Morgunblaðið - 17.05.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.05.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ VALD FORSETANS Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ekki sé stafur fyrir þeirri túlkun, sem stundum sé haldið fram, að sú staðreynd að forseti Ís- lands sé þjóðkjörinn hljóti að færa honum frekara vald en stjórnar- skráin mælir fyrir um. Davíð gerir grein fyrir sjónar- miðum sínum um mögulegt synj- unarvald forseta Íslands í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag. Bætur hækka Alþingi hefur samþykkt laga- frumvarp sem gerir ráð fyrir því að fjárhæð atvinnuleysisbóta hækki og verður fjárhæð hámarksbóta hækk- uð úr 2.752 krónum í 4.096 krónur á dag. Verða bæturnar greiddar sam- kvæmt þessu frá og með 1. mars sl. Bonnevie í mynd Baltasars Norska leikkonan Maria Bonne- vie mun leika aðalhlutverkið á móti bandaríska leikaranum Forrest Whitaker í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. Sagt er frá málinu í sænskum fjöl- miðlum í gær. Gert er ráð fyrir að hefja tökur í haust. Bonnevie hefur áður leikið í íslenskri kvikmynd, Hvíta víkingi Hrafns Gunnlaugs- sonar. Krefjast rannsóknar Nokkrir bandarískir þingmenn hafa krafist rannsóknar á ásök- unum um, að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hafi samþykkt leynilega áætl- un um yfirheyrsluaðferðir, sem leitt hafi til misþyrminganna í íröskum fangelsum. Koma þær fram í grein eftir blaðamanninn Seymour Hersh í tímaritinu The New Yorker. Segir í henni, að Richard Myers, yfirmað- ur bandaríska herráðsins, hafi einn- ig samþykkt áætlunina og í News- week-grein sagði, að John Ashcroft dómsmálaráðherra og jafnvel George W. Bush forseti hafi vitað af henni. Áfram hátt olíuverð Sérfræðingar spá því, að olíuverð muni haldast mjög hátt enn um sinn og búast ekki við, að hugsan- leg framleiðsluaukning OPEC- ríkja, Samtaka olíuútflutningsríkja, muni breyta einhverju um það. Er verðið nú um 40 dollarar olíufatið og er jafnvel talið geta farið í 50 dollara áður en það fer að lækka. Það er óstöðugleiki í Mið-Austur- löndum og aukin eftirspurn, sem halda verðinu uppi, auk þess sem hráefnisþörf Kínverja eykst stöð- ugt og er farin að valda verðhækk- unum á ýmsum afurðum á heims- markaði. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 24/31 Vesturland 11 Bréf 34 Viðskipti 12 Dagbók 36/37 Erlent 14 Þjónusta 37 Daglegt líf 15 Leikhús 38 Listir 16/19 Fólk 38/41 Umræðan 20/21 Bíó 38/41 Skoðun 24 Ljósvakar 42 Forystugrein 22 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is STEFNT er að því að byggja upp kertagerð á bænum Stóruvöllum í S-Þingeyjarsýslu í þriðja skiptið eftir tvo eldsvoða á árinu, nú síðast á föstudagsmorgun. Tjónið að þessu sinni er álíka mikið og í fyrri eldsvoðanum, sem varð 24. jan- úar sl., þótt húsnæðistjónið sé ekki sambærilegt að þessu sinni þar sem kertagerðin var í bráða- birgðahúsnæði í tveimur gámum. „Nú tekur sennilega við uppbygging á grunni húsnæðisins sem brann í vetur,“ segir Ásta Björg Tómas- dóttir á Stóruvöllum sem rekur kertagerðina ásamt sambýlismanni sínum Garðari Jónssyni. Er þess vænst að ákvörðun um endurreisn kerta- gerðarinnar verði endanlega tekin nú eftir helgi. Ásta var ein á staðnum þegar kviknaði í á föstudag og varð vitni að eldsupptökunum. Segir hún eldinn hafa kviknað aftan í pönnu sem notuð er við framleiðsluna. „Pannan hlýtur að hafa bil- að, enda hafði hún bilað þrisvar þann stutta tíma sem hún hafði verið í gangi. Við reiknuðum ekki með því að það gæti kviknað í út frá henni, því annars hefðum við eflaust hætt við að nota hana. Eldurinn var hrikalega fljótur að ná sér á strik og engu varð bjargað. Ég hljóp í það að koma bílum í burtu og það kviknaði í pallhúsi á nálægum sendibíl. Hann var keyrður logandi á næsta bæ til að láta slökkva í honum.“ Ásta segir að eldurinn hafi gleypt í sig ein- angrun í gámnum á augabragði en tekur fram aðspurð að bráðabirgðahúsnæðið hafi á sínum tíma verið tekið út af til þess bærum aðilum og talið í lagi. Þegar kertagerðin eyðilagðist var verið að framleiða upp í stóra pöntun sem átti að afhend- ast 10. júní, en ljóst er að ekki verður af því. Ásta segir að kertagerðin hafi verið nýbúin að ná sér á strik eftir brunann í janúar, þegar kviknaði í aftur. Ekki tjói samt að leggja árar í bát. „Það koma margir að starfseminni í þessari sveit. Það vinna fimm konur við kertagerðina og það munar um þetta í þessu sveitarfélagi.“ Lögreglan á Húsavík er með tildrög eldsvoð- ans til rannsóknar. Stefnt að endurreisn kertagerðar á Stóruvöllum eftir eldsvoða „Eldurinn var hrikalega fljótur að ná sér á strik og engu varð bjargað“ Ljósmynd/Björgvin Kolbeinsson Lögreglan á Húsavík og fulltrúar trygginga- félags skoða verksummerki brunans. Tekinn á 168 km hraða á bifhjóli ÖKUMAÐUR bifhjóls var tekinn á 168 km hraða í Hafnarfirði á laug- ardagskvöld eftir að hann reyndi að stinga lögregluna af. Hjólinu, sem ekið var um Reykja- nesbraut í átt til Reykjavíkur, var ekið á 122 km hraða, samkvæmt mælingum lögreglunnar í Keflavík. Gaf hún ökumanni, sem var með far- þega á hjólinu, merki um að stöðva en hann sinnti ekki stöðvunarmerkj- unum heldur jók hraðann. Ók hann á ofsahraða í átt til Reykjavíkur. Haft var samband við lögregluna í Hafnarfirði sem fór á móti mannin- um og gerði honum ókleift að komast lengra en að hringtorgi við kirkju- garðinn ofan við Hafnarfjörð. Mæld- ist bifhjólið á 168 km hraða. Ökumaðurinn var handtekinn og yfirheyrður vegna málsins og má vænta sektar og ökuleyfissviptingu. HRAFN Jökulsson, formaður Hróksins, stefnir að því að slá heims- met í maraþonskák þegar hann sest að tafli í Smáralind föstudaginn 28. maí nk. kl. 10 að morgni og ætlar ekki að standa upp fyrr en 30 klukkustundum og allt að 200 skák- um síðar. Tilgangur þessa maraþons er að safna áheitum í þágu Hróksins en Hrafn mun tefla við einn áskor- anda í einu, í um tíu mínútur að með- altali í hvert sinn. Meðal áskorenda sem hafa verið skráðir til leiks eru nafntogaðir stjórnmálamenn, tónlistarmenn, leikarar og blaðamenn. Áhugasamir taflmenn geta einnig skráð sig á vef- síðu Hróksins, www.hrokurinn.is, og þar verður síðan hægt að fylgjast með skákunum þegar þar að kemur. Hrókurinn á tímamótum Hrafn sagði við Morgunblaðið að nú stæði Hrókurinn á tímamótum. Félagið væri búið að vera í sam- felldri sókn síðustu árin en nú væri verið að ákveða hlutverk félagsins til framtíðar. Allar áherslur yrðu í barna- og skólastarfinu. Áfram yrði haldið að heimsækja alla skóla lands- ins, en síðasta vetur fóru Hróks- menn í 190 skóla og gáfu 8 ára börn- um bókina „Skák og mát“, auk þess að standa fyrir námskeiðum og mót- um. Hrafn sagði að undanfarin tvö ár hefði félagið farið í alls 450 skóla- heimsóknir. „Þetta eru þær tölur sem við erum stoltust af í starfinu. Nú leitum við eftir umboði og stuðn- ingi frá fólki, fyrirtækjum og sveit- arfélögum til að halda starfinu áfram. Í því skyni ætla ég að tefla maraþonið í Smáralindinni. Þetta er mikilvægur viðburður fyrir framtíð Hróksins og vonumst við eftir góð- um stuðningi. Okkar skilaboð eru þau að þeir sem hafa lýst ánægju með starf Hróksins og geta stutt okkur, þá er rétti tíminn til þess núna. Framundan eru mjög skemmtileg verkefni,“ sagði Hrafn. Hann hefur sent erindi til Heims- metabókar Guinnes til að fá skák- irnar 200 skráðar sem heimsmet – ef hann kemst í gegnum þær allar. Ger- ir hann sér engar vonir um vinnings- hlutfall, eina takmarkið er að halda út þennan tíma. Auk áheita sem skrá má inn á vef- síðu Hróksins verður hægt að leggja félaginu lið með því að hringja í söfn- unarsíma og leggja inn á banka- reikning. Stefnir á að slá heims- met í maraþonskák Morgunblaðið/Árni Torfason Sigurður Þráinn Geirsson, 9 ára nemandi í Hvassaleitisskóla, fær hér að- stoð Hrafns Jökulssonar í fjöltefli við skákkonuna Reginu Pokorna í gær. Í baksýn er Össur Skarphéðinsson að aðstoða dóttur sína, Birtu. Mikil ölvun á Evróvisjón- kvöldi MIKIL ölvun var á fólki í fyrrakvöld eftir Evróvisjónkeppnina og var mik- ill erill hjá lögreglu víða um landið að- faranótt sunnudags vegna skemmt- anahalds. Í Reykjavík voru margir á ferli og mikil ölvun um alla borg. Mannsöfnuður var í miðborginni fram til klukkan 8 í gærmorgun, að sögn lögreglu. Í Hafnarfirði var jafnframt margt fólk að skemmta sér og hafði lögregla í nógu að snúast. Á Akureyri gistu þrír fangageymslur lögreglu eftir gleðskap um nóttina, en þar var margt um manninn í miðbænum um nóttina og fram á morgun. Þá valt bíll í Kjarnaskógi rétt utan við Akureyri í gærmorgun. Taka þurfti bílinn í burtu með kranabíl, en engin slys urðu á fólki. Í ár er sú nýjung að allir þeir sem koma sér með eigin orku til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línu- skauta o.s.frv. Þeir sem taka strætó geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vega- lengd sem gengin er til og frá stoppi- stöð. SKRÁNING í fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna hefur gengið fram- ar öllum vonum en átakið stendur dagana 17.–28. maí fyrir tilstuðlan heilsu- og hvatningarverkefnis ÍSÍ, Ísland á iði. Um helgina höfðu 97 fyr- irtæki um land allt með 144 lið innan- borðs skráð sig til keppni sem hefst í dag. Margir hjóla í vinnuna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.