Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 19

Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 19 Kópavogur | Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær tillögu að breyttu skipulagi Lundarsvæðis sem felur í sér að íbúðum verður fjölgað um sex í 390. Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks gegn einu atkvæði Samfylkingarinn- ar en Sigurður Geirdal bæjarstjóri sat hjá. Málið fer fyrir bæjarstjórn á þriðjudag, þar sem ekki var sam- staða um tillöguna. Sigurður segir að gífurleg vinna hafi verið lögð í skipulagið og að hann telji það vera orðið „geysilega fallegt og gott“. Hann segist hafa setið hjá vegna þess að honum þótti fyrri tillagan góð. Fannst honum þó nýja tillagan hafa margt til síns ágætis. Þá sagðist hann ekki hafa haft í handraðanum þær upplýsingar til að geta metið það fyrirvaralaust á fundinum hvor tillagan myndi reyn- ast betri. Gunnar I. Birgisson lagði svo fram breytingatillöguna og segir í bókun sem hann lagði fram á fundinum að breyting sé aðeins minniháttar snyrting á deiliskipulagi. Flosi Eiríksson, fulltrúi Samfylk- ingarinnar, greiddi atkvæði gegn til- lögunni og segir í bókuninni að ekk- ert samráð hafi verið haft um breytingarnar við skipulagsnefnd, sem hafi samhljóða samþykkt deili- skipulagið, eða aðra. „Er það í hæsta máta óvenjuleg framkoma að virða vilja skipulagsnefndar allrar að engu og sérstök sending til bæjarfulltrúa meirihlutans sem sitja í skipulags- nefnd. Niðurstöðu sem virtist vera að skapast nokkur sátt um er hér stefnt í voða,“ segir í bókun Flosa. Samtök um Betri Lund hafa álykt- að gegn hugmyndum Gunnars, en í ályktun þeirra segir m.a. að samtök- in hafi „…m.a. áhyggjur af því að fjöldi íbúða væri of mikill og hve fáar íbúðir eru í sérbýli, en alkunna er að það er skortur á litlum og meðalstór- um sérbýlisíbúðum í hverfinu. Þá vorum við ósátt við að hæstu blokk- irnar voru enn mun hærri en fólki í hverfinu þykir ásættanlegt.“ Samtökin segja að svo hafi litið út sem sátt væri að myndast um málið vegna lækkunar blokka og fjölgunar sérbýla á svæðinu. Þá segir í álykt- uninni: „Sú afgreiðsla bæjarráðs 13. maí s.l. að fjölga íbúðum kemur okk- ur í Samtökum um Betri Lund í opna skjöldu og lýsum við furðu okkar á þessari niðurstöðu. Bæjarráð tók þar til umfjöllunar tillögu skipulags- nefndar, sem hljóðaði upp á 384 íbúð- ir en ákvað að fjölga íbúðum í 390. Við áttum okkur ekki á hvaða hags- munir liggja þarna að baki. Við erum ekki kunn þeim leikreglum sem gilda um meðferð mála hjá bæjarráði Kópavogs en finnst furðulegt að breytingar skuli bornar upp og sam- þykktar þegar formaður skipulags- nefndar hefur vikið af fundi. Hann er sá aðili sem við höfum verið í sam- bandi við og sá sem hefur leitt um- ræðurnar í skipulagsnefnd og hefur því verið í lykilhlutverki í undirbún- ingi þeirra tillagna sem fyrir lágu.“ Breytingatillaga fer fyrir bæjarstjórn Viðey | Fyrsta folaldinu var kastað í Viðey á dög- unum. Það er hún Fylgja frá Uxahrygg sem er móðirin og hjálmskjótti stóðhesturinn Engill frá Refsstöðum sem lagði til aðstoð við getnaðinn. Folaldið er falleg hryssa og hefur verið nefnd Tala. Að sögn Ragnars Sigurjónssonar, ráðsmanns í Viðey, heilsast bæði móður og folaldi vel. „Krakk- arnir í skólunum fylgjast mjög vel með því sem er að gerast hér og spyrja um kindur og folöld. Við segjum líka frá því sem er að gerast hér þegar skólahópar koma í heimsókn,“ segir Ragnar. Fjörugt folald í Viðey Ljósmynd/Ragnar Sigurjónsson Sprækt ungviði: Folaldið er hið hressasta og trítlar við hlið móður sinnar. Reykjavík | Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir mikla reiði ríkja meðal kaup- manna og annarra þjónustuaðila í miðbænum vegna þess að enn hafi ekki verið staðið við samþykkt borg- arstjórnar frá því í nóvember um að taka upp 36,6% afslátt af aukastöðu- gjöldum og 22% afslátt af stöðu- brotagjöldum. Með umræddum af- slætti myndi aukastöðugjald lækka úr 1.500 kr. í 950 ef greitt væri innan þriggja daga frá útgáfu sektar og stöðubrotagjöld úr 2.500 í 1.950. Kjartan segir fulltrúa R-listans hafa lofað að breytingunni yrði hrundið í framkvæmd svo fljótt sem auðið yrði þegar hún var samþykkt. Breytingin var staðfest af sam- gönguráðherra og birt í stjórnartíð- indum í janúar sl. og segir Kjartan hana þá þegar hafa átt að öðlast gildi, en R-listinn hafi ekki enn tekið upp umræddan afslátt, sem gangi þvert á þau loforð sem hags- munaaðilum í miðbænum voru gefin. Sjálfstæðismenn hafa að sögn Kjart- ans ítrekað spurst fyrir um málið í samgöngunefnd borgarinnar og hafa nú tekið málið upp í borg- arráði. Stefán Haraldsson, hjá Bílastæða- sjóði Reykjavíkur, segir skýringuna á töfinni þá að auglýsing í stjórn- artíðindum í marsbyrjun hafi farið fram hjá starfsmönnum Bílastæða- sjóðs eftir flókið ferli þar sem málið tafðist vegna færslu málaflokksins milli ráðuneyta og engin tilkynning hafi borist um samþykki á breyting- unum. „En um leið og það uppgötv- aðist var allt sett á fullt við að koma á þessum gjaldskrárbreytingum,“ segir Stefán og bætir við að stefnt sé á að breytingarnar komi í gagnið strax næsta mánudag, en einhverjar kerfisbreytingar þarf að gera hjá Bílastæðasjóði. Gagnrýnir seinagang í stöðugjaldamálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.