Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
í samræmi við stjórnskipunina í
heild og engin þörf að leita eftir
öðrum skýringarkostum.
Mörg dæmi eru þess, að í
stjórnarskránni segi að forseti
hafi vald til eins og annars, þó að
ljóst sé og óumdeilt að það vald sé
í hendi ráðherra í samræmi við 13.
gr. Hér má minna á að í 15. gr.
segir að forsetinn skipi ráðherra
og skipti með þeim störfum. Í 20.
gr. er sagt að forseti
skipi í embætti eftir
því sem lög ákveða
Fleiri atriði mætti
nefna, en þetta nægir
sem dæmi um atriði,
sem ráðherra tekur
ákvarðanir um, þó að
við fyrstu sýn hafi
forseti valdið
Mín skoðun er
þessi: Vegna þess,
sem segir í 13. gr.
stjórnarskrárinnar
fer ráðherra með
það vald sem getið er
í 26. gr. eins og með annað „vald“
forsetans.
Hafa má í huga, að það sam-
rýmist illa öðrum störfum og hlut-
verki forseta að hann blandi sér í
pólitískar deilur Einnig er þess að
geta að á árunum 1874 til 1904 var
algengt að konungur beitti neit-
unarvaldi sínu og var það gert eft-
ir tillögu og með atbeina ráðherra.
Ýmsir hafa fjallað um það álita-
efni, sem hér er rætt um. Flest er
það stuttar athugasemdir og full-
yrðingar, en auk greinar minnar
frá 1994 hafa Sigurður Líndal pró-
fessor og Þórður Bogason lögmað-
ur ritað fræðigreinar um efnið.
Við Þórður erum sammála um nið-
urstöðuna en rök hans varða að
UNDANFARIÐ hefur verið
allmikið rætt um það hvort forset-
inn hafi persónulega heimild sam-
kvæmt stjórnarskránni til að
skjóta lögum, sem Alþingi hefur
samþykkt, undir þjóðaratkvæði.
Höfundur þessarar smágreinar
hefur nokkuð verið
nefndur í þessu
sambandi vegna
greinar, sem birt
var fyrir 10 árum.
Ástæða er til að eg
leggi nokkur orð í
belg um málið.
Þær greinar í
stjórnarskránni,
sem eg tel að hér
skipti máli, eru fyrst
26. gr. Þar segir
meðal annars .
„Nú synjar for-
seti lagafrumvarpi
staðfestingar, og fær það þó engu
að síður lagagildi, en leggja skal
það svo fljótt sem kostur er undir
atkvæði allra kosningabærra
manna í landinu til samþykktar
eða synjunar með leynilegri at-
kvæðagreiðslu. Lögin falla úr
gildi, ef samþykkis er synjað, en
ella halda þau gildi sínu“.
Næst er að geta 13. gr. 1. máls-
greinar stjórnarskrárinnar sem er
þannig:
„Forsetinn lætur ráðherra
framkvæma vald sitt“.
Ef þessar tvær greinar eru
skýrðar saman, eins og tel að beri
að gera, er augljóst að ráðherrar
fara með það vald sem veitt er í
26. gr. Orðin eru ljós, niðurstaðan
mestu stöðu Alþingis í þingræ
andi. Grein eftir Sigurð birtis
síðasta Skírnishefti og erum
ósammála um flesta hluti. Mu
fara nokkrum orðum um mál
ing hans.
Meginatriðið hjá Sigurði er
13. gr. eigi ekki við. Veigame
röksemd hans er sú, að í grei
argerð, sem lögð var fyrir Alþ
í ársbyrjun 1944 og í ræðum ý
issa þingmanna um málið haf
ið talið að forseti hefði málsk
réttinn persónulega. Þó er þa
svo, að texti gildandi laga á Ís
landi, sjálfrar stjórnarskrárin
ræður úrslitum. Orð í grein-
argerð og ummæli á þingfun
eru ekki lög. Hér er það þýði
arlaust, hvort slík ummæli er
„lögskýringargögn“ eða ekki
að atriðið sem um er deilt var
meginatriði sem er ljóst eftir
um sínum og verða þau að rá
Talað hefur verið um, að ne
forsetans á að samþykkja till
ráðherra og sú staðreynd að
verður ekki neyddur til að un
irrita leiði til þess að mál nái
fram að ganga. Þetta fær ekk
staðist eftir lögskýringu nú-
tímans. Hvað yrði ef forseti n
aði að samþykkja gerðir ráðh
í samningum við önnur riki e
lögu viðtakandi forsætisráðh
Hefur forseti málskotsrétt
Þór Vilhjálmsson skrifar
um fjölmiðlafrumvarpið
og neitunarvald forseta
Þór Vilhjálmsson
’Vegna þess sem se13. gr. stjórnarskrá
innar fer ráðherra m
það vald sem getið e
26. gr. eins og með a
að „vald“ forsetans.
HAGFRÆÐINGURINN Oliver
E. Williamson, sem ásamt Dougl-
ass North mótaði nýju stofnana-
hagfræðina, fjallaði um rann-
sóknir sínar í málstofu viðskipta-
og hagfræðideildar Háskóla Ís-
lands í gær. Hann verður með
fyrirlestur í hádeginu í dag í
Öskju, nýja náttúrufræðihúsi Há-
skólans, undir yfirskriftinni
Hvernig á að gera viðskipta-
samninga?
Rannsóknir Williamsons lúta
að viðskiptakostnaði og trúverð-
ugum samningum. Williamson er
einn helsti höfundur nútímakenn-
inga um hagfræði skipulags, sem
fjalla um aðferðir aðila til að
skipuleggja starfsemi sína og við-
skipti með það í huga að lág-
marka kostnað við viðskiptin, þ.e.
viðskiptakostnaðinn.
Aukinn
skilningur
Í samtali við Morgunblaðið
sagðist Williamson telja að nýja
stofnanahagfræðin hefði meðal
annars átt mikinn þátt í að
breyta sjónarmiðum í Bandaríkj-
unum varðandi samkeppnismál.
Á sjöunda áratugnum hefði verið
tekið mun harðar á þeim málum
en síðar hefði orðið. Fyrirtæki
með innan við 10% markaðshlut-
deild hefðu jafnvel verið talin í
markaðsráðandi stöðu, en þetta
hefði breyst á áttunda áratugn-
um með auknum skilningi á eðli
fyrirtækja, markaði og samning-
um.
Nýja stofnanahagfræðin segir
Williamson að geri ríkari kröfur
en fyrri aðferðir til þekkingar á
þeim markaði sem sé til athug-
unar. Áður hafi verið litið svo á
að ef ekki sé hægt að réttlæta til-
tekna markaðshegðun með hlið-
sjón af tækninni, þá hafi verið lit-
ið svo á að um ólöglegt athæfi sé
að ræða. Með nýrri aðferðum sé
til dæmis líka litið á samninga-
hliðina í greininni.
Lóðréttur og láréttur
samruni
Þetta þýði hins vegar ekki að
þau sjónarmið að grípa þurfi til
aðgerða gegn samkeppnishindr-
unum séu alltaf röng. Þar skipti
meðal annars máli hvort um sé
að ræða svokallaðan lóðréttan
eða láréttan samruna. Þegar lóð-
réttur samruni eigi sér stað, þ.e.
að fyrirtæki á mismunandi stig-
um framleiðslunnar sam
svo sem að fyrirtæki sem
einist þeim sem sjái því fyr
föngum, þá kunni vel að ve
fyrir þessu séu hagræn
Ástæðan fyrir þessu geti ve
erfiðleikar við samningager
gert slíkan samruna hagkvæ
Láréttan samruna, ti
mynda þegar fyrirtæki k
keppinaut í sömu grein, sé
hægt að rökstyðja með vís
þessara kenninga og meiri
sé á að á bak við slíka sam
Breytti viðhor
til samkeppnis
Hagfræðingurinn Oliver E
Williamson fjallar um nýju
stofnanahagfræðina
Morgunblaðið/Árni Tor
Oliver E. Williamson
TIL MÓTS VIÐ GAGNRÝNI
Ríkisstjórnin og þingflokkarhennar hafa tvívegis kom-ið til móts við þá gagnrýni,
sem fram hefur komið á fjölmiðla-
frumvarpið. Fyrst gerðist það í
meðferð allsherjarnefndar á milli
fyrstu og annarrar umræðu um
frumvarpið. Í gær skýrðu tals-
menn ríkisstjórnarinnar frá því,
að nokkrar breytingar yrðu gerð-
ar á frumvarpinu á milli annarrar
og þriðju umræðu.
Ljóst er að með þessum breyt-
ingum er ríkisstjórnin að leitast
við að taka tillit til þeirrar gagn-
rýni, sem fram hefur komið á
frumvarpið. Þegar þetta er gert
ítrekað er tæpast hægt að halda
því fram, að ríkisstjórnin sé að
keyra frumvarpið í gegnum Al-
þingi með einhverju offorsi eins
og haldið hefur verið fram.
Meðal þeirra breytinga, sem
gert er ráð fyrir á frumvarpinu nú
eru ákvæði um gildistíma gildandi
útvarpsleyfa. Þótt gert sé ráð fyr-
ir að lögin taki gildi eftir tvö ár er
nú áformað að útvarpsleyfi, sem
gilda lengur en til tveggja ára, fái
að renna sitt skeið á enda en jafn-
framt að útvarpsleyfi, sem gilda
til skemmri tíma en tveggja ára,
renni ekki út fyrr en eftir tvö ár.
Sigurður Líndal, fyrrum pró-
fessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands, er einn þeirra, sem gagn-
rýnt hafa frumvarpið á þeirri
forsendu, að einstök ákvæði þess
standist ekki ákvæði stjórnar-
skrárinnar. Í samtali við Morgun-
blaðið í dag segir Sigurður Líndal
að þær breytingar, sem nú hafa
verið tilkynntar séu „gott skref“
og hann bætir við: „Ég skal ekki
segja hvort þetta er nóg en þetta
er allt í rétta átt.“
Þá fer ekki á milli mála, að fund-
ur forseta Íslands og forsætisráð-
herra í gær hefur orðið til þess að
lægja öldur, sem hafa risið hátt að
undanförnu og er það við hæfi
enda bera þessir tveir menn meiri
ábyrgð á því að stjórnkerfi okkar
virki með réttum og eðlilegum
hætti en nokkrir aðrir. Með því að
ræða ágreiningsmál sín í bróðerni
hafa þeir sinnt skyldum sínum við
þjóðina.
Andstæðingar frumvarpsins
hafa bundið vonir við ágreining
um efni þess á milli stjórnarflokk-
anna. Í gær kom skýrt í ljós að
fréttir af slíkum ágreiningi hafa
verið mjög ýktar. Spurður um
samstarf flokkanna tveggja sagði
Davíð Oddsson á blaðamanna-
fundi í gær: „Stjórnarsamstarfið
er afskaplega gott. Ég hef það
mjög á tilfinningunni að þetta mál
hafi mjög þétt stjórnarsamstarfið.
Ég tel að samstarfið milli okkar
Halldórs Ásgrímssonar hafi aldrei
verið sterkara en einmitt nú.“
Þegar horft er til alls þessa
verður ekki betur séð en fjöl-
miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar
sé að komast í réttan og málefna-
legan farveg.
STJÓRNKERFISKREPPA
Síðustu daga hefur 26. greinstjórnarskrárinnar verið
mjög til umræðu vegna vanga-
veltna um að forseti Íslands kynni
að notfæra sér málskotsrétt skv.
þeirri grein í sambandi við fjöl-
miðlafrumvarp ríkisstjórnarinn-
ar, þótt sá réttur forseta sé mjög
umdeildur eins og umræðurnar
hafa leitt í ljós.
Vitnað hefur verið til ummæla
stjórnmálamanna fyrr og síðar í
þessum umræðum um 26. grein-
ina. Athyglisverð eru ummæli,
sem Jón Baldvin Hannibalsson,
fyrrum utanríkisráðherra, lét
falla í grein hér í blaðinu hinn 22.
maí árið 1996 en hann sagði:
„Ef forsetinn kysi að láta reyna
á formlegt vald sitt, hrasar hann
um leið um þröskuld þingræðis-
reglunnar. Hann lendir í átökum
við meirihluta þings og sitjandi
ríkisstjórn, sem gæti hæglega
endað í því að annar hvor yrði að
víkja. Það yrði ekki aðeins stjórn-
arkreppa heldur stjórnkerfis-
kreppa. Þetta er afleiðing af van-
rækslusynd Alþingis áratugum
saman, sem er sú að skjóta á frest
endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Meðal þess, sem þarfnast endur-
skoðunar er stjórnskipulegt hlut-
verk forsetans, sem aldrei var
hugsað til hlítar. Auk þess var 26.
gr. stjórnarskrárinnar um mál-
skotsréttinn frá upphafi vanhugs-
uð með þeim afleiðingum, að
ákvæðið hefur reynzt ónothæft
eins og dæmin sanna. Sá sem vill
„virkja Bessastaði“ sem sjálf-
stætt stjórnvald í krafti umboðs
þjóðarinnar mun því hvarvetna
reka sig á takmörk valdsins, láti
hann á reyna.
Forsetinn situr því í „táknrænni
tignarstöðu“. Þrátt fyrir þjóð-
kjörið er hann eins og „kóngur
eða drottning án kórónu“. Virkur
stjórnmálamaður, sem sækist eft-
ir því að setjast að á Bessastöðum
til að beita þar formlegu valdi for-
setans í samræmi við sannfæringu
sína, fer villur vegar eða er að
reyna að villa á sér heimildir. Sá
sem situr á Bessastöðum er „sezt-
ur í helgan stein“.“
Þessi orð lét Jón Baldvin
Hannibalsson falla, þegar hann
útskýrði þá ákvörðun sína að gefa
ekki kost á sér við forsetakjör á
árinu 1996. Sú athugasemd hans
að nýting forseta á 26. gr. stjórn-
arskrárinnar mundi leiða til
„stjórnkerfiskreppu“ lýsir í einu
orði og í hnotskurn því, sem ger-
ast mundi. Þjóðin þarf ekki á
stjórnkerfiskreppu að halda.