Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 48

Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 48
ÍÞRÓTTIR 48 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Leikdagar • Fréttir • Markahæstir • Tölfræði • Spjöld Taktu þátt í skemmtilegum leik með því að skjóta á úrslitin í hverri umferð í Landsbankadeildinni í sumar. Glæsilegir vinningar frá Iceland Express og Landsbankanum. Skráðu þig á mbl.is og fáðu úrslit leikja send beint í gsm símann þinn! Skjóttu á úrslitin Úrslit í SMS Landsbankadeildin á mbl.is Bláa Lóns mótið laugardaginn 15. maí Verðlaun 1. sæti með forgjöf: Flugfarseðill fyrir tvo með Icelandair. 2. sæti með forgjöf: Flugfarseðill fyrir einn með Icelandair. 3.-5. sæti með forgjöf: Vöruúttektir. 1. sæti án forgjafar: Flugfarseðill fyrir tvo með Icelandair. 2. sæti án forgjafar: Flugfarseðill fyrir einn með Icelandair. 3. sæti án forgjafar: Vöruúttektir. Nándarverðlaun 3. ,8. og 13. braut: Vöruúttektir. Nándarverðlaun 16. braut: Flugfarseðill fyrir einn með Icelandair. Allir keppendur fá teiggjafir. Farseðlar til Evrópu með Icelandair. Höggleikur með og án forgjafar Hámarksforgjöf karlar 24, konur 28 Ræst út frá kl. 8:00-15:00 Skráning á www.golf.is og í síma 421 4100  ÓÐINN Björn Þorsteinsson, kringlukastari í FH, bætti fyrri ár- angur sinn nokkuð á innanfélagsmóti FH-inga á mánudaginn. Óðinn kast- aði lengst 56,06 metra sem er tæpum einum metra lengra en hann hefur áð- ur kastað. Kastsería Óðnis var 54,66- 55,70-55,90-55,97-óg-56,06.  VEIGAR Páll Gunnarsson lék sinn fyrsta leik í þrjár vikur í fyrrakvöld þegar hann lék síðari hálfleikinn með varaliði Stabæk sem lagði Frigg, 1:0. Veigar hefur átt við bakmeiðsli að stríða og hefur misst af síðustu fjór- um leikjum Stabæk vegna þeirra.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, handknattleiksdómarar, hafa verið settir á fyrri viðureign Makedóníu og Serbíu/Svartfjalla- lands í undankeppni HM karla í handknattleik í Skopje í Makedóníu 30. maí nk.  KJARTAN Steinbach verður eftir- litsmaður á síðari leik Frakka og Slóvaka í undankeppni HM í Mont- pellier í Frakklandi 5. júní.  DÓMARAR á fyrri viðureign Ís- lands og Ítalíu í undankeppni HM í handknattleik karla sem fram fer í Teramo á Ítalíu 29. maí koma frá Tékklandi. Síðari leikurinn verður í Kaplakrika í Hafnarfirði 6. júní og verður dæmdur af austurrískum dómurum.  PAUL Merson, fyrrverandi leik- maður Arsenal, var í gær ráðinn sem spilandi þjálfari hjá Walsall en hann tók við liðinu um miðjan apríl þegar Colin Lee var látinn fara. Walsall leikur í annarri deild á næstu leiktíð, féll úr fyrstu deildinni á dögunum. FÓLK BRYNJAR Björn Gunnarsson,landsliðsmaður í knattspyrnu, yf-irgaf Stoke City nú í vikunni. Þávar endanlega gefið út hvaða leik- menn yrðu ekki áfram í herbúðum félagsins og Brynjar var í þeim hópi. Hann samdi við Stoke að nýju seinnipart vetrar eftir níu mánaða dvöl hjá Nottingham Forest. „Þetta var eins og til stóð frá byrjun, það var aldrei í spilunum að ég yrði hjá félaginu lengur en til vorsins. Nú er ég að líta í kringum mig, ég hef fengið nokkrar fyr- irspurnir héðan úr Englandi og frá Norðurlöndunum en það tekur allt sinn tíma,“ sagði Brynjar Björn við Morgunblaðið í gær. Hann hefur verið sterklega orð- aður við danska úrvalsdeild- arfélagið AaB frá Álaborg og sagði að það væri líklegast í stöðunni hjá sér. „Ég þekki þjálfarann, Eric Hamrén, vel síðan við vorum báðir hjá Örgryte og hef verið í sambandi við hann af og til í vetur. Ég býst við því að heyra meira frá AaB í þessari viku en það er of snemmt að fullyrða að ég sé á leiðinni þangað.“ Brynjar Björn býr í Nottingham og hyggst dvelja þar fram í næsta mánuð, framyfir landsleikina við Japan og England sem fara fram í Manchester 30. maí og 5. júní. „Já, ég verð hér framyfir leikina, svo framarlega sem ég verð valinn í hópinn,“ sagði Brynjar Björn. AaB áfram líklegast hjá Brynjari Birni TAÍLENSKI forsætisráðherrann Thaksin Shinawatra hefur ákveðið að kaupa einn þriðja hlutabréfa í enska knattspyrnufélaginu Liver- pool. Milljarðamæringurinn hefur hins vegar ekki viljað segja hvort peningarnir komu úr hans fjár- sjóðum eða ríkissjóði. „Við skulum bíða með að ræða hvaðan peningarnir koma þar til búið er að ganga endanlega frá kaupunum,“ sagði ráðherrann í gær. Jakrapob Penkair, talsmaður taílensku stjórnarinnar, lét hins vegar að því liggja í gær að féð yrði sótt í sameiginlega sjóði Taílend- inga. „Það voru taílensk stjórnvöld sem tóku þátt í samningaviðræð- unum, ekki Thaksin,“ sagði Jakr- apob. Sé það rétt að taílensk stjórn- völd ætli sér að kaupa þennan hlut í félaginu er það alveg ný hlið á eign- arhaldi á enskum knattspyrnulið- um. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar í Taílandi voru varkárir í yfirlýsingum í gær. „Ef það kemur sér vel fyrir land- ið að eiga hlut í Liverpool þá mun ég styðja það,“ sagði einn úr stjórn- arandstöðunni í gær en sagðist vilja fá nákvæmari útlistun á fjármögn- uninni. Þau hlutabréf sem nú verða seld koma líklega af þeim 51% sem Dav- id Moores, stjórnarformaður fé- lagins, á í klúbbnum. Næststærsti hluthafinn er sjónvarpsfyrirtækið Granada sem á 9,9%. Taílendingar eignast þriðjung í Liverpool ÞJÁLFARAR liðanna í 1. deild karla í knattspyrnu spá því að Valur og Breiðablik hafni í tveimur efstu sæt- unum í ár og leiki því í úrvalsdeild- inni árið 2005. Þetta er niðurstaðan í hinni árlegu könnun sem Lengjan stendur fyrir. Þjálfararnir spá því að HK og Fjölnir falli í 2. deild. Stigatalan í könnuninni er sem hér segir: Valur 72 stig, Breiðablik 71, Þrótt- ur R. 62, Þór 48, Njarðvík 39, Hauk- ar 38, Stjarnan 37, Völsungur 35, HK 32 og Fjölnir 16 stig. Í samskonar könnun í 2. deild karla er Aftureldingu og Leiftri/Dal- vík spáð tveimur efstu sætunum og að þau endurheimti sæti sín í 1. deild en KS og KFS er spáð falli. Stigatal- an er sem hér segir: Afturelding 65 stig, Leiftur/Dalvík 65, Selfoss 60, Víkingur Ó. 54, ÍR 46, Leiknir R. 43, Tindastóll 37, Víðir 37, KS 27 og KFS 16 stig. Val og Breiðabliki spáð úrvalsdeildarsæti Þegar Örgryte gerði jafntefli, 2:2,við Örebro, fannst eftirmaður Afonsos, samkvæmt umfjöllun á vef Örgryte. Tryggvi Guðmundsson skoraði jöfnunarmarkið, 2:2, á síð- ustu sekúndum leiksins, með glæsi- legu skoti beint úr aukaspyrnu, en slík mörk voru einmitt vörumerki Afonsos. „Með aukaspyrnunni sýndi Tryggvi að við munum ekki sakna Afonsos sérlega mikið í ár. Nú er Ör- gryte komið með Íslending sem get- ur leikið Brasilíumann,“ segir í grein um leikinn. „Ég hafði góða tilfinn- ingu fyrir þessari aukaspyrnu og bað strákana um að fá að taka hana. Það var sætt að sjá á eftir boltanum í net- ið, en fyrir utan þetta stig sem við fengum getum við ekki verið ánægð- ir með margt í okkar leik,“ sagði Tryggvi. Tryggvi lék sem framliggjandi miðjumaður og þótti skila þeirri stöðu mjög vel. Byrjunin hjá Ör- gryte hefur valdið vonbrigðum en liðið hefur gert fjögur jafntefli í fyrstu sex umferðunum. Tryggvi arftaki þess brasilíska HJÁ sænska knattspyrnufélaginu Örgryte telja menn nú að Íslend- ingur hafi leyst hinn snjalla Brasilíumann Afonso af hólmi. Örgryte missti hann yfir til Malmö FF fyrir þetta tímabil og talið var að erfitt yrði að finna arftaka hans. Tryggvi Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Örgryte.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.