Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
PAUL Bremer, æðsti embættis-
maður Bandaríkjamanna í Írak,
fordæmdi í gær morðið á forseta
framkvæmdaráðsins í landinu,
sjíta-múslímanum Abdel-Zahraa
Othman Mohammed sem einnig
gekk undir nafn-
inu Izzadine Sal-
eem. Hann lét líf-
ið ásamt a.m.k.
fimm öðrum
Írökum, þ.á m.
morðingjanum, í
sjálfsmorðstil-
ræði við banda-
ríska varðstöð í
gærmorgun. Sex
Írakar og tveir
Bandaríkjamenn
særðust. Bremer sagði morðið hafa
verið „viðbjóðslegt“ verk. Fulltrúi
Sameinuðu þjóðanna í landinu,
Lakhdar Brahimi, harmaði einnig
atburðinn og sagði að Írakar hefðu
misst einn „dyggasta ættjarðar-
sinna“ þjóðarinnar.
Framkvæmdaráðið valdi í gær
Ghazi Mashal Ajil al-Yawer, verk-
fræðing frá Mosul í norðanverðu
Írak, til að gegna forsetaembættinu
í stað Othmans. Al-Yawer er úr röð-
um súnníta en fulltrúarnir gegna að
jafnaði embættinu í mánuð í senn.
Ljóst er að morðið á Othman er
mikið áfall fyrir Bandaríkjamenn
sem stefna að því að koma á öryggi
og stöðugleika áður en Írakar taka
sjálfir við stjórn í lok júní. Utanrík-
isráðherra Íraks, Kúrdinn Hoshyar
Zibari, sagði að liðsmenn fram-
kvæmdaráðsins myndu ekki láta
þessa atburði hræða sig en halda
áfram að byggja upp nýtt Írak.
„Hann vann að falli gömlu stjórn-
arinnar og lýðræði í Írak,“ sagði
Bremer um Othman sem, var í 25
ár í útlegð í Íran. „Hann sneri aftur
til Íraks eftir að það var frelsað,
hélt áfram að vinna fyrir þjóð sína
og lagði fram geysilegan skerf til
vinnu framkvæmdaráðsins.“
Sprakk við hlið bíls Othmans
Tilræðismaðurinn ók rauðum
Fólksvagni sínum að bílalest fimm
vagna. Othman var farþegi í einum
bílnum og var farartæki tilræðis-
mannsins við hliðina á bíl hans er
hann sprakk. Að sögn Bandaríkja-
manna splundruðust alls þrír bílar
við varðstöðina sem er á vestur-
bakka Tígrisfljóts. Talið er að
sprengjan hafi ef til vill verið gerð
úr fallbyssukúlum og hafi verið í
farangursgeymslunni.
Abdul Razaq Abdul Karim garð-
yrkjumaður varð vitni að tilræðinu.
Karim sagðist hafa séð Fólksvagn-
inn springa. „Ég sá eldhnött stíga
upp í loftið og líkamshlutar voru út
um allt. Við tókum þá upp og sumir
voru brunnir,“ sagði hann. Fjöldi
slökkviliðsbíla og sjúkrabíla kom
þegar á vettvang.
Othman var úr röðum sjíta og
leiðtogi Dawa-hreyfingarinnar í
milljónaborginni Basra í sunnan-
verðu landinu. Hann var rithöfund-
ur og heimspekingur auk þess að
vera pólitískur leiðtogi, einnig rit-
stýrði hann mörgum dagblöðum og
tímaritum. Othman er annar félagi
framkvæmdaráðsins sem myrtur
hefur verið af tilræðismönnum, áð-
ur var kúrdísk kona, Aquila
al-Hashemi, myrt.
Liðsmenn framkvæmdaráðsins,
25 talsins, voru á sínum tíma skip-
aðir af Bandaríkjamönnum sem
fengu helstu trúarhópa og flokka til
að tilnefna fulltrúa. Margir ráðs-
menn eru hins vegar fyrrverandi
útlagar og í litlum tengslum við al-
menning í Írak. Mark Kimmit hers-
höfðingi, talsmaður hernámsliðsins,
sagði í gær í sjónvarpsviðtali að at-
burðir af þessu tagi sannfærðu
menn enn frekar en annað um
nauðsyn þess að fyrirhugað valda-
afsal í hendur innlendra ráðamanna
færi fram í lok júní. Hann taldi lík-
legt að liðsmenn al-Qaeda-hryðju-
verkasamtakanna hefðu verið að
baki tilræðinu. Var nafn Abu Mus-
ab al-Zarqawis, háttsetts al-Qaeda-
manns, sem talinn er hafa skipulagt
hryðjuverk í Írak nýlega, nefnt í því
sambandi.
Barist í Suður-Írak
Bandarískir hermenn héldu
áfram að berjast við vopnaðar
sveitir sjítaklerksins Moqtada al-
Sadrs í Suður-Írak í gær. Voru
gerðar loftárásir á stöðvar þeirra í
borginni Nasiriyah eftir að sveitir
al-Sadrs höfðu hrakið á brott
ítalska liðsmenn hernámsliðsins
sem höfðu bækistöð í Nasiriyah.
Einnig voru gerðar árásir á stöðvar
í Kerbala.
Ítalskur hermaður dó í gær af
völdum sára sem hann hlaut í átök-
um á sunnudag. Hafa Ítalir nú
misst 20 menn í Írak.
Morðið á Othman nýtt
áfall fyrir Bandaríkjamenn
Sendimaður SÞ
segir Íraka hafa
misst mikinn
ættjarðarsinna
Reuters
Bandarískur hermaður við flak eins bílsins í Bagdad í gær. Forseti íraska framkvæmdaráðsins lét lífið í tilræðinu.
Shuneh í Jórdaníu, Bagdad. AP, AFP.
! #
$
"
! !"
#
$
%
!
Abdel-Zahraa
Othman
SARÍN, banvænt taugagas sem
bandarískir hermenn fundu í Írak í
gær, var fyrst framleitt í Þýska-
landi eftir að nasistar komust þar
til valda á fjórða áratug aldarinnar
sem leið. Illræmdasta sarínárásin
var hins vegar gerð í mars 1998
þegar allt að 5.000 Kúrdar biðu
bana í bænum Halabja í Norður-
Írak. Her Saddams Husseins, fyrr-
verandi forseta Íraks, beitti þá
blöndu af saríni, sinnepsgasi og
hugsanlega VX, hættulegasta efna-
vopninu sem vitað er um.
Aum Shinri-trúarreglan í Japan
beitti einnig saríngasi í neðanjarð-
arlestarstöð í Tókýó árið 1995 með
þeim afleiðingum að tólf manns létu
lífið og þúsundir manna voru fluttar
á sjúkrahús.
Meint efna- og sýklavopnaeign
Íraka var sögð helsta ástæða inn-
rásarinnar í Írak fyrir rúmu ári en
þar hafa þó ekki fundist neinar
birgðir af vopnunum.
Beittu ekki saríni
á vígvöllunum
Sarín er talið 500 sinnum öflugra
en blásýra, sem notuð var til að
drepa milljónir manna í útrýming-
arbúðum nasista í síðari heims-
styrjöldinni. Líkt og aðrar gasteg-
undir sem framleiddar voru til
hernaðar var sarín aldrei notað á
vígvöllunum í stríðinu. Svo virðist
sem nasistar hafi ekki viljað beita
saríngasinu vegna þess að þeir
vissu að bandamenn bjuggu einnig
yfir þessu hættulega vopni.
Sarín var fyrst þróað sem plágu-
eyðir. Taugagasið berst í líkamann
við innöndun eða snertingu og
truflar virkni ensíms sem klýfur
asetýlkólín, þannig að þindarvöðvi
lamast og fórnarlambið kafnar þeg-
ar lungun fyllast af slími og munn-
vatni.
Á meðal einkennanna eru ógleði
og mikill höfuðverkur, sjóntruflanir,
slef, vöðvakrampi, meðvitundarleysi
og öndunarstöðvun sem leiðir að
lokum til dauða.
Jafnvel örlítill skammtur af saríni
getur verið banvænn ef taugagasið
kemst í öndunarfærin eða ef hör-
undið verður fyrir saríndropa.
Leiði sarín ekki til dauða getur
gasið valdið varanlegum skemmd-
um á lungum, augum og mið-
taugakerfinu.
Nokkur ríki talin eiga sarín
Sarín er lyktar-, lit- og bragð-
laust og getur haldist á svæðinu í
allt að sex klukkustundir, eftir
veðri.
Taugagasið er búið til úr ýmsum
efnum, svo sem fosfór, natríumflú-
oríði og alkóhóli, en mikla sér-
fræðiþekkingu og sérhæfð tæki
þarf til að búa til slík vopn.
Nokkur ríki hafa lagt mikla
áherslu á að eignast taugagas, með-
al annars sarín, enda er það ódýr-
ara en kjarnavopn. Aðeins Rússar
og Bandaríkjamenn hafa lýst því
yfir að þeir eigi birgðir af saríngasi
en sérfræðingar telja að nokkur
fleiri ríki eigi slík vopn, þeirra á
meðal Egyptaland, Íran, Líbýa og
Norður-Kórea. Fyrir tveimur árum
sakaði Bandaríkjastjórn Sýrlend-
inga um að eiga saríngas.
Stjórn Saddams Husseins hóf
framleiðslu á saríngasi árið 1984 og
viðurkenndi árið 1995 að Írakar
hefðu framleitt 790 tonn af því. Auk
árásarinnar á Kúrda 1988 var
stjórn Saddams sökuð um að hafa
beitt saríngasi gegn írönskum her-
mönnum í stríði Íraks og Írans á
níunda áratugnum.
Jafnvel
Hitler vildi
ekki beita
saríngasi
Bagdad. AFP.
Er talið 500
sinnum öflugra
en blásýra
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins
lagði í gær blessun sína yfir samkomulag um að
veita bæri bandarískum yfirvöldum upplýsingar
um farþega sem ferðast til Bandaríkjanna með
vélum evrópskra flugfélaga.
Utanríkisráðherrar ESB-landanna samþykktu
einnig samkomulagið nokkrum klukkustundum
síðar þrátt fyrir andstöðu Evrópuþingsins og
mannréttindasamtaka sem telja það brjóta gegn
evrópskum lögum um persónuvernd.
Framkvæmdastjórnin sagði að samkomulagið
fæli í sér „fullnægjandi vernd“ upplýsinga um far-
þega frá aðildarríkjunum 25. Án þessa samkomu-
lags myndi skapast „lagaleg óvissa“ og bandarísk
yfirvöld kynnu að líta svo á að þau væru ekki leng-
ur skuldbundin til að standa við fyrri loforð sín um
að vernda upplýsingarnar um farþegana. „Með
öðrum orðum myndi það þýða ringulreið fyrir evr-
ópska farþega og flugfélög,“ sagði Frits Bolken-
stein, sem fer með mál innri markaðarins í fram-
kvæmdastjórn ESB.
Á meðal upplýsinganna eru númer kreditkorta
og símanúmer. „Viðkvæmar“ upplýsingar, svo
sem matarpantanir sem gætu gefið vísbendingar
um kynþátt eða trú farþegans, verða annaðhvort
ekki veittar eða að bandarísk yfirvöld „sía þær og
eyða þeim“, að sögn Bolkensteins.
Þingmenn mótmæla harðlega
Evrópuþingið samþykkti með naumum meiri-
hluta í síðasta mánuði að skjóta málinu til Evr-
ópudómstólsins á þeirri forsendu að samkomulag-
ið bryti gegn evrópskum lögum um vernd
persónuupplýsinga. Samþykkt þingsins er nú
ógild vegna ákvörðunar framkvæmdastjórnarinn-
ar og utanríkisráðherranna.
Þingmenn sem lögðust gegn samkomulaginu
sögðust ætla að leggja fram nýja tillögu um að vísa
málinu til Evrópudómstólsins eftir að Evrópu-
þingið kemur saman á ný í júlí. Þingmennirnir
sökuðu utanríkisráðherrana um „yfirgengilegan
hroka“ og sögðu þá hafa sýnt vilja þingsins „full-
komna fyrirlitningu“.
Komist Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu
að samkomulagið samræmist ekki evrópskum lög-
um gæti Evrópusambandið þurft að breyta eða
rifta samkomulaginu.
Embættismenn ESB og Bandaríkjastjórnar
sögðu að upplýsingarnar yrðu aðeins notaðar í
baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi og öðrum
alþjóðlegum glæpum.
ESB samþykkir að Banda-
ríkin fái gögn um farþega
Brussel. AP, AFP.