Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 47
DAGBÓK
Aðalfundur
Samtaka um tónlistarhús verður haldinn
miðvikudaginn 26. maí nk. kl. 17.00
í fundarsal FÍH, Rauðagerði 27.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórn Samtaka um tónlistarhús.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hæfileikarík og vel
gefin hugsjónamanneskja
sem hefur óbeit á hræsni.
Það verða spennandi breyt-
ingar í lífi þínu á þessu ári.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Verðu opin/n fyrir spennandi
tækifærum í vinnunni.
Mundu að það eru miklar lík-
ur á því að vinnuaðstæður
þínar muni breytast til batn-
aðar á árinu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft á tilbreytingu að
halda og ættir endilega að
láta það eftir þér að fara í
ferðalag því það er útlit fyrir
að þú munir skemmta þér vel
á næstu mánuðum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þetta ár ætti að verða þér
hagstætt á heimilinu og í
fasteignaviðskiptum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert bjartsýnni en þú hefur
verið lengi og bjartsýni þín
ýtir undir jákvæðar breyt-
ingar í lífi þínu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Mörg ljón munu auka tekjur
sínar á þessu ári vegna hag-
stæðrar afstöðu hins heppna
júpiters.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Hinn heppni júpiter er í
merkinu þínu og því ætti árið
að verða þér hagstætt. Ef illa
gengur skaltu hugga þig við
það að hlutirnir hefðu getað
verið verri.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Samskipti þín við yfirvöld og
stórar stofnanir hafa batnað
að undanförnu. Heppnin er
með þér og hún á eftir að
aukast enn frekar þegar
kemur fram á haustið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú nýtur mikilla vinsælda
þessa dagana. Það er hrein-
lega eins og allir vilji vera í
návist þinni. Njóttu þess.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Starfsframi þinn lítur betur
út en hann hefur gert í ára-
tug. Hafðu þetta stöðugt í
huga og gerðu það sem í þínu
valdi stendur til að draumar
þínir geti ræst.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Reyndu að fara í langt og
gott frí á þessu ári. Sam-
kvæmt stjörnunum er þetta
mjög góður tími fyrir þig til
að fara í ferðalag til fjarlægra
landa.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Lánið ætti að leika við þig á
mörgum sviðum á þessu ári.
Það eru góðar líkur á að þú
munir með einhverjum hætti
njóta góðs af auði annarra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nánustu sambönd þín ættu
að ganga mjög vel þessa dag-
ana. Þú átt auðvelt með að
sýna öðrum hlýju og það skil-
ar sér í bættum samskiptum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BJÖSSI LITLI Á BERGI
Bjössi litli á Bergi,
bróðurlaus á jörð,
hljóður fram til fjalla
fylgdi sinni hjörð.
– Stundum verða vorin
vonum manna hörð.
Bjössi litli á Bergi
bjó við stopul skjól.
Hálsinn hamrasvartur
huldi vetrarsól.
Inni jafnt sem úti
einstæðinginn kól.
Ein með öllu gömlu
unga sálin hans
þoldi þunga vetur,
þögn og myrkur lands.
Löng er litlum þroska
leiðin upp til manns.
- - -
Jón Magnússon
LJÓÐABROT
Þessir duglegu krakkar söfnuðu dósum og afhentu at-
hvarfinu Læk andvirðið síðastliðinn föstudag. Lækur er at-
hvarf fyrir fólk með geðraskanir og er staðsett í Hafn-
arfirði. Að því standa Hafnarfjarðardeild Rauða kross
Íslands, Hafnarfjarðarbær og Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra á Reykjanesi. Krakkarnir sem söfnuðu heita:
Fanney Ösp Finnsdóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir,
Melkorka Knútsdóttir, Guðlaug Þóra Gunnarsdóttir, Bryn-
hildur M. Herbertsdóttir, Hulda D. Jónasdóttir, Geir And-
ersen, Ýr Steinþórsdóttir og Benedikt Herbertsson.
FJÓRAR spilaleiðir koma
til álita í þremur gröndum
suðurs, en eftir tiltölulega
skamma skoðun kemur á
daginn að þrjár leiða strax
til taps. Fjórða leiðin er
vandgreindari og ekki auð-
séð hverju hún skilar.
Norður gefur; NS á
hættu.
Norður
♠32
♥DG9
♦ÁKD765
♣K4
Vestur Austur
♠109854 ♠Á76
♥Á86 ♥K432
♦32 ♦104
♣532 ♣ÁG109
Suður
♠KDG
♥1075
♦G98
♣D876
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 tígull Dobl 1 grand
2 spaðar 3 tíglar Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Vestur kemur út með
spaðatíu og austur verst
fimlega með því að láta lít-
inn spaða í slaginn! Hvernig
á að spila?
Ýmislegt kemur til
greina. Sagnhafi gæti spilað
spaða um hæl, reynt að
sækja slag á hjarta eða spil-
að laufi á drottningu. Ekk-
ert af þessu gengur. Ef
spaða er spilað, fríar austur
spaðann á móti. Hið sama
gerist ef suður prófar hjart-
að. Og lauf gengur ekki, því
þá svarar austur með meira
laufi.
Fjórði kosturinn er að
taka strax alla tígulslagina.
Ávinningurinn er ekki aug-
ljós, en það sakar ekki að
prófa – aðrar leiðir eru
dæmdar til að mistakast.
Sagnhafi spilar tíglunum
og fylgist með afköstum
austurs, sem þarf að henda
fjórum sinnum í tígulinn.
Austur má missa eitt lauf og
eitt hjarta, en upp úr því fer
hann að finna fyrir þrýst-
ingnum. Og það er raunar
sama hvað hann gerir, sagn-
hafi hefur alltaf betur í loka-
stöðunni og tekur níu slagi.
Lærdómur: Látum Ung-
verjann Géza Ottlik (1912–
1990) eiga síðasta orðið: „Ef
allt annað er vonlaust, ber
að velja leið sem ekki sér
fyrir endann á. Hver veit
nema málin leysist þá af
sjálfu sér.“
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e6 4.
Rc3 exd5 5. cxd5 d6 6. Rf3
g6 7. Rd2 Bg7 8. e4 O-O 9.
Be2 Ra6 10. O-O Rc7 11. a4
Rd7 12. Rc4 Re5 13. Re3 f5
14. f4 Rf7 15. exf5 gxf5 16.
Bd3 Rh6 17. Bd2 Bd7 18.
Dc2 a6 19. Re2 b5 20. Rg3
Bd4 21. Kh1 Bxe3
22. Bxe3 Rxd5 23.
Bd2 c4 24. Be2 Rf6
25. Had1 Rfg4 26. h3
Dh4 27. Hf3 Hae8
28. axb5 axb5 29.
Kg1 d5 30. Dc3 Df6
31. Be1 Db6+ 32.
Kh1 Rf6 33. Bf2 Dc6
34. Bd4 He6 35. Be5
Re4 36. Rxe4 fxe4
37. Hg3+ Hg6 38.
Bh5 b4
Staðan kom upp á
Sigeman-mótinu
sem lauk fyrir
skömmu í Svíþjóð og
Danmörku. Curt Hansen
(2635) hafði hvítt gegn Nick
DeFirmian (2542). 39.
Bxg6! bxc3 40. Be8+ Rg4
41. Bxd7 Dxd7 42. Hxg4+
svartur þarf nú að gefa
drottningu sína til baka en
við það verður hvítur manni
yfir. 42...Dxg4 43. hxg4
cxb2 44. Bxb2 Hxf4 45.
Hxd5 Hf2 46. Hg5+ og
svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
KIRKJUSTARF
Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13–
16.30. Spilað, föndrað, helgistund og
gáta. Leynigestur. Þeir sem óska eftir að
láta sækja sig fyrir samverustundirnar láti
kirkjuverði vita í síma 553 8500.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl.
14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og
spjall.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug-
leiðing, altarisganga, léttur morgunverður.
Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–
12. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30.
Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30.
Samverustund fyrir 10–12 ára kl. 17. Tólf
sporin – andlegt ferðalag, kl. 20. Hall-
grímskirkja eldri borgarar: Á uppstigning-
ardag, fimmtudaginn 20. maí, verður farið
eftir messu í Þorlákshöfn á veitingastað-
inn Hafið bláa og síðan til Stokkseyrar á
hátíð sem nefnist Vor í Árborg, allir vel-
komnir. Upplýsingar gefur Dagbjört í síma
510 1034 eða 693 6694.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12.
Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl.
18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 kyrrðarstund
og bænagjörð með orgelleik og sálma-
söng. Kl. 12.30 súpa og brauð (kr. 300).
Kl. 13–16 opið hús eldri borgara. Söngur,
tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffi-
sopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir
sem ekki komast á eigin vegum geta
hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða
sóttir. Síminn er 520 1300.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10
undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur.
Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað
frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðviku-
dagsmorgna.
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12.
Kaffi og spjall, umsjón Elínborg Lárusdótt-
ir. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr.
Sigurður Árni Þórðarson. 7 ára starf kl.
14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg-
inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegis-
verður eftir stundina. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
deginu. Léttur málsverður í safnaðarheim-
ilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–16 opið
hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur Hall-
dórsson kemur í heimsókn fyrsta miðviku-
dag hvers mánaðar.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT
(10–12 ára) starf kl. 17. Opinn sporafund-
ur Tólf sporanna kl. 20.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega
velkomnir. Tekið á móti fyrirbænarefnum í
kirkjunni í síma 567 0110. SELA eldri
deild kl. 20–22.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12
með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Kyrrð-
arstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgel-
leikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur
hádegisverður kl. 12.30 í Ljósbroti Strand-
bergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá
sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í
erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í
hjarta. Hægt er að koma fyrirbænarefnum
til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er
upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu
að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri
borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í viku-
lega samveru í safnaðarheimili kirkjunnar í
spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira.
Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur
kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar
eru frá kl. 10–12. Þar koma saman for-
eldrar ungra barna á Álftanesi með börnin
og njóta þess að hittast og kynnast öðrum
foreldrum sem eru að fást við það sama;
uppeldi og umönnun ungra barna. Opið
hús eldri borgara er síðan frá kl. 13–16.
Dagskráin verður fjölbreytt en umfram allt
eru þetta notalegar samverustundir í hlý-
legu umhverfi.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í
Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. TTT er
komið í sumarfrí. Takk fyrir veturinn og
gleðilegt sumar. Kl. 20 opið hús í
KFUM&K-heimilinu hjá Æskulýðsfélagi
Landakirkju og KFUM&K. Esther Bergs-
dóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörns-
son og leiðtogarnir.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Fríkirkjan Kefas. Samverustund unga
fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð,
fræðsla og lestur orðsins. Nánari upplýs-
ingar á www.kefas.is.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.
„Hver er Jesú?“ Lúk. 9, 18–20. Ræðu-
maður: Kristín Bjarnadóttir.
Fjáröflunarsamkoma fyrir Kristniboðsflokk
KFUK, happdrætti og fleira.
Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10–
12. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir
börnin.
Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Org-
eltónar, sakramenti, fyrirbænir, léttar veit-
ingar á vægu verði í safnaðarsal.
Morgunblaðið/EggertHáteigskirkja
Safnaðarstarf
MEÐ MORGUNKAFFINU
Jú, en Jóhanna,
allir verða að
byrja smátt …
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast
með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent
á netfangið ritstj
@mbl.is. Einnig er hægt
að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
HLUTAVELTA