Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
HLJÓTI hugmynd Þjóðminja-
safns um táknmynd fyrir safnið
hljómgrunn hjá borgaryfir-
völdum má gera ráð fyrir að í lok
sumars verði búið að koma 7,5
metra háu sverði úr graníti fyrir
á Melatorgi. Verður það nákvæm
eftirlíking víkingasverðs frá 10.
öld sem fannst í kumli við Kald-
árhöfða í Grímsnesi árið 1946.
Að sögn Snorra Más Skúlason-
ar kynningarfulltrúa Þjóðminja-
safnsins er sverðið, sem granít-
sverðið verður gert eftir, einn
merkilegasti gripur sem Þjóð-
minjasafnið á. Táknmyndin á
Melatorgi hefði þannig beina til-
vísun í þjóðararfinn sem varð-
veittur er í safninu.
Að sögn Snorra Más var upp-
haflega hugmyndin sú að sett yrði
upp einhvers konar tákn fyrir
safnið í nágrenni þess í tilefni af
enduropnun í september. „Svo
þróaðist hugmyndin lengra og við
vildum setja þarna upp varanlegt
sverð sem yrði höggvið í granít.
Við teljum að þetta gæti orðið
skemmtileg táknmynd fyrir safn-
ið. Ef maður hugsar þetta lengra
þá gæti sverðið orðið eitt af
kennileitum Reykjavíkur. Þá er
það skemmtileg tilviljun að fyrsti
víkingaskálinn á Íslandi reis að-
eins neðar í Suðurgötunni,“ segir
Snorri Már. Sverðhugmyndin hef-
ur nú þegar verið lögð fyrir sam-
göngunefnd Reykjavíkurborgar
og samþykkt þar. Menningar-
málanefnd og skipulags- og bygg-
ingarmálanefnd þurfa einnig að
samþykkja hugmyndina.
Höggvið í stein í Kína
Þjóðminjasafnið hefur farið
þess á leit við listamanninn Stefán
Geir Karlsson að hann hafi yfir-
umsjón með smíði sverðsins. Að
sögn Snorra Más verður sverðið
höggvið í stein í Kína, flutt til Ís-
lands og sett saman á Melatorg-
inu sjálfu. Heildarkostnaður við
verkið er áætlaður um 5–6 millj-
ónir króna og töluverðan mann-
skap þarf til að gera sverðið. „Það
er í raun búið að ráðstafa pen-
ingum sem verja átti í kynningu
fyrir opnunina. Safnið verður því
að leita til velunnara til að fjár-
magna þetta, en ég er bjartsýnn á
að það takist að útvega féð. Mér
finnst þessi hugmynd allt of góð
til að hún fái að deyja.“ Um tvo
mánuði tekur að smíða sverðið og
flytja það hingað til lands.
Að því gefnu að borgaryfirvöld
leggi blessun sína yfir sverðið og
fjármagn fáist fyrir smíðinni má
gera ráð fyrir að víkingasverðið
verði komið á sinn stað í ágúst og
hjálpi þannig til við að vekja at-
hygli á opnun safnsins 1. septem-
ber nk.
Tölvugerð mynd af granítsverðinu sem Þjóðminjasafnið vill fá að setja upp á miðju Melatorgi.
Víkingasverð á Melatorg í ágúst
Hugmynd Þjóðminjasafnsins til athugunar hjá borgaryfirvöldum
Í KVÖLD fer fram undankeppni fyrir
Evróvisjónkeppnina í Istanbúl í Tyrk-
landi. Þá keppa 22 þjóðir um þátttöku-
rétt í úrslitakeppninni sjálfri sem fram
fer á laugardaginn.
Meðal keppenda í kvöld er söngvari af
íslensku bergi brotinn, Tómas Þórð-
arson, sem keppir fyrir Dani. Ef allt
gengur upp keppir hann á laugardags-
kvöld ásamt fulltrúa Íslands, Jóni Jósepi
Snæbjörnssyni, sem syngur kraftballöð-
una „Heaven“ . Jónsi og Tómas stilltu
sér upp fyrir ljósmyndara á blaða-
mannafundi í gær.
Morgunblaðið/Sverrir
Íslendingar
í eldlínunni
Jónsi leikur/56
Tónlistarinnar…/56
Í FYRSTA sinn sem Gallerí i8 tekur þátt
í elstu og virtustu myndlistarstefnu
heims, þeirri í Basel í Sviss, nær það
þeim árangri að sýna verk íslenskra
myndlistarmanna á báðum sýningum
stefnunnar. Gjörningaklúbburinn verður
á sýningunni Art Statement, en verk
Finnboga Péturssonar, Spheres, verður
sýnt á sýningunni Art Unlimited.
Finnbogi segir að allar listastefnur
hvar sem er í heiminum taki sitt mið af
Baselstefnunni, og þangað sæki allir þeir
sem hafi eitthvað að segja í myndlist og
vilji hafa eitthvað að segja. „Þetta getur
auðvitað haft gríðarlega þýðingu fyrir
mig, eins og Feneyjatvíæringurinn gerði.
Ég fékk ekkert rosalega mörg tilboð vik-
ur og mánuði á eftir. Helsta breytingin
var hins vegar virðingin sem ég hef feng-
ið sem myndlistarmaður, og fylgir því að
hafa tekið þátt í honum sem fulltrúi
minnar þjóðar. Það er gott veganesti fyr-
ir myndlistarmann að hafa, og hefur klár-
lega hjálpað Eddu Jónsdóttur gallerista
og eiganda i8, að koma mér inn á sýn-
inguna í Basel.“
Dorothée Kirch starfsmaður i8 segir að
til að komast inn á svona stefnu, þurfi
gallerí þegar að hafa skapað sér stórt
nafn, og því megi segja að undirbúning-
urinn hafi tekið þau níu ár sem Edda hef-
ur starfrækt i8.
Morgunblaðið/Golli
Verk Finn-
boga verður
sýnt í Basel
Þarna verða/30
OLÍUFÉLAGIÐ ESSO og
Skeljungur hafa ákveðið að
hækka lítraverð á bensíni
þannig að lítrinn af 95 oktana
bensíni kostar nú 104,2 krón-
ur í sjálfsafgreiðslu og er
lítraverð á dísilolíu 45,6 krón-
ur í sjálsafgreiðslu. Þetta er í
annað skipti í þessum mánuði
sem fyrirtækin hækka verð á
eldsneyti. Í byrjun mánaðar-
ins var bensínlítrinn hækkað-
ur um 3 krónur og dísilolía
um 2,50 krónur.
Í frétt á heimasíðu Esso
segir að megin skýring þess-
ara hækkana sé að heims-
markaðsverð hafi hækkað
mjög mikið frá apríllokum.
Það hafi ekki verið hærra en
nú í fjórtán ár, en einnig sé
staða krónunnar lakari nú en
um síðustu mánaðamót.
Olís hafði ekki hækkað
verð á eldsneyti í gærkvöldi,
en Samúel Guðmundsson hjá
Olís sagði að hugsanleg verð-
hækkun yrði skoðuð í dag.
Atlantsolía hækkaði verð á
eldsneyti um mánaðamótin
og segir Hugi Hreiðarson,
kynningarfulltrúi Atlantsolíu,
að ef fram haldi sem horfi
þurfi félagið að hækka verðið
aftur. Staðan verði skoðuð á
næstu dögum. Þar kostar
bensínlítrinn 96,9 krónur.
Bensín-
lítrinn í
104,2 kr.
Önnur verðhækkun
á bensíni í mánuðinum
MINNIHLUTI allsherjarnefndar
Alþingis leggur til að fjölmiðla-
frumvarpinu verði vísað frá. Önnur
umræða um frumvarpið hófst á Al-
þingi í gær og var það eina dag-
skrármálið. Fjölmargir þingmenn,
einkum þingmenn stjórnarand-
stöðunnar, tóku til máls og töluðu
margir lengi, en ræðutími við aðra
umræðu um þingmál er ótakmark-
aður, samkvæmt þingsköpum Al-
þingis. Nítján þingmenn voru á
mælendaskrá um miðnætti í gær.
Var búist við því að umræðan stæði
langt fram á nótt, enda liggur ekk-
ert samkomulag fyrir milli stjórnar
og stjórnarandstöðu um afgreiðslu
málsins.
Bryndís Hlöðversdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar og
framsögumaður minnihluta alls-
herjarnefndar, sagði efni og formi
frumvarpsins vera svo ábótavant
að málið væri ótækt til afgreiðslu.
„Það hefur fengið ótrúlega flýti-
meðferð. Og ég vil hér í upphafi
máls míns lýsa yfir vanþóknun
minni á þeim vinnubrögðum sem
meirihlutinn beitti í hæstvirtri alls-
herjarnefnd,“ sagði Bryndís.
Óæskileg staða komin upp
Bjarni Benediktsson, formaður
nefndarinnar, vísaði þessum full-
yrðingum á bug og sagði að skýrsla
fjölmiðlanefndarinnar lægi málinu
til grundvallar. Nefndin teldi að
upp væri komin óæskileg staða í
fjölmiðlum og að eignaþjöppun
væri meiri hér en menn þekktu
annars staðar. Nefndin teldi að við
þessu þyrfti að bregðast. „Og nú
þurfa menn að taka pólitíska af-
stöðu í þessu máli og hætta að tala
um málsmeðferðina,“ sagði hann.
Stjórnarandstaðan fór ítrekað
fram á það í umræðunum í gær að
umræðunum yrði frestað þar til
menntamálanefnd Alþingis og
efnahags- og viðskiptanefnd hefðu
lokið umsögnum sínum um frum-
varpið. Ekki var fallist á þá kröfu
og umræðan látin halda áfram.
Umræður stóðu fram á nótt um fjölmiðlafrumvarpið
Minnihlutinn vill
vísa málinu frá
Fjölmiðlafrumvarpið/10, 11
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þingmenn hlýða á umræður um frumvarpið á Alþingi í gær.