Morgunblaðið - 12.05.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 12.05.2004, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 39 Fallinn er í valinn hetjan aldna, Ágúst Benediktsson frá Hvalsá, á eitthundr- aðasta og fjórða aldurs- ári. Hann gleymist þeim ekki sem í æsku kynntust hon- um. Fas hans allt og framkoma bar vitni mikilli hlýju og öryggiskennd. Handtakið var sterklegt og andlits- svipurinn glaðlegur. Á æskuárum mínum bjó hann í næsta nágrenni við undirritaðan, orðlagður fyrir dugn- að, lagvirkni og framtakssemi. Það var hefðbundinn búskapur á Hvalsá með sauðfé, kýr og hross. Túnið var lítið svo mikinn heyfeng þurfti að sækja á engjar. Það þótti hvergi neitt tiltökumál á þeim árum. En hvert vor var unnið af kappi við að auka ræktunina og ekki dregið af sér. Vélbát átti hann þegar ég man fyrst eftir mér, það gat verið stutt á góð fiskimið bæði með línu og hand- færi aflinn hefur á stundum verið notadrjúgt búsílag. Þá gat veiði á rauðmaga og grásleppu heppnast vel og gefið nokkuð í aðra hönd. Eitt var óbrigðult, alltaf var öllum í sveitinni gefinn fyrsti aflinn úr rauðmaga- netunum og oft kom önnur sending síðar ef þokkalega veiddist. Þeim hjónum var ljúft að gefa og gera fólki greiða. Ágúst átti skektu, sem hann lánaði bændum til að fara með hand- færi og ná sér í afla í soðið, að sjálf- sögðu án endurgjalds. Til voru þeir sem sögðu að á ÁGÚST BENEDIKTSSON ✝ Ágúst Benedikts-son fæddist í Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu 11. ágúst 1900. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 16. apríl. Hvalsá væri efnahagur góður. Hugsanlegt er að svo hafi verið en víst er að mikil vinna, út- sjónarsemi og óbilandi kjarkur var aflið sem vagninn dró. Ágúst var mikið í flutningum bæði með fólk og varn- ing til verslunarstað- anna í nágrenninu, einkum yfir vetrartím- ann og allt fram um 1960 eða lengur þegar samgöngur á landi höfðu verið bættar og nokkur þjónusta við vegfarendur hófst, en fyrir því hafði Ágúst barist ásamt mörgum öðrum. Oftast hygg ég að farið hafi verið til Hólmavíkur en einnig til Óspakseyr- ar og Drangsness. Nú kann einhver að álykta, sem ekki þekkir til að Ágúst hafi fæðst með silfurskeið í munni, en svo var nú ekki. Ég vona að enginn sé svo harðbrjósta að telja fullgott barni það sem hann mátti sætta sig við í æsku, en um sjö ára aldurinn var hann sendur í fjarlæga sveit til móðurbróður síns til að gæta kvíaáa. heilt sumar, oft með léttan malpoka. Þá mörgu daga blandast tár regni. Með honum var drengur honum lítið eldri. Þessu lík voru mörg æskuár hans. Ekki var mann- vonsku foreldranna um að kenna, að- stæður fólks voru einfaldlega ekki betri en þetta fyrir tæpum 100 árum. Þetta er á þeirri tíð þegar fátt eða ekkert gekk fremur guðlasti næst en að fara illa með mat. Líf fjöldans á þeirri tíð var samfellt strit og óttinn við skortinn var aldrei langt undan. Það virðist alveg hafa gleymst að segja ungu fólki frá þessari baráttu afa þeirra og ömmu fyrir matbjörg- inni. Ágúst sagði stundum frá þessu en án beiskju. Honum var alla tíð umhugað um að kjör fólks bötnuðu, hann hvatti ungt fólk til athafna og lagði því lið þegar færi gafst. Sjálfs- ímynd margra styrktist við uppörv- un frá honum og það fór að líta á sig sem samfélagsverur. Þegar vágestur margra bænda, mæðiveikin, hafði verið yfirunnin um miðja öldina fyllt- ust menn bjartsýni um að betri tíð væri í vændum og það gekk eftir. Hófust nú byggingaframkvæmdir til sveita. Ágúst lagði mörgum lið og hafði á hendi umsjón með mörgum byggingum. Enn sér merki handa- verka hans. Heima hjá sér byggði hann allt upp bæði íbúðarhús og fyr- ir allar skepnur, glæsilegar bygging- ar á þeirra tíma mælikvarða. Ágúst var sterkbyggður og heilsu- góður. Hann eignaðist góða konu og ég tel að sambúð þeirra hafi verið farsæl. Þau eignuðust sjö syni. Odd- hildur móðir Ágústs var hjá þeim hjónum allt þar til hún lést 1963. Bænir hennar hafa án vafa verið heimilislífinu til heilla. Það var lán yfir lífi hans lífi, sem var að mörgu leyti eftirbreytnivert. Sumum fannst hann á stundum fara af meira kappi en æskilegt væri en allt blessaðist honum. Ég tel að hann hafi ekki átt sér öfundarmenn, framkoma hans öll var án tilgerðar. Hann unni leikjum og glaðværð og fann sig vel innan um fólk, börnum og unglingum líkaði vel við hann. Um ár er liðið síðan kona, sem fædd er 1960 rifjaði upp þann tíma þegar Gústi á Hvalsá var að dansa við hana „og hinar litlu stelp- urnar“ í samkomuhúsinu í Stóra- Fjarðarhorni. Ætli aldursmunurinn hafi ekki verið rúm 60 ár. Orðið kyn- slóðabil var óþekkt til sveita fyrir 40 árum. Ágúst unni kirkju sinni á Kolla- fjarðarnesi og lét sér annt um allt kirkjulegt starf. Það stækkar hans minningamynd þegar hugsað er til hinna mörgu nú til dags sem nánast hafna allri erfiðisvinnu. Ég tek mér þann rétt að þakka fyrir það mikla og óeigingjarna starf, sem hann vann þessari byggð. Blessuð sé hans minning. Guðfinnur S. Finnbogason, Miðhúsum. Kæru vinir, hjartans þakkir til allra þeirra, nær og fjær, sem studdu mig og börnin í raunum okkar vegna fráfalls KÁRA ÁSTVALDSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Annetta Maria Norbertsdóttir, Guðbjörg og Vilmundur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR I. KRISTJÁNSSON húsasmíðameistari, Miðleiti 5, Reykjavík, lést miðvikudaginn 5. maí. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarsjóð Oddfellowstúkunnar nr. 5 Þórsteinn, I.O.O.F. Minningarkort fást hjá ABG ehf, Njálsgötu 64, sími 552 3780, netfang abg@simnet.is . Unnur Runólfsdóttir, Runólfur Grétar Þórðarson, Sigríður Lúðvíksdóttir, Kristján Þórðarson, Dóra Kristín Halldórsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Kristinn M. Kristinsson, Margrét Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNVÖR S. GÍSLADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Dalbraut 18, sem lést aðfaranótt miðvikudagsins 5. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 13. maí kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag vangefinna, s. 551 5941. Friðjón B. Friðjónsson, Svana Runólfsdóttir, Jón S. Friðjónsson, Margrét Kristjánsdóttir, Gísli J. Friðjónsson, Hafdís Alexandersdóttir, Jórunn Friðjónsdóttir, Thor Thors, ömmubörn og langömmubörn. Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BELLU KRISTÍNAR ÓLADÓTTUR, Hraunbæ 103, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. maí kl. 15.00. Freysteinn Gíslason, Óla Kristín Freysteinsdóttir, Þorgrímur Jónsson, Gísli Björgvin Freysteinsson, Margrét S. Traustadóttir, Bella Freydís Pétursdóttir, Gunnar Örn Arnarson, Jón Fannar Þorgrímsson, Kristín Fanney Þorgrímsdóttir, Freysteinn Gíslason, Bjarni Gíslason, Sigmar Ingi Gíslason, Björgvin Gíslason, Þorkell Pétursson, Guðrún Eiríka Snorradóttir og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, GÍSLI DAGSSON, Vesturbergi 50, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 2. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast Gísla, er vinsamlega bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Margrét Sigvaldadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, HARALDUR B. GUÐMUNDSSON, Fornhaga 22, Reykjavík, sem lést mánudaginn 3. maí, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 14. maí kl. 13.30. Valdís Guðrún Þorkelsdóttir, Guðrún V. Haraldsdóttir, Guðlaugur H. Jörundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS JÓHANNSSONAR, Vitastíg 9a, Reykjavík. Kjartan Kristinsson, Ólöf J. Guðmundsdóttir, Þórður Kristinsson, Edda Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HALLA EYJÓLFSDÓTTIR frá Ólafsvík, Safamýri 56, sem lést miðvikudaginn 5. maí, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 13. maí kl. 13.30. Hörður Sigurvinsson, Eyjólfur V. Harðarson, Sigþrúður I. Sæmundsdóttir, Hulda Harðardóttir, Anna Sess. Harðardóttir, Ólafur Harðarson og barnabörn. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.