Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 38
MINNINGAR
38 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
okkar stóðu samfellt í 35 ár og voru
öll á einn veg, eftirminnileg og um-
fram allt ánægjuleg.
Hverfum vestur til Breiðafjarðar á
æskuslóðir Sverris. Um Breiðafjörð-
inn yrkir Ólína Andrésdóttir skáld-
kona eftirfarandi ljóð:
Sömu náttlaus vaka vorin,
viðir grænka, blómgast tún,
sömu gyllist sólu Skorin,
sami steypist foss af brún.
Sami blái Breiðafjörður
bárum laugar ey og strönd,
sami Snæfells virkis vörður
ver sín fögru, numin lönd.
Sverrir var einmitt fæddur á vor-
dögum vestur við Breiðafjörð, við
rætur þess Snæfells sem Ólína skáld-
kona nefnir „virkis vörð“, eða nánar
tiltekið í Ólafsvík. Þar ólst hann upp
allt til 14 ára aldurs að hann fer í at-
vinnuleit til Reykjavíkur. Ári síðar
flyst Davíð faðir hans einnig til
Reykjavíkur.
Sverrir er aðeins 14 ára þegar
móðir hans, Sigríður, féll frá 57 ára
að aldri. Fráfall hennar reyndist hon-
um erfitt. E.t.v. hefur skyndilegt og
ótímabært fráfall Sigríðar mótað líf
Sverris meira en menn gerðu sér yf-
irleitt grein fyrir.
Eftir að Sverrir og faðir hans
fluttu til Reykjavíkur áttu þeir heim-
ili að Framnesvegi 32. Þar bjuggu
þeir hjá Kristínu, systur Sverris, og
Guðmundi Ólafssyni eiginmanni
hennar, en systir hans og mágur
reyndust honum alla tíð einstaklega
vel. Þar var í raun heimili hans og
fasta athvarf allt til ársins 1977, þótt
við og við hafi hann leigt sér húsnæði
annars staðar. Fyrsta húsnæði sitt
keypti hann árið 1979 í Suðurhólum
26 í Reykjavík.
Sverrir fór að vinna fyrir sér
haustið 1943, þá aðeins rúmlega 14
ára að aldri. Fyrstu árin vann hann
almenna verkamannavinnu í Reykja-
vík en árið 1947, þegar Sverrir er 18
ára, hófst sjómannsferill hans, sem
átti eftir að standa samfellt í 30 ár,
auk tilfallandi sjómennskustarfa síð-
ar.
En hvers vegna kaus Sverrir sjó-
mannsstarfið? Var það uppeldið í
sjávarþorpi og nábýlið við sjóinn og
sjósókn sem varð til þess að hann
gerðist sjómaður? Þeirri spurningu
svaraði hann eitt sinn að svo hefði alls
ekki verið. Það var eðlislæg útþrá,
löngun til þess að sjá heiminn og
kynnast lífi og störfum í öðrum lönd-
um sem mótaði viðhorf hans til fram-
tíðarstarfsins. Eina leiðin til þess að
uppfylla þessa þrá var að fara á sjó-
inn, helst á millilandaskip.
Frá upphafi líkaði Sverri afar vel á
sjónum og lengi framan af hugleiddi
hann ekki að leita að öðru starfi.
Sjómannsferill hans hófst á
strandferðaskipinu Súðinni skömmu
eftir 18 ára afmælið árið 1947.
Fyrsta verkefni hans til sjós var
flutningur á síld úr Hvalfirði til Siglu-
fjarðar og Seyðisfjarðar, en mikil
síldveiði var í Hvalfirði um það leyti.
Frá hausti 1948 var hann á milli-
landaskipum Sambandsins og þar
rættist draumur ungs manns, að fá
tækifæri til að skoða heiminn.
Á þessum árum kom hann til fjöl-
margra landa, lengsta úthaldið stóð í
rúmt ár, en þá er hann á leiguskipi
sem sigldi á milli Bandaríkjanna og
Suður-Ameríku.
Næsta tímabil er togarasjó-
mennska, sem hefst árið 1956 á
togaranum Pétri Halldórssyni frá
Reykjavík. Næstu tuttugu árin var
Sverrir á ýmsum togurum. Á þessum
árum var það mjög algengt að siglt
væri með aflann, oftast til Englands
eða Þýskalands.
Ef siglt var beint, eftir að fullfermi
var náð, gat útivistin orðið æði löng.
Lengsti túrinn var 110 dagar. Þá var
skip hans að veiðum við Vestur-
Grænland og var aflinn saltaður jafn-
óðum og síðan seldur í Danmörku.
Aðeins einu sinni var farið í land á
Grænlandi til þess að taka vatn og
salt.
Á árunum 1975–1977 voru veikindi
farin að segja til sín hjá honum. Hann
reyndi því fyrir sér með vinnu í landi
og var um tíma í byggingarvinnu í
Borgarnesi og með brúarvinnuflokki
á Mýrum.
Í Borgarnesi átti hann athvarf hjá
systrum sínum tveim, þeim Guðrúnu
og Friðbjörgu. Á þessu tímabili var
hann oft til heimils á „Símstöðinni“
hjá Friðbjörgu systur sinni og manni
hennar Karli Hjálmarssyni.
Árið 1977 lét Sverrir af sjómennsk-
unni og fór að vinna hjá Vita- og hafn-
armálastofnun. Á þessum tímamót-
um í lífi hans, við leit að nýju starfi og
í baráttu við veikindi, naut hann
dyggilegrar aðstoðar Eyjólfs bróður
síns og bjó um skeið hjá honum og
Bertu Guðrúnu Engilbertsdóttur
konu hans.
Alltaf blundaði þó hjá honum sú
löngun að fara aftur til sjós og reyndi
hann fyrir sér á vitaskipi og á milli-
landaskipum Hafskipa.
Árið 1985 hættir hann endanlega á
sjónum og fer að vinna hjá Tollvöru-
geymslunni. Þar var hann samfleytt í
12 ár eða þar til í ágúst 1997.
Tvívegis lenti Sverrir í verulegum
lífsháska á sjó. Fyrra atvikið átti sér
stað fyrsta sumarið hans á sjó þegar
Súðin, sem var í síldarflutningum
norður í land, var nærri farin í ofsa-
veðri út af Vestfjörðum. Slíkt hlýtur
að hafa verið mikil lífsreynsla fyrir 18
ára pilt.
Í annað skipti lenti hann í alvar-
legum sjávarháska á togaranum
Pétri Halldórssyni frá Reykjavík, en
það var í febrúar 1959. Skipið hafði
verið á veiðum við Grænland og á Ný-
fundnalandsmiðum og var komið með
fullfermi af karfa og undirbjó heim-
för. Þá skall á ofsaveður, líkast felli-
byl. Ísing hlóðst á skipið og horfur
voru slæmar. Það varð þeim til bjarg-
ar að áhöfninni tókst að berja mesta
ísinn jafnóðum af skipinu, en litlu
munaði að ekki hefðist undan. Óveðr-
ið stóð samfellt í tvo sólarhringa. All-
an tímann barðist skipshöfnin við ís-
ingu og óveður upp á líf og dauða.
Fleiri íslensk skip voru á Nýfundna-
landsmiðum í þessu ofsaveðri. Eitt
þeirra fórst með allri áhöfn.
Sverrir var félagslyndur og naut
þess að vera innan um fólk og vera
stöðugt á ferðinni. Hann átti sérstak-
lega auðvelt með að kynnast fólki og
kom sér ávallt vel, var vinsæll og eft-
irsóttur félagi og samferðamaður.
Hann var hraustmenni og fús til allr-
ar vinnu enda eftirsóttur til allra
starfa. Alls staðar þar sem Sverrir
var þar var líf og fjör. Jafnframt var
hann myndarlegur, geislandi af fjöri
og með óvenjulega persónutöfra.
Ekki má gleyma þeim þætti í fari
Sverris sem snýr að börnum og ung-
mennum. Systkinabörn hans minnast
þess æðimörg að oft kom Sverrir
frændi færandi hendi úr erlendri
höfn með góðgæti eða aðrar gjafir
sem glöddu eftirminnilega, ekki hvað
síst þar sem oft var um að ræða góð-
gæti eða varning sem ekki var fáan-
legur hér á landi. Hugulsemi við börn
og unglinga er hjartalag sem er mik-
ils virði. Auk systkinabarnanna þá
hygg ég að börn Hildar heitinnar,
eiginkonu hans, hafi t.d. kynnst þessu
vel og kunnað að meta.
Sverrir var óvenju vinmargur.
Hann hélt alla tíð sambandi við góð-
vini og kunningja frá öllum skeiðum
ævinnar og stundum finnst manni að
sú fyrirhöfn, sem hann lagði í að
rækta og viðhalda sambandi sínu við
félagana, væri á við stífustu vinnu.
Sverrir fékk að kynnast andbyr og
mótlæti á lífinu, t.d. við missi ástvina
og í veikindum. En þá komu eðlislæg-
ir eiginleikar hans vel í ljós og léttu
honum róðurinn við að vinna sig út úr
andstreyminu. Segja má að jafnframt
hafi búið í honum seigla breiðfirska
sjómannsins, að gefast ekki upp og
taka með æðruleysi því sem að hönd-
um bar. Síðustu ár átti Sverrir því
láni að fagna að eignast vin og góðan
félaga, Birnu Björnsdóttur. Hún
reyndist Sverri einstaklega vel, ekki
síst í veikindum hans síðustu mán-
uðina. Ættingjar og vinir Sverris eru
Birnu afar þakklátir fyrir umhyggju-
semi hennar við hann.
Ættingjum og vinum eru færðar
innilegar samúðar kveðjur.
Árni Snæbjörnsson.
Sverrir Davíðsson frændi minn og
vinur er látinn. Aðeins tveimur sólar-
hringum eftir fádæma rausnarlega
75 ára afmælisveislu sem hann hélt
250 ættingjum og vinum 2. maí í Hlé-
garði í Mosfellsbæ.
Þessi samkoma verður lengi í
minnum höfð hjá öllum sem þar voru
viðstaddir, gestum og gestgjöfum.
Veglegar veitingar voru frambornar,
viðmót veisluhaldara með afbrigðum
vinsamlegt, gestir voru glaðir og kát-
ir og nutu þess að sjást og ræða sam-
an, enda flestir kunnugir, vinir og
vandamenn. Árni Ísleifsson, hinn frá-
bæri píanisti, lék falleg lög. Afmælis-
drengurinn lék á als oddi og tók á
móti gestum af sinni alkunnu alúð og
hlýju og virtist þykja vænt um hve
vel var mætt í fögnuðinn.
Árni Snæbjörnsson vinur Sverris,
giftur systurdóttur hans, fór yfir lit-
ríkan æviferil hans í hreinskilni og
gamansemi, og kannaðist ég við mörg
minningabrotin, þar sem við Sverrir
áttum samleið. Sú saga verður vart
betur sögð, hvorki sem ævisaga né
minningargrein.
Í veislulokin þegar Sverrir hafði
drukkið sinn síðasta kaffibolla,
þyrmdi yfir hann af þreytu og spenn-
ingi. Tveim dögum síðar var hann all-
ur. Vinir hans þakka samferðina af
alhug og kveðja hann með söknuði.
Ég rek ekki ættarsögu Sverris hér,
en hann er kominn af breiðfirskum
og vestfirskum sægörpum og bænd-
um, en ætla að rifja lítillega upp
kynni okkar og samveru. Sverrir fór
snemma að vinna fyrir sér, og var það
sjórinn sem kallaði. Innan við tvítugt
fór hann á skip SÍS í millilandasigl-
ingar víða um höf, bæði austan hafs
og vestan. Vorum við þá samskipa í
nokkur ár. Sverrir var afbragðs dug-
legur sjómaður og vel liðinn af yfir-
mönnum og áhöfn. Stundum var
gleðin hátt á lofti í erlendum stór-
borgum hjá ungum mönnunum og
margs að minnast frá þeim tíma. Eft-
ir samveru okkar til sjós fór Sverrir á
önnur skip, enda var sjómennskan
hans aðalstarf um ævina. Blés þá oft
ótæpilega á kall og átti hann í
strangri baráttu við vínkonunginn
sem hann svo sigraði glæsilega með
ótrúlegu viljaþreki fyrir tugum ára.
Seinna lágu svo leiðir okkar saman
aftur. Þá vorum við samstarfsmenn í
Tollvörugeymslunni í Reykjavík árið
1980 og nokkur ár þar á eftir. Var
dugnaður hans og hreysti þá óskert,
og kom hann sér vel á þeim vinnustað
hjá stjórnendum og starfsmönnum
öllum sem fyrr.
Sverrir var sannur KR-ingur og
sýndi hann það verki og stuðningi við
félagið alla tíð. Það kunnu fé-
lagsmenn svo sannarlega að meta og
sýndu honum verðugan sóma og vel-
vild í hvívetna . Í margumrædda af-
mælisveislu fjölmenntu þeir. Ég á
eftir að sakna hans á KR-pöllunum í
sumar.
Sverrir Davíðsson var óvenju vin-
margur maður einsog glöggt mátti
sjá við mætinguna í hans seinasta af-
mælisboði. Menn úr öllum stéttum
þjóðfélagsins voru vinir hans og sum-
ir ævilangt. Var það drengskapur
hans og hjartalag sem því réðu.
Seinustu árin átti Sverrir Birnu
Björnsdóttur kaupkonu að vin og var
það þeirra beggja gæfa og gleði.
Ingólfur Viktorsson
loftskeytamaður.
Nú styttist í að Íslandsmótið í
knattspyrnu hefjist, KR-völlurinn iði
af lífi og dyggir stuðningsmenn liðs-
ins flykkist á völlinn. Einn skugga
ber þó þar á, Sverrir Davíðsson er
horfinn á braut til feðra sinna. Hann
lést á Landspítalanum við Hring-
braut hinn 4. maí síðastliðinn. Sverris
verður sárt saknað á KR-vellinum í
sumar.
Það skapaðist með okkur Sverri
góð vinátta þegar hann var starfs-
maður Tollvörugeymslunnar og ég
fulltrúi Tollstjórans í Reykjavík. Þar
var oft glatt á hjalla og sköpuðust oft
líflegar umræður um félagið okkar
góða sem var Sverri svo hjartfólgið.
Oft var mikið annríki hjá starfs-
mönnum Tollvörugeymslunnar en
Sverrir leysti sitt starf af trú-
mennsku og alúð, hann var hvers
manns hugljúfi og aldrei var langt í
brosið og léttleikann sem einkenndi
hann.
Það er með söknuði sem ég kveð
þig, Sverrir minn, ég veit að þú fylg-
ist með okkur á vellinum í sumar þó
aðúr annarri átt sé. Ég sendi ættingj-
um hans hugheilar samúðarkveðjur.
Góður Guð styrki ykkur í sorginni.
Ég þrái sól og sumar
og syrgi lífsins dóm:
að endar sérhver sumartíð
og sölna vorsins blóm.
En frostið hefir hlerað
og heyrt þá duldu þrá
og málað helköld hélublóm
í hljóði gluggann á.
(Örn Arnarson.)
Björgvin V. Björgvinsson.
Kæri vinur, ég fékk þær leiðilegu
fréttir út á sjó að þú værir farinn frá
okkur. Mér fannst svo gott að vita af
þér heima. Ég vissi hvað þú varst
góður við Sínu og strákana mína.
Sverrir minn, ég vil þakka þér fyrir
allt og minningu þína geymi ég í
hjarta mínu. Guð blessi þig, kæri vin-
ur.
Axel Hilmarsson.
Í dag er kvaddur einn af glæsileg-
um fulltrúum Kollsvíkurættar Sverr-
ir Davíðsson. Var nýbúinn að fagna
75 ára afmæli sínu með ættingjum og
vinum. Tveimur dögum síðar er
Sverrir látinn. Það sýnir hvað lífið er
hverfult. Okkar kynni hófust árið
1971 þegar ég var háseti á m/s Detti-
fossi. Í landlegum heimsótti maður
vini sína. Einn af vinum mínum var
Jóhannes Oddsson, Jói í glerinu hjá
Agli Vilhjálmssyni. Jóa Odds kallaði
ég stóra bróður Sverris. Þar hófust
okkar kynni.
Þegar Sverrir kom af sjónum og
var ekki búinn að fá greiðslu upp í
túrinn, vantaði hann þúsundkall. Allt-
af var hann Jói Odds tilbúinn að lána
honum. Og alltaf borgaði Sverrir.
„Traustari mann finnur maður ekki á
hverju strái,“ sagði Jói við mig. Við
Sverrir höfum báðir ætíð búið nálægt
hvor öðrum, nú síðast bjó hann í
skipslengd frá mér. Alltaf þegar mað-
ur hitti hann, hvort það var á förnum
vegi eða í kaffivagninum á laugardög-
um eða sunnudögum þá var alltaf
spurt: „Hvernig hefur þú það, vin-
ur?“ Þessa hlýju og vináttu hafði
hann til að bera. Endir á samtalinu
hjá okkur var alltaf þessi setning:
„Ég bið að heilsa frænku.“ Það er
konan mín af sömu ætt og hann sjálf-
ur, Kollsvíkurætt.
Kaffivagninn um helgar var
ógleymanlegur þegar félagarnir hitt-
ust í horninu sem snýr út að götu. Þar
komu vinir hans saman um helgar og
ræddu málefni líðandi stundar og var
skipst á skoðunum. Það var laugar-
dagsmorguninn 8. maí í fögru sum-
arveðri að ég fór í vagninn. Þar sátu
félagarnir daufir. Það var eins og
beðið væri eftir Sverri, hann vantaði.
Þessi helgi var ekki eins góð og
helgin á undan, þar vantaði einn í
hópinn af kaffifélögum. Því verður
ekki leynt, það skarð verður vand-
fyllt. Snyrtilegri, traustari og þægi-
legri maður en Sverrir er vandfund-
inn.
Að lokum, kæri vinur, þökkum við
þér vináttu, kærleika og hlýju í gegn-
um árin. Megi guð umvefja þig kær-
leika og hlýju. Við vottum aðstand-
endum Sverris Davíðssonar samúð
okkar í sorginni. Megi guð vera með
ykkur.
Jóhannes Oddsson,
Jóhann Páll Símonarson.
Okkur systkinin og fjölskyldur
okkar langar að minnast Sverris
Davíðssonar með nokkrum orðum.
Við kynntumst honum fyrir fjórum
árum þegar náinn vinskapur tókst
með honum og móður okkar. Sverrir
kom til dyranna eins og hann var
klæddur, hressilegur, einlægur og
kíminn. Hann var þeim eiginleikum
gæddur að hann laðaði fólk að sér og
sú varð raunin með okkur systkinin
og fjölskyldur okkar. Hann var sér-
lega barngóður og ræktarlegur í sér
og ekki síst sýndi hann yngstu börn-
unum mikinn áhuga og fylgdist með
þeim í leik og starfi. Varð hann því
fljótt afi í hugum þeirra.
Kærleiksríkur vinskapur mömmu
okkar og Sverris gladdi okkur systk-
inin. Má með sanni segja að þau hafi
einsett sér að lifa lífinu lifandi saman.
Sjaldan leið sá dagur að þau hefðu
ekki eitthvað á prjónunum, annað-
hvort tvö ein eða í góðra vina hópi,
enda vinamörg og frændrækin með
afbrigðum. Þau voru aufúsugestir á
heimilum okkar systkinanna og var
sérstaklega gaman að fá þau í mat,
því Sverrir var matmaður mikill.
Sverrir hafði sérstaklega góða
nærveru, hann var skemmtilegur,
sögumaður góður og sá jafnan það
besta í fari samferðamanna sinna.
Hann var líka ótrúlega mannglöggur,
minnugur og áhugasamur um menn
og málefni. Það var segin saga þegar
einhvern bar á góma að Sverrir vissi
deili á viðkomandi og gat rakið ættir
hans marga ættliði aftur í tímann, og
gjarnan fylgdu ein eða tvær góðar
sögur með í kaupbæti.
Við systkinin erum sammála um að
lífsgleði hans og kraftur var einstak-
ur og lét hann hvorki aldur né heilsu
aftra sér frá því að njóta hvers dags.
Hann tók veikindum sínum af æðru-
leysi og ætíð horfði hann fram á veg-
inn.
Við kveðjum Sverri með söknuði
og þökkum fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum með honum.
Við heiðrum minningu þína, kæri
Sverrir. Guð geymi þig og varðveiti.
Björn, Margrét,
Guðbjörg, Vilhjálmur Þór
og fjölskyldur.
Okkur langar til þess með nokkr-
um fátæklegum orðum að kveðja
góðan vin, sem nú er fallinn frá. Það
sannaðist hið forkveðna sunnudaginn
2. maí, að oft er stutt milli hláturs og
gráts, er fjölmenni fagnaði Sverri á
75 ára afmælisdegi hans í Hlégarði.
Það kom því sem reiðarslag er hann
tveimur dögum síðar var allur.
Leiðir okkar lágu saman í AA-sam-
tökunum í 27 góð ár. Sverrir var sér-
stakur persónuleiki, mikil félagsvera,
alltaf tilbúinn til að vera með ef eitt-
hvað stóð til, hafði mikla frásagnar-
gleði og gaman af að segja frá ýmsum
uppákomum úr lífshlaupi sínu. Ófáar
skemmtilegar stundir áttum við með
honum við frágang eftir fundina í
Neskirkju. Bar þá KR oft á góma, en
hann var mikill stuðningsmaður KR
og fór nánast á alla leiki þeirra, hvort
sem var á heimavelli eða úti á landi.
Sverrir var sannur vinur vina sinna
og erum við stoltir af því að vera í
þeim hópi.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta
því sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Strákarnir í kaffinu.
Sverrir var einn af þeim sem heilsa
með báðum höndum, fyrst hvarf
hönd manns í lófa hans og svo klapp-
aði hann með hinni hendinni ofaná.
Hann var gæddur karlmannlegum
þokka sem var gerður úr hlýju og
trausti; karlmennskan felur það í sér
að gangast við sjálfum sér, skorast
ekki undan, ég hefði treyst honum til
að sigra ísbjörn og láta ísbjörninn
sigra sig. Karlmennsku sína sveipaði
hann barnslegri lífsgleði sem hann
bar einsog kápu á öxlunum. Gleði
Sverris hafði alltaf í sér vott af undr-
un sem kannski er kjarni gleðinnar.
Ég varð svo glöð þegar hann bauð
mér í afmælið sitt og ætlaði að lesa
ljóð honum til heiðurs. Hann hafði
gaman af því að vera heiðraður þótt
hann tæki því feimnislega þegar
maður sagði eitthvað fallegt við hann
en hló svo einsog maður hefði sagt
einhverja vitleysu sem nokkurt vit
var í. Sverrir var töffari, hafði bæði
sjarma og stæl einsog sagt er, blik í
auga sem speglaði elsku og áhuga á
fólki en líka íhygli heimsmannsins
sem sér lífið utanfrá. Ég er þakklát
fyrir hvað hann var alltaf hlýr og
góður við mig, hlýja hans hafði ein-
hvernveginn svo stóran radíus, og
þegar ég sakna hans þá hugsa ég um
höndina mína í höndum hans; og hlát-
urinn.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir.
SVERRIR
DAVÍÐSSON