Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 16

Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 16
LOS Caprichos, eða Kenjarnar, eftir Francisco José de Goya y Luc- ientes (1746–1828) eru meðal fjöl- margra þekktra verka þessa spænska listamanns. Koparstungur af fyrstu útgáfu Kenjanna 80, sem nú er að finna í Listasafninu á Ak- ureyri og fengnar voru að láni frá Svartlistasafni Spánar í Madríd, til- heyra verðmætustu útgáfu Kenj- anna, þeirri einu sem framleidd var á ævi Goya sjálfs og sú útgáfa sem vegna eðlislægs slits koparplatn- anna varðveitir hvað best styrk línu- teikningar ætingarinnar sem og fjöl- breytileg blæbrigði flataætingar- innar. Myndunum hefur verið skemmtilega fyrirkomið í Listasafn- inu á Akureyri og ekki að sjá að þessar íronísku ádeilumyndir sem fyrst voru framleiddar 1799 hafi tap- að neinu af krafti sínum eða að þær eigi síður við nú en þá, rúmum 200 árum síðar. Goya hefur gjarnan verið kallaður fyrsti „nútíma“ listamaðurinn, m.a. vegna vinnubragða sinna og hug- leiðinganna sem að baki mörgum verka hans liggja. Hann var t.d. sak- aður af sumum gagnrýnendum um að „ljúka“ ekki myndum sínum – um að taka áhrif verkanna fram yfir vandvirknina. Það eru hins vegar skoðanir og hugleiðingar Goya sem koma áhorfendum fyrir sjónir í Listasafninu á Akureyri, en með Kenjunum tjáir listamaðurinn hug- arheim sinn, skoðanir, áhyggjur og efasemdir um mannlegt eðli og þjóð- félagið í kringum sig. Hagsýnn og hæfileikaríkur Þegar Kenjarnar eru skoðaðar er vert að hafa í huga að heimurinn og heimsmyndin tóku örum breyting- um á ævi Goya. Sjálfur þjónaði hann þremur konungum Spánar og sam- tíðarmönnum þeirra, þeim Karli III (1759–88), Karli IV (1788–1808) og Ferdinand VII (1808, 1814–33) – en undir harðstjórn þess síðarnefnda þurfti Goya m.a. að svara til saka hjá spænska rannsóknarréttinum. Tímalaus ádeilumeistari MYNDLIST Kenjarnar – Los Caprichos eftir Francisco de Goya Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Sýningin stendur til 4. júlí. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI Anna Sigríður Einarsdóttir flestar myndanna. Handrit L. í Pradósafninu lýsir viðfangsefninu eflaust hvað best. „Vesalings gá- lausu stúlkurnar lenda í fangelsi eft- ir að hafa orðið þungaðar vegna eðl- isbundinnar viðkvæmni.“ Konur fá hins vegar alls ekki alltaf jafnsam- úðarfulla meðferð hjá Goya líkt og verk nr. 19, 20, 22 og 55 eru öll ágætis dæmi um. Þannig fá gleði- konur, og reyndar viðskiptavinir þeirra líka, það óþvegið í verkum nr. 19, Allir falla þeir, og nr. 20, Nú fara þeir reyttir, á meðan misjöfn örlög tengd stéttarstöðu frekar en sóma- kærum lifnaðarháttum verða lista- manninum að viðfangsefni í mynd nr. 22, Stúlkukindurnar. Háðskt við- horf listamannsins til hégómagirnd- ar er af öðrum, en alls ekki ógagn- rýnum toga, líkt og mynd nr. 55, Fram í andlátið, er skemmtilegt dæmi um. Hér gerir öldruð kerling sitt besta til að viðhalda æskuljóm- anum með stelpulegum hatti og góð- um árangri að eigin mati á meðan háðsk æskan fylgist með. Líkt og áður sagði eira Kenjar Goya engum. Drukkni kaupmaður- inn sem brennir ofan af sér húsið (verk nr. 18, Og húsið hans brennur) fær að kenna á gagnrýni lista- mannsins ekki síður en listunnend- urnir sem ekki stíga í vitið, líkt og verk nr. 38, Alveg frábært!, er gott dæmi um. Þar klappa asni og ófrýni- legir kumpánar hans apa lof í lófa fyrir að leika á bakhlið gítars. Lista- maðurinn sjálfur veitir þá ekki síður á sér höggstað eins og sjá má í mynd nr. 41, Hvorki of eða van. Þar málar api portrett af asna og hér er háðinu beint gegn apanum, Goya, sem mál- ar eftir pöntun og lagfærir það sem miður fer, í þessu tilfelli með því að fela asnaeyrun undir voldugri hár- kollu. Trúarbrögð, kirkjan og kirkjunn- ar menn og barnauppeldi eru aðeins nokkur dæmi til viðbótar sem nefna má, s.s. hin skemmtilega Fötin skapa manninn (nr. 52) sem sýnir al- menning biðja til vel klæddrar fuglahræðu líkt og um guð væri að ræða. Enginn er svo fullkominn að vera yfir gagnrýni hafinn. Það er kannski ekki hvað síst þessi eiginleiki ádeilunnar sem gerir hana jafnaðgengilega og heillandi og raun ber vitni. Það er hægt að finna höggstað á öllum. Kenjar Goya kunna að hafa byggt á mörgum ólík- um háðsádeiluhefðum, sem lista- maðurinn gat fundið á jafnólíkum stöðum og í spænskum bókmennt- um, evrópskum skopteikningum, ekki síður en listhefðum og tungu- taki alþýðu manna. Það er heldur ekki laust við að Kenjarnar geymi þætti í anda charivari – heimsmynd- ar á hvolfi – evrópskrar miðalda- hefðar sem á djúpar rætur í þjóð- félagsgagnrýni og höftum. En þessi síðastnefndi þáttur á e.t.v. ekki hvað síst við í þeim tilvikum þar sem Goya skiptir mönnum út fyrir skepnur, s.s. í fyrrnefndum verkum nr. 38 og 41, sem og í seinni hluta myndraðarinnar þar sem ófreskari verur taka á köflum að því er virðist völdin af meistaranum. Mynd nr. 62, Hver hefði trúað slíku, er gott dæmi um verk þar sem listamaðurinn virð- ist gefa ofsanum lausan tauminn. Hér berjast ófreskjur naktar á steini á meðan enn óhugnarlegri skrímsli sækja að þeim bæði að ofan og neðan og verk nr. 49, Skottur, sýnir þá ekki kraftminni krítík í garð kirkjunnar manna. Skilningur á viðfangsefnum Kenja Goya kann í sumum tilfellum að vera okkur glataður í dag, líkt og segja má um verk nr. 46, Leiðréttingu. Og þótt verkin hafi efalítið flest hver haft beinni tilvísanir til samtíðar- manna hans er með öllu óvíst að myndirnar hafi talað jafnskýru máli til allra, eða yfirhöfuð verið allar jafnauðlæsilegar. Flestar byggjast þær vissulega á þankagangi og ír- óníu sem nær yfir landamæri bæði tíma og rúms, sem útskýrir ekki hvað síst áframhaldandi vinsældir þeirra. Kenjarnar seldust í tak- mörkuðu upplagi þegar þær voru fyrst gefnar út, en áttu engu að síð- ur eftir að auka orðstír Goya á al- þjóðavettvangi. Hann átti t.a.m. eft- ir að hafa áhrif á ekki ómerkari listamenn en Eugène Delacroix, Édouard Manet, Paul Cézanne, Pierre Auguste Renoir, Vincent van Gogh og Henri de Toulouse-Lautrec svo dæmi séu tekin. Koma mynd- anna hingað til lands er því ómet- anleg og á Listasafnið á Akureyri hrós skilið fyrir framtakið. Fjöl- margar eftirprentanir eru vissulega til, en fæstar ná fram skýrleika frummyndanna sem margar hverjar eru uppfullar af fínlegum smáatrið- um og frásagnarþáttum er týnst hafa í seinni tíma prentunum, sem fyrir vikið búa ekki yfir sama styrk. Heimsóknin til Akureyrar er því fyllilega ferðarinnar virði, enda jafn- ast fátt á við að skoða frummyndir kenja þessa hárbeitta spænska meistara með eigin augum. Fram í andlátið. Listamaðurinn starfaði þá fyrir frönsku herstjórnina, auk þess að kynnast ringulreiðinni og öngþveit- inu sem fylgdi spænska hluta Napóleonstríðanna, spænskri þing- stjórn og svo að sjálfsögðu Upplýs- ingunni og hugmyndafræði hennar. Goya sýndi sig líka fyrst og fremst vera hagsýnan en óumdeilanlega hæfileikaríkan listamann. Hann var einstaklega afkastamikill, gat sér gott orð sem portrett listamaður og störf hans við hirðina öfluðu honum hirðmálara titlanna Pintor del Rei, 1786, og Primer Pintor de Cámara aðeins þremur árum síðar. Og þó Goya fari vissulega að sinna per- sónulegum áhugamálum sínum inn- an myndlistarinnar í auknum mæli eftir að hann missti heyrnina 1793 gerði hann lítið af því að hafa hátt um stjórnmálaskoðanir sínar og sýnir sig meðvitaðan um þá stað- reynd að myndlistin var lifibrauð hans, þó margt í verkum á borð við Kenjarnar bendi til þess að þar hafi verið á ferð varfær, en sjálfstæður, hugsuður sem ekki stóð á sama um þjóðfélagið í kringum sig. Þessi var- færni Goya kemur líka skýrt fram í hugleiðingum hans varðandi inn- gangsmynd Kenjanna. Upphaflega ætlaði hann að firra sig vissri ábyrgð og skýla sér bak við fant- asíuveröld draumanna með því að hafa sem inngang verksins myndina, er síðar varð nr. 43 í röðinni, Ef vitið sofnar vakna ófreskjur. Þar sefur listamaðurinn fram á skrifborð sitt og á meðan meðvitundarleysið lætur skynsemina lönd og leið bregður óáran draumaheimanna á leik. Fyrsta mynd í endanlegri útgáfu Kenjanna varð hins vegar sjálfs- mynd af listamanninum, hefðbundið portrett sem sýnir Goya horfa alvar- legum og ábyrgðarfullum augum út úr myndfletinum í hlutverki áhorf- anda og þjóðfélagsþýðanda. Mynd- valið er ekki hvað síst áhugavert í ljósi ábyrgðarinnar sem listamaður- inn þar með axlar á myndefninu og skoðununum sem þar koma fram, þrátt fyrir að gera sér grein fyrir þeim óróa sem þær kynnu að valda hjá yfirvöldum. Þetta sýnir líka kannski öðru fremur styrka stöðu þessa listamanns sem talinn hefur verið áhrifamesti listamaður Spánar á síðasta fjórðungi 18. og fyrsta fjórðungi 19. aldar. Engum eirt Hugmyndirnar og gagnrýnin sem fram kemur í Kenjunum eru líka óumdeilanlega um margt ef ekki byltingakenndar þá a.m.k. róttækar og listamaðurinn eirir engum. Þann- ig verður þjóðfélagsstaða kvenna Goya til að mynda víða að viðfangs- efni og ekki laust við að stúlkurnar njóti samúðar listamannsins í verk- um nr. 2, 14 og 32, auk þess sem fyrst nefndu verkin tvö draga, líkt og fleiri, fram mynd af frekar nú- tímalegum hugsuði. Þannig bendir mynd nr. 2, Þær segja „já“ og gefa hönd sína þeim fyrsta sem býðst, t.d. til þess að Goya hafi haft sitt hvað að athuga við viðteknar hefðir tengdar gjaforði kvenna, en myndin sýnir stúlku með svarta augngrímu otað fram af gömlum og lítt frýni- legum kerlingum líkt og hún sé leidd til aftöku á meðan almenningur skemmtir sér. Mynd nr.14, Hvílík fórnarlund!, byggist þá á svipuðu þema. Hér gefa fátækir foreldrar unga og fagra dóttur sína efnuðum kroppinbak og þótt ráðahagurinn sé þeim ekki með öllu sársaukalaus hefur neyðin og græðgin yfirhönd- ina. Mynd nr. 32, Vegna þess að hún var viðkvæm, slær hins vegar á enn tilfinninganæmari strengi og ein- kennist fyrir vikið af meiri mýkt en LISTIR 16 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ TIL HEIÐURS GUÐNÝJU Guðný Guðmundsdóttir leikur Árstíðirnar eftir Vivaldi með nemendum sínum Konsertmeistari: Ari Þór Vilhjálmsson Frumflutningur á tveimur nýjum íslenskum verkum eftir Áskel Másson og Karólínu Eiríksdóttur. Selló: Gunnar Kvaran Píanó: Nína Margrét Grímsdóttir Konsertmeistari í 30 ár Í S L E N S K A Ó P E R A N 1 8 . M A Í Listahátíð í Reykjavík Listahát íð Reykjavíkur Mánudagur Kl. 10 og kl. 11 Salur Tónlistar- skólans í Reykjavík Fundur Marc- André Hamelin með íslenskum píanó- kennurum á vegum EPTA. Einnig ætlað áhugafólki. Kl. 17 Tónlistartorg Kringlunnar Fjölbreytt tónlist í Kringlunni meðan á há- tíðinni stendur. Í samstarfi við verkefnið Tónlist fyrir alla. Fötin skapa manninn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.