Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 29
SAMKVÆMT stjórnsýslulögum
er starfsmaður í stjórnsýslunni
vanhæfur til meðferðar máls, ef
málið er á annað borð þess eðlis,
án tillits til þess hvers efnis
ákvörðun hans verður. Má sem
dæmi nefna að ráðherra telst van-
hæfur og ber að víkja
sæti ef náfrændi hans
eða náfrænka sækir
um leyfi sem ráð-
herrann veitir lögum
samkvæmt. Skiptir
þá engu máli hvort
ráðherrann hyggst
veita leyfið eða synja
um það.
Í samræmi við
þessa reglu og aðrar
vanhæfisreglur tel ég
að það eigi ekki að
skipta máli hvort for-
seti Íslands staðfestir
lagafrumvarp, sem
Alþingi hefur sam-
þykkt, eða hvort
hann synjar frum-
varpi staðfestingar,
þegar skorið er úr
um það hvort hann
teljist vanhæfur til
meðferðar málsins
skv. 26. gr. stjórn-
arskrárinnar. Mér
vitanlega hefur það
aldrei áður komið til
álita að forsetinn telj-
ist vanhæfur til þess
að staðfesta laga-
frumvarp, jafnvel
þótt það frumvarp hafi varðað
hann sjálfan einstaklega. Sem
dæmi um það má nefna frumvarp
til laga nr. 84/2000 um afnám
lagaákvæða um skattfrelsi forseta
Íslands, sem Ólafur Ragnar
Grímsson staðfesti sem lög, og
Davíð Oddsson forsætisráðherra
ritaði undir með honum.
Í grein, sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær, lýsir forsætisráð-
herra þeirri skoðun sinni að for-
seti geti aldrei talist vanhæfur,
þegar hann staðfestir laga-
frumvarp, heldur einungis þegar
hann synjar frumvarpi staðfest-
ingar. Enda þótt ég sé ekki sam-
mála þessari skoðun ráðherrans,
eins og að framan greinir, fæ ég
ekki séð að Ólafur Ragnar Gríms-
son væri vanhæfur til þess að
synja fjölmiðlafrumvarpinu, sem
svo er nefnt, staðfestingar ef til
kæmi.
Vegna þess að um er að ræða
þátttöku forseta í lagasetningu er
eðlilegt að um vanhæfi hans gildi
sömu reglur og um alþingismenn.
Um það atriði virðast prófess-
orarnir Björg Thor-
arensen og Jón Stein-
ar Gunnlaugsson vera
mér sammála. Sam-
kvæmt lögum um
þingsköp Alþingis
taka þingmenn þátt í
atkvæðagreiðslu um
öll mál, hvers eðlis
sem þau eru. Einu
undantekninguna frá
þeirri meginreglu er
að finna í 4. mgr. 64.
gr. laganna, þar sem
orðrétt segir: „Enginn
þingmaður má greiða
atkvæði með fjárveit-
ingu til sjálfs sín.“ Í
álitsgerð, sem Páll
Hreinsson prófessor
tók saman fyrir for-
seta Alþingis fyrr á
þessu ári, að gefnu til-
efni, er þetta ákvæði
skýrt með svofelldum
hætti: „Ákvæðið hefur
verið skýrt svo að það
taki einvörðungu til
þess tilviks þegar
mælt er fyrir um fjár-
veitingu til þingmanns
persónulega.“ Sama
skýring á ákvæðinu
kemur fram hjá Einari Arnórs-
syni, prófessor og ráðherra, í riti
hans, Réttar-saga Alþingis, sem út
kom 1937.
Í fjölmiðlafrumvarpinu svo-
nefnda er ekki mælt fyrir um fjár-
veitingu til Ólafs Ragnars Gríms-
sonar persónulega eða fyrirtækis í
eigu hans. Þegar af þeirri ástæðu
væri hann þar með ekki vanhæfur
til þess að synja frumvarpinu
staðfestingar, hvað sem líður
ágreiningi um vanhæfi forseta að
öðru leyti.
Vanhæfur
stundum, en
stundum ekki?
Eiríkur Tómasson
fjallar um vanhæfi
Eiríkur Tómasson
’Í fjölmiðla-frumvarpinu
svonefnda er
ekki mælt fyrir
um fjárveitingu
til Ólafs Ragn-
ars Grímssonar
persónulega eða
fyrirtækis í eigu
hans. ‘
Höfundur er prófessor í
stjórnskipunarrétti við
lagadeild Háskóla Íslands.
LÖGFRÆÐI og lagaþekking
er þessa dagana snar þáttur í um-
fjöllun um þjóðmálin. Nú er rætt,
hvort forseti Íslands geti orðið
vanhæfur til að synja lögum stað-
festingar, hafi hann á annað borð
vald til þess að taka slíka ákvörð-
un sjálfur án atbeina ráðherra.
Sumir lögfræðingar virðast telja,
að forsetinn geti aldrei orðið van-
hæfur. Eiríkur Tómasson nefnir,
að forsetinn hafi á árinu 2000 stað-
fest lög sem afnámu skattfríðindi
hans. Enginn hafi talið hann van-
hæfan þá. Virðist hann draga af
þessu þá ályktun að vanhæfi geti
ekki komið til þegar forseti á í
hlut. Ef við gerum ráð fyrir að lög
séu sett sem lækka kaup forseta
sýnist Eiríkur telja, að vanhæfis-
reglur myndu ekki hindra forset-
ann í að synja þeim staðfestingar
Í sjálfu sér eru sjónarmiðin um
að forseti geti ekki orðið vanhæf-
ur til starfa sinna fullgild. Ástæð-
an er þá sú, að forsetinn tekur
engar ákvarðanir sjálfur, heldur
veitir aðeins ákvörðunum annarra
formlega staðfestingu, oftast ráð-
herra en í þessu tilviki Alþingis.
Alveg er ljóst, að staðfesting for-
seta á lagafrumvörpum gerist á
ábyrgð ráðherra. Menn halda því
hins vegar fram, að forsetinn megi
synja frumvörpum staðfestingar
án nokkurs atbeina ráðherra. Sé
þetta rétt, sem vel má vera, er al-
veg ljóst, að hann ber sjálfur
ábyrgð á slíkri ákvörðun. Varla
telja menn að ráðherrann sem
óskaði eftir staðfestingu forseta á
frumvarpinu beri ábyrgð á synjun
hans.
Það verður að teljast vera
grunnregla í íslenskri stjórnskip-
an, að handhafi stjórnvalds, sem
tekur ákvörðun um meðferð þess
og ber á henni ábyrgð, geti orðið
vanhæfur við töku ákvörðunar
sinnar. Að öðrum kosti gæti hann
tekið ákvörðun um hagsmuni
sjálfs sín eða nákominna ættingja
sinna og misfarið með vald í þágu
einkahagsmuna sinna. Vel má
vera að reglur um vanhæfi forseta
við ákvörðun um að synja lögum
staðfestingar standi nær vanhæf-
isreglum um alþingismenn en
þeim vanhæfisreglum sem taldar
eru gilda hjá framkvæmdarvalds-
höfum (í stjórnsýslu). Alþingis-
menn mega ekki samkvæmt þing-
skapalögum greiða atkvæði með
fjárveitingu til sjálfra sín. Ætla
verður, að sú regla sé ekki bundin
við þetta heldur geti líka gilt um
hliðstæð tilvik. Ef til dæmis um
væri að ræða fjárveitingu til aðila
sem alþingismaður hefði fjárhags-
legar skuldbindingar við, gæti
hann viljað endurgjalda aðila með
atkvæði sínu um fjárveitingu til
hans. Til þess yrði hann vanhæfur
eftir lögjöfnun frá reglunni.
Í tilviki forsetans og fjölmiðla-
laganna er staðan sú, að forstjóri
Norðurljósa er formaður félags,
sem staðið hefur straum af kostn-
aði forsetans við að reka kosn-
ingabaráttu og ná kjöri í embætt-
ið. Þar er sjálfsagt um drjúgar
fjárhæðir að ræða. Fyrirtækið,
starfsmenn þess og fjölmiðlar,
sem það rekur, hafa sent forset-
anum ákall um að staðfesta ekki
lögin. Ef hann verður við þeim
áskorunum er að minnsta kosti
hugsanlegt, að ástæðan sé vilji til
að endurgjalda fjárstuðninginn í
kosningabaráttunni. Í vanhæfis-
fræðum er m.a. talið að ekki sé
nóg að sá sem fer með ákvörðun-
arvald sé í raun og veru hlutlaus,
hann þarf einnig að virðast vera
það.
Það er hreinn og klár misskiln-
ingur ef menn halda að forseti Ís-
lands sé eini handhafi opinbers
valds í landinu, sem geti tekið
ákvarðanir í málum sjálfs sín eða
nátengdra aðila, sjálfum sér eða
þeim til hagsbóta. Það er heldur
engin þörf á því að hann taki slík-
ar ákvarðanir, því stjórnarskráin
kveður á um að handhafar for-
setavalds skuli gegna störfum fyr-
ir hann þegar hann getur ekki
gegnt þeim sjálfur.
Verður forseti
aldrei vanhæfur?
Höfundur er prófessor.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Í UMRÆÐUM á Alþingi sl.
laugardag las Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra bréf sem mér
var skrifað fyrir rúmum tveimur
árum. Morgunblaðið fjallar um
þennan lestur á mánudag og hirð-
ir ekki um að leita upplýsinga hjá
mér, viðtakanda bréfsins, þótt
dómsmálaráðherra hafi beint
spurningu til mín úr ræðustól. Sú
spurning verður að fyrirsögn
blaðsins: „Hvers vegna taka menn
ekki svona bréf alvarlega?“ Með
þessari yfirsjón í venjulegri blaða-
mennsku er blaðið áreiðanlega
ekki að ganga erinda eins eigenda
sinna, Björns Bjarnasonar. Svarið
við spurningu Björns Bjarnason-
ar hef ég löngu gefið. Honum
sjálfum. Fyrir rúmu ári sendi
Björn Bjarnason mér afrit af um-
ræddu bréf og spurði hvort ég
kannaðist við. Svar mitt 16. mars í
fyrra var svona:
Sæll Björn,
þakka þetta.
Ég minnist þess að hafa séð
þetta eða svipað bréf í vor leið og
tók það ekki alvarlega, frómt frá
sagt.
Ég hafði ekki þá, frekar en nú,
ástæðu til að telja að þessi end-
ursögn af samtali við þáverandi
framkvæmdastjóra Samfylking-
arinnar lýsti raunveruleikanum
við fjármál Reykjavíkurlistans.
Mér fannst því ekki tímans virði
að elta uppi hvað fór nákvæmlega
á milli þessara tveggja manna.
Kveðja, Stefán Jón.
Flóknara er málið ekki. Björn
Bjarnason hefur haft umrætt bréf
undir höndum í rúm tvö ár, gengið
í gegnum tvennar kosningar og
ótal umræður um fjármál stjórn-
mála – en látið kyrrt liggja. Vænt-
anlega vegna þess að hann sjálfur
tók ekki efni bréfsins alvarlega.
Hann hefur í rúmt ár haft undir
höndum skýrt svar frá viðtakanda
bréfsins um viðbrögð við því.
Núna, í umræðum um önnur mál,
tekur hann sig til og les það á Al-
þingi; spyr með þjósti spurningar
sem svarað var fyrir meira en ári.
Svarið er einfalt: Ég hef ekki nú,
frekar en þá, ástæðu til að taka
þetta bréf alvarlega. Frómt frá
sagt.
Hvernig á að
taka svona menn
alvarlega?
Höfundur er borgarfulltrúi
og formaður framkvæmdastjórnar
Samfylkingarinnar.
Stefán Jón Hafstein
UMRÆÐAN um fjölmiðlamál-
ið sk. er farin úr böndunum og er
nú komin á stig sem hvorki er
bjóðandi þingi né þjóð. Vikum
saman hafa allir þeir innan þings
og utan, sem telja fjölmiðlafrum-
varpið gallaða hrákasmíð, mátt
sitja undir því að vera taldir sér-
stakir Baugsliðar. Nú síðast þjóð-
kjörinn forseti Íslands sem hefur
ekkert tjáð sig um málið en unnið
sér það til óhelgi að vera heima
með þjóð sinni meðan stormurinn
geisar.
Það lagðist lítið fyrir forsætis-
ráðherra í viðtali við Ríkissjón-
varpið sl. föstudag og hafa fáir
orðið til að mæla framgöngu hans
þar bót. Einn hugumstór riddari
fer þó fyrir litlum flokki manna
sem er tilbúinn til að beita öllum
tiltækum vopnum megi það verða
herra hans að liði. Það er dóms-
málaráðherrann. Í þingsal sl.
laugardag lagði hann upp í und-
arlegan herleiðangur og dró upp
úr pússi sínu ríflega tveggja ára
gamalt bréf sem hann taldi
skyndilega tímabært að gera op-
inskátt. Bréfið felur í sér tilhæfu-
lausar ásakanir í minn garð og
Reykjavíkurlistans sem marg-
sinnis hefur verið svarað við önn-
ur tilefni. Við það er í sjálfu sér
engu að bæta. Því miður verðum
við samt að búa við það að
óprúttnir sjálfstæðismenn, eins
og dómsmálaráðherrann, kjósa
að halda lífi í þessum óhróðri.
Þeir vita að dropinn holar stein-
inn – ekki vegna þess að hann
falli svo þungt til jarðar heldur
vegna þess að hann fellur svo oft.
Í sjálfu sér er það ekki í frá-
sögur færandi þó að dómsmála-
ráðherrann fari fram af meira
kappi en forsjá – það er alvana-
legt. Hitt er athyglisvert að hann
skuli nú svo rökþrota og ringl-
aður að hann fálmi eftir öllu sem
hönd á festir til að koma höggi á
mig sem pólitískan andstæðing
sinn.
Þegar lágkúran
ein er eftir
Höfundur er varformaður
Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
æðisl-
st í
við
un eg
lflutn-
r að
sta
n-
þingi
ým-
fi ver-
ots-
að
s-
nnar,
ndum
ing-
ru
i því
rðar
r orð-
ða.
eitun
lögur
hann
nd-
ekki
ki
neit-
herra
ða til-
erra
um myndun ríkisstjórnar? Eðli
málsins samkvæmt er slík neitun
þýðingarlaus og synjun á forseta á
staðfestingu er það líka, ef ráð-
herra er andvígur synjuninni.
Sagt er að forseti sé þjóðkjör-
inn (eins og allir vita) og með ein-
hverjum hætti er það talið styðja
að hann hafi málskotsréttinn per-
sónulega. Ekki er staf að finna
þessu til styrktar í stjórnarskránni.
Hið sama er að segja um hugleið-
ingar utan úr himinblámanum um
að í 2. gr. stjórnarskrárinnar, sem
fjallar um skiptingu ríkisvaldsins,
felist að 13. gr. eigi ekki við 26. gr.
Eg hef nú lokið við að telja þau
rök, sem ástæða er til að taka fram
í stuttri grein. Því verður að bæta
við, að í umræðunni undanfarið hef-
ur sumt verið illa til þess fallið að
skýra málið. Eg læt nægja að nefna
eitt dæmi. Föstudaginn 14. maí var
í aðalfréttatíma ríkissjónvarpsins
settur á skerm texti 26. gr. stjórn-
arskrárinnar, en 13. gr. var ekki
nefnd og því síður sett á skerm.
Síðan kom prófessorinn í stjórn-
skipunarrétti við Háskóla Íslands
fram og lýsti þeirri sannfæringu
sinni, að skoðun prófessors Sig-
urðar Líndal væri rétt. Eðlilegur,
réttur og sanngjarn fréttaflutn-
ingur hefði verið að segja, hvaða
álitaefni hér er á ferðinni og láta 13.
gr. koma fyrir augu sjónvarps-
áhorfenda. Vanda hefði mátt frétt-
ina enn meira með því að nefna
stjórnarskrárgreinar, sem hér hef-
ur ekki verið vikið að (11., 14. og 19.
gr.) og skýra sjónarmið Þórðar
Bogasonar, sem stuttlega eru
nefnd hér að ofan.
t?
Höfundur er fyrrverandi
prófessor og dómari.
egir í
ár-
með
er í
ann-
.‘
meinist,
m sam-
rir að-
era að
n rök.
erið að
rð geti
æman.
il að
kaupir
é síður
san til
hætta
mruna
búi þau sjónarmið að draga úr
samkeppni en að auka hag-
kvæmni.
Williamson segir að fræði-
greinin hafi í upphafi snúist að
mestu leyti um rannsókn á sam-
keppnismálum og samrunum fyr-
irtækja, en í seinni tíð hafi sviðið
víkkað út. Nýju stofnanahag-
fræðinni hafi til að mynda verið
beitt á opinber fjármál, sem snú-
ist um velferðarmál, skattlagn-
ingu, tekjutilfærslur og almenn
afskipti ríkisins.
Beitt á
vinnumarkaðinn
Stofnanahagfræðinni segir
Williamson að sé einnig beitt á
vinnumarkaðinn. Þar velti menn
því fyrir sér hvernig samningar
eigi að vera milli atvinnurekenda
og launþega. Fjallað sé um hve-
nær það borgi sig að gera launa-
samninga með auknum skilmál-
um sem tryggi rétt launþega, svo
dæmi sé tekið. Þá sé eitt álita-
málið hvenær það borgi sig að
þjálfa starfsmenn upp á tilteknu
sviði sem nýtist einungis því fyr-
irtæki eða þeirri atvinnugrein
sem þeir starfa við, en geri þá
um leið síður hæfa til að starfa
hjá öðrum fyrirtækjum.
Starfsmennirnir geti haft
áhyggjur af því að lokast inni í
tiltekinni atvinnugrein, því að ef
hún lendi í niðursveiflu verði þeir
að taka á sig skert kjör þar sem
þeir hafi ekkert annað að leita.
Það sé augljóslega betra bæði
fyrir lauþega og vinnuveitendur
ef hægt er að gera samninga sem
veitir launþegunum þokkalega
tryggingu fyrir því að komið
verði vel fram við þá þrátt fyrir
að aðstæður breytist.
Þetta snúist um það að gera
trúverðuga samninga sem er eins
og áður sagði stór þáttur í fræði-
grein Olivers E. Williamsons.
rfum
smála
E.
u
rfason