Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 35
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 35
FULLTRÚAÞING Sjúkraliða-
félags Íslands mótmælir harðlega
siðleysi Alþingis sem birtist í sam-
þykkt meirihluta þess um eftirlaun
forsætisráðherra, ráðherra og þing-
manna, segir í ályktun frá félaginu.
„Með samþykkt sinni staðfesti þing-
ið með ótrúlegum hætti viðhorf sitt
til þjóðarinnar og staðfestir aðskiln-
að almennings, þings og þjóðar.
Fulltrúaþing félagsins harmar þá
augljósu staðreynd að sannfæring
formanna stjórnarandstöðuflokk-
anna skuli föl fyrir auðvirðilega
Júdasar-peninga,“ segir í ályktun-
inni.
Sjúkraliðafélag Íslands
Mótmæla samþykkt
eftirlaunafrumvarps
FYRIRTÆKIÐ Steinar Waage
færði Fjölskylduhjálp Íslands 50
gjafabréf nýverið, hvert að upphæð
4.000 krónur. Fjölskylduhjálpin
mun úthluta bréfunum til þeirra
barna sem fara í sumarbúðir eða
taka þátt í leikjanámskeiðum fyrir
það fé sem safnast hefur nú þegar í
söfnuninni Hlúum að íslenskum
börnum. Hvert gjafabréf gildir fyr-
ir nýja strigaskó. Einnig færði
Steinar Waage Fjölskylduhjálpinni
við sama tækifæri mikið magn af
skófatnaði sem verður úhlutað til
þeirra sem þurfa.
Steinar
Waage færir
Fjölskyldu-
hjálpinni skó
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingibjörg Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri Steinars Waage, afhendir
formanni Fjölskylduhjálparinnar, Ásgerði Jónu Flosadóttur, gjafabréfin
en með þeim eru Guðrún Magnúsdóttir og Anna Auðunsdóttir.
LEIÐRÉTT
Í FRÉTT um útskrift leikskólanema
Klettaborgar í Borgarnesi á laugar-
dag misritaðist stærð árgangsins
sem hefur nám í grunnskólanum í
haust. Hið rétta er að árgangurinn
er óvenju fámennur.
Ársfundur Krabbameinsmið-
stöðvar Í dag, mánudaginn 17. maí,
verður ársfundur Krabbameinsmið-
stöðvar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss haldinn í Hringsal LSH,
kl. 14.
Að ársfundi loknum hefst málþing
um nýtingu heilbrigðisupplýsinga
við meðferð, gæðaeftirlit og rann-
sóknir. Helgi Sigurðsson yfirlæknir
og forstöðumaður Krabbameinsmið-
stöðvarinnar mun stjórna pallborðs-
umræðum en þeir sem sitja fyrir
svörum eru: Ásta Thoroddsen dós-
ent við HÍ, Guðríður Þorsteinsdóttir
skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu
HTR, María Heimisdóttir, læknir
formaður nefndar um rafræna
sjúkraskrá á LSH, Ólafur S. Andr-
ésson prófessor við HÍ, varafor-
maður Vísindasiðanefndar, Salvör
Nordal, forstöðumaður Sið-
fræðistofnunar HÍ, Sigrún Jóhann-
esdóttir, forstjóri Persónuverndar,
Sigurður Guðmundsson landlæknir,
Sigurður Thorlacius trygginga-
yfirlæknir TR og Tryggvi Stef-
ánsson skurðlæknir LSH.
Í DAG
Fræðslufundur hjá ADHD-samtök-
unum verður á morgun, þriðjudag-
inn 18. maí kl. 20, í Safnaðarheimili
Háteigskirkju. Fræðslufundurinn
verður tileinkaður kynningu á Regn-
bogabörnum sem eru fjöldasamtök
gegn einelti. Jón Páll Hallgrímsson,
ráðgjafi hjá Regnbogabörnum, ætl-
ar að fjalla um úrræði í baráttunni
gegn einelti.
Hvernig á að gera viðskiptasamn-
inga? Einn þekktasti hagfræðingur
heims, Oliver E. Williamson, flytur
erindi um það hvernig gera eigi við-
skiptasamninga, þriðjudaginn 18.
maí í Öskju, stofu 1, kl. 12.15.
Innan hagfræðinnar er Williamson
einn helsti forsprakki nýrra kenn-
inga um innra skipulag viðskiptalífs-
ins í markaðsbúskap og jafnframt
einn af leiðtogum nýju stofn-
anahagfræðinnar. Williamson hefur
haft mikil áhrif á hagfræði og við-
skiptafræði á síðustu árum og einnig
á félagsvísindi almennt. Í þessum
fræðum er vitnað meira til William-
sons en flestra annarra núlifandi
fræðimanna.
Á MORGUN
♦♦♦