Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 53

Morgunblaðið - 12.05.2004, Page 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 53 GUNNLAUGUR Briem sendir nú frá sér aðra sólóskífu sína en árið 2001 kom frá honum platan Earth sem lítið fór fyrir. Jarðtenging- in heldur áfram hér og notast Gunnlaugur við nafnið Earth Affair fyrir þetta verkefni. Platan heitir Chapter One og því má gera því skóna að von sé á framhaldi. Jarðarmál er fremur hógvær sóló- diskur því hvergi kemur fram á plötuumslagi nafn Gunnlaugs. Þeg- ar gluggað er í textabók sést þó að öll lögin eru eftir hann og með hon- um er heill haugur af fólki hvaðan- æva, allt úrvals fólk á sínu sviði, til að færa lögin í réttan búning. Má nefna upptökustjórann Flood sem hefur starfað með U2 og Depeche Mode, gregorísku söngvarana Voc- es Thules og írska sekkjapípuleik- arann Michael McGoldrick og síð- ast en ekki síst Morten Harket, söngvarann góða úr AHA. Það lag sem Morten syngur, „Gildas Pray- er“, er reyndar ekki með bestu lög- unum á diskinum, ekki nógu gríp- andi poppballaða en flauelsmjúkur söngur Mortens hefur hana upp á hærra plan, það er einhver löngun og ferðaþrá í rödd hans sem hrífur mann með sér. Ferðalag er rauði þráðurinn hér, þetta er nútímaleg heimstónlist sem sækir áhrif frá skoskri þjóðlagatónlist, seiðandi takti Arabíu, munkasöng og frakk- neskri poppfágun, svo eitthvað sé nefnt. Í flestum lögunum er söngur ekki í aðalhlutverki, meira sem stemmningsþáttur eins og dulúðug- ur gregorískur söngur Voces Thul- es og loftkenndar bakraddir. Því hér er meira verið að skapa hljómalandslag, andrúmsloft sem gefur hlustandanum rými til að lesa inn í tónlistina það sem hann vill. Ljósmyndir á umslagi endur- spegla þetta, víðátta íslensks sjón- deildarhrings með grænum norður- ljósaböndum yfir – það er ákveðinn hreinleiki og vídd í hljómnum hér sem lyftir tónlistinni upp. Þetta er þægileg afslöppunartónlist sem fer á köflum inn á smart kaffihús þar sem allt er úr beyki og burstuðu stáli og djass- skotin sófatónlist St. Germain minnir á sig („French Touch“) og sumstaðar kryddmett- aðar tjaldbúðir hirð- ingja eins og í „Tunisia“, verulega góðu og þéttu lagi sem er hárrétt blanda af straumlínulöguðu nútímapoppi, seiðandi arabískri sveiflu og tyrk- nesku þjóðlagastefi. Áhugaverðust eru einmitt þau lög þar sem þessi þjóðlegu áhrif eru ofin inn í heild- ina, það gefur annars nokkuð kunnuglegu trip-hoppi og sveim- stemmningum meiri kraft en ella. Nokkur laganna hér má finna í eldri búningi á fyrri plötu Gunn- laugs og verður að segja að breyt- ingin er mikil, því þar er útkoman andlaus og klisjukennd biðstofu- tónlist, hér fá laglínurnar að anda, óþarfa búningi er kastað burt, og mun meiri kraft og frumleika er að finna í taktgrunninum. Munka- söngur og sekkjapípur yfir nútíma- legum takti er kannski ekkert nýtt, jafnvel klisja, en það er farið nokk- uð hóflega með kryddið og sett saman á smekklegan hátt og grunnurinn er sterkur; þéttofin hrynjandi, með áhugaverðum inn- skotum og hljóðum frá framandi hljóðfærum, sem leiðir lögin áfram. Þægilegt hnattferðalag sem endar fyrsta kaflann hér heima, kannski í heitum potti undir bylgjandi norð- urljósum. Tónlist Heitur pottur Earth Affair Chapter One  Gunnlaugur Briem forritun, trommur, hljómborð, raddir o.fl., Eyþór Gunnarsson píanó, Rhodes o.fl., Michael McGolrick uilleann-pípur, flautur o.fl., Kevin Arm- strong gítar, Óskar Guðjónsson sópran- saxófónn, Phil „Soul“ bassi, Samúel Jón Samúelsson básúna og blásturs- útsetning í einu lagi, auk fjölda annarra listamanna. M.a. syngur Morten Harket í einu lagi og Voces Thules leggja til greg- orískar raddir í öðru. Upptökustjórn: Clive Martin, Sodi, Guy Dennings o.fl., hljóðblöndun og vinnsla: G. Briem, Addi 800, Clive Martin & SodiE-Berg, Flood. Tekið upp í hljóðhúsum víða um heim. Skip Records gefa út. Steinunn Haraldsdóttir Steinunn Haraldsdóttir lýsir nýrri sólóplötu trymbilsins Gulla Briem sem þægilegu hnatt- ferðalagi. Morgunblaðið/Árni Sæberg GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.