Morgunblaðið - 12.05.2004, Side 56

Morgunblaðið - 12.05.2004, Side 56
ÞAÐ ber til tíðinda í Evró- visjónkeppninni í ár að Íslendingar búa ekki einungis að því að Jónsi kemur fram fyrir Íslands hönd heldur eiga þeir töluvert í öðrum keppanda, Tómasi Þórðarsyni, sem er fulltrúi Danmerkur. Tómas kvaðst í stuttu viðtali vera sonur danskrar móður og íslensks föður. „Pabbi fór frá Íslandi til Danmerk- ur og kynntist móður minni þar og ílentist. Þau eru ennþá saman og eru stödd hérna í Istanbul til að styðja mig. Ég hef komið oft til Ís- lands og er mjög hrifinn af land- inu.“ Hvað önnur tengsl við landið varðar kvaðst hann hafa hitt hálf- bróður sinn, ellefu árum eldri, ný- lega og þeir eytt jólunum saman. Það má nefna það til gamans að Tómas býr að umtalsverðri ís- lenskukunnáttu. Tómas er 29 ára gamall og býr í Kaupmannahöfn. Hann hefur sungið í áratug en fór að hafa at- vinnu af því eftir að hann kom fram í söngkeppni í sjónvarpi. Hann kom fram í fyrsta þættinum af mörgum og komst áfram í úrslit. Á meðan á þessu stóð gafst honum tækifæri til að hugsa sinn gang. Síðan þá hefur hann verið að reyna að koma sér á framfæri en stóra tækifærið hingað til reyndist þegar hann vann forkeppnina fyrir Evróvisjón í Danmörku (eða „Mel- ody Grand Prix“ eins og Danir kalla keppnina) og var valinn til að koma fram fyrir hönd landsins í Istanbul. Aðspurður hvort hann sérhæfði sig í „latin“-takti sagðist hann hafa sungið danslög af þessum toga áð- ur en að venjulega hallaðist hann frekar að sálartónlist. „Hvað mig varðar er „Shame on You“ popplag með „latin“-áhrifum en ég syng það svolítið eins og ég er vanur; þ.e. í sálartónlistarstíl og blanda þannig þessum stílteg- undum saman. Öll fjölskyldan á staðnum Hann sagðist hafa heyrt um að Dagblaðið hefði lagt áherslu á kyn- hneigð hans í fyrirsögn yfir þvera forsíðu blaðsins en hafði ekki frétt af því hvernig Spaugstofumenn slógu uppslættinum upp í grín í Sjónvarpinu. Spurður hvort þetta hefði komið honum á óvart kvað hann nei við. „Ég er mjög afslappaður í sam- bandi við kynhneigð mína, hún hef- ur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég geri ekki mikið mál úr þeirri staðreynd að ég sé samkyn- hneigður. En fólk spyr gjarnan að því hvort kærastinn sé með í för hér í Istanbul og um fleira í þá vegu en ég svara að sjálfsögðu sé öll fjölskyldan á staðnum til að styðja við bakið á mér. En ég er ekki hér til að espa fólk upp eða vekja athygli á því að ég sé sam- kynhneigður. Ég er hér tónlistar- innar vegna, vegna ástar minnar á þessu listformi og í þeim tilgangi að gera mitt besta á sviðinu þegar þar að kemur. Í annan stað hafa viðbrögðin við kynhneigð minni öll verið jákvæð enda margir aðdá- endur keppninnar samkynhneigðir. Ef þeim finnst ég vera þeim góð fyrirmynd finnst mér það hið besta mál.“ Og þá er bara að vona að Tómasi gangi það vel í undankeppninni að íslenska þjóðin fái að fylgjast með honum á laugardagskvöldið. Ef eitthvað er að marka frammistöðu hans á fyrstu af þremur lokaæfing- unum þarf hann engu að kvíða. „Tónlistarinnar vegna …“ Söngvari af íslensku bergi brotinn syngur fyrir hönd Dana Istanbul. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sverrir Það fór vel á með þeim Tóm- asi og Jónsa. 56 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fyrst a stórm ynd suma rsins . KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8, 9.15 og 10.30. Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ POWERSÝNING kl. 10.30. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“  Roger Ebert Chicago Sun Tribune  Tvíhöfði Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 5.40 og 8.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ Sýnd kl. 6 og 8.30. B.i. 12.  SV. MBL Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd. Án efa ein besta myndin í bíó í dag. KD, Fréttablaðið HJ MBL J.H.HKvikmyndir.com „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ ÓÖH, DV Fyrst a stórm ynd suma rsins . FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“  Kvikmyndir.is  Roger Ebert Chicago Sun Tribune Sýnd kl. 6, 8 og 10. Útlit myndarinnar er frábært. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks. Van Helsing er alvöru sumarpoppkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. Þ.Þ. Fréttablaðið.  Tvíhöfði Í KVÖLD keppa 22 þjóðir um þátt- tökurétt í úrslitunum sem fram fara á laugardaginn. Tíu efstu þjóðirnar komast áfram. Þær eru: 1. Finnland 2. Hvíta-Rússland 3. Sviss 4. Lettland 5. Ísrael 6. Andorra 7. Portúgal 8. Malta 9. Mónakó 10. Grikkland 11. Úkraína 12. Litháen 13. Albanía 14. Kýpur 15. Makedónía 16. Slóvenía 17. Eistland 18. Króatía 19. Danmörk 20. Serbía og Svartfjallaland 21. Bosnía og Herzegóvína 22. Holland Evróvisjón 2004 í Tyrklandi Undan- keppnin Keppnin er sýnd í Sjónvarpinu klukkan 19.05. NORÐURLANDAÞJÓÐIRNAR héldu sameiginlegan blaðamanna- fund a Polat Renaissance hótelinu kl. 11 í gærmorgun. Það var glatt á hjalla við sundlaug þessa glæsilega hótels og skemmti fjölmiðlafólkið sér greinilega hið besta enda veg- lega veitt í mat og drykk og útsýnið yfir Marmarahafið óviðjafnanlegt. Um 200 manns hafði verið boðið og áætlaði Jónatan Garðarsson sem heldur utan um Evróvisjón af Ís- lands hálfu, að flestir boðsgesta hefðu skilað sér. Norrænar sjón- varpsstöðvar tóku viðtöl við dreng- ina fjóra sem koma fram fyrir hönd Íslands, Danmerkur, Noregs og Finnlands en Lena Philipsson, fulltrúi Svíþjóðar í sönglagakeppn- inni, var í fyrstu fjarri góðu gamni. Það kvisaðist út að hún væri að spara röddina eftir að hafa verið veik allan tímann sem hún hefur dvalið í Istanbul. Hún lét þó sjá sig í restina eftir að hinir keppendurnir höfðu flutt lögin sín á litlu sviði sem komið hafði verið upp til hliðar við laugina en tók ekki sjálf lagið. Í raun hreyfði hún ekki einu sinni varirnar þegar bakraddasöngvarar tóku saman sænska ABBA-smellinn „Waterloo“ sem bakgrunnshljómlist fyrir töku hópljósmyndara af nor- rænu keppendunum fimm, en um þessar mundir eru einmitt þrjátíu ár síðan þessi sívinsæla hljómsveit sló svo eftirminnilega í gegn. Sú staðreynd virtist ekki auka sjálfs- traustið hjá Lenu Philipsson – frek- ar þvert á móti – hún virtist nið- urdregin og taugastrekkt í litlu viðtali sem var tekið við hana á svið- inu, henni var greinilega kalt og þegar kynnirinn spurði hvernig hefði verið að vinna í undanúrslit- unum í Svíþjóð misskildi hún spurn- inguna og virtist eiga erfitt með að einbeita sér. Mál manna er að hún væri ekki hrifin af að koma fram á sviði – þó að því sé erfitt að trúa ef hún gefur sig í þvílíka keppni. Að minnsta kosti er greinilegt að það getur oltið á ýmsu með þessa – hingað til a.m.k. – björtustu von Norðurlandanna í keppninni í ár. Við verðum bara að vona að Lena nái heilsu á ný og taki sig saman í andlitinu og geri sitt besta. Sænsku hljómsveitina ABBA bar líka á góma þegar sænska sjón- varpið innti Jónsa eftir því hvort hann hefði einhver tengsl vid Sví- þjóð. Hann kvaðst keyra um á Volvo og hafa komið fram í ABBA- sýningunni á skemmtistaðnum Broadway í þrjú ár. Þeir landarnir Jónsi og Tómas Þórðarson (sem keppir fyrir hönd Danmerkur) voru að hittast í fyrsta skipti þarna en Jónsi var skeleggur i að leiðrétta sænsku sjónvarpsmennina þegar þeir fóru rangt með framburðinn a föðurnafni Tómasar. Annars lék Jónsi á als oddi í við- tölum við fjölmiðlafólk víða að og átti greinilega mjög auðvelt með að sjarmera alla upp úr skónum. Jón- atan Garðarsson sagði að það hefði verið gaman að fylgjast með honum vaxa ásmeginn eftir því sem fund- unum fjölgaði. Jónsi er greinilega í mjög góðu líkamlegu formi, ekki sjást á honum nokkur þreytumerki og aðspurður sagðist hann vera meira en tilbúinn í slaginn. Honum tókst mjög vel upp við flutning ís- lenska lagsins og það var komin enn meiri dýpt í túlkun hans en í mynd- bandsútgáfunni sem gefur góðar vonir um frammistöðu hans þegar á hólminn er komið. Gera verður ráð fyrir að ballöður hafi það fram yfir hröðu lögin í keppninni að við söng þeirra geti flytjandinn snert ein- hverja þá strengi í brjósti áhorf- enda að þeir greiði flutningnum og þar með laginu atkvæði sitt. Evróvisjónspennan að ná hámarki Jónsi leikur á als oddi Morgunblaðið/Sverrir Jónsi í faðmi fjölskyldunnar. Undanúrslit fyrir Evróvisjón fara fram í kvöld en sjálf úrslitin á laugardaginn. Sveinn Haraldsson er í Ist- anbul og mun lýsa gangi mála á meðan á keppn- inni stendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.