Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 53 GUNNLAUGUR Briem sendir nú frá sér aðra sólóskífu sína en árið 2001 kom frá honum platan Earth sem lítið fór fyrir. Jarðtenging- in heldur áfram hér og notast Gunnlaugur við nafnið Earth Affair fyrir þetta verkefni. Platan heitir Chapter One og því má gera því skóna að von sé á framhaldi. Jarðarmál er fremur hógvær sóló- diskur því hvergi kemur fram á plötuumslagi nafn Gunnlaugs. Þeg- ar gluggað er í textabók sést þó að öll lögin eru eftir hann og með hon- um er heill haugur af fólki hvaðan- æva, allt úrvals fólk á sínu sviði, til að færa lögin í réttan búning. Má nefna upptökustjórann Flood sem hefur starfað með U2 og Depeche Mode, gregorísku söngvarana Voc- es Thules og írska sekkjapípuleik- arann Michael McGoldrick og síð- ast en ekki síst Morten Harket, söngvarann góða úr AHA. Það lag sem Morten syngur, „Gildas Pray- er“, er reyndar ekki með bestu lög- unum á diskinum, ekki nógu gríp- andi poppballaða en flauelsmjúkur söngur Mortens hefur hana upp á hærra plan, það er einhver löngun og ferðaþrá í rödd hans sem hrífur mann með sér. Ferðalag er rauði þráðurinn hér, þetta er nútímaleg heimstónlist sem sækir áhrif frá skoskri þjóðlagatónlist, seiðandi takti Arabíu, munkasöng og frakk- neskri poppfágun, svo eitthvað sé nefnt. Í flestum lögunum er söngur ekki í aðalhlutverki, meira sem stemmningsþáttur eins og dulúðug- ur gregorískur söngur Voces Thul- es og loftkenndar bakraddir. Því hér er meira verið að skapa hljómalandslag, andrúmsloft sem gefur hlustandanum rými til að lesa inn í tónlistina það sem hann vill. Ljósmyndir á umslagi endur- spegla þetta, víðátta íslensks sjón- deildarhrings með grænum norður- ljósaböndum yfir – það er ákveðinn hreinleiki og vídd í hljómnum hér sem lyftir tónlistinni upp. Þetta er þægileg afslöppunartónlist sem fer á köflum inn á smart kaffihús þar sem allt er úr beyki og burstuðu stáli og djass- skotin sófatónlist St. Germain minnir á sig („French Touch“) og sumstaðar kryddmett- aðar tjaldbúðir hirð- ingja eins og í „Tunisia“, verulega góðu og þéttu lagi sem er hárrétt blanda af straumlínulöguðu nútímapoppi, seiðandi arabískri sveiflu og tyrk- nesku þjóðlagastefi. Áhugaverðust eru einmitt þau lög þar sem þessi þjóðlegu áhrif eru ofin inn í heild- ina, það gefur annars nokkuð kunnuglegu trip-hoppi og sveim- stemmningum meiri kraft en ella. Nokkur laganna hér má finna í eldri búningi á fyrri plötu Gunn- laugs og verður að segja að breyt- ingin er mikil, því þar er útkoman andlaus og klisjukennd biðstofu- tónlist, hér fá laglínurnar að anda, óþarfa búningi er kastað burt, og mun meiri kraft og frumleika er að finna í taktgrunninum. Munka- söngur og sekkjapípur yfir nútíma- legum takti er kannski ekkert nýtt, jafnvel klisja, en það er farið nokk- uð hóflega með kryddið og sett saman á smekklegan hátt og grunnurinn er sterkur; þéttofin hrynjandi, með áhugaverðum inn- skotum og hljóðum frá framandi hljóðfærum, sem leiðir lögin áfram. Þægilegt hnattferðalag sem endar fyrsta kaflann hér heima, kannski í heitum potti undir bylgjandi norð- urljósum. Tónlist Heitur pottur Earth Affair Chapter One  Gunnlaugur Briem forritun, trommur, hljómborð, raddir o.fl., Eyþór Gunnarsson píanó, Rhodes o.fl., Michael McGolrick uilleann-pípur, flautur o.fl., Kevin Arm- strong gítar, Óskar Guðjónsson sópran- saxófónn, Phil „Soul“ bassi, Samúel Jón Samúelsson básúna og blásturs- útsetning í einu lagi, auk fjölda annarra listamanna. M.a. syngur Morten Harket í einu lagi og Voces Thules leggja til greg- orískar raddir í öðru. Upptökustjórn: Clive Martin, Sodi, Guy Dennings o.fl., hljóðblöndun og vinnsla: G. Briem, Addi 800, Clive Martin & SodiE-Berg, Flood. Tekið upp í hljóðhúsum víða um heim. Skip Records gefa út. Steinunn Haraldsdóttir Steinunn Haraldsdóttir lýsir nýrri sólóplötu trymbilsins Gulla Briem sem þægilegu hnatt- ferðalagi. Morgunblaðið/Árni Sæberg GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.