Morgunblaðið - 17.05.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.05.2004, Qupperneq 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMSÖGN mín um fjölmiðla- frumvarpið hefur orðið tilefni tilvitn- ana af handahófi í sumum fjöl- miðlum og athugasemdum alþingismanna. Tel ég því ástæðu til að undirstrika nokkur atriði, sem að mínu mati skipta mestu máli í umræðunni um stöðu og framtíð íslenzkra ljósvakamiðla. Allt frá setningu út- varpslaga nr. 68/1985 hefur þróun ljós- vakamiðla í einkaeigu á Íslandi verið óháðari opinberum reglum og eftirlitslausari en nokkurs staðar í þeim löndum, sem Íslend- ingar bera sig helzt saman við. Þetta óhefta frelsi hefur leitt til þess að útvarpsleyfi hafa í raun gengið kaupum og sölum og safnazt á hendur fárra aðila og nú að síðustu einkum eins, þ.e. Norður- ljósa. Segja má, að tilgangur laganna um fjölbreytni og frjálsa samkeppni ljósvakamiðla í einkaeign hafi þann- ig snúizt upp í andhverfu sína. Þetta er orðin allöng saga og má rekja aft- ur til þess tíma er Stöð 2 og útvarps- stöðin Bylgjan sameinuðust. Út- varpsstöðin Stjarnan kom til sögunnar sem keppinautur Bylgj- unnar og reyndar Ríkisútvarpsins einnig. Hún var keypt upp og sam- einuð Bylgjunni og Stöð 2. Þannig hefur það gengið koll af kolli. Vert er ennfremur að rifja upp hvernig æðstu yfirvöld fjarskipta- mála beittu sér fyrir því á sínum tíma að ein af VHF-sjónvarpsrásum Ríkisútvarpsins á höfuðborgarsvæð- inu var af því tekin í því augnamiði að tryggja aukna samkeppni í sjón- varpsrekstri á stærsta markaðs- svæði landsins. Þetta voru mjög verðmæt hlunnindi þar sem engar VHF-rásir voru í raun lausar til af- nota. Ný einkasjónvarpsstöð í eigu auglýsingastofunnar Hvíta hússins var stofnuð undir nafninu Sýn og skyldi keppa við Stöð 2 og Rík- isútvarpið. Þessi nýja sjónvarpsstöð hóf aldrei sjálfstæða starfsemi. Áður en til þess kom, hafði Stöð 2 eignazt þennan væntanlega keppinaut sinn og þar með útsendingartíðnina. Öll- um eru síðan í fersku minni örlög Fíns miðils með fléttu af útvarps- stöðvum, og sjónvarpsstöðvarinnar Stöðvar 3. Bæði fyrirtækin keypti Íslenzka útvarpsfélagið út af sam- keppnismarkaði og sameinaði rekstri sínum, sem nú fellur undir samsteypuna Norðurljós. Að ógleymdu Popp Tíví, sem einnig bættist við í búið. Þrátt fyrir ábendingar um að þessi gífurlega samþjöppun leiddi til afskræmingar á samkeppni í ljós- vakamiðlun og sívaxandi fákeppni, ef ekki eindregið ráðandi markaðs- stöðu, var ekkert um þetta skeytt af hálfu opinberra yfirvalda. Það er því orðið fyllilega tímabært að stemma stigu við þessari öfugþróun, og þó fyrr hefði verið. Og þegar við þetta bætist að Norðurljós hafa nýverið eignazt tvö dagblöð með mjög um- talsverða útbreiðslu á landsvísu má leiða rök að því, að hér séu að skap- ast sambærilegar aðstæður við það sem sameiginlegar stofnanir Evr- ópuríkja, er láta sig þróun og fram- gang lýðræðis, mannréttinda og frjálsrar fjölmiðlunar varða, hafa eindregið varað við. Í júnímánuði í fyrra fengu Norð- urljós úthlutun fyrir afnotarétti á 64 stafrænum sjónvarpsrásum á Faxa- flóasvæðinu án þess að stjórnvöld hefðu nokkra mótaða stefnu um upp- byggingu og innleiðingu stafræns dreifikerfis sjónvarps, sem marka mun mikilsverð kaflaskil í þróun fjöl- miðlunar í landinu. Alls staðar í ná- grannalöndum okkar hafa lengi staðið umræður um sambærilega uppbyggingu og hvernig hún skuli tryggja sem bezt jafnan aðgang fjöl- miðlanna að því útsendingarkerfi, sem notazt verður við, og ekki sízt með tilliti til hagsmuna notenda þannig að þeir þurfi ekki nema einn myndlykil til að ná útsendingum allra stöðva. Með úthlutuninni í fyrra var Norður- ljósum gefið forskot til að verða ráðandi um þessa þróun á fjöl- mennasta not- endasvæðinu á landinu og ákvarða hvaða myndlyklar verða not- aðir og hverjir fái að- gang að kerfinu. Í ljósi þessa sendi ég f.h. Ríkisútvarpsins ásamt forstjóra Símans og framkvæmdastjóra Skjás eins svohljóðandi bréf til forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar í desember sl.: „Hér með er óskað eftir því að MMDS-tíðnisviðinu verði endur- úthlutað fyrir stafrænar útsend- ingar sjónvarps. Okkur sem undir þetta bréf rita finnst skjóta skökku við ef það er stefna stjórnvalda nú að úthluta að- eins einum aðila svo stóru tíðnisviði. Það er ennfremur skoðun okkar að sá forgangur sem þetta skref hefur í för með sér setji aðra vinnu við staf- rænt sjónvarp í uppnám þar sem vandséð er að fleira en eitt kerfi geti þrifist á svo litlum markaði. Við förum einnig fram á að áætlun stjórnvalda við úthlutun fyrir staf- rænt þráðlaust sjónvarp sé skýrð.“ Ekkert formlegt svar hefur borizt frá Póst- og fjarskiptastofnun, sem telur sig ekki hafa átt annarra kosta völ en að úthluta þessum 64 rásum enda sé það í samræmi við hin rúmu lagaákvæði sem í gildu eru. Ekki virðist hafa verið spurt hvernig ætti að nota hinar nýju rásir, þ.e. hvaða dagskrá ætti að flytja, áður en út- hlutunin fór fram. Tilkynna ber um það á síðara stigi. Af framansögðu má ráða að ég hef fyrir löngu talið tímabært, að fylgt yrði viðurkenndum leikreglum um jafnþýðingarmikla starfsemi og rekstur ljósvakafjölmiðla, sem hefur mótandi áhrif á menningu, upplýs- ingu og skoðanamyndun í samfélag- inu. Ljósvakinn er takmörkuð auð- lind og almannaeign. Hann er notaður til margvíslegra boðskipta og fjarskipta annarra en þeirra sem varða útsendingar útvarps- og sjón- varpsefnis. Því þarf úthlutanir leyfa og eftirlit. Afnot af þessari almanna- eign veita ómetanlegan forgang til að koma á framfæri upplýsingum og skoðunum. Því leiðir það af sjálfu sér, að þessi starfsemi í ljósvakanum þarf að vera háð öðrum og þrengri skilyrðum en t.d. blaðaútgáfa. Út- hlutun hinna takmörkuðu gæða, sem í útvarpsleyfunum eru fólgin, ætti tvímælalaust að byggjast á hlutlægu mati á fyrirætlunum viðkomandi rekstraraðila um þjónustumarkmið og hvernig tíðnisvið ljósvakans verði bezt nýtt til að tryggja samkeppni, fjölbreytni og metnaðarfulla við- leitni til að þjóna mismunandi hóp- um áhorfenda og hlustenda. Á það skal lögð áherzla, að til þess að fylgja eftir reglum um tæknileg atriði í fjarskiptum, eignarhald, sam- keppnisreglur, auglýsingar og dag- skrá í útvarpi og sjónvarpi þarf virkt eftirlit. Á það hefur verulega skort til þessa. Hert lagaákvæði og flókn- ari varðandi eignarhald á fjölmiðlum skv. frumvarpinu kalla enn frekar á aukið aðhald, enda geta menn sagt sér það fyrirfram að viðleitnin til að fara í kringum ákvæði slíkra laga verður mjög rík og hugvitsamleg. Í umsögn minni var engin afstaða tekin til einstakra skilyrða og leiða, sem frumvarpið gerir ráð fyrir um eignarhluta ólíkra fyrirtækja í ljós- vakamiðlum. Með tilliti til grundvall- aratriða um frjálsa atvinnu- starfsemi, og þess að umrædd samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hef- ur farið fram með blessun þeirra stofnana sem annast veitingu leyfa og hið opinbera eftirlit, er hins vegar eðlilegt og sanngjarnt að rúmur tími verði ætlaður til að koma málum í eðlilegt horf. Að minni hyggju þarf að efla fjöl- miðlarannsóknir í landinu, þó að ekki verði sett á laggirnar sérstök eftirlitsstofnun með fjölmiðlum enda slíkt fjárfrekt og ekki endilega nauð- synlegt. Allavega væri það stórt skref í rétta átt að efla rannsóknir á þessu sviði, sem til þessa hafa verið mjög takmarkaðar. Innan Háskóla Íslands t.d. mætti efla rannsóknir á starfsemi íslenzkra fjölmiðla og gera reglulega úttekt á eignarhaldi, svo og umfjöllun og túlkun þeirra á til- teknum fréttum og álitamálum í al- mennri umræðu og varða t.d. óhlut- drægni í aðdraganda almennra kosninga. Með slíku starfi yrði einn- ig hægt að afhjúpa óeðlileg hags- munatengsl eða misbeitingu eigenda á fjölmiðlum sínum varðandi frétta- umfjöllun, dagskráratriði eða aug- lýsingar. Slíkar rannsóknir og op- inber birting á niðurstöðunum myndi móta almenningsálit og fæli í sér mjög sterkt aðhald fyrir fjöl- miðlana og eigendurna. „Nefndin leggur fyrst til að hugað verði að stöðu Ríkisútvarpsins með það að markmiði að tryggja því trausta stöðu til frambúðar fyrir hljóðvarp og sjónvarp.“ Undir þetta sjónarmið skal ein- dregið tekið en jafnframt bent á, að slíkum markmiðum verður ekki náð án þess að Ríkisútvarpið búi við trausta tekjustofna. Afnotagjöld í þeirri mynd, sem tíðkazt hafa hjá Ríkisútvarpinu í meira en 70 ár, hafa einnig reynzt almannafjölmiðlum í Evrópu í heild öruggastur fjárhags- grundvöllur til að ná ofangreindum markmiðum, sem nefndin leggur svo sterka áherzlu á. Víða í Evr- ópulöndum er tekjustofn almanna- fjölmiðla hvoru tveggja, afnotagjöld og auglýsingar. Ísland hefur algjöra sérstöðu meðal þeirra vegna mann- fæðar. Það er því fullkomlega óraun- hæft að fjalla um eflingu Ríkis- útvarpsins í sömu andrá og viðraðar eru hugmyndir um að svipta það tekjum af auglýsingum samtímis því að vangaveltum um afnám afnota- gjalda er hrundið af stað í um- ræðunni. Einnig ber að gjalda varhug við óljósri orðræðu um að draga þrótt- inn úr Ríkisútvarpinu í því augna- miði einu að skapa olnbogarými fyrir nýja ljósvakamiðla, sem hafa það helzt að markmiði að skila eigendum sínum arði. Af þeirri staðreynd er sprottin sú staða sem lýst er í skýrslu fjölmiðlanefndar mennta- málaráðherra: „að einkareknir fjöl- miðlar hafi tilhneigingu til að vera mun einsleitari í dagskrá en almenn- ingsútvarp til að mæta kröfum þorra neytenda um skemmtun og létta af- þreyingu“. Að mínu mati er það ekkert skil- yrði að tekið sé samtímis á lagasetn- ingu um Ríkisútvarpið og afgreiðslu á fjölmiðlafrumvarpinu, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi. Hins vegar er orðið mjög aðkallandi að lög um Rík- isútvarpið fái ítarlega og sjálfstæða meðferð til að tryggja því til fram- búðar þá sérstöðu og forystu á ís- lenzkum fjölmiðlamarkaði, sem þjóðarvilji stendur til. Staða og framtíð ljósvakamiðlanna Eftir Markús Örn Antonsson ’Að mínu mati er þaðekkert skilyrði að tekið sé samtímis á lagasetn- ingu um Ríkisútvarpið og afgreiðslu á fjöl- miðlafrumvarpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi.‘ Markús Örn Antonsson Höfundur er útvarpsstjóri. SKOÐUN ✝ Karlotta Jó-hannsdóttir fæddist í Gröf á Höfðaströnd 24. des- ember 1909. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 7. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jó- hann Guðmundsson, f. 24.10. 1876, d. 31.7. 1940, og Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1.3. 1881, d. 20.12. 1966. Alsystkini Jón Hjaltdal, f. 24.6 1911, látinn, Júlíana, f. 23.9. 1915, látin, Sigurlaug, f. 3.6. 1918, látin, Frið- fríður, f. 20.3. 1923, látin, og hálf- systkini sammæðra Ásmundur Einarsson, f. 16.11. 1901, látinn, og Ingibjörg Einarsdóttir, f. 15.11. 1905, látin. Karlotta giftist 17. júní 1950 Sigurði Karlssyni, f. 28.6. 1906, d. 22.8. 1992. Sonur þeirra er Jóhann Karl Sig- urðsson, f. 30.7. 1951, var kvæntur Gunnhildi Þórhalls- dóttur. Þau skildu. Börn þeirra Ingi- björg Dagný, Sigurð- ur Karl, Þórhallur Ingi og Haukur Logi. Sambýliskona Jó- hanns er Svanhvít Halla Pálsdóttir og dóttir þeirra Karlotta. Kjörsonur Karlottu er Pálmi Pétursson, f. 5.3. 1940, kvæntur Birnu Björg- vinsdóttur og eru börn þeirra Björgvin, Karlotta og Guðrún Sól- veig. Barnabarnabörn eru sex. Útför Karlottu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það leita æði margar góðar minn- ingar á hugann þegar ég sest niður til að minnast móður minnar Karlottu Jóhannsdóttur er lést nú á 95. aldursári. Hún var um margt stórbrotin kona er fylgdist ætíð vel með þjóðmálum og lagði ríka áherslu á að vera inni í hlutum líð- andi stundar. Rökræður við hana gátu orðið nokkuð erfiðar, ekki síst þegar kvenréttindi voru til umræðu. Þar stóð hún ætíð fast á réttindum kynsystra sinna. Hún ólst upp á Brekkukoti í Hjaltadal (er heita nú Laufskálar). Þaðan stundaði hún nám við barna- og unglingaskólann á Hólum og fór síðan í nám við Kvennaskólann í Reykjavík og síðan til Danmerkur 1925 þar sem hún lærði við Vefnaðarskóla Ingrid Sko og einnig í skóla Margretar Ped- ersen í tvö ár. Árið 1927 kom hún heim og hóf þá kennslu við Hús- mæðraskólann á Blönduósi. Er hún giftist föður mínum 1950 fluttist hún á bernskuslóðir til Hóla í Hjaltadal þar sem faðir minn var ráðsmaður og bjó þar næstu fimm árin. Á þeim árum starfaði hún í eldhúsinu hjá Hólaskóla. Foreldrar mínir fluttu síðan til Akureyrar 1955 og þar starfaði hún heima við sauma um árabil. Hún kenndi einn- ig vefnað við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði í þrjá vetur. Mikil handavinna liggur eftir hana en hún saumaði og kenndi fjölda kvenna að sauma íslenska þjóðbún- inginn. Engri annarri manneskju hef ég kynnst er lét sér jafn annt um þá er sjúkir voru. Kynnst hef ég því mörgum sinnum hjá móður minni hvað mig sjálfan varðar og aðra þá er hjá henni hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma hversu vel hún hugsaði um okkur í veikindum. Hún var stöðugt vakandi yfir þörf- um og líðan annarra og á banaleg- unni var hún enn að hugsa um hvort þeir sem yfir henni vöktu hefðu fengið eitthvað að borða. Gest- kvæmt var á heimili foreldra minna í mínum uppvexti og leið vart sá dagur að móðir mín væri ekki með kaffi og kökur á borðum. Hún hafði ætíð mikið að gera og ekki mikill tími til að setjast niður við afþrey- ingu. Það var einna helst að hún hlustaði á útvarp og þá við sauma- skap eða aðra handavinnu í leiðinni. Bækur gaf hún sér öðru hvoru tíma til að lesa og þegar sjónvarpið kom fylgdist hún með því af og til. Ann- ars var hennar líf vinna og aftur vinna. En hún kvartaði aldrei og taldi það guðslán að hafa ætíð nóg að starfa. Móður minnar mun ég því ætíð minnast sem mjög duglegrar og ósérhlífinnar konu, sem jafn- framt var mjög elskuleg og blíð þótt ákveðin væri. Jóhann Karl. Við erum að heilsa og kveðja allt okkar líf, en þegar við kveðjum í dag aldna heiðurskonu Karlottu Jó- hannsdóttur er það okkur öllum sem nutum nærveru hennar ákaf- lega erfitt. Hún var ein af þessum konum sem hafði sterka útgeislun, stóra fjölskyldu og vinafaðm og skemmtilegan húmor sem allir nutu í ríkum mæli. Það eru forréttindi að hafa átt samleið með henni. Sveita- stelpan sem tengdist þér fyrir 30 árum var ekki aðeins tengdadóttir þín heldur tókstu mér eins og þinni eigin dóttur og aldrei bar þar skugga á. Nú ertu farin til Sigurðar þíns og þið getið farið að leiðast á ný með litlu dótturina á milli ykkar. Þú talaðir svo oft um að þú vildir komast til þeirra því það væri eng- inn tilgangur með því að láta mann lifa svona lengi. 24. desember næstkomandi hefðir þú orðið 95 ára. Það er löng ævi, hin systkini þín, mágar og mágkona eru öll farin og bestu vinkonurnar þær Sísí og Dúna og Inga frænka þín sem dó sama dag og þú. Heimili ykkar Sigurðar var alltaf opið, alltaf heitt á könnunni og nóg af heimabökuðu brauði. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir aðra. Enginn fór frá ykkur Sigurði án þess að segja ykkur fréttir úr Skagafirð- inum eða af gömlum nemendum þínum á kvennaskólanum á Blöndu- ósi og Löngumýri þar sem þú kenndir í mörg ár. Námi þínu í Dan- mörku og í Reykjavík var rækilega miðlað til ungra námsmeyja. Sveita- stelpan var líka skóluð til. Sauma- vélin þín gekk daga og nætur, alltaf varstu að sauma, prjóna eða hekla. Margar ferðirnar fórum við saman í búðir að kaupa efni í rúmföt, kjóla, pils, blússur og kápur. Íslenski þjóðbúningurinn rann í gegnum hendurnar á þér, ekki bara einn eða tveir heldur margir og þú varst fengin til að kenna að sauma hann eftir að þið fluttust til Akureyrar. Hannyrðir voru þitt fag. Sonarbörnunum fjórum varstu elskuleg amma og lást ekki á liði þínu við að passa þau. Stundum þegar ég kom að sækja þau til ykk- ar Sigurðar þá hljómaði orgelspil langa leið. Þú varst að spila á org- elið þitt og börnin og afi sungu. „Komdu Gunnhildur og syngdu,“ og úr varð fjölskyldukór. Síðustu misserin dvínuðu andleg- ir og líkamlegir kraftar þínir mjög en við stúlkurnar á B-gangi í Hlíð nutum þess að hugsa um þig. Aldrei kvartaðir þú eða baðst um neitt, bara sátt við allt sem gert var fyrir þig. Það á eftir að taka okkur í Skessugilinu langan tíma að sætta okkur við að þú kemur ekki oftar til okkar á aðfangadag. Við erum búin að stilla upp myndinni af þér og hana horfum við á á hverjum degi. Mér þótti vænt um að geta haldið í hönd þína síðustu mínúturnar sem þú varst á meðal okkar. Elsku Karlotta mín, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, Dagnýju, Sigga, Þórhall og Hauk. Hvíl þú í friði. Gunnhildur Þórhallsdóttir. Ég fékk þær fréttir að tíminn hennar ömmu minnar væri senn á enda, ég flaug því norður hinn 6. KARLOTTA JÓHANNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.