Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 17.05.2004, Síða 10
Morgunblaðið/Árni Torfason Ráðherrar fylgjast með umræðum á Alþingi á laugardag. BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra gerði umfjöllun fjölmiðla um fjármál stjórnmálaflokkanna að umtalsefni við umræður um fjöl- miðlafrumvarpið á Alþingi sl. laug- ardag. Las hann upp tölvupóst sem Þröstur Emilsson blaðamaður sendi Stefáni Jóni Hafstein, for- manni framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar, vorið 2002 um sam- skipti bréfritara við Jón Ólafsson (þáverandi stjórnarformann Norð- urljósa) og um fjármál forystu- manna Reykjavíkurlistans. Þingmenn Samfylkingarinnar komu í ræðustól og gagnrýndu dómsmálaráðherra fyrir lestur bréfsins. Tala hér um siðferði og fjármál flokka Björn sagði m.a. að það hefði komið á óvart, í þessari umfjöllun fjölmiðla um fjármál stjórnmála- flokkanna, að blaðamaður Frétta- blaðsins hefði ekki greint frá upp- lýsingum sem fram kæmu í tölvupósti, sem hann hefði sent Birni, árið 2003, en tölvupósturinn væri póstur sem sendur hefði verið til Stefáns Jóns Hafstein. Björn sagði: „Það gerðist þannig að þessi blaðamaður, Þröstur Emilsson, í kosningabaráttunni fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 2002, hafði tal af mér og sagði mér frá sam- skiptum sínum við Jón Ólafsson, sem kenndur er við Skífuna. Síðan sendi hann mér þetta bréf og ég ætla að lesa það með leyfi forseta, fyrst ég hef verið beðinn um það,“ sagði Björn. Las hann bréfið í heild sinni og sagði síðan m.a. „Ég hef grennslast fyrir um það frá Stefáni Jóni Haf- stein, sem fékk þetta bréf, og hann segist minnast þess að hafa séð þetta eða svipað bréf vorið 2002, en hann hafi ekki tekið það alvarlega. En hvers vegna taka menn svona bréf ekki alvarlega? Hvers vegna er það svo að menn tala hér um sið- ferði og fjármál flokka og segja að allt sé uppi á borðinu og allt liggi ljóst fyrir og taka svona mál ekki alvarlega þegar á það er bent?“ Einfaldlega rangt Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, sagði við umræðurnar að bréfið ætti ekkert erindi inn í þessa um- ræðu. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, kom því næst upp í pontu til að bera af sér sakir. „Eins og fram kom í tölvu- bréfi sem hæstvirtur dómsmála- ráðherra las hér upp fyrir skömmu, var vitnað til tveggja og hálfs–þriggja ára gamals samtals sem ég átti í síma við þriðja aðila, bréfritara, sem hæstvirtur dóms- málaráðherra vitnaði til. Og þar er þar haft eftir mér og mér lagt það til, að ég hafi einhverja vitneskju um fjármál forystumanna Reykja- víkurlistans og hafi látið það út úr mér, að ég vissi eitthvað um þau. Það er einfaldlega rangt sem þar kemur fram. Ég hef aldrei haft neina vitneskju um fjármála Reykjavíkurlistans. Ég hef aldrei haft neina innsýn inn í fjármál Reykjavíkurlistans. Aldrei nokkra einustu, hvorki vitneskju né innsýn eða aðkomu að rekstri Reykjavík- urlistans. Þar hef ég aldrei komið að borðum. Framganga ráðherra hæstvirts er því eingöngu honum til skammar og meira að segja fyr- ir neðan hans virðingu.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Hvers vegna taka menn svona bréf ekki alvarlega? FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra las úr ræðustól á á Alþingi sl. laugardag bréf Þrastar Emilssonar blaðamanns til Stefáns Jóns Haf- stein, formanns framkvæmdastjórn- ar Samfylkingarinnar, frá 13. maí 2002. Bréfið var einnig birt á vefsíðu Björns í gær og fer hér á eftir í heild sinni: „Heill og sæll, ég rita þér þessar línur í þeirri von að svör fáist frá þér. Ég hef reynt að senda tölvupóst á ISG [Ingibjörg Sólrún Gísladóttur] vegna málsins en annað tveggja skil- ar pósturinn sér ekki eða ISG kýs að svara ekki erindinu. Þetta snýst um fullyrðingar fram- kvæmdastjóra Samfylkingar sem lúta að fjárstuðningi Jóns Ólafssonar við ISG/R-listann. Forsagan í stuttu máli er sú að í aðdraganda formannskjörs Sam- fylkingar fyrir nokkru, lét ég tilleið- ast og gekk í Samfylkinguna og fékk þar með atkvæðisrétt, allt af greiða- semi við ÖS [Össur Skarphéðinsson]. Ekkert til að skammast sín fyrir og algengt hjá þeim sem í slíku standa, þ.e. að smala. Þegar formannskjör var yfirstað- ið, dróst hjá mér að segja mig úr flokknum, því ekki stóð til að vera þar áfram af vissum ástæðum. Þegar svo í aðdraganda kosninga nú fóru að berast bréf og gíróseðlar o.fl. ákvað ég að senda framkvæmda- stjóra Samfylkingarinnar formlega úrsögn. Þar setti ég fram ákveðnar skýringar sem tengjast Jóni Ólafs- syni og meintum fjárstuðningi hans við stjórnmálaaflið. Skýringar sem líka tengjast störfum mínum fyrir fyrirtæki Jóns Ólafssonar og svikum hans. Framkvæmdastjóri Samfylking- arinnar [Björgvin G. Sigurðsson nú- verandi alþingismaður] hafði sam- band við mig í síma um leið og honum barst úrsögnin og kvaðst vilja leiðrétta þetta bull í mér, eins og það var orðað, Samfylkingin hefði ekki fengið krónu frá Jóni Ólafssyni og oftar en einu sinni afþakkað allan stuðning úr þeirri áttinni. Fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar fullyrti hins vegar þegar ég maldaði í móinn að ISG hefði jú vissulega þeg- ið umtalsverða fjármuni úr vasa Jóns Ólafssonar. En hún kæmi Sam- fylkingunni og þar með R-listanum ekkert við og mætti alls ekki setja það undir sama hattinn í þessu máli, þ.e. umfjöllun um borgarstjórnar- kosningar og fjármál. Gott og vel en ljótt ef satt er – hafi ISG þegið verulega fjármuni úr vasa Jóns Ólafssonar þá þykir mér það undarlegt. Þessi sami Jón Ólafsson er nefnilega að svína á fyrrverandi starfsfólki sínu, hefur ekki staðið skil á launum eða öðru slíku svo mán- uðum skiptir, eða frá því í september 2001. Vitaskuld eru allir gengnir út, allt klabbið komið í lögfræðiinn- heimtu og þar tefur sá hinn sami Jón Ólafsson málið með öllum tækum ráðum. Síðasta útspil hans og jafnframt það subbulegasta sem ég hefi heyrt um dagana er tilboð til lúkningar kröfum. Þeir settust nefnilega niður félagarnir Jón Ólafsson, Kristján Jónsson og Sigurður G. Guðjónsson og reiknuðu út hve mikið Ábyrgð- arsjóður launa greiddi ef þeir létu fyrirtækið, sem ég og fleiri unnum hjá, fara í gjaldþrot. Þá sömu tölu og þeir fengu út buðust þeir til að greiða mér og ekki krónu meir eins og það var orðað. Þetta er siðferðið sem þar er stundað. Svo þú sjáir hver munur er á „tilboði“ Jóns Ólafs- sonar og raunverulegri kröfu minni þá stóð hún í 3,3 milljónum króna um miðjan mars en „tilboðið“ hljóðaði upp á að greidd yrði rösklega 1,1 milljón. Skýrt liggur fyrir að engum lið kröfunnar hefur verið mótmælt og því ekki hægt að lækka hana af þeim sökum. Nú kanntu að velta því fyrir þér hvers vegna þú fáir þessar upplýs- ingar. Jú, þetta snýst um siðferði og heiðarleika. ISG hefur, eftir því sem framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar fullyrti, þegið umtalsverðar fjárhæðir beint frá Jóni Ólafssyni á sama tíma og hann stundar slíkt at- hæfi eins og ég lýsti, ekki einasta að hann svíni á starfsfólki sínu heldur gerir maðurinn út á Ábyrgðarsjóð launa. Er þetta það siðferði sem þið hjá R-listanum samþykkið og teljið til eftirbreytni? Að halda eftir launum starfs- manna eins fyrirtækis Jóns Ólafs- sonar og setja a.m.k. þá upphæð í kosningasjóð hjá R-listanum er að mínu mati afar undarlegt framferði, svo ekki sé meira sagt. Svo er auðvitað allt annað mál og alvarlegra þegar kemur að þiggjend- um fjárins. Vill eitthvert stjórnmála- afl binda trúss sitt við slíkan hæl, svo ekki sé fastar að orði kveðið? Vænt þætti mér um að fá einhver svör frá þér hið allra fyrsta. Ég tel rétt að önnur framboð og sömuleiðis almenningur viti af þessu máli og öðrum sem tengjast Jóni Ólafssyni, þar sem fyrir liggur að hann er veru- lega stór styrktaraðili R-listans/ISG, og vísast þar enn og aftur til fullyrð- inga framkvæmdatsjóra Samfylk- ingarinnar. Virðingarfyllst, Þröstur Emilsson“ Bréf Þrastar Emilssonar Þröstur Emilsson Undrast viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar ÞRÖSTUR Emilsson blaðamaður lýsir undrun sinni á að tölvupóstur sá sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum til formanns framkvæmda- stjóra Samfylkingarinnar, skuli koma fram við þingumræður nú. Segist hann vera mjög undrandi á viðbrögðum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, varaformanns Sam- fylkingarinnar, í andsvörum hennar við ræðu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem las umrætt bréf upp á Alþingi á laugardaginn. „Ég undrast mjög að þetta skuli dregið fram núna. Þetta er orðið þriggja ára gamalt bréf. Ég undrast samt miklu meira viðbrögð Ingi- bjargar Sólrúnar og það sem hún sagði þarna á eftir [ræðu Björns Bjarnasonar]. Það verður hún að eiga við sig og flokkinn,“ segir Þröst- ur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Kannast ekki við tilboð Þröstur ritstýrði á sínum tíma. Sigurður segist aldrei hafa hitt Þröst „til að semja um eitt eða neitt“. Sér vitanlega hafi þessi vef- ur ekki farið á hausinn og honum hafi verið „bjargað“. Samningavið- ræður hafi aðallega verið í hönd- unum á Kristjáni Jónssyni og Hilmari Sigurðssyni, þá fram- kvæmdastjóra margmiðlunarfyrir- tækisins Innn. SIGURÐUR G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, segist ekki kannast við það tilboð sem Þröstur Emilsson segir í bréfinu til for- manns framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar að Sigurður, Jón Ólafsson og Kristján Jónsson hafi gert sér til lúkningar kröfum. Án þess að það komi fram í bréfi Þrastar telur Sigurður að hann eigi við vefinn reykjavik.com, sem Sigurður G. Guðjónsson INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi dómsmálaráðherra harð- lega í andsvörum við ræðu hans á Al- þingi á laugardag, fyrir að lesa upp tölvubréf Þrastar Emilssonar, með algjörlega órökstuddum ávirðingum, eins og hún orðaði það. Ingibjörg Sólrún sagði m.a.: „Hér var skjalavörðurinn Björn Bjarna- son, hæstvirtur dómsmálaráðherra, að verki, sem heldur vel utan um gögn sín og m.a. utan um það bréf sem hann las hér upp úr ræðustól áð- an. Ég hef vitað lengi af því að hæst- virtur dómsmálaráðherra Björn Bjarnason hefði þetta bréf undir höndum. Hann lét okkur vita af því, í kosningabaráttunni í fyrra, að hann hefði eitthvað slíkt í höndunum sem væri aldeilis hægt að nota gegn okk- ur ef honum hentaði svo. Hann veif- aði þessu bréfi þá yfir hausamótun- um á okkur þannig að við vissum vel að bréfið væri í hans höndum. […] En Björn Bjarnason sem veit bet- ur, hann veit betur, heldur en hann gefur í skyn hér í ræðustólnum. Hann veit hvernig þetta er tilkomið, þetta mál.“ Bætti Ingibjörg því við að Björn kysi að koma hér upp í ræðustól og lesa upp bréf einstaklings og algjör- lega órökstuddar ávirðingar. Ekki bara fyrir þing heldur þjóðina alla. „Þvílík smekkvísi,“ sagði hún. Síðar í umræðunni sagði Ingibjörg að Björn hefði ekkert fyrir sér í þessum efnum. „Hann hefur engan rökstuðning. Hann hefur ekkert í höndunum um það mál sem hann er að tala um og veit sjálfur að þetta eru órökstuddar ávirðingar, sem ég á að reyna að svara hér á einni mínútu, það segir mér auðvitað hvílík ör- vænting er í þessu máli.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Órökstuddar ávirðingar Morgunblaðið/Árni Torfason Annríki hefur verið á Alþingi undanfarna daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.