Morgunblaðið - 17.05.2004, Qupperneq 26
MINNINGAR
26 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Björn Jóhannes-son fæddist í
Flatey á Breiðafirði
14. október 1919.
Hann lést á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 6. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jó-
hannes Teitsson,
húsasmíðameistari,
f. 2. júní 1893 á
Skarði, Vatnsnesi í
V-Hún., d. 1. nóv.
1977 í Reykjavík, og
kona hans Guðrún
Magnúsdóttir, kenn-
ari og skáldkona, f. 15. sept. 1884
á Klukkufelli í Reykhólasveit, d.
2. júlí 1963 í Reykjavík. Systkini
Björns eru: 1) Magnús, f. 9. des.,
d. 1. okt. 1983 í R., maki Berta
Karlsdóttir, f. 16. maí 1921, d. 5.
september 2000 í R. 2) Pétur, f. 4.
júní 1923, maki Elínborg Þuríður
Magnúsdóttir, f. 20. apríl 1930. 3)
Baldvin, f. 16. des., maki: Ragn-
heiður Indriðadóttir, f. 30. jan.
1930. 4) fóstursystir Guðlaug
Árnadóttir, f. 22. sept. 1930.
maí 1963. Björn ólst upp fyrstu ár
ævi sinnar í Kálfadal í Gufudals-
sveit en þegar hann var þriggja
ára, árið 1922, fluttu foreldrar
hans til Bolungarvíkur í V-Ís.,
þar sem hann bjó þangað til hann
fluttist til Reykjavíkur árið 1941.
Undanskilin eru þó árin 1935–36
en þá bjó hann á Látrum í Að-
alvík þar sem faðir hans var
kaupmaður.
Björn og Oddný hófu búskap á
Laugavegi 77, en árið 1953 fluttu
þau að Laugavegi 85 þar sem
Björn síðar rak verslun sína.
Eftir hefðbundið barnaskóla-
nám fór Björn að héraðsskólan-
um á Núpi í Dýrafirði og stund-
aði þar nám tvo vetur,
1937–1939. Hann tók vélanám-
skeið á Ísafirði veturinn 1940–41
og lauk síðan hinu meira mót-
ornámskeiði Fiskifélags Íslands
veturinn 1946–47 í Reykjavík.
Björn vann lengst af við sjó-
mennsku. Aðstoðarvélstjóri/dag-
maður í vél hjá Eimskipafélagi
Íslands hf. frá 1948. Var síðan
kaupmaður og rak heildversl-
unina og síðar smásöluna B. Jó-
hannesson á Laugavegi 85 frá
1965, en lét af störfum áramótin
1998–1999 sökum heilsubrests.
Útför Björns verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag, hefst at-
höfnin klukkan 15.
Hinn 26. júní 1943
kvæntist Björn Odd-
nýju Ólafsdóttur,
kjólameistara, f. 26.
júní 1921 á Látrum í
Aðalvík. Björn og
Oddný skildu árið
1964. Björn og Oddný
eignuðust sex börn.
Þau eru: 1) Guðbjörg
Björnsdóttir, sjúkra-
nuddari og snyrti-
fræðingur, f. 14. apríl
1944. Á þrjú börn og
fjögur barnabörn. 2)
Arndís H. Björnsdótt-
ir, framhaldsskóla-
kennari, f. 27. maí 1945. Á þrjú
börn og tvö barnabörn. 3) Jó-
hanna Björnsdóttir, framhalds-
skólakennari, f. 27. sept. 1947,
maki Tryggvi Eyvindsson. Þau
eiga þrjú börn og þrjú barnabörn.
4) Hildur Björnsdóttir, f. 7. nóv.
1950. Á eina dóttur. 5) Ólöf S.
Björnsdóttir, framhaldsskóla-
kennari, f. 28. jan. 1953, maki
Magnús Kristmannsson. Þau eiga
þrjú börn. 6) Arinbjörn Björnsson,
tölvunar- og guðfræðingur, f. 16.
Skrifað er: „Þegar hjartað grætur
vegna þess sem það hefur misst, hlær
andinn vegna þess sem hann hefur
hreppt.“
Þannig veit ég að þér líður núna,
elsku faðir minn. Nú hefur þú öðlast
sælu í þjáningalausri tilveru. Árum
barðist þú við ólæknandi sjúkdóm,
sem svipti þig sambandi við umheim-
inn, þótt líkaminn gæfi sig ekki. Samt
brostir þú alltaf hreina brosinu þínu
þegar við heimsóttum þig, jafnvel
þótt við sæjum að þér liði illa. Þú vild-
ir enga vorkunn, varst sífellt á þönum
eins og þinn var háttur alla þína ævi.
Nú ertu laus úr viðjum þessa sjúk-
dóms sem kvaldi þig bæði andlega og
líkamlega og fyrir það megum við
vera þakklát.
Líf þitt var eins og nútíma ævintýri
með sínum hæðum og lægðum – þú
sjálfur engum líkur.
Þú varst ekki allra, en þú varst ein-
stakur maður. Hafðir þínar skoðanir
á mönnum og málefnum, fastar og
rökvísar. Með þér er genginn einn
þeirra manna sem settu svip á bæj-
arlífið, maður sem allir könnuðust við
af góðu einu. Lífið í henni Reykjavík
verður fátæklegra án þín, en þú varst
alltaf á ferðinni, gekkst hröðum
skrefum og áttir vini alls staðar.
Oft varð ég hvumsa þegar fólk á
förnum vegi vék sér að mér og sagði:
„Svo þú ert dóttir hans Björns? Líður
honum ekki vel? Skilaðu innilegri
kveðju til hans.“ Þá hlýnaði mér um
hjartarætur og ég fylltist stolti; öllu
þessu fólki þótti svo vænt um þig.
Það er sjónarsviptir að mönnum
eins og þér – þú gafst lífinu lit. Þú
fórst á fætur við hanagal og eyddir
deginum í að sinna fyrirtæki þínu
sem var þitt líf enda vildu allir eiga
við þig viðskipti. Þú varst óþreytandi,
sinntir hverjum viðskiptavini á per-
sónulegan hátt; varst vel kynntur fyr-
ir fyrsta flokks vöru, hreinn og beinn
og heiðarlegur í hvívetna. Í dag
syrgja þig allir sem þekktu þig, elsku
faðir minn.
Margar minningar frá æskuárun-
um koma upp í hugann. Þú varst sér-
stakur maður, sérstakur faðir – ýms-
ir myndu kalla þig „kynlegan kvist“
því þú tróðst ekki almannaslóðir og
verður alltaf einn þeirra sem minnst
verður fyrir að þora að vera þú sjálf-
ur. Meðalmennska var ekki þinn stíll
og það var ekki lognmolla í kringum
þig við þá sem þú vildir umgangast.
Þú varst frábærlega greindur og
hjartahlýr maður þótt þú bærir til-
finningar þínar ekki á torg.
Pabbi minn, þú varst boðberi holl-
ustufæðis í orði og verki, t.d. þreytt-
istu aldrei á að benda okkur á að þvo
kartöflur vel, borða þær með hýði og
drekka soðvatnið. Þessum vana hef
ég haldið.
Eitt minnisstæðasta atvik í huga
mér er heimsókn þín til mín á spítala
þar sem ég hafði gengist undir að-
gerð. „Arndís mín, ég hef alltaf sagt
að þú takir ekki nóg lýsi,“ voru orð
þín um leið og þú vékst að mér tveim-
ur lýsisflöskum. Ef þú vissir að eitt-
hvað bjátaði á varstu strax mættur
með óhefðbundin og góð ráð. Þú hafð-
ir ekki mörg orð um ást þína og um-
hyggju, en sýndir hana þeim mun
betur. Börn löðuðust að þér, þér þótti
vænt um þau eins og allt sem lifir.
Ég veit að þér verður fagnað í nýj-
um heimkynnum af þeim fjölda ást-
vina sem farnir eru á undan þér. Nú
hvílir þú laus við þjáningar í hinu ei-
lífa sólarljósi umvafinn hlýju og kær-
leik þeirra sem Drottni eru þóknan-
legir. Það huggar okkur sem nú
syrgjum þig og hefðum í eigingirni
okkar viljað hafa þig lengur meðal
okkar.
Elsku faðir minn:
Guð leiði þig en líkni mér
sem má ei lengur fylgja þér.
(M. Joch.)
Hjartans þökk fyrir allt og allt.
Fylgi þér góðar vættir um alla eilífð
handan móðunnar miklu. Með þér er
genginn merkismaður sem þurfti
ekki á að halda lofsöng á veraldarvísu
né hylli lýðsins. Stórbrotnustu ein-
staklingarnir þurfa ekki að leita til
misviturs heimsins í von um lof og
hrós. Drottinn er sá sem dæmir líf
okkar mannanna og dómi hans þarftu
ekki að kvíða.
Þín dóttir
Arndís.
Í dag verður til moldar borinn
tengdafaðir okkar, Björn Jóhannes-
son, og langar okkur að minnast hans
með fáeinum orðum.
Þegar við komum inn í fjölskyld-
una eru tengdaforeldrar okkar skilin
eftir rúmlega tuttugu ára hjónaband
þannig að við þekktum hann ekki sem
heimilisföður.
Fyrri hluta ævinnar vann hann
lengst af við sjómennsku, hann tók
vélstjórapróf í Reykjavík árið 1947 og
var síðan um 20 ár vélstjóri hjá Eim-
skip. Fór mikið orð af hversu laginn
hann var við vélar og viðgerðir. Síðan
hóf hann innflutning á hnífum og
skyldri vöru frá Þýskalandi, opnaði
hnífabúð á Laugavegi 85 og starfaði
þar fram til ársins 1998 er hann lét af
störfum vegna heilsubrests.
Björn var dugnaðarforkur og var
lítið fyrir að taka sér frí, verslunar-
reksturinn átti hug hans allan. Hann
var sístarfandi, búðin opnuð eld-
snemma og á veturna var snjór
hreinsaður af tröppum og gangstétt.
Reglulega fór hann í innkaupaferðir
til Þýskalands og var með afbrigðum
sjálfbjarga í öllum sínum rekstri.
Segja má að eftir að Björn kom til
Reykjavíkur hafi hann alið allan sinn
aldur á Laugaveginum. Fyrstu árin
bjó fjölskyldan á Laugavegi 77 en síð-
an var flutt á Laugaveg 85 þar sem
hann hafði samastað æ síðan. Björn
gekk mikið og sem dæmi fór hann
nokkrar ferðir upp og niður Lauga-
veginn á dag með nokkrum föstum
viðkomustöðum og má nefna Versl-
unina Brynju, Rósar tannlækni,
Helga úrsmið og Landsbankaútibúið
BJÖRN
JÓHANNESSON
✝ Lilja Þorfinns-dóttir fæddist í
Reykjavík 11. des-
ember 1925. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir í
Reykjavík 10. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Hólmfríður Jóns-
dóttir (f. 19.1. 1899,
d. 9.6. 1964) og Þor-
finnur Júlíusson (f.
13.4. 1884, d. 8.8.
1931). Systur sam-
feðra: Úlfhildur
(1911–1971) og Sól-
veig Sumarrós (1912–1974).
Bróðir sammæðra: Hilmar Haf-
steinn Grímsson (1913–2001). Al-
systkin Hjalti (f. 1919), Hulda
Dagmar (1920–1991), Hólmfríður
(1921–1980), Lilja Halldórsdóttir
Steinsen (1923–1997) en hún var
ættleidd, Júlíana Colvin (f. 1924),
Sólveig (1924–1976), Áslaug (f.
Kristinn Guðmundsson (f. 15.12.
1959), hann er í sambúð með
Huldu Lilju Ívarsdóttur og eiga
þau tvö börn, Brynju Rut og Ívar
Orra, fyrir átti Kristinn tvö
börn, Steineyju Ósk og Jakob
Guðjón. 5) Þorfinnur Guðmunds-
son (f. 22.8. 1961), hann er
kvæntur Liv Anitu Brekke og
eiga þau saman þrjú börn, Lilju,
Markús og Bendikt. Langömmu-
börnin eru sjö.
Lilja ólst upp í Reykjavík og
gekk í Austurbæjarbarnaskól-
ann. Eins og margir af hennar
kynslóð fór hún að heiman eftir
barnaskóla til að vinna fyrir sér.
Hún var m.a. í vist í Keflavík og
á Vífilsstöðum. Hún vann sem
ung stúlka á Hótel Borg við
þjónustustörf og einnig síðar
þegar hún fór aftur út á vinnu-
markaðinn. Lilja bjó lengst af í
Selásnum, eða frá 1957 til 1980.
Þá flutti hún í Breiðholtið og bjó
þar uns heilsan gaf og hún flutti
á Foldabæ í Grafarvogi 1998 og
þaðan á Hjúkrunaheimilið Eir á
síðasta ári.
Útför Lilju fer fram frá Árbæj-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
1927), Jóna Ólafía
(1929–2000).
Lilja giftist 1953
Guðmundi Gíslasyni
(f. 2.7. 1929), en þau
skildu 1963. Þau
eignuðust fimm börn.
Þau eru: 1) Gísli Guð-
mundsson (f. 24.5.
1947), kvæntur Odd-
rúnu Sverrisdóttur,
þau eiga tvær dætur,
Sigríði og Soffíu Rut,
fyrir átti Gísli þrjú
börn, Valdísi, Stein-
gerði Ágústu, og
Guðmund Pál. 2)
Davíð Ágúst Guðmundsson (f.
20.6. 1953), hann á eina dóttur,
Marie. 3) Lilja Guðmundsdóttir
(f. 18.9. 1954), hún var gift
Gunnari Sæmundi Olsen og eiga
þau tvö börn, Andreu og Ger-
hard. Lilja er í sambúð með Teiti
Gunnarssyni sem á þrjú börn,
Björn, Ásthildi og Baldur. 4)
Svo óvænt, en samt ekki, lést móð-
ir mín aðfaranótt mánudagsins 10.
maí. Hún hafði verið á Hjúkrunar-
heimilinu Eir sl. ár. Naut hún þar
mjög góðrar umönnunar. Hún hafði
þó verið rólfær þó hún gæti ekki
lengur séð um sig sjálf. Raunar hafði
hún þurft aðstoð í mörg ár þar sem
hún hafði fengið blóðtappa við heila
fyrir mörgum árum. Hún bjó á
Foldabæ í Grafarvogi í fimm ár og
hafði notið þar yndislegrar umönn-
unar. Þar vinna einstaklega góðar
konur sem hafa lag á að láta öllum
líða vel og njóta sín. Við systkinin er-
um þeim eilíflega þakklát fyrir þeirra
störf.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa um hana og
lífshlaup hennar. Hún talaði oft um
hve mjög hana langaði að fá að halda
áfram í skóla þegar barnaskóla lauk.
Aðstæður voru slíkar á þeim tíma að
það var ekki hægt. Faðir hennar
hafði dáið ungur frá stórum barna-
hópi og urðu þau öll að fara að vinna
fyrir sér þegar þau voru komin á
unglingsaldur. Eins og gengur og
gerist var vistin mismunandi á vinnu-
markaðnum. Hún sagði þó frá mörgu
góðu fólki sem hún komst í kynni við.
Henni fannst hún hafa verið heppin
þegar hún vann hjá Jóhannesi á Borg
(Hótel Borg), sem reyndist henni og
fleirum sem besti faðir. Á þeim árum
bjó hún eins og fleiri starfsmenn á
hótelinu og naut þess að vera í þessu
fallega umhverfi, enda hafði hún
auga fyrir fegurð og listum. Á þess-
um tíma lærði hún að mála í tóm-
stundum og eru til eftir hana nokkur
málverk. Einnig lærði hún á píanó og
fannst hún virkilega njóta lífsins á
þessum tíma. Síðan eins gengur og
gerist tók lífsbaráttan við með til-
heyrandi basli og barneignum. For-
eldrar mínir eignuðust fimm börn,
þeim lánaðist ekki að búa saman
nema til 1963, en þá stóð hún eftir
einstæð móðir með fimm börn. Eftir
það lifði hún fyrir það að koma okkur
börnunum til manns og lagði á sig
ómælt erfiði, því hún taldi það skyldu
sína að gera það sómasamlega. Hún
vann lengst af á Hótel Borg og sat
svo margt kvöldið við að prjóna flíkur
sem hún seldi til að drýgja tekjurnar.
Í þetta lagði hún líka metnað sinn og
gerði þetta af listfengi.
Barnabörnin fengu líka góðan
skammt af umhyggju hennar og nutu
þau þess sérstaklega börnin mín,
Gerhard og Andrea. Þau sakna nú
ömmu sinnar sárt og bið ég góðan
guð að styrkja þau í sorginni. Þau
voru alltaf sannfærð um að hún væri
besta amma í heimi, sem kenndi þeim
allt sem henni fannst vera gott. Hún
brýndi fyrir þeim að vera orðvör,
heiðarleg og vinnusöm.
Þó við systkinin höfum ekki alist
upp í veraldlegum auði þá held ég að
við séum öll sammála um að betri
móður er ekki hægt að hugsa sér.
Við kveðjum hana með söknuði,
þökk og virðingu og vitum að hún á
góða heimkomu hjá þeim sem öllu
ræður.
Lilja.
Mig langar að þakka þér, Lilja
mín, fyrir okkar góðu en stuttu
kynni. Kynni okkar hófust þegar ég
kynntist honum Kidda þínum fyrir
um ellefu árum. Alltaf var nærvera
þín góð og gott að koma til þín og
ennþá skemmtilegra að fá þig í heim-
sókn til okkar. Við vorum svo lánsöm
að hafa þig á hverju gamlárskvöldi í
nokkur ár.
Ég sagði eitt sinn við þig, Lilja
mín, hvað þú værir vel máli farin og
fannst þér gaman að heyra það. Þú
kenndir mér mörg góð hugtök sem
ég nota í dag og hugsa ég þá oft til
þín. Þú hafðir mjög gaman af að
hlusta á Vilhjálm Vilhjálmsson og
Ellý og voru lögin hans iðulega sett í
tækið þegar þú varst í heimsókn hjá
okkur. Og nú munu þessi lög minna
okkur á þig um ókomin ár.
Brynja Rut og Ívar Orri sakna þín
sárt og munum við vera dugleg að
segja þeim frá Lilju ömmu og halda
þannig minningunni um þig lifandi.
Ég vil þakka starfsfólki á Foldabæ
í Logafold 56 fyrir góða umönnun
Lilju minnar. Henni leið vel hjá ykk-
ur. Einnig þakka ég starfsfólki á
hjúkrunarheimilunu Eir fyrir góða
umönnun þá mánuði sem Lilja dvaldi
þar.
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku Lilja mín.
Hvíl í friði.
Þín
Hulda Lilja Ívarsdóttir.
Elsku amma. Nú ertu farin og
þykir mér sárt að hugsa til þess að
hafa ekki getað kvatt þig almenni-
lega. Núna ertu orðin engill á himn-
um og átt eftir að fylgjast með okkur
úr fjarlægð og vaka yfir okkur.
Elsku amma, þú varst alltaf svo
heiðarleg og góð og vildir öllum svo
vel, svo ekki sé talað um prakkarann
í þér. Þegar við fórum með þig fyrir
ekki svo löngu á spítalann og þú varst
veik tókst þér samt að grínast við
lækninn jafnvel þótt þú lægir ör-
magna, en svona varst þú, elsku
amma, alltaf að gantast og reyna að
hafa gaman af lífinu.
Ég man þegar ég var lítil og þú
komst til okkar Genna á hverjum
degi, eldaðir hádegismat og hugsaðir
um okkur á meðan mamma var að
vinna. Bollurnar þínar eru ennþá
uppáhaldsmaturinn minn, sama hvað
mamma reyndi að gera eins þá tókst
henni aldrei að gera jafn góðar og
þínar.
Þegar þú bjóst svo í Suðurhólun-
um fannst mér alltaf svo gaman að
koma og vera hjá þér og þá sérstak-
lega að fara út í búð fyrir þig og
kaupa lottómiða og kannski jafnvel
smánammi fyrir afganginn af klink-
inu sem ég fékk hjá þér. Ég held að
þú hafir ekki misst úr lottó á laug-
ardegi í mörg ár.
Þú varst alltaf svo orkumikil og
dugleg og vona ég svo sannarlega að
ég eigi eftir að erfa þennan dugnað
frá þér og verða sem líkust þér þegar
ég eldist.
Elsku amma, það var yndislegt að
fá að kynnast þér og að hafa fengið
svona mikinn tíma með þér, það er
þér að þakka hvernig manneskja ég
er í dag.
Kveðja
Andrea.
Minn Guð og Herra, er hirðir minn,
mér hjálpararm hann réttir sinn.
LILJA
ÞORFINNSDÓTTIR
Minningarkort
570 4000
Pantanir á netinu: www.redcross.is
Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands
sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að
takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum.
Þegar á reynir
Rauði kross Íslands