Morgunblaðið - 12.05.2004, Side 54
54 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 10.20. B.i. 16.
HP
Kvikmyndir.com
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
„Öllum líkindum besta
skemmtun ársins“
HL MBL
„Algjört Kill Brill“
ÓÖH DV
Skonrokk
Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
Sýnd kl. 5.40 og 8.
Ó.H.T Rás2
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
„Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 3.40 og 5.50.
Með íslensku taliKl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
Blóðbaðið nær hámarki.
kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16.
HP
Kvikmyndir.com
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
„Öllum líkindum besta
skemmtun ársins“
HL MBL
„Algjört Kill Brill“
ÓÖH DV
Skonrokk
Frá leikstjóra The Hitcher
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Fór beint á toppinn í USA!
R&B tónlist og
ótrúleg dansatriði!
Geggjaður
götudans
LEIKARINN John Malkovich mun
fara með stórt hlutverk í kvik-
myndagerðinni af sígildri skáld-
sögu Douglas Adams The Hitch-
hiker’s Guide To The Galaxy.
Malkovich mun leika trúar-
leiðtogann Humma Kavula, sem
Adams bjó sérstaklega til fyrir
kvikmyndagerðina, en það var
Adams sjálfur sem skrifaði kvik-
myndahandritið að myndinni. Eftir
að hann lést árið 2001 tók Karey
Kirkpatrick við handritsgerðinni.
Tökur á myndinni hófust í síðasta
mánuði í Lundúnum en eins og
greint hefur verið frá áður í Morg-
unblaðinu þá verður myndin að
hluta tekin á Íslandi.
Gary Jennings mun leikstýra
myndinni en aðrir leikarar eru Mos
Def, Zooey Deshcanel, Sam Rock-
well og Martin Freeman.
AP
John Malkovich er maður svipsterkur.
Malkovich á puttanum
um alheiminn
Cannes. Morgunblaðið.
KLINK OG BANK
Þriðja Tímakvöldið verður haldið í
fundarherbergi Klink og Bank,
Brautarholti, í kvöld á milli klukkan
21.00 og 23.00. Á þessum kvöldum
eru hin og þessi fyrirbæri innan tón-
listar og annarra tímatengdra lista
tekin fyrir, þau skoðuð og skegg-
rædd.
Í þetta sinn verður hlustunarkvöld
undir heitinu „Alt.country – nýbylgj-
an í sveitatónlistinni“. Arnar Eggert
Thoroddsen blaðamaður Morg-
unblaðsins mun
spila tóndæmi og
ræða um
„Alternative
Country“; Gram
Parsons, Will
Oldham, Wilco,
Ryan Adams og
fleiri.
Aðgangur að
kvöldinu er
ókeypis.
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Arnar Eggert
Thoroddsen
Í DAG
Á YFIRBORÐINU er þetta
ósköp venjuleg mynd um ungan
mann sem er sjúklega afbrýðisamur
út í kærustuna. Þegar hann hrein-
lega finnur viðhaldið undir rúminu
sínu flýr hann en tekur síðan að elta
manninn um borg og bý.
Stemmningin í myndinni er svolít-
ið skrýtin. Þetta er sálfræðitryllir
með dramaívafi, en um leið fyndin.
Þó fyndin á þann hátt að það passar
illa við dramahlið myndarinnar. Líkt
og höfundurinn hafi ekki alveg verið
með á hreinu hvað hann vildi gera,
eða ekki tekist það.
Aðalleikarinn, Daniel Hendler,
leikur hlutverk sitt af snilld og held-
ur myndinni uppi, sem er erfitt þar
sem meirihluti hennar er eltingaleik-
ur sem verður heldur tilbreytingar-
laus, þrátt fyrir ótrúleg uppátæki
unga mannsins.
Ástir og afbrýði
Atriði úr myndinni Á hafsbotni.
KVIKMYNDIR
Argentínsk kvikmyndavika HÍ
Leikstjórn og handrit: Damián Szifron.
Kvikmyndataka: Lucio Bonelli.
Aðalhlutverk: Daniel Hendler, Gustavo
Garzón og Dolores Fonzi. 92 mín.
Argentína 2003.
EL FONDO DEL MAR/Á HAFSBOTNI
Hildur Loftsdóttir
HUGHREYSTING fyrir mörland-
ann: Það andar stundum köldu í
Cannes. Ekki bara milli verkfalls-
óðra heimamanna, sem ár hvert hóta
að skemma hátíðarhöldin fái þeir
ekki sínu framgengt. Nei, að þessu
sinni voru vindarnir sjálfur kaldir
við komuna til Cannes. Getur það
verið? Í þessari sjóðheitu suðrænu
borg sem sleikir lon og don bakka
Miðjarðarhafsins? Kann að vera.
Eins og t.d. núna. Tíu stiga hiti, sem
þýðir kalt. Ekki vegna þess að menn
eru svo ofsalega góðu vanir, nei
meira að segja harðsvíraðir Íslend-
ingar sögðu með sjálfum sér: „Ég
hefði kannski átt að vera í jakka“,
þar sem þeir gengu um Rívíeruna
með bera handleggina – eins og á að
gera í útlöndum.
En hvað, hátíðin er varla byrjuð
og þegar dregillinn blóðrauði verður
afhjúpaður í kvöld, þá hlýnar okkur
öllum. Þá rís sólin á loft og stjörnur
fara að skína. Þannig er það bara
hérna í Cannes. Annars fengjust
heldur ekki allar þessar stjörnur til
að koma og spóka sig með okkur. Og
við bíðum eftir þeim; Brad Pitt, Tom
Hanks, Charlize Theron, Mike
Myers, Eddie Murphy, Antonio
Banderas, Cameron Diaz, Orlando
Bloom, Eric Bana, Sean Penn,
Quentin Tarantino, Uma Thurman…
Þau eiga víst öll að mæta, og ekki
bara reka inn nefið heldur anda að
sér sjávarloftinu, fá sér aðeins í aðra
tána og tala svo við okkur blaða-
mennina, sem bíðum eins og múkkar
eftir að fá að nærast á þeim, sjúga úr
þeim tilskilda næringu.
Cannes í hættu?
Og fyrstur til að stíga út úr
limmósínunni og ganga dregilinn
upp að Hátíðarhöllinni verður
spænski kvikmyndagerðarmaðurinn
Pedro Almodóvar umvafinn stjörn-
um nýjustu myndar hans Léleg
menntun (La mala education). Eft-
irvæntingin er óvenjumikil fyrir
þessari mynd, enda hefur Almodóv-
ar verið í feiknarformi upp á síðkast-
ið og myndir hans sópað að sér verð-
launum. Það kom því mörgum
svolítið á óvart að myndin skuli sýnd
utan aðalkeppninnar. Vonandi þó
ekki vegna gæða myndarinnar, því
hátíðargestir mega hreinlega ekki
við annarri eins hörmung og opnaði
hátíðina í fyrra, franski búninga-
farsinn Fanfan La Tulipe.
Það er áberandi í ár hve örygg-
isgæslan er mikil enda hétu frönsk
stjórnvöld því að herða hana, bæði
vegna ástands heimsmála og hryðju-
verkaógnarinnar sem því fylgir og
einnig vegna þess að franskir lista-
menn hafa hótað því að grípa til mót-
mæla- og skemmdaraðgerða málstað
sínum til stuðnings en leikarar,
skemmtikraftar og aðrir slíkir lista-
menn hafa staðið í harðri kjaradeilu
við frönsk stjórnvöld eftir að ákveðið
var að rýra rétt þeirra til atvinnu-
leysisbóta. En ekkert stöðvar Cann-
es. Stjórnvöld hafa heitið því að há-
tíðarhöldin fari fram óáreitt. Og þær
þúsundir blaðamanna og ljósmynd-
ara sem hingað eru komnar geta því
andað léttar.
Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst í dag
Cannes að vera
Kvikmyndahátíðin í
Cannes þykir merk-
asta hátíð sinnar teg-
undar. Skarphéðinn
Guðmundsson er
staddur á hátíðinni og
mun skýra frá fram-
vindunni þar.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Cannes er farin að taka á sig hátíðarblæ.
Kvikmyndahátíðinni í Cannes
lýkur 23. maí.