í á og gekkst til mín og spurðir hvort ekki væri kominn kaffitími og ég sagði við þig: „Líttu á stöngina þína, hún er að fara út í á.“ Og við hlupum af stað og rétt náðum henni, við vor- um lengi að draga sjóbirtinginn á land en það tókst og varst þú svo montinn af stóra fiskinum þínum og fékk ég að heyra það lengi. Sverrir minn, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og strákana mína, þeir grétu mikið þeg- ar ég sagði þeim að þú værir farinn frá okkur. Ég sagði þeim að þú værir hjá englunum og Hildi ömmu og að hún hefði tekið á móti þér og þú myndir alltaf vera hjá þeim og passa þá. Ég man að þú komst í kaffi um jól- in, ég var búin að gera jólaskreytingu með piparkökum og fíneríi og var bú- in að vanda mig vel við það. Ég þurfti að skreppa frá í tvær mínútur og þeg- ar ég kem aftur inn í eldhús sé ég að skreytingin er horfin og spurði ég: „Sverrir, ertu búinn að borða skreyt- inguna mína?“ „Já,“ sagðir þú, „var þetta ekki kaffimeðlætið?“ Og við hlógum lengi að þessu. Jæja, Sverrir minn, ég kveð þig í bili, þú verður alltaf í mínu hjarta, Guð verði með þér, elsku vinur minn. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð, og þinni elskulegu vin- konu Birnu. Guð blessi ykkur öll. Þín fósturdóttir Sína. Góður og yndislegur maður er far- inn frá okkur. Sverrir var lífsglaður og gat aldrei verið kyrr á sama stað. Ég man þegar ég var lítil og var að koma í heimsókn til mömmu og Sverris, þá sátum við sjaldan heima heilan dag. Kolaportið var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Ég og mamma gátum gramsað í draslinu og Sverrir talað við alla sem hann þekkti þarna, sem voru nánast allir. Sverrir var mjög barngóður og er ég þakklát fyrir það að hann skyldi geta kynnst litlu skvís- unni minni henni Hildi Helmu. Ég man hvað hann var ánægður þegar hann heyrði að hún ætti að heita Hildur í höfuðið á mömmu heitinni. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Jæja, Sverrir minn, nú er víst kom- inn tími til að kveðja þó að það sé allt- af erfitt. Guð blessi þig og veri með þér. Valdís Hildur. Á þriðjudagsmorgun fékk ég þær sorgarfréttir að Sverrir fósturfaðir minn hefði verið lagður inn á Land- spítalann um morguninn og hefði lát- ist stuttu seinna. Fyrir um 16 árum hringdi mamma í mig og sagðist koma í heimsókn með herra sem hún hefði mikinn áhuga á. Hún vildi vita hvað mér fyndist. Og það tók okkur ekki langan tíma að finna út hversu sérstakur Sverrir var. Frá fyrsta degi var eins og Sverrir hefði alltaf verið í fjölskyld- unni. Við vorum hans fjölskylda, þó að við væru orðin fullorðin þegar mamma og hann tóku saman. Börnin mín sáu Sverri afa (eins og þau köll- uðu hann) ekki oft, því að við fluttum til Ameríku. Þegar Sverrir kom í heimsókn var mikið um að vera hér hjá okkur. Krakkarnir dýrkuðu hann. Ég hafði talað við Sverri vikuna áð- ur og hann sagði að honum liði miklu betur og væri að fara til útlanda með vinkonu sinni henni Birnu. Og ég var svo ánægð að hann gæti farið. Vil ég nota tækifærið og þakka fjölskyldu Sverris hvað þau voru góð við hann. Hann talaði oft um ykkur þegar við töluðum saman. Og Birna mín, megi guð vera með þér og styrkja í sorg þinni. Þú varst það besta sem hafði komið fyrir Sverri síðan mamma dó. Og vil ég þakka þér fyrir hvað þú varst góð við hann. Kveðja. Anny, Guðmundur, Ásta, Johann og Davíð. Við Sverrir afi virtumst stundum vera í okkar eigin heimi. Við fórum gjarna í gönguferðir þegar hann kom í heimsókn til okkar eða við til hans. Við fórum líka oft saman í sund. Þó að hann talaði íslensku og ég ensku skildum við ævinlega hvor annan. Þegar við vorum saman fundum við ævinlega hvað sambandið á milli okkar tveggja var sérstakt. Og ekk- ert hefði getað komist upp á milli okkar. Ég elskaði afa, hann var svo einstaklega góður maður, og ef mig vanhagaði um eitthvað var hann æv- inlega til staðar. Þó að hann kæmist ekki til okkar á afmælisdögum eða um jólahátíðina eða við kæmumst ekki til hans, hafði hann ævinlega hugsun á að senda okkur eitthvað sem minnti á hvað honum þætti vænt um okkur. Eða þá að hann hafði samband við okkur í gegnum síma. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, afi minn. Þitt barnabarn Davíð. Elsku afi, þá ertu farinn frá mér. Ég þakka fyrir að hafa átt þig að. Ég man eftir sex ára afmælinu mínu þeg- ar þú gafst mér nýtt hjól, ég var svo montinn. Mamma sagði mér að þegar ég var lítill hefðuð þið amma farið með mig til Þingvalla og Hveragerðis. Ég var svo lítill að ég sá ekki út um gluggann svo þú settir stóran púða undir mig til þess að ég sæi út. Það var líka gaman þegar þú fórst með okkur á KR-völl- inn og gafst okkur KR-húfur bara til þess að stríða pabba af því að hann er Valsari og hlógum við mikið. Ég kveð þig í bili, elsku afi minn. Megi englanir vera með þér. Viktor Már. Sæll, elsku afi, ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst besti afi minn, við skemmtum okkur alltaf vel saman. Þú fórst með okkur í Kolaportið og fengum við alltaf að smakka hákarl, þú varst alltaf að gleðja okkur. Þú leyfðir okkur að gista hjá þér og gafst okkur nammi og kók. Nú ætla ég að kveðja þig, afi minn, ég veit að amma tekur á móti þér. Ég sakna þín. Andri Snær. Elsku afi, það var gaman hjá okkur þegar þú komst til Spánar og við sváfum í sama herbergi. Þú gafst mér brjóstsykur þegar við fórum að sofa og svo fórst þú að hrjóta. Það var líka gaman að fara í Kolaportið með þér og líka að fá að gista hjá þér, þú varst alltaf svo góður við mig. Ég sakna þín, elsku afi minn. Kristófer Máni. Kveðja frá mágkonu Sverrir Davíðsson lést 4. maí sl. Hann var lífsglaður maður, sem kunni að njóta líðandi stundar. Vin- margur, enda skemmtilegur og haf- sjór sagna af mönnum og málefnum. Hann kom til Reykjavíkur sem ung- lingur ásamt föður sínum, var þá nýbúinn að missa móður sína. Hér var hann undir verndarvæng Krist- ínar systur sinnar og Guðmundar manns hennar á Framnesvegi 32. Oft minntist hann á hvað þau reyndust honum vel. Eiginlega held ég að bæði honum og börnum þeirra hjóna hafi fundist þau vera systkini. Þau voru Sverri einkar kær. Allir sem kynnt- ust Sverri voru sammála um að hann væri öðlingur. Hann átti sérlega auð- velt með samskipti við alla, sem hann umgekkst. Það fylgdi honum alltaf hressandi andblær, er hann leit inn á okkar heimili. Missir eiginkonunnar var honum mikið áfall, en stjúpbörnin og þeirra börn reyndust honum afar vel. Það var honum mikil gæfa að kynnast Birnu vinkonu sinni, en þau voru í ýmsu lík, full af orku og lífs- þrótti. Hann kvaddi ættingja sína og vini með höfðinglegu hófi sunnudag- inn 2. maí í tilefni 75 ára afmælis síns 27. apr. sl. Tveimur dögum síðar var hann allur. Blessuð sé minning hans. Berta. Elsku afi minn. Þá er komið að leiðarlokum. Mikið var gaman að geta komið til þín í afmælið þitt og átt með þér góða stund. Tveimur dögum seinna kvaddir þú. Minningarnar um þig eru margar. Þegar þú komst til Ólafsvíkur þá fannst mér gaman. Þá fékk ég að fara með þér að heim- sækja alla gömlu vinina þína. Eins þegar ég kom í heimsókn til þín í Reykjavík, þá byrjuðum við vanalega á því að fara í laugarnar, síðan á Kaffivagninn og rúntinn á bryggj- urnar að skoða bátana. Oft enduðum við heima hjá Birnu. Stundum fékk hún að koma með okkur. Við gerðum margt saman og áttum góðar og skemmtilegar stundir sem ég mun alltaf muna. Elsku Birna, megi guð styrkja þig. Ég vil þakka þér, afi minn, fyrir allt í gegnum tíðina. Ég bið guð að blessa minningu þína. Magnús Rafn. Lífið væri betra á þessari jörð ef það væri til fleira svo gott og vel hugsandi fólk eins og Sverrir Dav- íðsson. Það er ekki skrítið að hann væri vinmargur og vinsæll, alltaf stutt í það jákvæða þegar hann heyrði eitthvað misjafnt. Ég var lán- samur að kynnast honum allra síð- ustu ár og tókst góð vinátta með okk- ur. Það er svo einkennilegt að það sem við teljum sjálfsagt í dag getur verið búið á morgun. Þannig getur verið um margt en ekki um vináttu, hún lifir þótt vinur hverfi úr þessu jarðlífi. Sverrir var sögumaður mikill og það var ósjaldan þegar við vorum tveir uppi í veiðihúsinu við Grímsá að hann var að segja mér sögur af ævi sinni sem var alþýðleg, erfið, létt, skemmtileg og sorgleg. Það verður að segjast að það var högg fyrir mig og marga að hann skyldi kveðja þetta jarðlíf eftir viðburðaríka ævi en við jarðlifendur verðum að vinna úr því með æðruleysi líkt og hann gerði svo vel. Það er öruggt að ég held áfram að tala við þig dag hvern, vinur minn. Megir þú hvíla með öllum þínum vin- um og njóta þess allra besta eins og þú átt ríkulega skilið. Þinn vinur Egill. Elsku Sverrir minn, mér finnst leitt að hugsa um að ég muni aldrei sjá þig aftur, en maður verður bara að halda áfram lífinu með ánægju- legum minningum um þig í hjarta sér. Ég kynntist þér fyrir nokkrum ár- um, þú varst svo elskulegur og skemmtilegur strax við fyrstu kynni, að maður var nú ekki lengi að kynn- ast þér. Þú tókst okkur krakkana hennar ömmu strax að þér alveg eins og við værum þín eigin barnabörn. Þegar ég hugsa um þig sé ég þig hlæjandi þínum prakkaralega hlátri og með kátínu í augum. Þú varst allt- af svo góður og vildir allt fyrir mann gera, ég sóttist alltaf eftir návist þinni (eins og allir). Það var alltaf eitthvað að gerast hjá þér, þú áttir svo marga vini og þú vildir sinna þeim öllum, eins og þú gerðir. Þú gafst svo mikið af þér, ást og vináttu. Þú hafðir alltaf áhuga á hvernig öllum liði og þú spurðir mann alltaf hvernig gengi í skólanum eða í flautunni. Síðan stakkst þú þúsund króna seðli í vasann minn, og blikk- aðir mig. Alltaf eftir matarboð sem við héld- um voru allir orðnir svo saddir eftir matinn og gátu jafnvel ekki fengið sér eftirrétt, en ég var oftast búin að baka einhverja köku og þú vildir allt- af fá þér sneið og helst ekki minna en tvær. Ég á margar góðar minningar um þig sem sem ég mun ætíð geyma í hjarta mínu. Núna kveð ég þig og þakka þér fyrir að vera alltaf svona góður við mig. Mér þykir vænt um þig. Þín vinkona og „barnabarn“, Ösp Egilsdóttir. Elsku Sverrir minn. Nú ertu farinn frá okkur. Eftir harða baráttu við veikindin sem náðu undirtökunum seinustu jól. Þú barðist hetjulega og sýndir ávallt algert æðruleysi og mik- inn þroska sem var til fyrirmyndar. Þú varst mikill brandarakarl og góður sögumaður. Allt fram til síð- ustu stundar með okkur sagðir þú brandara og gerðir að gamni þínu. Hláturinn sem fylgdi öllum sögunum þínum var svo smitandi að þó að við hefðum ekki alltaf skilið grínið hlóg- um við okkur samt máttlaus. Þú varst barngóður og það hefði sko farið þér vel að eignast tíu börn. Þú varst líka vinamargur og alltaf var spurt um þig í fjölskylduboðum og þegar þú komst kepptust jafnt börn sem fullorðnir um að knúsa þig og kyssa. Þú passaðir þig líka alltaf á að sniðganga aldrei okkur krakkana; þú fylgdist alltaf með gengi mínu á hest- unum og fórst líka og horfðir á bolta- leiki þar sem frænkur þínar voru að spila. Svo, auðvitað, tókstu Vilhjálm Steinar með þér helst á KR-FH leiki og þá var Vilhjálmur vanur að dulbú- ast svo að FH-ingarnir tækju ekki eftir að hann væri vitlausum megin. Þú hafðir svo gaman af því að heyra hann lýsa mörkum sem hann hafði skorað og gengi hans á æfingum. Þið voruð góðir vinir og Vilhjálmur Steinar er mjög sorgmæddur yfir því að hafa misst ,,besta vin“ sinn eins og hann segir sjálfur. Afmælið þitt þennan örlagaríka sunnudag var æðislega skemmtilegt. Þar sómdir þú þér vel og það sást langar leiðir að þér leið vel, andlega. Svona vildir þú alltaf vera, í góðra vina hópi og í fínasta pússi, spjallandi um daginn og veginn, en þinn góðra vina hópur var 200 manns. Í afmælinu fengum við sem þekkt- um þig minna, að heyra ævi þína rakta í grófum dráttum og kynnt- umst þér aðeins betur. Við sáum svip- myndir úr lífi þínu og ég og Sindri Snær litli sátum saman og hann benti mér á að afi væri þarna á myndunum. Þér þótti svo vænt um að hann liti á þig sem afa, en það áttir þú alveg skil- ið. En þinn seinasti dagur rann að lok- um upp. Við vorum svo heppin að fá að koma til þín á spítalann og kveðja þig og þú gerðir að gamni þínu eins og alltaf. Þar sást best af öllu hvað þú og amma áttuð gott samband. Það sást greinilega að þið voruð í stíl og höfðuð alla tíð verið. Þið höfðuð átt yndislega kvöldstund saman og borð- að góðan mat, mér finnst það svaka- leg heppni fyrir ykkur bæði. Ég veit að þú munt alltaf vera hjá okkur og passa okkur öll. Þú munt vaka yfir ömmu og passa hana vel. Svo veit ég að þú kynnist honum afa Villa sem er þarna hinum megin og ég er alveg viss um að þið verðið góð- ir kumpánar. Þú munt halda áfram að fara á KR- leikina og í þetta skiptið tekur þú hann afa með. En ég segi bless, Sverrir minn, og Guð blessi þig. Ég þakka fyrir góðar stundir sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu, ég bið að heilsa syni þín- um og og konu og svo auðvitað afa Villa. Hafðu það gott, Sverrir, og hvíl í friði. Rósa Birna. Sverrir Davíðsson föðurbróðir minn er látinn. Ekki er hægt að segja að lát hans hafi komið okkur ættingj- um og ástvinum hans á óvart, því um nokkurt skeið var vitað hvert stefndi. Hinn 27. apríl sl. varð Sverrir 75 ára og lagði hann mikla áherslu á að halda upp á afmæli sitt á veglegan hátt með ættingjum, vinum og sam- ferðamönnum sínum. Afmælisfagn- aðurinn fór fram í Hlégarði sunnu- daginn 2. maí sl. þar sem mættir voru um 250 manns til að samfagna honum og Birnu Björnsdóttur vinkonu hans og félaga, svo og stjúpbörnum Sverr- is. Tveimur dögum síðar var hann all- ur. Sverrir fæddist í Ólafsvík og var sonur hjónanna Sigríðar Eyjólfsdótt- ur og Davíðs Kr. Einarssonar, kaup- manns í Ólafsvík. Sverrir var yngstur í röð fimm systkina sem eru nú öll lát- in nema Eyjólfur bróðir hans. Móðir Sverris lést er hann var að- eins 14 ára gamall og er ljóst að sú lífsreynsla hafði mikil áhrif á líf hans. Eftir lát móður sinnar flutti Sverrir ásamt föður sínum alfarinn frá Ólafs- vík til Reykjavíkur og bjuggu þeir feðgar síðan í mörg ár hjá Kristínu systur Sverris og manni hennar Guð- mundi Ólafssyni á Framnesvegi 32 í Reykjavík. Sjómennska varð ævistarf Sverris, fyrst á millilandaskipum og síðan á togurum héðan frá Reykjavík, sem hann var á nær óslitið til ársins 1977. Frá þeim tíma starfaði hann hjá Vita- SVERRIR DAVÍÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.