Morgunblaðið - 17.05.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.05.2004, Qupperneq 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 31 ✝ Gísli Dagssonfæddist í Reykja- vík 24. maí 1937. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 2. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Björg Gísladóttir, f. 5. nóv- ember 1907 í Viðvík í Skag., d. 9. júlí 1939, og Dagur Halldórs- son, sjómaður í Reykjavík, f. 7. maí 1904 í Bartakoti í Sel- vogi í Árness., d. 22. desember 1983. Eftir lát móður sinnar ólst Gísli upp hjá föðurbróður sínum Guðna Halldórssyni múrara í Reykjavík, f. 11. október 1894 í Hreiðri í Holti í Rang., d. 21. desember 1979, og konu hans Jóhönnu Jóhannsdótt- ur, f. 22. júní 1893 í Haga í Holti í Rang., d. 28. september 1981. Fóstursystkini Gísla eru Vilfríður Guðnadóttir, f. 11. júní 1920, Pál- ína Lilja Guðnadóttir, f. 6. júní 1923, d. 30. nóvember 1996, Hulda Amrich, f. 1. júlí 1925, og Þórir Rafn Guðnason, f. 23. október 1928. Seinni kona Dags Halldórsson- ar var Margrét Eyjólfsdóttir, f. 27. apríl 1908 í Flatey á Breiða- firði, d. 5. apríl 1996. Systkini Gísla samfeðra eru Sigríður Björg Dagsdóttir, f. 13. september 1942, og Halldór Dagsson, f. 20. júlí 1946. Eiginkona Gísla er Margrét Sigvaldadóttir, f. 17. janúar 1942 í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Sig- valdi Kristjánsson, kennari í Reykjavík, f. 30. apríl 1906 á Bæ í Hrútafirði, d. 22. júní 1966, og kona hans Sigríður Vig- fúsdóttir, f. 25. ágúst 1908 á Flögu í Skaft- ártungu í V-Skafta- fellss., d. 8. apríl 1998. Gísli lauk sveins- prófi í Reykjavík 1964, meistari Þórður Þórðarson, og prófi frá Meistaradeild Iðn- skólans ári síðar. Gísli vann fyrstu árin við múrverk en frá 1970 sem mælingafulltrúi hjá Múrarafélagi Reykjavíkur. Gísli var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur frá 1964 og sinnti ýmsum ábyrgðar- störfum, sat í trúnaðarráði, stjórn og var einn af höfundum náms- skrár fyrir múrara. Varaformað- ur Múrarafélags Reykjavíkur frá 1981 og í sambandsstjórn Múrara- sambands Íslands frá 1982. Gísli var gerður að heiðursfélaga 2002. Gísli var einn af stofnfélögum Golfklúbbs múrarafélaganna í Öndverðarnesi 1974 og var for- maður klúbbsins frá 1977 til 2003. Gísli var gerður að heiðursfélaga golfklúbbsins 2003. Útför Gísla fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kær vinur og frændi, Gísli Dags- son, er látinn eftir erfið veikindi. Litlum ljóshærðum tveggja ára dreng er komið í fóstur til ömmu minnar Jóhönnu Jóhannsdóttur og afa míns Guðna Halldórssonar, Mím- isvegi 8, en Guðni var föðurbróðir Gilla, eins og ég kallaði hann ávallt. Móðir Gilla þurfti að leggjast inn á sjúkrahús, en þaðan átti hún ekki aft- urkvæmt. Gilli ólst upp hjá afa og ömmu, en þar átti ég einnig heima mín fyrstu sjö ár og tengdist ég hon- um þá tilfinningaböndum. Hann var í sveit á sumrin, og síðan til sjós á unglingsárum. Barna- og unglinganám stundaði hann í Austur- bæjarskólanum. Síðan tók við vinna við nýbyggingar, í framhaldi af því komst hann á námssamning hjá Þórði Þórðarsyni múrarameistara. Eftir nám í Iðnskólanum lauk hann meist- aranámi í iðngrein sinni. Hann átti gott með að læra, var fjölfróður, víðlesinn og ræðumaður góður. Á skrifstofu Múrarafélagsins starfaði hann í áratugi, sat í stjórn og trúnaðarmannaráði og var varafor- maður félagsins til dauðadags. Múrarafélag Reykjavíkur eignað- ist jörðina Öndverðarnes í Grímsnesi. Þar áttu Gilli og hans góða kona Mar- grét Sigvaldadóttir sumarhús og þar undi hann sér vel. Í Öndverðarnesi er golfvöllur sem hann átti stóran þátt í að byggja upp. Hann var formaður Golfklúbbs Öndverðarness frá stofn- un til ársins 2003. Gilli og Maggý höfðu gaman af að ferðast og fóru oftast til landanna við Miðjarðarhafið. Ég og fjölskylda mín áttum því láni að fagna að vera þeim samtímis í nokkur skipti okkur til mikillar ánægju. Gilli var drengur góður, var ekki allra, eyddi ekki orðum í óþarfa um- ræður, talaði aldrei illa um nokkurn mann. Jafnaðarmaður var hann af lífi og sál og óskaði landsmönnum frelsis, jafnréttis og bræðralags. Margrét kona hans annaðist hann í veikindum hans af miklu ástríki. Hjúkrunarfólk á deild 13D, með Eirík Jónsson lækni í forsvari, á miklar þakkir skilið fyrir frábæra hjúkrun og vinarþel. Guð geymi þig, elsku Gilli. Jóhanna Þórisdóttir og fjölskylda. Vinur minn Gísli Dagsson múrari, varaformaður Múrarafélags Reykja- víkur, hæglátur heiðursmaður, mæl- ingafulltrúi og heiðursfélagi félags- ins, er látinn eftir erfið veikindi, langt fyrir aldur fram, aðeins sextíu og sex ára. Gísli Dagsson hefur verið félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur frá 1964. Hann kom fljótlega til trúnaðar- starfa í Múrarafélaginu og hefur starfað þar nær óslitið allan þennan tíma að málum tengdum múrurum í leik og starfi. Gísli Dagsson var í trúnaðarráði 1969 til 1972 og 1974 til 1978. Menn sáu fljótlega hvaða mannkostamaður Gísli var og hefur hann verið í taxta- nefnd félagsins frá 1969 og mælinga- fulltrúi frá 1970. Starf mælingafull- trúa hefur ætíð verið vandasamt og mikið ábyrgðarstarf, og hefur Gísli ávallt notið trausts allra við mælinga- starfið. Gísli hefur verið varaformað- ur Múrarafélags Reykjavíkur frá 1981. Hann hefur unnið mikið starf að eftirmenntun múrara allt frá árinu 1982 og sá um gerð námskrár fyrir múrara, ásamt öðrum.Gísli var í sam- bandsstjórn Múrarasambands Ís- lands frá 1982 og var einn af skoð- unarmönnum reikninga þess. Þá er ótalið hið mikla félagslega starf sem fylgdi formennsku í Golfklúbbi Önd- verðarness en Gísli var í stjórn klúbbsins frá stofnum 1974 og for- maður klúbbsins frá 1977 til 2003 er hann dró sig í hlé vegna veikinda. Vinnu Gísla Dagssonar við skipulagn- ingu og uppbyggingu golfvallarins og golfaðstöðu múrarafélaganna í Önd- verðarnesi verður lengi minnst. Gísli var heiðursfélagi Golfklúbbs Önd- verðarness. Ég vil að leiðarlokum þakka Gísla fyrir samfylgdina öll þessi ár sem við höfum starfað saman í stjórn Múrarafélags Rykjavíkur að málefnum múrara, án þess að nokkru sinni hafi skugga borið á, og fæ ég ekki fullþakkað honum fyrir tryggð og vináttu sem ég hef notið. Segja má að Gísli hafi áunnið sér vináttu og virðingu allra hvar sem hann fór. Ég vil, fyrir hönd Múrara- félags Reykjavíkur og vinnufélaga, votta Margréti S. Sigvaldadóttur eig- inkonu Gísla og ættingjum samúð okkar allra. Helgi Steinar Karlsson, formað- ur Múrarafélags Reykjavíkur. Vertu ekki grátinn við gröfina mína, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttu bil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér! Gáðu, ég dó ei, ég lifi í þér. (Höf. ók.) Við erum stödd á golfvelli Öndverð- arness, það er vinnudagur, allir leggj- ast á eitt að fegra og betrumbæta fyr- ir sumarið. Við vorum að kveðja hinstu kveðju Gísla Dags, okkar foringja til margra ára og heiðursfélaga. En þó er eins og hann sé alls staðar meðal okkar, því þó hann hefði ekki hátt kom hann þó svo miklu til leiðar í golfklúbbnum. Gísli hafði alla tíð mikinn áhuga á íþróttum. Það lá því beint við þegar áhugi kviknaði hjá múrurum að koma á fót golfvelli á orlofsjörð þeirra í landi Öndverðarness í Grímsnesi og var hann einn helsti hvatamaður þess og stofnfélagi í golfklúbbnum sem stofnaður var árið 1974. Vegna mann- kosta sinna var hann fljótt kallaður til ábyrgðar og kjörinn formaður árið 1977 og gegndi því starfi allt til ársins 2003 eða í samfleytt 26 ár. Óhætt er að segja að það hafi verið mikið gæfu- spor fyrir golfklúbbinn sem naut ósérhlífni hans og dugnaðar. Sem dæmi má nefna að undir stjórn Gísla voru byggðir tveir golfskálar og völl- urinn þróaður frá því að vera hrein heyskapartún í góðan golfvöll á nú- tímavísu. Hann hafði þann eiginleika að geta leitt saman ólíkar manngerðir með ólíkar skoðanir sem sést best á því að undir hans stjórn ríkti ávallt eining um þær ákvarðanir sem teknar voru á hverjum tíma. Í tæp 30 ár gaf hann nánast allan sinn frítíma til klúbbsins, stjórnaði flestöllum golfmótum og þar lagði hann sérstaka rækt við börn og ung- linga og sýndi þeim heiður sem upp- rennandi meisturum. Gísla verður minnst með virðingu og þakklæti á hverju ári héðan í frá þegar blysið sem hann ætíð tendraði við upphaf Jónsmessumóts hefst á loft og minning hans mun lifa meðal okkar félaganna. Við vottum eiginkonu hans Mar- gréti Sigvaldadóttur okkar innileg- ustu samúð á þessari sorgarstundu. Stjórn og félagar Golfklúbbs Öndverðarness. GÍSLI DAGSSON Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÁMUNDADÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Vogatungu 67, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 9. maí, verður jarðsung- in frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 18. maí kl. 13.30. Bjarni Hermann Finnbogason, Ragna Jóhannsdóttir, Gissur Axelsson, Hildur Jóhannsdóttir, Grétar S. Kristjánsson, Hlöðver Jóhannsson, Jónína Jónsdóttir, Munda Jóhannsdóttir, Hörður Runólfsson, Steinþór Jóhannsson, Monthiya Hoshi, Magnús Már Kristinsson, Sigrún Grímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Elba mín. Mér þótti svo vænt um að fá að kveðja þig áður en þú kvaddir þennan heim. Þú varst kona sem varst bara svo góð, með svo stórt hjarta og reyndist mér alltaf svo vel. Bros þitt og hlýtt viðmót munu ávallt hlýja mér í hjartastað. Ég sé þig fyrir mér með lífsfélaga þínum Börje og hund- inum ykkar Kasper. Siglandi um sænska skerjagarðinn á bátnum ykkar í sumri og sól. Nú hafið þið öll kvatt þennan heim. Kveðjan er sár en minning ykkar er eins og töfrar sólargeislanna, sem hlýja manni að hjartarótum. Börnum þínum, barna- börnum og öðrum fjölskyldumeðlim- um vil ég votta mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau í sinni miklu sorg. Sigurlaug Ragnarsdóttir. Elsku Elba. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Öll árin sem við áttum saman í Svíþjóð, góðar stundir, vinátta og tryggð alla tíð. Þú varst okkur svo kær, alltaf glöð og tilbúin til að hjálpa. Þín verður innilega saknað af öllum hér á Rimfrostgrändinni. Guð veri með þér, kæra Elba, og gefi fjölskyldu þinni styrk í sinni sorg. Guðlaug, Sigurjón og börn. Elsku amma mín. Nú hef ég misst góða vinkonu sem var svo gott að eyða tímanum með. Þú lifðir ein- földu en góðu lífi ótrufluð af því kapphlaupi sem einkennir flesta. Þú varst blíð og góð manneskja, tilbúin að gera allt fyrir alla. Þú færðir mér mikla hamingju og visku. Síðastliðið ár reyndist þér erfitt, þú gekkst í gegnum erfiða lyfjameð- ferð til að vinna bug á þínum veik- indum og þurftir að dvelja mikið á spítala. Ekki síður reyndi þetta á hana mömmu sem vék ekki frá þér, ég veit að það skipti þig miklu máli að hafa hana hjá þér enda voruð þið nánar vinkonur. Því miður náðist ekki að lækna þig, en þið mæðgurn- INGA HELMA ÞORGRÍMSDÓTTIR ✝ Inga Helma Þor-grímsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1931. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. maí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 14. maí, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ar létuð það nú ekki stoppa ykkur frá því að koma til Íslands í heim- sókn. Þú varst mikið veik þegar þú komst og varst í rúminu allan tímann meðan þú dvaldir hjá okkur og tveimur dögum fyrir brottför ykkar aftur til Noregs þá veikist þú enn meira og varst lögð inn. Þá fengum við þær fréttir að það væri stutt í annað ennþá lengra ferðalag hjá þér. Þetta gerðist allt mjög hratt eft- ir að þú varst lögð inn, það er eins og allt sé fyrirfram ákveðið í lífinu og þú fékkst að deyja hér á Íslandi sem ég veit að þú vildir. Síðustu tvær vik- urnar dvaldir þú á líknardeildinni í Kópavogi sem er alveg yndislegur staður og frábært starfsfólk. Margar eru minningarnar sem ég á enda vorum við mikið saman. Þú áttir heima í Svíþjóð þegar ég fæddist árið 1977 og varst búin að vera þar í nokkur ár. Við fjölskyldan komum nánast til þín á hverju sumri, það var alltaf mikið líf og fjör í Sundbyberg þegar við komum. Þér fannst gaman að rifja upp þegar ég og Óli fórum í Tívolíið og kunnum okkur ekkert hóf og hlupum á milli tryllitækja sem endaði alltaf þannig að við fengum ógleði og það kom allavega tvisvar fyrir að Óli ældi í strætó á leiðinni heim en þrátt fyrir það þá gátum við rifist um hver fengi að hringja í strætó. Það sem stendur upp úr hjá mér eru bátsferðirnar með ykkur Börje og Kasper. Þið voruð miklir dýravin- ir og náttúrubörn. Svo þegar Börje seldi bátinn þá eignuðumst við hreiður í sveitasælunni sem var rétt fyrir utan Mariestad. Þegar fjöl- skyldan kom þangað þá var eins og maður færi langt aftur í tímann, því hvorki var þar vatn né rafmagn. Kvöldin þar voru einstök, við sátum úti, grilluðum og spjölluðum saman fram á rauða nótt. Börje var ein- stakur og náðu hann og Arnar minn vel saman. Mikið fannst mér yndislegt að sjá hvað það var mikil ást og kærleikur milli ykkar, hann kallaði þig alltaf ástina sína. Hann varð bráðkvaddur í fyrra og tók það mikið á þig. Megi Guð varðveita þig og minn- ingu þína, elsku amma mín, þín verð- ur sárt saknað. Og vil ég segja að lokum eins og þú orðaðir það: Góða nótt og Guð geymi þig. Þín Inga Helma. Mikill höfðingi er fallinn frá. Góður varstu vinur minn, elsku Krummi minn. Þegar maður ætlar að skrifa minningargrein um þig þá er af svo mörgu að taka um at- hafnir þínar og trausta vináttu okkar, sem var mér ómetanleg. Fregnin um fráfall Krumma fór líkt og hamfarir um huga minn, mér fannst sem hann hefði farið alltof snemma frá okkur. Kynni mín af honum eru mér ógleym- anleg. Alltaf var það mikið til- hlökkunarefni, gleði og afar hress- andi að hitta eða heimsækja hann. HRAFN JÓNASSON ✝ Hrafn Jónassonfæddist á Melum í Bæjarhreppi í Strandasýslu 7. júlí 1954. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 14. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hall- grímskirkju 23. apr- íl. Í návist Krumma var maður nánast alltaf brosandi. Hann var góður húmoristi, af- burða vel greindur og ótrúlega næmur á fólk, vel meðvitaður um umhverfi sitt og vel að sér um ólíkleg- ustu hluti. Fólk sem kynntist Krumma varð á einhvern hátt vart við eitthvað í undirmeðvitundinni áður óþekkt og sóttist eftir nærveru hans. Mér fannst hann hafa eins konar segulmagnað aðdrátt- arafl á fólk sem kynntist honum. Ég er þér afar þakklátur, elsku besti Krummi minn, fyrir allt, og mun ávallt minnast þín og finna stundir til að senda þér hlýjar og fallegar hugsanir. Ég sendi for- eldrum, systrum, aðstandendum og öðrum vinum Hrafns Jónasson- ar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Eyjólfur Hjartarson (Eyli).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.