Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 13
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 13
Töfrar Chablis
- matseðill og sérvalin vín frá Domaine Laroche
18.* - 29. maí
Ostabollur „Gougéres“
Domaine Laroche Chablis 2002
*
Marineraður þorskhnakki „Ceviche“
Domaine Laroche Chablis Saint Martin 2002
*
Grillaðir humarhalar, hörpuskel, timian smjöri
Domaine Laroche Chablis Premier Cru Cuvée Premiére 2001
*
Kjúklingabringa, sveppir, krydduð vinaigrette
Domaine Laroche Chablis Premier Cru Les Fourchaumers
Vieilles Vignes 2001
*
Sérvaldir ostar
Domaine Laroche Chablis Grand Cru Les Blanchots 2001
*
Valhrona súkkulaði og sorbet
Lavazza kaffi
Verð 8.900 kr. með víni
*Gwénaël Laroche er sérstakur gestur
Tveggja fiska þriðjudagskvöldið 18. maí.
Borðapantanir: Tveir fiskar, sími 511 3474
ENN meiri fækkun leyfilegra daga
á sjó við Nýja-England veldur því
nú að bátarnir eru bundnir við
bryggju til fyrsta júlí. Þeir fá því
ekki að veiða þorsk og ýsu og fyrir
vikið verður að flytja allan þorsk og
ýsu til sölu í fiskbúðum og á veit-
ingahúsum inn frá Íslandi og Nor-
egi.
Frá þessu er skýrt á fréttavefn-
um Boston.com. Þessi fækkun fiski-
daga tók gildi með lagabreytingu
frá og með fyrsta maí, en sam-
kvæmt henni verður hámarksfjöldi
daga til botnfiskveiða 53 dagar á
þessu ári í stað 88. Lagaákvæðið
tekur líka til svæðalokana og breyt-
inga á veiðarfærum. Hins vegar
leyfir ákvæðið meiri daglegan
þorskafla en áður, eða um 365 kíló í
stað 230 kílóa áður, en á móti kem-
ur að veiðar á lúðu verða takmark-
aðar í fyrsta sinn.
Þessar takmarkanir auka enn á
vanda sjómanna vegna þess að
stórmarkaðirnir kaupa nú innflutt-
an fisk til að svara eftirspurninni og
það getur reynzt sjómönnum erfitt
að ná viðskiptunum til baka, þegar
veiðar mega hefjast á ný. Sam-
komulag hefur náðst um aukna
sókn í fiskistofna sem standa vel,
eins og ýsu, en það tekur ekki gildi
fyrr en í haust.
Frá því byrjað var að hefta veið-
arnar árið 1995 hefur fjórði hver
sjómaður í bænum Hampton hætt
sjómennsku og eru aðeins um 15
eftir. Þeir bæta sér upp tekjutapið
með því að stunda humar- og
rækjuveiðar, en áður höfðu þeir
230 daga til veiða. Meðalaldur sjó-
manna er nú 49 ár og hafa menn
áhyggjur að því að nýliðun verði
engin enda sé ekki fýsilegt að
stunda veiðar við þessar aðstæður.
Fiskidög-
um fækkað
við Nýja-
England
ÓHEPPNIN eltir skipverja á tog-
veiðiskipinu Guðmundi Ólafi ÓF á
kolmunnaveiðunum þessa dagana.
Á innan við tveimur vikum hefur
trollpokinn slitnað úr trollinu og
horfið í djúpið. Skipstjórinn segir
að tjónið hlaupi á milljónum.
„Það sem hefur gerst einu sinni
getur gerst aftur og sjaldan er ein
báran stök,“ segir á heimasíðu
skipsins. Þar er greint frá því að
sl. föstudag hafi skipverjar verið
að taka trollið með um 500 tonn-
um í. Átökin hafi verið slík að
pokinn rifnaði frá og hvarf í djúp-
ið. Þetta er í annað sinn á stuttum
tíma sem það gerist því fyrr í
þessum mánuði slitnað trollpokinn
frá á kolmunnamiðunum og hvarf
ásamt aflanemanum í hafið. Guð-
mundur Garðarsson skipstjóri var
að vonum ósáttur vegna tjónsins
þegar Morgunblaðið ræddi við
hann í gær, enda væri um millj-
ónatjón að ræða. Hann sagðist
hafa reynt í rúman sólarhring að
slæða upp pokann en án árangurs.
Hann sagði að nú væri veitt með
varaveiðarfærum en án aflanema
væru veiðarnar erfiðari en ella.
Kolmunnaskipin eru nú að veið-
um innan íslensku lögsögunnar en
kolmunninn hefur að undanförnu
færst hægt og bítandi norður í
haf. Guðmundur sagði aflabrögðin
hafa verið ágæt að undanförnu,
þótt heldur hefði dregið úr þeim
síðasta sólarhringinn. Skipinn
væru að fá 200 til 400 tonn í holi
eftir 10 til 12 klukkustunda tog.
Sagðist Guðmundur vera kominn
með um 800 tonn í gær og von-
aðist til að klára veiðiferðina á
næstu dögum, aflanemalaus.
Á annan tug íslenskra skipa er
nú á kolmunnamiðunum, ásamt
nokkrum færeyskum.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Töpuðu
trollpok-
anum
tvisvar
ÍSLENDINGAR, Norðmenn,
Færeyingar og Chilebúar hafa
sloppið, í bili að minnsta kosti, við
refsitolla af hálfu Evrópusam-
bandsins vegna innflutnings á laxi
til ESB. Þetta kemur fram á vef-
síðu IntraFish. Segir þar að Norð-
menn eigi nú í „samræðum“ við
framkvæmdastjórn ESB um lausn
á þessu deilumáli sem báðir geti
sætt sig við. IntraFish hefur eftir
Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráð-
herra Noregs, að sérstök nefnd
ESB, sem fjallar um málið, hafi
ekki tekið ákvörðun enn og að lax-
eldið við strendur Noregs geti
andað léttar í bili. Nefndin muni
taka lokaákvörðun um hugsanleg-
ar refsiaðgerðir „fyrir sumarið“.
IntraFish segir að nefndin geti
gripið til refsiaðgerða á tímabilinu
16. maí til 6. desember. Laxeld-
ismenn í Bretlandi og á Írlandi
hafa beðið ESB um að setja refsi-
eða verndartolla á innfluttan eld-
islax frá Noregi, Færeyjum og
Chile til þess að verja þessa at-
vinnugrein innan aðildarríkja
ESB. Íslenskt laxeldi mun einnig
hafa verið sett undir sama hatt.
Engir tollar á laxi í bili