Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 46

Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 46
DAGBÓK 46 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, mat- araðstoð kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín, kl. 13.30 leshringur í fundarsalnum. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13– 16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Ath nýtt símanr. 535-2760 Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við bað og hár- greiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in, kl. 10–13 opin versl- unin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Postulíns- málun, námskeið og leirmótun, námskeið kl. 9–16.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kvenna- leikfimi kl. 9.30, 10.20 og 11.15, bridge í Garðabergi kl. 13. Starfslokanámskeið í Garðabergi kl. 17. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 10 myndmennt, kl. 11 línudans, kl. 13 mynd- mennt, glerskurður og pílukast. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Samfélagið í nærmynd kl. 11 þáttur um málefni eldri borg- ara á RÚV. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Fundur með far- arstjóra Færeyja- ferðar kl. 18. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 16.15 tré- skurður, kl. 17. bobb. Kl. 15.15 söngur, Guð- rún Lilja mætir með gítarinn. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 10.30 sam- verustund, kl. 15–18 myndlist. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrt- ing þriðju- til föstu- dags. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun fimmtudag pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Seljahlíð heimili aldr- aðra. Sýning á hand- verki heimilismanna verður dagana 15., 16. og 17. maí. Opið frá kl. 13.30– 16.30, kaffiveitingar. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 10 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 mynd- mennt, kl. 12.15–14.30 verslunarferð, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smiðja, kl. 9 fótaað- gerðir, kl. 10 búta- saumur og hárgreiðsla, bókband, kl. 13 föndur og kóræfing, kl. 12.30 verslunarferð. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramik, tau- málun, föndur, kl. 15 bókabíllinn. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn- arhússins. Vestfirðingafélagið. Menningarvakan verður 14. maí kl. 20 í félagsheimilinu Gull- smára, Sigríðar Valde- marsdóttur minnst. Minningar að vestan: Einar Oddur Krist- jánsson, gamanmál: Ómar Ragnarsson o.fl. Knattspyrnufélagið Valur Aðalfundurinn verður 12. maí kl. 20 á Hlíðarenda. Minningarkort Landssamtökin Þroskahjálp. Minning- arsjóður Jóhanns Guð- mundssonar læknis. Tekið á móti minning- argjöfum í s. 588 9390. Í dag er miðvikudagur 12. maí, 133. dagur ársins 2004, Pankrat- íusmessa. Orð dagsins: Þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér gjör- ið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið. (Hebr. 10, 36.)     Fréttirnar um pynt-ingar á föngum í Írak koma ekki beinlínis á óvart þótt þær veki óhug, segir Benedikt Jóhann- esson í dálkinum Öðrum sálmum í Vísbendingu. „Þegar stríðið hófst safn- aðist fólk fyrir framan sjónvarpstækin eins og stórmynd væri að hefj- ast. Stríð í beinni útsend- ingu var gott sjónvarps- efni. Enda fór það svo að stríðið vannst á örfáum vikum og minnti þannig á raunveruleikasjónvarp með Hollívúddendi.     Gallinn var hins vegarsá að sögunni lauk ekki þar. Við tóku vikur spilastokksins þar sem kújónar Saddams voru fangaðir einn af öðrum, meira að segja spaðaás- inn sjálfur. Allt gekk þetta enn eins og í sögu. Það skyggði að vísu á að tilefnið sjálft fannst ekki og finnst ekki enn.“     Benedikt segir frá bókbandaríska blaða- mannsins Bob Woodward um Íraksstríðið sem kom út fyrir fáum vikum. „Bókin sjálf er að mörgu leyti gott dæmi um góða blaðamennsku. Höfund- urinn segir frá því hvað gerðist á hverjum tíma. Lesandinn dæmir sjálfur um það hverjir eru góðir eða slæmir.     Tvennt virðist þógreinilegt: Bush vildi frá upphafi losna við Saddam og æðstu ráða- menn virðast hafa trúað því að hann ætti yfir að ráða gereyðing- arvopnum. Þeir hafa jafnframt vitað það frá byrjun að þeir myndu eiga erfitt með að byggja upp bandalag þjóða gegn Saddam eins og gert var bæði í Persaflóastríðinu og Afganistan.“     Eftir á að hyggja segjamenn: „Var ekki betra að lýsa því yfir frá upphafi að tilgangurinn væri sá að losna við Saddam? Allir eru sam- mála um að hann hafi verið fantur sem gott var að losna við. Vandi Bandaríkjamanna er ekki sá að þeir séu ekki mikil hernaðarþjóð. Vandinn er að þeir eru ekki mikil friðarþjóð. Þeir vinna stríð en tapa friðinum.“     Benedikt segir því lýst íbók Woodward hvernig Bandaríkjamenn bjuggu sig undir stríðið með því að endurskoða fyrri áætlanir. „Óvin- urinn reyndist svo ekki jafnklókur og í upphafi var talið. Í friði er staðan öll önnur. Skæruliðar þurfa ekki að hugsa um neinar víglínur, þeir finna bara staði þar sem þeir geta valdið miklu mannfalli. Okkur býður við þeim myndum af illri meðferð á föngum. Þær minna okkur á að stríð er aldrei fallegt,“ segir í Öðrum sálmum Vísbend- ingar. STAKSTEINAR Bandaríkjamenn vinna stríð en tapa friðinum Hver er hin nýja stefna jafnaðarmanna? STRAX á 18. öld urðu evr- ópskir gáfumenn háværir í hrópum sínum á torgum um að það ættu allir jörðina jafnt. Fyrst nú í upphafi 3. ár- þúsundsins er flestum mönnum orðið það ljóst að það sem allir eiga á enginn. Við sáum samyrkjubú og samvinnufélög koðna niður en litli garðurinn sem bónd- inn átti sjálfur skilaði margfaldri uppskeru. Menn sáu grýttan jarðar- skika sem varð einkaeign breytast í frjóan akur. Og menn sáu frjóan akur breytast í eyðimörk vegna þess að enginn einstakling- ur átti lengur landið. Þetta var erfiður sannleikur fyrir mig og marga samferða- menn mína á 20. öld. Loksins þegar okkur skildist þetta breyttum við gamaldags sameiningar- stefnu. Og kjarni hinnar nýju stefnu var eign handa öllum, ekki nein stóreign en nægilega mikið til að lifa mannsæmandi lífi. Þetta er í mínum augum megininn- tak hinnar nýju jafnaðar- stefnu. Auðlindir sem allir eiga, auðlind sem allir eiga jafnan aðgang að hlýtur að vera í hættu. Stór auðlind er betur varðveitt þegar margir, helst sem flestir, eiga hlut í henni, ekki sem sameign heldur sem sér- eign. Stór hlutafélög eru mönnum til mestrar gæfu þegar hver maður sem vinnur í þeim á sinn sér- staka hlut. Íslenskt ræktað land, jarðirnar, séreign bænda, hefur verið stór- bætt um allt land í minni tíð. Afréttarlöndum sem eru sameign bænda, jafnvel allra landsmanna, hefur hinsvegar stöðugt hrakað og eru víða að verða örfoka land. Þessu þarf ekki að vera þannig farið en hættan er alltaf fyrir hendi ef menn grípa ekki í taumana með viturlegri stjórn. Það sem hefur gerst á Ís- landi hefur gerst um allan heim. Í fjarlægum löndum þriðja heimsins byggjast hrikaleg umhverfisvanda- mál fyrst og fremst á því að þar er allt of lítið af landi séreign fjölskyldu. Þar er fólki sagt að allir eigi allt en raunin er sú að enginn á neitt nema fámennar valda- klíkur sem breytast í spillta yfirstétt. Lausnin er sú að leyfa venjulegu fólki að eiga sinn stað í tilverunni og láta fólk stjórna sínum eigin málum sem það þekk- ir öðrum betur. Niðurstað- an er: Sameigin þar sem hún er nauðsyn, séreign alls staðar þar sem hægt er. Skásta stjórnin er ævin- lega sú sem gefur einstak- lingum og litlum hópum svigrúm til að ráða málum sínum sjálfir. Láta menn sjálfa um að leysa þann vanda sem þeir þekkja öðr- um betur. Valdboð að ofan er því leiðara sem það er sterkara. Gunnar Dal. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 prest, 8 bál, 9 bolmagn- ið, 10 spil, 11 blunda, 13 stal, 15 æki, 18 sjá eftir, 21 nytjaland, 22 ham- ingju, 23 kynið, 24 grind- verkið. LÓÐRÉTT 2 lýkur, 3 kroppa, 4 venslamenn, 5 reikning- urinn, 6 álít, 7 elskaði, 12 nagdýr, 14 iðka, 15 úr- gangur, 16 gera ríkan, 17 tími, 18 borði, 19 húsdýri, 20 kjáni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 bjóða, 4 hakan, 7 lokar, 8 lómur, 9 auk, 11 rýrt, 13 orga, 14 ólmur, 15 háll, 17 mjór, 20 slá, 22 lútan, 23 munni, 24 torga, 25 rusla. Lóðrétt: 1 bolur, 2 óskar, 3 arra, 4 hólk, 5 kamar, 6 norpa, 10 urmul, 12 tól, 13 orm, 15 helft, 16 lítur, 18 Jón- as, 19 reiða, 20 snúa, 21 ámur. Krossgáta   Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Víkverji gleðst yfir vorkomunni.Hann sér hvernig gróðurinn grænkar með degi hverjum, hann sér hvernig sólin hækkar á lofti, hann sér hvernig lundarfar vanda- manna, vina og vinnufélaga léttist, hann sér hjólreiða- og línu- skautafólki fjölga á götum úti og heima sér hann roðmaurana dansa á gluggakistunum. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um þá árstíð sem gengin er í garð. Um leið sér Víkverji á ferð sinni um borgina ýmislegt smávægilegt sem betur má fara í umhverfinu og myndi létta lund okkar og geð enn frekar en sjálf vor- og sumarkoman. Verður hér komið á framfæri nokkr- um athugasemdum sem þeir taka vonandi til sín sem eiga það. Víkverji nýtti sér góða veðrið um helgina og brá sér m.a. í Laugardals- laugina ásamt fjölskyldunni. Allt var yndislegt í þeirri ferð, nema að í lok- in stóðst fjölskyldan ekki mátið og fór í biðröðina við söluskálann fyrir utan sundlaugina. Reyndar var bið- röðin óvenjulöng því aðeins einn starfsmaður var á vakt. Hefur það áreiðanlega verið tilfallandi því yf- irleitt er þarna veitt mjög góð þjón- usta. En aðeins eitt vantar, og það eru fleiri borð á stéttina stóru. Í góða veðrinu stóðu svangir og þyrstir laugargestir á öllum aldri upp á end- ann og áttu sumir í vanda með mál- tíðina, ekki síst hinir yngri. Nægt er plássið fyrir fleiri en eitt borð og von- ar Víkverji að þarna verði brugðist við. Og svo að kvöldi sama dags brá nýgiftur Víkverji sér í rómantískan göngutúr um Öskjuhlíðina ásamt sinni heittelskuðu. Útsýnið yfir borg- ina var hreint út sagt stórkostlegt og kvöldroðinn við sjóndeildarhringinn ægifagur. Stemningin var þó trufluð á tveimur stöðum. Við göngustíg í hlíðinni austanverðri blasir við opinn, djúpur og steinsteyptur brunnur eða virki, væntanlega frá tímum seinni heimsstyrjaldar, sem hjólreiðamenn eða börn geta auðveldlega ratað ofan í með skelfilegum afleiðingum. Þegar út að Flugvallarvegi er komið, við suðurenda Valsvallar, er svo enga gangbraut að hafa eða hraðahindrun. Þarna er umferð mikil og hröð og hjólreiða- og göngufólk stefnir limum sínum í hættu við að komast yfir götuna, að loknum góð- um túr um Öskjuhlíðina eða í upphafi hans. x x x Þá ætlaði Víkverji að kvarta í lokinyfir þeirri áráttu borgarstarfs- manna að setja ítrekað möl ofan í stóra skemmd við gatnamót Háteigs- vegar og Lönguhlíðar, Háteigs- kirkjumegin, án þess að loka holunni með slitlagi. En viti menn! Verktak- ar voru mættir síðdegis í gær með malbik, líkt og þeir hefðu lesið hugs- anir Víkverja. Morgunblaðið/Golli Vorið er komið og grundirnar gróa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.