Morgunblaðið - 12.05.2004, Side 44

Morgunblaðið - 12.05.2004, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk Lalli lánlausi © LE LOMOMBARD VEÐUR- TEPTUR SNJÓR LÆSTI MIG ÚTI ER ENGINN SEM GETUR BJARGAÐ MÉR?! MAÐUR VEIT ALDREI HVAÐ KETTIR ERU AÐ HUGSA ÞAÐ ER RÉTT. VIÐ ERUM MJÖG FLÓKNAR VERUR ÉTA. SOFA. ÉTA. SOFA. ÉTA. SOFA. ÉTA. SOFA.ÉTA ÞÚ HEFUR EITTHVAÐ BREYST ERTU BÚIN AÐ GRENNAST? AUÐVITAÐ... ÞÚ ERT TÓM!! GOTT KVÖLD HERRA HÆ ER ALLUR BEKKURINN KOMINN? JÁ OG ÉG GERÐI ENN BETUR. ÞEGAR LALLI ÁKVEÐUR AÐ GERA EITTHVAÐ ÞÁ ER ÞAÐ ALDREI ILLA GERT ÉG FANN GÖMLU NEMENDUR ÞÍNA. ÞAÐ VILDU ALLIR VERA HJÁ ÞÉR Í KVÖLD GAMAN AÐ SJÁ ÞIG GUNNAR! NEMA SÁ SEM ER Í FANGELSI. HANN FÉKK EKKI LEYFI GOTT KVÖLD HERRA MANSTU EFTIR MÉR? KÁRI! ÞÚ VARST ALLTAF AÐ SKAMMA MIG ÉG VEIT EKKI HVERNIG ÉG Á AÐ... JÚ ANNARS, ÉG VEIT GLEÐILEG JÓL HERRA LÚÐVÍK!! ÉG HELD AÐ MAMMA ÞÍN HEFÐI VERIÐ HREYKIN AF ÞÉR EN HÚN ER ÞAÐ ÉG HELD AÐ HÚN HAFI ALDREIVERIÐ EINS SNORTIN BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIRHUGAÐ er, að fram fari nú í sumar einhvers konar atkvæða- greiðsla meðal landsmanna um að velja það, sem einhverjum hefur dottið í hug að kalla »þjóðarblóm«. Þrjú eða fjögur ráðuneyti hafa tekið að sér að sinna þessu eina máli og að auki fengið höfuðstöðvar Land- verndar í Reykjavík til þess að sjá um daglegan framgang verkefnisins. Með öðrum orðum hér er ekkert til sparað. Höfundur þessa pistils er mjög tómlátur um þetta mál, en leyfir sér engu að síður að koma með fáeinar ábendingar. Fyrst er að nefna, að »þjóðarblóm« er illa valið. Blóm hef- ur ákveðna merkingu í grasafræði, og táknar aðeins þann hluta plöntu, sem annast æxlun hennar. Í skáld- skaparmáli er blóm (blómstur) á stundum reyndar notað um plöntuna alla (pars pro toto) og einnig er það haft um afskornar plöntur eða potta- plöntur, sem fólk kaupir sér til ynd- isauka. Þá bera alls ekki allar plöntur blóm. Miklu betra hefði verið að kalla þetta þjóðarplöntu, og að loknu vali væri ljóst, hvort um væri að ræða þjóðarjurt eða þjóðartré. Það er heldur angursamt, að ráðu- neyti skuli standa fyrir svona kolvit- lausri notkun orðs. Í annan stað geta menn strax getið sér nokkuð til um, hvaða tegundir helzt koma til greina. Algengar og áberandi tegundir um land allt eru ekki ýkja margar. Þá er grasafræði- þekking ekki mikil meðal þjóðarinn- ar, því miður, og svo mun miklu ráða, hvaða tegundir standa í blóma, þeg- ar allsherjar-valið fer fram. Yfirleitt er tíminn nokkuð langur á milli blómatíma túnfífils og eyrarósar, lambagrass og aldinþroska klófífu, svo að dæmi sé tekið. Þá þarf ef til vill að huga að því líka, að aðrar þjóðir hafa þegar valið sér einkennisplöntu. Sem dæmi má nefna, að Samar hafa valið holtasól- ey sem þjóðartákn. Í stað þess, að þjóðin öll fari að velja úr því, sem hún þekkir ekki nema að takmörkuðu leyti, væri kannski ráð, að hver fjórðungur eða hvert sveitarfélaga stæði fyrir slíku vali. Þá þyrfti alls ekki að velja al- gengustu tegundina, heldur miklu heldur þá, sem er einkennandi fyrir hvert svæði. Þannig geta Austfirð- ingar valið bláklukku (fingurbjörg), sjöstjörnu eða gullsteinbrjót; Vest- firðingar melasól, stóraburkna eða skollaber, Norðlendingar bláklukku- lyng, birkifjólu eða blástjörnu, svo að fátt eitt sé nefnt. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um tegundir, sem eru algeng- ar í þessum landshlutum. Einnig kemur til greina, að smærri byggð- arlög veldu sér einkennisplöntu. Með því móti væri vakin athygli á til- tölulega sjaldséðum tegundum, sér- stökum vaxtarstað eða nytja- plöntum. Af slíkum tegundum er ærið nóg (vatnsnafli, sóldögg, kross- jurt, brenninetla og stúfa) og þá fæli valið í sér ákveðinn tilgang. ÁGÚST H. BJARNASON, doktor í grasafræði, Laugateigi 39, 105 Reykjavík. Þjóðarblóm – hvað er það? Frá Ágústi H. Bjarnasyni: Morgunblaðið/Kristinn ÍSLAND er ein af hinum staðföstu eða viljugu þjóðum! Þetta segir rík- isstjórn Íslands. Ríkisstjórn Íslands vill að við, Íslendingar, séum þjóð sem fer fram með stríði á hendur annarri þjóð. Ríkisstjórn Íslands vill að við, Íslendingar, séum þjóð sem ræðst á aðrar þjóðir. Ríkis- stjórn Íslands vill að við, Íslend- ingar, séum þjóð sem pyntar fólk. Ríkisstjórn Íslands vill að við, Ís- lendingar, tökum þátt í því að drepa saklaust fólk. Þetta er það sem stjórnvöld á Íslandi eru búin að gera þjóðinni. Ísland studdi innrás í Írak fyrir rúmu ári. Það var gert í algjörri óþökk þjóðarinnar. Nú hefur komið í ljós að þær ástæður sem gefnar voru fyrir innrásinni voru staðlaus- ar. Engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak, engar vísbendingar um að Saddam Hussein hafi tengst al-Qaeda og svo framvegis. Nú eru líka að koma í ljós glæpir sem við, Íslendingar, höfum framið gagnvart Írökum. Hermenn, bæði bandarískir og breskir, hafa orðið uppvísir að hræðilegum misþyrm- ingum á íröskum föngum. Fangarn- ir hafa verið svívirtir, pyntaðir og smáðir. Það eru misgjörðir sem hvíla núna á Íslendingum. Her- mennirnir sem frömdu þessi voða- verk eru einmitt þarna í umboði og með stuðningi Íslands. Það er þó enn verra að Íslend- ingar hafa drepið tugþúsundir Íraka. Ísland hefur, með því að vera staðföst þjóð, tekið þátt í því að drepa og limlesta saklausa Íraka svo þúsundum skiptir. Ég mótmæli af öllum lífs- og sál- arkröftum þessari ráðstöfun. VALDIMAR MÁSSON, Hamarsgötu 1, 750 Fáskrúðsfirði. Ég mótmæli! Frá Valdimar Mássyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.