Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 22
AUSTURLAND 22 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fullbúð af hjólu m VIVI Moto Cross 12” Silfur/Rautt, kr. 10.830 stgr. 14” Blátt/Gult, kr. 11.970 stgr. 16” Gult/Svart, kr. 12.825 Gæðam erki á fr ábæru v erði Þú ferð vel með GIANT GIANT MTX 200 AluxX F/S 20” Ál stell og demparagaffall, Verð aðeins kr. 21.755 stgr. H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / M ar ki ð / 0 5. 2 00 4 / # 2 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjóla- verkstæði. Ábyrgð og upphersla. Vandið valið og verslið í sérverslun. Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Hjálmar mikið úrval Barna og fullorðins Afsláttur strax við staðgreiðslu 5% GIANT Fjallahjól með dempara 20” MTX 125 kr. 18.905 stgr. 24” MTX 225 kr. 24.605 stgr. GIANT Fjallahjól tveggja dempara 20” MTX 125 DS kr. 21.755 stgr. 24” MTX 225 DS kr. 27.455 stgr. GIANT MTX 240 AluxX F/S 24” Ál stell og demparagaffall, Verð aðeins kr. 26.505 stgr. GIANT GSR F/S LDS 26” Alvöru dömu demparahjól. Verð aðeins kr. 24.605 stgr. GIANT GSR F/S GTS 26” Alvöru herra demparahjól. Verð aðeins kr. 24.605 stgr. GIANT GSR AluxX F/S 26” Ál stell og demparagaffall, Verð aðeins kr. 29.925 stgr. SCOTT Tampico Shimano Deore, Rock Shox Judy gaffall Verð kr. 63.935 stgr. SCOTT Tiki Ál dömustell, dempari. Fæst einnig með brettum og böggla- bera. Verð kr. 35.910 stgr. þríhjól, vönduð og endingargóð, margar gerðir með og án skúffu Risinn í fjallahjólum. Einn stærsti hjólaframleiðandi heims, margfaldur sigurvegari í hjólreiðakeppnum og gæðakönnunum. Frábær hjól á ótrúlega góðu verði. Transporter kr. 5.890 stgr. Super Lucy, einig til rautt og ljósblátt, kr. 5.130 stgr. Sport kr. 6.080 stgr. VIVI Lampo/Flamingo 12” Lampo, tilboð kr. 9.215 stgr. 14” Flamingo, tilboð 9.975 stgr. Mikið úrval af Walt Disney hjólahlutum Fjaðrandi stellfesting, púðar og öryggisólar. Einnig til með svefnstillingu Hjólakerrur fyrir börn og vörur SCOTT Voltage YZ4 Octagon ál stell, dempari Verð kr. 35.910 stgr. Barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. Létt, meðfærileg og endingargóð. VIVI Pretty Girl Verð kr. 11.970 stgr. F l o t t o g v ö n d u ð f j a l l a h j ó l Reyðarfjörður | Á Reyðarfirði er nú verið að hefja byggingu á fjórum fjölbýlishúsum, hverju með 26 íbúðum. Það er fyrirtækið Leiguíbúðir í Fjarðabyggð, í eigu Franz Je- zorskis fasteignasala og Ágústs Benediktsson- ar, sem byggja húsin í samvinnu við Bygg- ingaverktaka Austurlands. Það fyrirtæki stofnuðu þeir aftur með Fasteignafélagi Aust- urlands. Saman ætla þessi fyrirtæki að byggja um tuttugu þúsund fermetra af íbúðarhúsnæði á Austurlandi á næstunni, fyrir um 2,5 millj- arða króna. Leiguíbúðir í Fjarðabyggð eiga lögheimili sitt eystra og renna því skattar og skyldur af verkefninu á Reyðarfirði, sem áætlað er að muni kosta um 1,4 milljarða króna, til Fjarða- byggðar. Fjölbýlishúsin létta á þörfinni „Þetta verða allt leiguíbúðir og koma til með að vera mjög aðgengilegar fyrir fólk sem vill flytja í Fjarðabyggð án þess að binda sig strax við húsakaup,“ sagði Franz Jezorski í samtali við Morgunblaðið, þegar gengið var frá fjár- mögnunarsamningum við KB banka á dögun- um. „Húsin eru á Oddnýjarhæð á Reyðarfirði og vel staðsett, steinsnar frá allri þjónustu, eins og íþróttahúsi, grunnskóla og leikskóla. Þetta eru fjölskylduvænar leiguíbúðir með fínu útsýni, standa mjög skemmtilega rétt við sjó- inn og húsin taka ekki útsýni af neinum. Þarna var bara melur fyrir og efsti hæðarkvótinn á húsunum er lægri en hæðin var. Melurinn hef- ur verið hálfgert vandamál, staðið af honum sandfok þannig að ásýndin gjörbreytist. Íbúð- irnar eru fullbúnar með öllum innréttingum og lóðin verður einnig fullfrágengin. Þá verðum við með íbúðir fyrir fatlaða á jarðhæð, með góðu aðgengi. Húsin verða grantítklædd að ut- an, klædd að hluta til með áli og sedrusviði og við leggjum áherslu á að hönnun falli inn í um- hverfið eins og kostur er. Það er fyrirséð að gríðarleg þörf er á hús- næði í Fjarðabyggð og á Austurlandi öllu og fjölbýlishúsin koma til með að létta mikið á þörfinni.“ Franz segir að varanleg þörf sé á um 400 nýjum íbúðum í Fjarðabyggð. „Við erum með 104, aðrir byggingaraðilar með um 200 sem verið er að fara af stað með núna. Það er engin spurning að framtíðarþörf er fyrir þessar íbúð- ir. Áætlað er að í Fjarðabyggð flytji varanlega 1.500 til 2.000 manns og þar af 600 sem vinna bara í álverinu og hafa með sér fjölskyldur. Manni hefur fundist fólk varla trúa hversu stór þessi sprenging muni verða, en þörfin er að skapast núna.“ Franz segir Bechtel, byggingaraðila álvers- ins, hafa sýnt því áhuga að fá eitthvað af leigu- íbúðunum undir sitt fólk, en vilji jafnframt dreifa því víðar í bæinn. Hvert hús steypt upp á þremur mánuðum „Við reiknum með að verða með um 70 manns í vinnu við byggingarnar og erum með nýjar græjur; nýjustu tækni í öllum mótum“ segir Franz. „Við náum upp gríðarlegum hraða með þessu og ætlum að reyna steypa hvert hús upp á þremur mánuðum. Við höfum auglýst mikið á svæðinu og erum búnir að ráða nokkuð af mannskap. Það liggur þó fyrir að við náum ekki að manna þetta héðan, því staðan er þann- ig núna að það er ekki hægt að fá nokkurn iðn- aðarmann í verk í Fjarðabyggð, svo mikil er ásóknin. Við munum þó nýta alla iðnaðarmenn sem við mögulega komumst yfir úr sveitarfé- laginu, svo framarlega sem menn eru að vinna á eðlilegu verði.“ Leiguverð svipað og í höfuðborginni Reiknað er með að fyrsta húsið verði tilbúið í júlí á næsta ári. Afhendingartími er þá frá árinu 2005 og síðasta húsið verður afhent árið 2007. Um leiguverð íbúðanna segir Franz að reikna megi með því sambærilegu og í Reykja- vík, ca. 1.000 til 1.100 kr. á fermetrann, en hann telur þó óábyrgt að fullyrða nokkuð um slíkt að svo stöddu. „Byggingarkostnaður er í öllu falli svipaður í Fjarðabyggð og í bænum. Það er meiri kostnaður fólginn í að halda mannskap uppi úti á landi, efni kostar meira en í Reykja- vík og mikið efni er aðflutt úr bænum. Á móti kemur lægra lóðarverð, en þetta jafnast allt út á endanum.“ Þrjúhundruð íbúðir byggðar í Fjarðabyggð á næstunni – vantar hundrað til að mæta framtíðarþörf Iðnaðarmanna leitað logandi ljósi Gott útsýni úr gluggunum: Fjölbýlishúsin fjögur sem rísa munu á Oddnýjarhæð á Reyðarfirði. Djúpivogur | Nýlega var opnuð sýn- ing á myndverkum nemenda í 1.–5. bekk í Landsbankanum á Djúpa- vogi Verkin eru margskonar; vatnslitamyndir, keramik, klippi- myndir og grafík. Þau eru öll unnin í myndmenntatímum hjá Steinunni Björgu Helgadóttur myndmennta- kennara í vetur. Sýningin er opin á afgreiðslutíma bankans til maíloka. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Barnsleg djúphygli á bankavegg Seyðisfjörður | Nemendur í grunn- skólanum á Seyðisfirði luku á dög- unum síðasta samræmda prófinu, sem var í stærðfræði. Þau brugðu á leik eftir prófið og heimsóttu varð- skipið Tý. Varðskipsmenn tóku krökkunum vel og sýndu þeim skipið frá stefni aftur í skut. Hámarki náði heimsóknin þegar krakkarnir fengu að skola af sér próflúann í brimsölt- um sjónum. Íklædd björgunargöll- um stukku þeir frá borði og út í sjó, sumum þótti það háskalegt en kom- ust svo á bragðið og stukku aftur og aftur og aftur … Ljósmynd/EBB Buslað í bárunum Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.