Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 11
LIÐIN í úrvalsdeild karla í knattspyrnu,
Landsbankadeildinni, fá miklu hærri fjárhæðir í
verðlaunafé frá Landsbankanum heldur en
kvenfólkið og hefur komið
fram talsverð gagnrýni á
KSÍ vegna þessa máls, með-
al annars í forystugrein
Morgunblaðsins á sunnu-
daginn. Sigurliðið í karla-
flokki fær í sinn hlut 1,5
milljónir króna en Íslands-
meistararnir í kvennaflokki
fá aðeins einn fimmta hluta
þeirrar fjárhæðar eða 300
þúsund krónur. Alls fá liðin í
karlaflokki samtals 8,1 millj-
ónkróna í verðlaunafé frá Landsbankanum, þar
af fá fallliðin tvö 500 þúsund hvort, en greiðslan
til liðanna í kvennadeildinni nemur 1,2 millónum
króna. Morgunblaðið leitaði viðbragða Eggerts
Magnússonar, formanns KSÍ.
Morgunblaðið líti sér nær
„Mér fannst koma úr hörðustu átt í forystu-
grein Morgunblaðsins á sunnudaginn og ég segi
bara Moggi, líttu þér nær. Ef það er stefna
Morgunblaðsins að það eigi að jafna greiðslur til
félaganna í Landsbankadeild karla og kvenna
þá verður blaðið að byrja á að jafna sín skrif um
kvennaíþróttir og karlaíþróttir. Ef það gerist og
að leikjum í kvennadeildinni verða gerð betri
skil í sjónvarpinu og almennt í fjölmiðlum er
kannski hægt að fara að tala um að það sé hægt
að fá verðmæti sem nálgast það sem gerist hjá
körlunum. Það er reyndar mín skoðun að það
séu fjölmiðar sem eigi stærstan þátt í þeim mis-
mun í verðmati í sjónvarps- og markaðsrétti
sem á sér stað í kvenna- og karlaknattpyrnu. En
ég reikna með að fjölmiðlar ráðist að því við-
skiptaumhverfi sem þeir hrærast í þar sem gef-
ur augaleið að karlaknattspyrnan nýtur miklu
meiri vinsælda heldur en kvennaknattspyrnan,“
sagði Eggert Magnússon.
„Í fyrsta lagi erum við að selja Landsbanka-
deild karla- og kvenna í umboði félaganna. Það
eru félögin sem eiga þennan rétt og taka við
greiðslum sem renna beint í verðlaunafé og það
er enginn milliliður þar á milli. Það getur verið
að einhverjir hafi haldið að KSÍ fengi x upphæð
frá Landsbankanum sem við værum svo að ráð-
stafa. Það er ekki rétt. Það má benda á að mark-
aðs- og sjónvarpsréttur í Landsbankadeild
karla er svo eftirsótt vara að hún hefur verið
seld til erlends fyrirtækis sem síðan selur hann
til baka meðals annars til Landsbanka Íslands,
þar er markaðsrétturinn og þeir peningar renna
síðan beint til félaganna sem verðlaunafé. Hins
vegar hvað varðar konurnar selur KSÍ fyrir
hönd félaganna markaðsréttinn til Landsbanka
Íslands fyrir mun lægri upphæð enda miklu
minni viðskiptaverðmæti en í Landsbankadeild
karla. En peningarnir renna síðan óskiptir til fé-
laganna í Landsbankaeild. Við seljum annars
vegar Landsbankadeild karla fyrir ákveðna
upphæð sem rennur öll í verðlaunafé og það
sama er gert varðandi konurnar nema það er
talsvert lægri upphæð enda miklu minna við-
skiptaverðmæti í Landsbankadeild kvenna. Það
eru oft ekki sömu lið í karla- og kvennaflokki og
mismunandi rekstraraðilar innan félaganna sem
stýra hvorri deild fyrir sig. Í öðru lagi ræðst sal-
an á Landsbankadeild karla og kvenna af fram-
boði, áhuga og eftirspurn. Markaðsverðmæti
Landsbankadeildar karla hefur vaxið með ár-
unum. Til samanburðar er verið að sýna 20 leiki
á ári beint í sjónvarpinu úr Landsbankadeild
karla en kannski bara einn í hjá konunum og að
meðaltali eru áhorfendur í Landsbankadeild
karla eitthvað um 1.000 en hjá konunum 50–100.
Sjónvarpsrétturinn sem RÚV er að borga fyrir
bikarkeppni og deildarkeppni kvenna er u.þ.b. 1
prósent af því sem heildarverðmæti sjónvarps-
réttar sem greitt er fyrir bikar- og deildar-
keppni karla. Það er ekki nema fáein ár liðin síð-
an okkur tókst að fá eitthvað verðmæti fyrir
kvennadeildina en við viljum gjarnan auka jafn-
vægið og það var ákveðið á síðasta árþingi að
leita leiða til að geta gert það í framtíðinni.“
Eggert á sæti í stjórn evrópska knattspyrnu-
sambandsins, UEFA, og þekkir því vel hvernig
svona málum er háttað í Evrópu. „Ég get nefnt
dæmi um að ég var fulltrúi UEFA á úrslitaleik í
Evrópukeppni félagsliða kvenna á dögunum. Í
þeirri keppni er ekkert verðlaunafé og UEFA
er nánast að borga með keppninni til að hún sé
haldin. Hjá körlunum er Meistaradeildin að
skila margra milljarða króna hagnaði og eðlilega
er verðlunafé hátt í þeirri keppni. “
Mikill vaxtarbroddur
Eggert segir að mikill vaxtarbroddur hafi
verið í kvennaknattspyrnu hér á landi. „Ég tel
að KSÍ og reyndar öll félögin sem stunda
kvennaknattspyrnu hafi virkilega tekið rösklega
á málefnum kvennaknattspyrnunnar í landinu
og árangurinn hefur ekki látið á sér standa og
áhuginn fer stöðugt vaxandi. Við teljum okkur
hafa gert verulegt átak í að efla kvennaknatt-
spyrnu og það hefur verið samkomulag innan
hreyfingarinnar að eyða verulega fjármagni í
kvennalandsliðin og eflingu kvennaknattspyrn-
unnar. Ég er ekki í nokkrum vafa að með sam-
eiginlegu átaki allra þeirra sem þetta mál varðar
megi minnka þann mismun sem á sér stað.“
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, um gagnrýni á mun á greiðslum til karla- og kvennaliða
Ræðst af fram-
boði, áhuga
og eftirspurn
Eggert
Magnússon
FRÉTTASTOFA Sjónvarpsins hef-
ur gert alvarlega athugasemd við það
að í þætti Stöðvar 2, Íslandi í dag, sl.
föstudagskvöld var sent út viðtal
Sjónvarpsins við Davíð Oddsson for-
sætisráðherra í Alþingi og notast við
útsendingarmerki RÚV. Dagskrár-
stjóri Norðurljósa, Páll Magnússon,
hefur beðið fréttastofu Sjónvarpsins
afsökunar og segir að mistök hafi átt
sér stað í útsendingu Stöðvar 2.
Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps-
ins, segir að þar á bæ sé litið á málið
mjög alvarlegum augum, enda ekki
fordæmi fyrir viðlíka atviki í sögu
sjónvarpsrekstrar hér á landi.
Ákveðið hafi verið á fundi í gær að
lögmaður RÚV myndi senda Stöð 2
formlegt bréf þar sem vakin yrði at-
hygli á að um lögbrot hefði verið að
ræða. Stöð 2 hafi sýnt viðtalið í óleyfi
og tekið útsendingarmerki Ríkisút-
varpsins og gert að sínu.
Brot varða sektum eða allt
að tveggja ára fangelsi
Að sögn Elínar var lögmanni RÚV
falið að krefja forráðamenn Norður-
ljósa skýringa á því sem virðist ský-
laust brot á 48. gr. höfundarlaga nr.
73/1972. Þar segir að óheimilt sé end-
urvarp, samtímisútvarp, eins og það
er orðað, á „útvarpi hennar og dreif-
ing þess um þráð“. Í refsiákvæðum
sömu laga segir að fyrir brot skuli því
aðeins refsa að þau séu framin af
ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Eru
refsingar sektir eða fangelsi allt að 2
árum
Elín segist líta svo á að með bréfi
lögmannsins til Norðurljósa sé mál-
inu lokið af hálfu RÚV og ekki verði
um kæru að ræða.
Forsætisráðherra hafði á föstu-
daginn veitt Ríkissjónvarpinu viðtal
vegna málskotsréttarmálsins en
neitað Stöð 2 um viðtal. Páll Magn-
ússon segir við Morgunblaðið að þeg-
ar fregnaðist að Sjónvarpið myndi
senda út viðtalið við Davíð hafi verið
ákveðið í skyndi að sýna þá Ingva
Hrafn Jónsson og Stefán Jón Haf-
stein horfa á frétt RÚV í myndveri
Stöðvar 2 en ekki að taka upp út-
sendingarmerkið sem slíkt. Sú að-
ferð að horfa í sérstökum tilfellum á
frétt annarrar stöðvar í myndveri sé
þekkt leið til að fylgjast með, ekki
síst í hitamálum. Hins vegar hafi mis-
tök eða misskilningur átt sér stað í
útsendingarstjórn þegar ekki hafi
verið klippt á tökuvél í myndverinu
heldur á útsendingarmerki Sjón-
varpsins.
Páll segist hafa haft samband við
Elínu Hirst á laugardegi og beðist af-
sökunar á mistökunum. Vonast hann
til að þar með sé málinu lokið. Það
hafi alls ekki verið ásetningur Stöðv-
ar 2 að senda viðtalið út beint.
Stöð 2 segir mistök hafa átt sér stað
með útsendingu á viðtali Sjónvarpsins
RÚV lítur
málið alvar-
legum augum STJÓRN Blaðamannafélags Íslandsfundaði í gær um tölvupóst sem Ró-
bert Marshall, formaður félagsins,
sendi út sl. föstu-
dag, og meinta
óánægju í félag-
inu vegna tölvu-
póstsins. Á vef
BÍ, press.is, segir
Róbert að á fundi
stjórnarinnar hafi
komið fram ýms-
ar skoðanir á
orðalagi bréfsins
og jafnframt af-
dráttarlaus vilji stjórnarinnar um að
skýrt kæmi fram að bréfið var ekki
skrifað með hennar vitund eða sam-
þykki. Bréfið hafi verið sent í hans
nafni sem starfsmaður Norðurljósa.
Þetta breyti þó ekki því, að stjórn fé-
lagsins sé áfram mótfallin frumvarp-
inu. Róbert segir það skýrt í sínum
huga að hann hafi sent þennan tölvu-
póst í eigin nafni, ekki sem formaður
Blaðamannafélagsins, enda hafi
hann ekki skrifað þann titil sinn und-
ir bréfið. Hann sagðist ekki verða
var við óánægju innan félagsins
vegna málsins, þó skoðanir séu
vissulega skiptar. „Það eru mismun-
andi sjónarmið um efni bréfsins og
orðalag innan stjórnarinnar, auðvit-
að verð ég var við það. En ég verð
ekki var við annað en mér sé sýnt
fullt traust í starfi mínu fyrir félagið
og að félagið sé einhuga í baráttunni
gegn fjölmiðlafrumvarpinu.“
Stjórn BÍ fundaði um
tölvupóst formanns
Sendur í
eigin nafni
en ekki
félagsins
Róbert Marshall
Rýmingarsala á Laugaveginum 15.-19. maí
30-50% afsláttur af öllum vörum
Bjóðum viðskiptavini velkomna í Drangey - Smáralind
Drangey flytur alfarið í Smáralind
Opið virka daga 11-19
laugardaga 11-18
og sunnudaga 13-18
Líttu á www.drangey.is